Morgunblaðið - 15.10.2010, Síða 1

Morgunblaðið - 15.10.2010, Síða 1
F Ö S T U D A G U R 1 5. O K T Ó B E R 2 0 1 0  Stofnað 1913  241. tölublað  98. árgangur  SAGÐI BLESS VIÐ ÖRUGGT LÍF LÖGFRÆÐINGS KARL BERNDSEN LITADÝRÐ STÁSS SÓPRAN OG FIÐLA SYNGJAST Á TÍSKA OG FÖRÐUN 32 SÍÐUR TÓNLEIKAR GUÐRÚNAR 32SJÁLFBOÐALIÐI Á ÍSLANDI 10 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Minni líkur en meiri eru nú á að almenn nið- urfærsla skulda verði fyrir valinu sem lausn á skuldavanda heimilanna. Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttur forsætisráðherra í gærkvöldi. Hún sagði jafnframt að niðurfærslan gæti skapað meiri vanda en hún leysti. Samráðshópur ríkisstjórnarinnar fundaði í gær með forystumönnum atvinnulífsins og sveitarfélaga en áður hefur komið fram mikil Lífeyrissjóðirnir leggja til að úrræði sem þegar eru fyrir hendi verði virkjuð betur og gerð skilvirkari. Almenn niðurfærsla kæmi mjög illa við þá og hefði í för með sér skerðingu lífeyrisréttinda. Gylfi Arnbjörnsson segist ekki sjá hvernig hægt sé að útfæra slíka löggjöf. „Maður situr agndofa yfir því að ríkisstjórn, fimm ráðherrar og stjórnarandstaðan sitji á rökstólum um slíkt.“ andstaða við hugmyndina af hálfu fjármála- stofnana og lífeyrissjóða. Eftir fundinn lýstu þeir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og Hall- dór Halldórsson, formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, sig andsnúna almennri niðurfærslu. Jóhanna benti á að Íbúðalánasjóður stæði illa og aukið álag á hann þýddi aukin framlög úr ríkissjóði sem gæti skapað vanda. Hún ítrekaði að ef fara ætti í aðgerðir þyrftu allir að leggja sitt af mörkum. „Deila þarf þessum byrðum á milli lífeyrissjóða, bankanna og ríkissjóðs.“ Niðurfærslan ólíkleg  Forsætisráðherra telur litlar líkur á að almenn niðurfærsla verði valin  Hefði í för með sér skerðingu lífeyrisréttinda almennu lífeyrissjóðanna MÞyrftu að skerða »6 Miðborg Reykjavíkur iðaði af lífi í gærkvöldi líkt og hún mun gera alla helgina, þ.e. meðan á Airwaves-tónlistarhátíðinni stendur. Í gær- kvöldi lék fyrir fullu Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu hljóm- sveitin Amiina, og fylgdu töfrandi tónar blaðamanni út í nóttina. Á miðnætti hófust svo tónleikar hinnar fornfrægu og alræmdu hljóm- sveitar Ham, með borgarfulltrúann Óttar Proppé í broddi fylkingar. Morgunblaðið/Ernir Töfrandi tónar og Airwaves-hátíðin heldur áfram Það er skýr afstaða forystu ASÍ að ekki verði dregið lengur að jafna líf- eyrisréttindi launafólks á almennum vinnumarkaði á við réttindi opin- berra starfsmanna. Þetta segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. „Það verður eitt helsta viðfangs- efni kjarasamninganna í haust að jafna lífeyrisréttindin. Það er bara komið að því núna,“ segir hann. Fjallað var um þetta í starfshópi um jöfnun lífeyrisréttinda á fundi í gær. „Það hefur verið krafa Alþýðu- sambandsins alveg frá því hrunið átti sér stað að lífeyrisréttindi verði jöfnuð og jafnað verði með hvaða hætti hrunið lenti á lífeyrisþegum. Við þurftum að skerða réttindi mjög mikið en þegar opinberu sjóðirnir töpuðu 40 milljörðum þá jókst skuld- binding ríkisins um 40 milljarða og það fór beint á herðar skattgreið- enda. Þetta sættum við okkur ekki við. Við munum heldur ekki sætta