Morgunblaðið - 15.10.2010, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2010
✝ Jóhannes BergþórLong fæddist í
Reykjavík hinn 26.
október 1949. Hann
lést á heimili sínu,
Kristnibraut 6, 5. októ-
ber 2010. Foreldrar
hans eru Ólafur J.
Long, f. 19. febrúar
1926, d. 23. október
1996, og Kristbjörg
Ingimundardóttir, f.
27. febrúar 1925.
Systkini Jóhannesar
eru Inga Long, f. 20.
apríl 1951, og Ingi-
mundur G. Vilhjálmsson, f. 7. ágúst
1944, sammæðra.
Hinn 24. nóvember 1973 giftist Jó-
hannes Jónu Friðfinnsdóttur, f. 22.
nóvember 1951, d. 18. júlí 2007, dótt-
september 2005. 3) Helen Long, f. 2.
ágúst 1979, maki Jón Ingi Hilm-
arsson, f. 7. apríl 1974, dóttir þeirra
er Emma, f. 7. nóvember 2002.
Jóhannes ólst upp á Vesturgötunni
í Reykjavík til 13 ára aldurs þegar
hann flutti á Grensásveginn. Hann
lauk gagnfræðaprófi frá Réttarholts-
skóla 1965. Hann byrjaði ungur að
vinna og vann við hin ýmsu störf. Jó-
hannes var mikið í sveitinni hjá afa
sínum og ömmu að Ysta-Bæli undir
Eyjafjöllum sem barn og fram á ung-
lingsár. Jóhannes átti og rak Fisk-
búðina við Arnarbakka í Breiðholti
til margra ára ásamt föður sínum,
sem hann keypti út og rak búðina
áfram einn, einnig átti hann og rak
Kjörfisk í húsnæði við Fiskislóð.
Uppúr 1990 seldi hann verslunina og
vann sem verktaki hjá Sæbjörgu
Fiskverkun. Árið 2000 hóf hann að
reka sendibíl og gerði hann út til árs-
ins 2009 þegar hann varð að hætta
vegna veikinda.
Útför Jóhannesar verður gerð frá
Bústaðakirkju í dag, 15. október
2010, og hefst athöfnin klukkan 13.
ir hjónanna Friðfinns
Gíslasonar, f. 26. maí
1923, d. 10. ágúst 1998,
og Ingunnar Helgu
Hallgrímsdóttur, f. 14.
febrúar 1924, d. 21. júlí
2009. Dætur Jóhann-
esar og Jónu eru, 1)
Berglind Long, f. 17.
júní 1974, maki Gunnar
Bergmann Traustason,
f. 9. ágúst 1965, börn
hennar eru Ágúst Örn,
f. 27. desember 1990,
Elma Sól, f. 17. júní
1995, og Dagur Snær,
f. 29. október 1998. 2) Íris Long, f. 18.
maí 1975, eiginmaður Guðmundur
Guðjónsson, f. 6. febrúar 1974, synir
þeirra eru Atli Geir, f. 7. júní 1996,
Gauti, f. 15. júlí 2002, og Guðjón, f. 16.
Elskulegur faðir minn hefur
kvatt okkur eftir erfið veikindi. Það
er erfitt að horfa uppá duglegan og
kraftmikinn mann þurfa að lúta í
lægra haldi fyrir þeim sjúkdómi
sem krabbameinið er.
Pabbi var alltaf stoð og stytta
sem ég gat leitað til ef eitthvað
bjátaði á. Hann vann alltaf mikið,
kvartaði aldrei undan álagi og allt
sem að hann tók sér fyrir hendur
gerði hann vel og af mikilli sam-
viskusemi.
Við systurnar ólumst upp á ást-
ríku heimili, þar sem foreldrar okk-
ar stóðu þétt saman og studdu okk-
ur stelpurnar í öllu sem við tókum
okkur fyrir hendur, Það var því
mikið áfall er móðir okkar veiktist
og féll frá fyrir rúmum 3 árum.
Pabbi varð aldrei samur eftir það,
hann saknaði mömmu mikið.
