Morgunblaðið - 15.10.2010, Page 11
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Michael Burke Ástrali sem fékk nóg af hringrásinni í lífi sínu og hélt í ótímabundna og óskipulagða heimsreisu.
Íslands, hingað kom ég frá Tékk-
landi og héðan fer ég 20. október til
Bretlands á tónlistarhátíðina Su-
personic. Svo mun ég heimsækja
vini í Þýskalandi.
Ég kom til Íslands til að fara á
Iceland Airwaves en svo sá ég að
RIFF [Alþjóðleg kvikmyndahátíð í
Reykjavík] ætti sér stað í lok sept-
ember og ákvað að slá tvær flugur í
einu höggi. Ég flýtti fluginu mínu
hingað og bauð mig fram til vinnu á
hátíðinni,“ segir Burke sem starfaði
sem sjálfboðaliði á RIFF. Hann sá
um sýningarnar og viðburðina sem
áttu sér stað í Iðnó.
„Þetta fór vel og ég fékk að
hitta flotta leikstjóra. Ég vann
hvern dag alla hátíðina en skipulagði
mig þannig að ég gæti séð eitthvað
af myndum líka. Mér finnst frábært
hjá aðstandendum RIFF að fá sjálf-
boðaliða allstaðar að úr heiminum til
að vinna á hátíðinni. Mér fannst
gaman að fá þetta tækifæri og hitta
þessa alþjóðlegu blöndu starfs-
manna sem þau voru með. Ef ég fæ
tækifæri til að starfa sem sjálf-
boðaliði á svipuðum hátíðum í öðrum
löndum mun ég taka því, þetta er
góð leið til að kynnast fólki allstaðar
að úr heiminum.“
Hugmyndin um Ísland flott
Þegar ég hitti Burke var hann
að leggja upp í fimm daga hringferð
um Ísland sem hann ætlaði að vera
kominn úr þegar Iceland Airwaves
hæfist. „Á þessu ári hef ég farið á
tvær comedy-hátíðir í Ástralíu, eina
í Edinborg og svo RIFF svo ég er
eiginlega kominn með nóg af því að
fara á svona sýningar. Ég hlakka því
mikið til að fara á Airwaves, þar sem
ég get hlustað á það sem ég vil og
farið af viðburðinum þegar ég vil.
Þegar ég sá Airwaves auglýst fannst
mér góð hugmynd að koma hingað.
Ég vissi ekkert hverju ég átti von á,
mér hafði alltaf fundist hugmyndin
um Ísland flott, ég vissi ekkert um
landið. Jú ég hafði hlustað á tónlist
héðan, séð listir og hönnun sem er
allt mjög töff,“ segir Burke. Hann er
ekki aðeins lögfræðingur, uppi-
standari og ferðalangur, hann skap-
ar líka sína eigin tónlist.
„Ég er með heimahljóðver og
bý til tilraunakennda tónlist en ég
hef ekkert gefið út. Ég spila líka til
gamans með tveimur vinum mín-
um,“ segir Burke og segist alls ekki
vera tónlistarmaður, bara grúskari.
Tekur uppistandið fram yfir
Burke er mjög hress og fyndinn
og það kemur mér ekki á óvart að
hann starfi sem uppistandari, en
hefur hann eitthvað verið að koma
fram hér á landi? „Nei ég hef ekki
komið fram síðan í Edinborg. Ég
þarf að skrifa nýja sýningu enda
orðinn leiður á því sem ég hef verið
að flytja. Ég var að koma fram
tvisvar til þrisvar á viku í Ástralíu
og ég var eiginlega orðinn leiður á
þessu,“ segir Burke. Spurður hvern-
ig það fari saman að vera lögmaður
og uppistandari segist hann taka
uppistandið fram yfir lögin. „Ég er
ekki mjög formleg persóna og á erf-
itt með þær hömlur sem lögfræðin
setur á mig. Ég leik alvarlega per-
sónu í réttinum, frelsið í uppistand-
inu á betur við mig. Lögin eru
áhugaverð en ég naut þess ekki að
vinna við þau á þessum punkti í líf-
inu.“
Ég get ekki staðist freistinguna
og spyr Burke hvort hann sé fynd-
inn og fæ til baka tilheyrandi hlát-
ursroku. „Ég hata þessa spurningu,
ég er oft spurður hennar þegar fólk
kemst að því að ég er í uppistandi.
Ég var hvattur af vinum mínum til
að prófa uppistand og ég elskaði það
svo ég hélt áfram. Ég er alls ekkert
frægur í Ástralíu, kannski bara
pínulítið í Perth þaðan sem ég er,“
segir Burke og bætir alvarlegur við;
„Ég er ekki hrokafull manneskja.“
Þar með er búið úr bollunum og
ég kveð þennan lífsglaða Ástrala og
óska honum góðrar skemmtunar á
Iceland Airwaves.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2010
Augu heimsins beinast nú að
námumönnunum í Chile, sem hefur
öllum verið bjargað úr iðrum jarðar
eftir 69 daga vist, en augu þeirra
eru hulin dökkum sólgleraugum.
Það er ekki að ástæðulausu: „Þeir
þurfa að vera með þessi gleraugu í
tvær til þrjár vikur, dagsbirtan má
ekki koma í augun á þeim því aug-
un eru mjög lengi að venjast breyt-
ingunni frá myrkri í birtu. Ef þeir
taka þau af of snemma getur það
valdið gríðarlegum höfuð-
verkjaköstum og óþægindum og
viðkomandi getur orðið veikur í
mikilli birtu um ókomna framtíð.