okkur við skerðingu bóta almanna- trygginga,“ segir Gylfi. omfr@mbl.is ASÍ setur kröfu um jöfnun lífeyrisréttinda á oddinn  „Það er bara komið að því núna“ Norvik-samstæðan, sem í eru m.a.Byko, Kaupás og Elko, skilaði rúm- lega 1,4 milljörðum króna í hagnað á síðasta ári. Jukust tekjurnar um tæplega 700 milljónir króna milli ára og námu í heild 57,6 milljörðum króna. Þetta kemur fram í uppgjöri sem skilað var til ársreikninga- skrár í vikunni. Ríflega helmingur skulda Norvik er í erlendri mynt og breytingar á gengi krónunnar ollu um þriggja milljarða króna umskiptum í geng- ismun milli ára, en hann var já- kvæður um einn og hálfan milljarð á síðasta ári. »16 1,4 milljarð- ar í hagnað Skriður virðist aftur kominn á undirbúning ál- vers við Helguvík. Á samráðsfundi sem iðnaðar- ráðuneytið efndi til í gær kom til að mynda fram að tilraunaborun á Reykjanesi gæfi góðar vonir og háhitasvæðið ætti að standa undir fyrirhug- aðri stækkun Reykjanesvirkjun- ar. Stjórnendur Norðuráls hafa ákveðið að einbeita sér að því að reisa álverið í Helguvík í þremur 90 þúsund tonna áföngum. Verður árleg fram- leiðslugeta þess þá 270 þúsund tonn. Fyrirtækið hefur til þessa miðað við 360 þúsund tonna álver en Ragnar Guðmundsson, for- stjóri Norðuráls, segir að unnið verði að fjórða áfanganum þegar aðstæður leyfa. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er Norðuráli ekkert að vanbúnaði að hefja fram- kvæmdir um leið og samkomulag um orkukaup og nauðsynleg leyfi liggja fyrir. Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði, segir jákvætt að Norðurál skuli nú vera tilbúið að einbeita sér að því að ljúka fyrstu þremur áföngunum því auðveldara verði að tryggja ál- verinu orku með því móti. Á samráðsfundinum kom fram að skipulags- mál í Grindavík væru í ágætum farvegi og er tal- ið að samkomulag sé í sjónmáli á milli HS Orku og Grindavíkurbæjar vegna hugmynda um virkjun í Eldvörpum. „Við erum bjartsýnni en við vorum áður,“ sagði Ásmundur eftir fundinn. omfr@mbl.is Álver að komast á skrið  Borholan á Reykja- nesi gefur góðar vonir Álverið » Uppbyggingu ál- vers er skipt upp í fjóra 90 þúsund tonna áfanga. Unnið verður að byggingu þriggja fyrstu á næstu árum. » Framkvæmdir við byggingu álvers og tilheyrandi virkjanir standa yfir í sex til tíu ár. » Um 2.000 störf verða við uppbygg- inguna allan þann tíma. MNorðurál hefur nú áform » 4 Með því að binda í lög eða stjórnar- skrá reglu um að útgjöld ríkisins megi á hverju ári ekki aukast meira en sem nemur meðaltali hagvaxtar á mann undanfarin tíu ár væri hægt að létta mjög undir peningamálastjórn og jafna efnahagssveiflur. Kemur þetta fram í þingsályktun- artillögu, sem Tryggvi Þór Her- bertsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, mun leggja fram í byrjun næstu viku. Í drögunum að þings- ályktunartillögunni segir að til að leysa þann hag- stjórnar- og gjald- miðlavanda sem Íslendingar búa við verði lagt til að tekin verði upp fjármálaregla sem styður við pen- ingamálastefnuna á þann hátt að ekki þurfi að beita vaxtatækjum Seðlabankans á eins afdrifaríkan hátt og verið hefur. »16 Léttir peningamálastjórn og jafnar efnahagssveiflur  Tillaga Sjálfstæðisflokks lögð fram Tryggvi Þór Herbertsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.