Ég veit að þau hafa náð saman að
nýju og það huggar mig. Það er
dýrmætt fyrir mig að hafa getað
eytt síðustu dögunum með pabba á
heimili hans, þar sem hann vildi
kveðja.
Takk fyrir allt sem þú hefur gert
fyrir mig, elsku pabbi, allt klappið á
bakið, öll faðmlögin, öll samtöl okk-
ar um lífið, allar leiðbeiningarnar
og alla ástina og væntumþykjuna
sem þú hafðir að geyma.
Nú veit ég að þið mamma passið
vel upp á hvort annað.
Guð geymi þig, elsku pabbi minn.
Minning þín er ljós í lífi mínu.
Þín,
Berglind.
Það er komið haust og litirnir í
náttúrinni skarta sínu fegursta,
laufin fjúka um og trén eru að sofna
sínum vetrarsvefni. Eftir erfið veik-
indi er Bergþór tengdafaðir minn
lagður til hinstu hvílu í dag.
Hnyttinn, kraftmikill, duglegur
og ákveðinn eru orð sem koma í
hugann þegar ég hugsa
um Bergþór. Þegar við hittumst
fyrst var ekki erfitt að koma af stað
umræðu, þar sem ég er að vinna við
að selja fisk og hann rak fiskbúð í
mörg ár, þá gátum við talað um það
og allt í kringum það. Ég sá strax
að þarna var á ferðinni maður með
fastar skoðanir og rúmlega það, en
hann var einnig sanngjarn og alltaf
tilbúinn að gera allt fyrir fjölskyldu
sína og vini.
Mig langar að þakka fyrir þann
tíma sem áttum saman og senda
fjölskyldu og vinum hans samúðar-
kveðju.
Gunnar Bergmann Traustason.
Takk fyrir allt, elsku besti afi
okkar. Við söknum þín mikið. Nú
ertu kominn til ömmu sem passar
vel upp á þig, heldur fast um þig og
brosir fallega brosinu sínu.
Okkur leið alltaf vel hjá ykkur,
sérstaklega þegar við fengum dek-
urdaga og kósíkvöld með gistingu
hjá ykkur.
Við verðum dugleg og sterk eins
og þú varst alltaf, elsku afi.
Guð geymi þig, elsku afi.
Þín,
Ágúst Örn, Elma Sól
og Dagur Snær.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Takk fyrir allt og allt.
Þín systir
Inga og Ólafur.
Elsku Bergþór.
Það var á þessu hausti þar sem
náttúran skartaði sínum fegurstu
litum, að mágur og kær vinur Beggi
Long eins og við kölluðum hann
kvaddi. Hann hafði ákveðið að fara
með okkur hjónunum í ferðalag til
Florida og vera með mér á afmæl-
isdegi mínum og hafði lagt mikið á
sig til að geta það en skömmu fyrir
brottför hrakaði honum það mikið
að hann átti ekki kost á að fara
með.
Það var erfið stund þegar við
kvöddum hann á spítalanum daginn
sem við fórum en hann var búinn að
stefna að þessu allt sumarið að
komast í síðustu ferðina með okkur
en við höfum ferðast mikið saman í
lífinu, hann og góð mágkona mín
hún Jóna en hún lést úr sama ill-
víga sjúkdómi árið 2007 og það er
sárt að missa þetta góða fólk alltof
snemma en þau verða með okkur í
huga hvar og hvert sem förum.
Ég kveð þig kæri mágur og vinur
með þessu ljóði eftir Hákon Að-
alsteinsson.
Dökkur skuggi á daginn fellur,
dimmir yfir landsbyggðina.
Köldum hljómi klukkan gellur,
kveðjustund er milli vina.
Fallinn dómur æðri anda,
aðstandendur setur hljóða.
Kunningjarnir klökkir standa,
komið skarð í hópinn góða.
Gangan með þér æviárin
okkur líður seint úr minni.
Við sem fellum tregatárin
trúum varla brottför þinni.
Þína leið til ljóssins bjarta
lýsi drottins verndarkraftur.
Með kærleiksorð í klökku hjarta
kveðjumst núna, sjáumst aftur.
Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur til móður hans Kristbjarg-
ar, dætra Berglindar, Írisar og
Helenar, tengdasona og barna-
barna.