Þeir taka þau einu sinni ekki af sér
þegar þeir hitta sína nánustu,“
segir Kjartan Kristjánsson, sjón-
fræðingur og eigandi Optical Stud-
io. Hann veit meira um gleraugun
sem námumennirnir bera: „Þetta
eru Oakley-sólgeraugu sem þeir
eru með. Það voru fréttamenn í
Chile sem leituðu til fyrirtækisins
Oakley fyrir nokkrum vikum með
þá ósk að Oakley legði til 35 stk.
af Oakley með Black Iridium-linsu
til handa námumönnunum. Það er
engin tilviljun að Oakley Black
Iridium varð fyrir valinu; það sem
er einstakt við linsuna, HDO High
Definitition Optics, er að engin
bjögun á sér stað í henni þótt hún
sé bogin og fylgi höfuðlaginu.
Black Iridium-linsan sem er gríða-
lega skörp er líka óbrjótanleg auk
þess að verja augun 100% fyrir
UV-geislum sólarinnar. Flestir af-
reksíþróttamenn nota einmitt
þessa gerð í sínu sporti,“ segir
Kjartan en Optical Studio, sem er
umboðsaðili fyrir Oakley-sólgler-
augu, fékk í gær fjölda fyrirspurna
frá viðskiptavinum varðandi sólger-
augun sem námumennirnir í Chile
ganga með.
ingveldur@mbl.is
Hönnun
Reuters
Dagsbirtan Luis Urzua kom síðastur námumanna upp og var hann með sól-
gleraugu eins og hinir sem á undan voru komnir.
Mega ekki taka gleraugun niður
Sólgleraugu Oakley Radar með Black Iridium linsu.
Abúmm tjiggí búmm! Ég flauta, raula og hummalög inní mér og upphátt daginn út og daginninn, meðvitaður og ómeðvitaður um það, enmér er nokk sama því það hjálpar mér í gegn-
um daginn.
Það er alveg ótrúlegt hvað tónlist er stór partur af
daglegu lífi manns, bara það að heyra gott lag í bílnum á
leiðinni í vinnuna getur breytt deginum manns. Eitt lag
getur gert myrkasta og kaldasta morgun að góðum degi.
Það er alveg klárt mál að tónlist hefur tilfinningalegt
gildi. Hún getur komið manni í gott skap, gert
mann dapran, vakið upp góðar og slæmar
minningar, hneykslað mann, skapað um-
ræður og jafnvel gert mann pirraðan. En
ég held nú að í flestum tilfellum þá komi
tónlist manni í gott skap. Það er eins og
hún haldi manni í jafnvægi og bjargi
manni úr leiðinlegu amstri hins hvers-
dagslega lífs.
Tónlistin tengir fólk saman, sama
hver lífsháttur, þjóðerni og kyn-
þáttur þess er. Fólk safnast sam-
an þar sem tónlist er og tjáir
þær tilfinningar sem það ber
gagnvart henni. Tónlist er í
raun alheimstungumál sem
allir geta deilt og fundið til-
finningar með. Allan ársins
hring í marga áratugi hefur
fólk allstaðar að í heiminum
safnast saman bara eingöngu til
þess að hlusta saman á tónlist.
Það hefur dansað saman, grátið
saman, sungið saman og jafnvel kynt
undir ástareldi. Það er í raun fátt
annað sem fær annan eins fjölda
fólks saman. Ef tónlist væri ekki svona mikill partur af
lífi fólks þá væru allar þessar tónlistarhátíðir sem haldn-
ar eru árlega löngu orðnar útdauðar.
Ég hlusta á tónlist við hvert tækifæri, í bílnum, á rölt-
inu, í ræktinni, í vinnunni og heima hjá mér. Hún skiptir
mig miklu máli og gegnir mjög stóru hlutverki í lífi mínu.
Hún veitir mér innblástur, ánægju, gefur mér spark í
rassinn í ræktinni og jafnframt róar mig niður eftir um-
fangsmikinn dag. Smekkur minn á tónlist er það víður að
ég hef úr nógu að velja við hverja af þessum athöfnum.
En það sem leikur við eyrun á mér þessa dagana er með-
al annars Mumford & Sons, Arcade Fire og Vamp-
ire Weekend, svo eitthvað sé nefnt. Ef ég væri
fastur á eyðieyju og mætti taka þrjá hluti með
mér þá myndi ég klárlega taka með mér
ipodinn, eilífðarbatterí og svo kannski mat
bara svona til að hafa eitthvað til að narta
í meðan ég nýt tónlistarinnar.
Iceland Airwaves er nú í fullum
gangi og ég fyllist nostalgíu um leið og
ég hugsa um þær stundir sem ég hef
átt á fyrri hátíðum. Í ár á ég ekki miða
og er mjög svekktur en ég óska öllum
þeim sem eru gestir hátíðarinnar í ár
góðrar skemmtunar. Njótið tónlistarinnar
og þess að vera til. Og rétt í lokin: ef einhver
skyldi finna ómerktan Airwaves-miða þá er
hann örugglega minn.
George Kristófer Young | george@mbl.is
Heimur George
» Ef ég væri fastur á eyðieyju og mætti takaþrjá hluti með mér þá myndi ég klárlega
taka með mér ipodinn, eilífðarbatterí og svo
kannski mat bara svona til að hafa eitthvað til
að narta í meðan ég nýt tónlistarinnar. Passaðu vel uppá rafgeyminn í vetur.