Morgunblaðið - 15.10.2010, Side 2

Morgunblaðið - 15.10.2010, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Verði fjárlagafrumvarp ríkisstjórn- arinnar óbreytt að lögum skerðast tekjur sveitarfélaganna verulega á næsta ári. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, metur áhrifin um 8 milljarða króna, gróft reiknað. Kom það fram í framsögu- ræðu hennar á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í gær. „Það er ekki vænlegt að stoppa í fjárlagagat með því að skerða tekju- stofna annarra,“ segir Aldís í samtali við Morgunblaðið. Hún segir ekki í neina sjóði að sækja hjá sveitarfélög- unum sem eigi undir högg að sækja fjárhagslega. Ríkið bætti sveitarfélögunum upp hækkun tryggingagjalds með 1,2 milljarða króna endurgreiðslu í ár. Sveitarstjórnarmenn treystu því að svo yrði áfram en ekki er gert ráð fyrir því í frumvarpinu. Aldís telur að lækkun launa- greiðslna ríkisins og minni umsvif leiði til minni eftirspurnar á vinnu- markaði sem nemi 1.340 stöðugild- um. Komi ekki annað til auki þetta atvinnuleysi um 1% af vinnuafli. Húsaleigubætur minnka Ríkið mun ekki hækka framlög til húsaleigubóta á næsta ári þannig að hægt verði að halda húsaleigubótum óbreyttum. Segir Aldís að þar vanti 550 miljónir upp á og sveitarfélögin geti ekki annað en dregið samsvar- andi úr mótframlagi sínu. Það þýðir að framlög til húsnæðisbótakerfisins verða 1,1 milljarði lægri á næsta ári en nú er. „Það mun koma niður á þeim sem verst eru settir því 80% af þeim sem þiggja húsaleigubætur eru með tvær milljónir eða minna í árs- laun. Mér finnst ekki rétt að gera þetta,“ segir Aldís. Átta milljarðar færðir til  Segja ríkið stoppa í fjárlagagatið með því að taka af tekjum sveitarfélaganna Bæjarstjóri Aldís segir ekki lengur hægt að hagræða án þess að íbú- arnir verði þess varir. Áhrif fjárlagafrumvarps » Ríkið hættir að endurgreiða sveitarfélögunum trygginga- gjald. » Aukaframlag í Jöfnunarsjóð verður fellt niður. » Útsvar lækkar vegna fækk- unar starfa hjá ríkinu og minni umsvifa. » Tekjur minnka vegna lækk- unar fasteignamats. » Minni tekjur verða af úttekt séreignasparnaðar. Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, lét ekki sitt eftir liggja á alþjóðlegum degi öndunarmælinga sem var í gær. Jón líkt og fjöldi annarra kom við í húsakynnum SÍBS þar sem boðið var upp á öndunarmælingu endurgjalds- laust. Á staðnum voru hjúkrunarfræðingar og læknar sem veittu upplýsingar og ráðgjöf eftir mælinguna. Ekki er annað vitað en að borgarstjórinn hafi staðið sig með prýði í mælingunni. Samkvæmt upplýsingum sem fengust eru um fimm prósent Íslendinga með astma og hafa um átján prósent Íslendinga 40 ára og eldri mælst með skerta öndun, en það getur bent til langvinnrar lungnateppu. Morgunblaðið/Golli Borgarstjórinn öndunarmældur Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Breyting á rekstri sambýlisins í Mýrarási er hluti endurskipulagningaraðgerða SSR og forsenda þess að aðrar aðgerðir geti gengið eftir,“ segir Jón Heiðar Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Svæðis- skrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík, í skriflegu svari vegna málefna sambýlisins í Mýrarási 2, sem á að loka um áramót. Á sambýlinu eru þrír íbúar og átta starfsmenn í 5,8 stöðugildum. Öllum nema forstöðumanninum hefur verið sagt upp og ekki liggur fyrir hvert íbú- arnir flytja. Í svarinu kemur fram að þeim verði boðin búseta við sambærilegar eða betri aðstæður. Jón Heiðar segir að ákvörðunin um lokunina tengist því að hún snerti fáa einstaklinga og hafi í för með sér mikla hagræðingu. Verklagi SRR hafi verið fylgt, þegar íbúunum hafi verið veittar upp- lýsingar um stöðu sambýlisins, og hafi íbúarnir og aðstandendur þeirra verið þeir fyrstu sem upplýst- ir hafi verið um hvað væri framundan. „Í þeim viðtölum kom skýrt fram að verið væri að kynna þær aðstæður sem upp voru komnar, að því miður væri á þessum tímapunkti ekki hægt að kynna væntanlegt búsetutilboð en að þeir yrðu upplýstir um framhaldið þegar frekari upplýsingar lægju fyrir. Þegar ný tilboð liggja fyrir verða þau kynnt íbúum og átt við þá samráð um ákvörðun nýrrar búsetuþjónustu.