Guð blessi minningu hans.
Viðar og Brynja.
Mig langar að skrifa nokkur orð
til minningar um bróðurson minn
og vin, Jóhannes Bergþór Long,
ávallt kallaður Bergþór í fjölskyld-
unni. Hann var sannur vinur, alltaf
boðinn og búinn til að hjálpa mér,
hvort sem það var að mála, vegg-
fóðra eða leggja parket. Hann var
bæði fjölhæfur og vandvirkur.
Góðar minningar áttum við þeg-
ar Jóhanna dóttir mín og Bergþór
voru unglingar, er við fórum í þrjár
vikur til útlanda. Fyrst til Kaup-
mannahafnar og þaðan með lest til
Rómar og skoðuðum okkur um á
Ítalíu, m.a. fórum við að sumar-
setri páfans, sáum Aidu í útileik-
húsi sem okkur þótti öllum stór-
fenglegt. Síðan aftur til
Danmerkur og þaðan til Englands
og einhverra hluta vegna vorum
við skráð á hótel þar sem hr. og frú
Long með dóttur og hlógum við
mikið að því, og Bergþór svaf í
barnaherberginu.Við minntumst
oft í gegnum árin á þessa ferð.
Ég minnist allra þeirra stunda
sem ég átti á fallegu heimili Berg-
þórs og Jónu konu hans, sem lést
fyrir fáum árum. Þar var gestrisni
og góðmennskan höfð í fyrirrúmi.
Ég votta dætrum hans þremur,
fjölskyldum þeirra og eftirlifandi
móður hans alla mína samúð.
Anna Long.
Jóhannes Bergþór
Long
✝ Elfar Sigurðs-son fæddist í
Reykjavík þann 11.
október 1935. Hann
lést á Hjúkr-
unarheimilinu Grund
6. október sl.
Foreldrar hans
voru Evlalía Jóns-
dóttir, f. 28. október
1914 í Reykjavík, d.
9. mars 1976 og Sig-
urður Einarsson, f.
24. ágúst 1913 í
Reykjavík, d. 17.
desember 1988. Syn-
ir þeirra hjóna auk Elfars voru:
Einar f. 9. júlí 1943, d. 22. sept-
ember 2005 og Hörður, f. 16. júní
1952. Einnig átti Elfar tvö hálf-
systkini, samfeðra: Elínu Hildi, f.
22. apríl 1960 og Helga, f. 5. des-
ember 1970.
Elfar giftist þann 31. desember
1966, Guðrúnu Jónu Jóhann-
esdóttur, f. 10. desember 1941,
frá Ytri-Tungu í Staðarsveit. For-
eldrar Guðrúnar
Jónu voru Svanhvít
Björnsdóttir f. 12.
maí 1913 á Álfta-
vatni í Staðarsveit,
d. 10. apríl 1969, og
Jóhannes Krist-
jánsson, f. 17. júní
1906 á Efra-Hóli í
Staðarsveit, d. 9.
október 2000. Elfar
og Guðrún Jóna
bjuggu á Hellissandi
að undanskildum sl.
9 árum í Reykjavík.
Sonur Elfars og
Guðrúnar Jónu er Grétar Jón, f.
7. apríl 1972. Börn hans eru:
Saga Dröfn, f. 10. desember
1997, og Anton Már, f. 15. júlí
2003.
Elfar starfaði sem vélstjóri ár-
um saman. Einnig rak hann bif-
reiðaverkstæði í nokkur ár.
Útför Elfars fer fram frá
Grensáskirkju í dag, 15. október
2010, og hefst athöfnin kl. 13.
Þann 11. október sl. voru liðin 75
ár síðan drengur að nafni Elfar Sig-
urðsson fæddist í Vesturbæ Reykja-
víkur og ólst þar upp með jafnöldr-
um sínum og vinum. Snemma varð
KR aðaláhugamál hjá honum og vin-
um hans, farið var í skála KR að
Skálafelli á sumrin og á veturna á
skíði, en Elfar hafði mikinn áhuga á
þeirri íþróttagrein. Þessi áhugi hans
á skíðaíþróttinni kom vel í ljós
seinna á lífsleiðinni þegar hann stóð
fyrir því ásamt fleirum að byggja
skíðalyftu á Fróðárheiði á Snæfells-
nesi. Elfar vann við byggingu rat-
arstöðvar í Aðalvík og síðar að
Gufuskálum, þar sem hann kynntist
stúlku af Snæfellsnesi og felldu þau
hugi saman. Keyptu þau sér lítið
hús á Hellissandi, þar sem Snæfells-
jökullinn blasti við úr eldhúsglugg-
anum. Síðan byggðu þau við húsið
og var það orðið sæmilega stórt
þegar sonurinn Grétar Jón fæddist
árið 1972. En lífið er ekki alltaf leik-
ur eins og þau kynntust og þegar
heilsa Elfars gaf sig, fluttu þau til
Reykjavíkur.
Blessuð sé minning Elfars.
Sendi ég systur minni og syni
hennar mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Gunnar Jóhannesson
Í dag kveðjum við Elfar Sigurðs-
son sem hefði orðið 75 ára gamall
þann 11. október sl. en hann and-
aðist fimm dögum áður en sá dagur
rann upp.
Hann var fæddur í Vesturbænum
í Reykjavík þar sem hann kvaddi
einnig þennan heim. Í nær fjóra ára-
tugi bjó hann þó við rætur Snæfells-
jökuls, nánar tiltekið á Hellissandi,
þar sem heimili þeirra hjóna, Elfars
og Guðrúnar Jónu, var nánast við
rætur jökulsins og ekkert skyggði á
þá fegurð sem honum fylgir.
Þær voru ófáar ferðirnar sem við
fórum til þeirra hjóna vestur og var
ávallt vel tekið á móti okkur og börn-
um okkar. Elfar hafði mjög gaman af
að fara með okkur í næsta nágrenni
Hellissands og sýna okkur hina
ýmsu staði. Minnumst við sérstak-
lega hve stoltur hann var er hann
sýndi okkur skíðalyftuna á Fróðár-
heiði sem hann stóð fyrir að reisa í
félagi við fleiri. Hann hafði alltaf
mikinn áhuga á skíðaíþróttinni enda
góður skíðamaður á yngri árum.
Einnig tók hann þátt í að reisa skíða-
skála KR í Skálafelli á árunum 1956-
59 ásamt félögum sínum úr KR. KR-
áhuginn var til staðar alla ævi og
fylgdist hann ávallt vel með sínu liði
og fór oftsinnis á völlinn í Frosta-
skjóli, ásamt félögum sínum úr KR,
eftir að hann flutti suður aftur.
Elfar hafði einnig mjög mikinn
áhuga á veiði og fór ófáar veiðiferðir
í vötn og ár á Snæfellsnesi og víðar.
Elfar hafði upphaflega komið sem
ungur maður til að vinna tímabundið
við Gufuskála en ílengdist og settist
að á Hellissandi, þar sem hann undi
hag sínum vel. Hann vann sem vél-
stjóri í mörg ár, bæði til sjós og
lands, en einnig rak hann bifreiða-
verkstæði í nokkur ár.
Árið 2001 fluttu þau hjón til
Reykjavíkur, en Elfar var þá orðinn
heilsuveill. Í rúmt ár hafði hann ver-
ið vistmaður á Grund.
Elfar var góður drengur, vildi öll-
um vel og lagði ekki í vana sinn að
tala illa um náungann. Barngóður
var hann með eindæmum og minnast
börn okkar hans með þakklæti.
Með þessum fátæklegu orðum vilj-
um við þakka allar samverustundir
sem við höfum átt í gegnum árin með
þeim hógværa manni sem Elfar var.
Elsku systir og mágkona, Grétar
Jón og börn, megi Guð vera með
ykkur.
Blessuð sé minning Elfars Sig-
urðssonar.
Hann hvíli í friði.
Hrólfur og Hrönn.