“ Lokun sambýlis forsenda þess að aðrar aðgerðir gangi eftir  Íbúum sambýlisins verður boðin búseta við sambærilegar eða betri aðstæður Sambýlið í Mýrarási » Á sambýlinu í Mýrarási 2 eru þrír íbúar á aldrinum 64 til 75 ára. » Gerður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, sagði nýverið að um væri að ræða veikasta hópinn af öllum; gamalt, þroskahamlað fólk. » Forstöðumaður sambýlisins sagði óviss- una afar erfiða fyrir íbúana, enda óvíst hvort hópnum verður tvístrað. Listi yfir umsækjendur um stöðu ráðuneytisstjóra innanríkisráðu- neytis og velferðarráðuneytis verð- ur að öllum líkindum birtur í dag, en umsóknarfrestur er runninn út. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins á aðeins eftir að yfirfara nokkrar umsóknir með tilliti til formgalla en annars er ekkert að vanbúnaði. Um stöðu ráðuneytisstjóra innan- ríkisráðuneytis voru þrettán um- sækjendur en töluvert fleiri um stöðu ráðuneytisstjóra velferðar- ráðuneytis þar sem umsóknir hlaupa á tugum. Einstök nöfn feng- ust ekki uppgefin en aðeins að á meðal umsækjenda um bæði störf væru vel hæfir einstaklingar. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins eru þar á meðal núverandi og fyrr- verandi ráðuneytisstjórar hinna sameinuðu ráðuneyta. Fjöldi sótti um starf ráðuneytisstjóra Enginn af 29 um- sækjendum um starf upplýsinga- fulltrúa sjávar- útvegs- og landbúnaðar- ráðuneytis var kallaður í viðtal áður en ráðið var í stöðuna, sam- kvæmt upplýs- ingum frá ráðu- neytinu. Bjarni Harðarson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins sem síðar gekk til liðs við VG, hlaut stöðuna. Þegar óskað var svara við því hvers vegna enginn var kallaður til viðtals var þeirri fyrirspurn vísað til Sigurgeirs Þorgeirssonar ráðu- neytisstjóra. Ekki náðist í hann í gær. Staða upplýsingafulltrúa er ný og hún er tímabundin, til þriggja mánaða. Að sögn Níelsar Árna Lund, skrifstofustjóra í ráðuneyt- inu, er nú unnið að rökstuðningi fyrir ráðningunni, en slíkt er aðeins gert ef einhver umsækjenda óskar eftir slíku. Fyrir nokkru var fyrrverandi að- stoðarmaður Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, ráðinn skrifstofustjóri hjá ráðuneytinu, einnig tímabund- ið. Einn umsækjenda var for- stöðumaður upplýsingasviðs á Fiskistofu og gagnrýndi hún það harðlega að hafa ekki verið boðuð til viðtals. runarp@mbl.is Enginn umsækjenda kallaður í viðtal Bjarni Harðarson Baldur Guð- laugsson, fyrr- verandi ráðu- neytisstjóri fjármálaráðu- neytisins, hefur verið ákærður fyrir inn- herjasvik og brot í opinberu starfi. Karl Axelsson, lögmaður Bald- urs, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Baldur er sagður hafa búið yfir innherjaupplýsingum um atriði sem lutu að stöðu bankanna seinni hluta sumars 2008, stuttu fyrir fall þeirra, þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum. Þá hafi hann gerst sekur um brot sem opinber starfsmaður þar sem hann hafi fengið upplýsingarnar í starfi sínu og nýtt sér þær sem slíkur. Að sögn Karls bjó Baldur ekki yf- ir upplýsingum umfram það sem allir vissu um bága stöðu bankanna á þeim tímapunkti þegar hann seldi bréf sín. kjartan@mbl.is Baldur ákærður fyrir innherjasvik Baldur Guðlaugsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.