Kveðja frá skíðadeild KR
Elfar, vinur okkar, lést aðfara-
nótt 6. október 2010. Hann hafði
lengi átt við veikindi að stríða, en
bar þau með æðruleysi og mikilli já-
kvæðni. Ekki lét hann þau hindra
sig í að fara á KR-völlinn og hvetja
sína menn meðan hann átti þess
nokkurn kost.
Elfar var einn þeirra ungu
manna, sem fæddir voru á fjórða
tug síðustu aldar. Hann ólst upp í
Vesturbænum og lágu leiðir okkar
flestra saman þar í barnæsku. Við
lékum okkur saman á róluvellinum
við Hringbrautina. Svo stækkaði
hópurinn eftir því sem árin liðu. Við
vorum í skíðadeild KR. Sóttum
gamla skálann í Skálafelli, sem stóð
þar, sem skíðadeildin byggði sinn
fyrsta skíðaskála. Stundum var líka
farið í KR-braggann á Hellisheiði.
En svo fór að báðir þessir skálar
urðu eldi að bráð. Árið 1955 brann
skálinn í Skálafelli. Þegar þetta
gerðist var Elfar í skálanum ásamt
tveim félögum sínum. Þeir urðu
varir við eldinn rétt áður en húsið
varð alelda, en tókst af miklu harð-
fylgi að bjarga sér út. Á hlaupum
greip Elfar með sér málverk, sem
hékk þar á vegg. Þegar út kom tók
ekki betra við. Ofsarok var og tókst
Elfar á loft og fauk nokkurn spöl.
Ekki sleppti hann málverkinu og
tókst þeim félögum að koma því í
hús í skála ÍK við Kýrhólahæðir.
Næsta vor var byrjað að byggja
nýjan skála í Skálafelli og veg að
honum. Keyptur var stór og mikill
hertrukkur og lítil jarðýta. Elfar
hafði þá um skeið unnið á vélaverk-
stæði og lá því beinast við að fela
honum umsjón tækjanna. Elfar sá
um að halda þeim gangandi. Þær
voru ófáar næturnar, sem hann lá
undir bílnum úti í móa við ÍK-
skálann og gerði við bremsur,
brotnar fjaðrir og annað sem und-
an hafði látið. Þetta voru góðir
tímar. Þarna var hópur af ungu
glaðværu fólki sem var staðráðið í
að ná markmiðum sínum. Mark-
miðin náðust og meira til. Þarna
bast fólk vinaböndum fyrir lífstíð.
Upp úr þessu fór Elfar að
stunda sjó og síðar tók hann að
sér umsjón með vélbúnaði í frysti-
húsum á Hellissandi. Þá nýttist
reynsla Elfars af skíðamennsku
og samband hans í skíðadeild KR
við uppbyggingu skíðasvæðis á
Fróðárheiði. Á þessum árum
kynntist hann eftirlifandi konu
sinni Guðrúnu Jónu Jóhannes-
dóttur. Þau áttu saman mjög góð-
an tíma.
Þau hjón fluttu til Reykjavíkur
þegar heilsa Elfars fór að bila.
Þar kom að Elfar varð vistmaður
á Elliheimilinu Grund, nánast á
bernskuslóðum sínum. Þangað
heimsóttum við hann félagarnir.
Við fórum saman á róluvöllinn og
þaðan í Pétursbúð, sem nú heitir
Kjötborg. Gönguferðum lauk með
því að við, gamlingjarnir, settumst
saman á bekk sunnan undir Elli-
heimilinu. Við rifjuðum upp gaml-
ar samverustundir og hlógum
saman. Nú er þetta liðin tíð. Í
framtíðinni verður Elfars minnst
sem trausts, jákvæðs vinar, sem
alltaf tók málstað lítilmagnans.
Þegar við hittum hann og spurð-
um hann, hvernig hann hefði það,
svaraði hann ávallt: „Ég hef það
ágætt.“ Við efuðumst stundum um
að það væri alveg satt, en nú erum
við hinsvegar viss um að hann hef-
ur það „ágætt“.
Jónu, syni þeirra Elfars, Grét-
ari og fjölskyldu þeirra sendum
við innilegar samúðarkveðjur.
Fyrir hönd gamalla félaga í
skíðadeild KR,
Marteinn Guðjónsson.
Elfar Sigurðsson