Morgunblaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2010 ✝ Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTÓFER ÞORGEIRSSON, sem andaðist á dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi laugardaginn 9. október, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju mánudaginn 25. október kl. 14.00. Ólína Jóhanna Gísladóttir, Björg Hólmfríður Kristófersdóttir, Þórður B. Bachmann, Gísli Kristófersson, Þóra Ragnarsdóttir, Þorgeir Kristófersson, Inga Pétursdóttir, Einar Kári Kristófersson, Kolbrún Karlsdóttir, afa- og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, ÖNNU KRISTJÖNU ÞORLÁKSDÓTTUR, Stellu, Hrísmóum 1, Garðabæ. Þorlákur Ásmundsson, Halla Sigurjónsdóttir, Sigurður Stefánsson og barnabörn. ✝ Þröstur Rafnssonfæddist í Nes- kaupstað 11. apríl 1963. Hann lést á heimili sínu á Reyð- arfirði 3. október 2010. Foreldrar hans voru Rafn Einarsson, f. 6. ágúst 1919, d. 11. júní 1977, og Anna Margrét Krist- insdóttir, f. 7. mars 1927, d. 17. nóv- ember 1989. Systkini Þrastar eru: 1) Elísa Kristbjörg, f. 17. ágúst 1944, d. 27. mars 2006, 2) Svandís, f. 14. apríl 1949, d. 20. ágúst 2009, 3) Einar Þór, f. 28. júní 1951, maki Ragnheiður Thor- steinsson, 4) Auður, f. 10. febrúar 1956, maki Geir Oldeide, 5) Hörð- Hornafirði. Þau eignuðust æsku- heimili hans, Hólsgötu 8, eftir að foreldrar hans voru fallin frá. Þröstur og Hafdís eignuðust dæt- urnar Sunnu, f. 31. desember 1986, og Valdísi Önnu, f. 24. desember 1991. Þau slitu samvistum. Þröstur flutti til Danmerkur ár- ið 1995. Hann lærði að vinna með trefjaplastefni og vann við að steypa vængi á vindmyllur úr slík- um efnum í Danmörku. Eftir að hann flutti heim aftur nýtti hann sér kunnáttu sína og vann hann við smíði á trefjaplastbátum. Í Danmörku stofnaði Þröstur einnig iðnaðarhreingerningarfyrirtæki ásamt kunningja sínum. Þar kynntist hann Signe Lund, þau giftu sig sumarið 2000. Þau skildu. Þröstur bjó síðustu árin á Íslandi, nú síðast á Reyðarfirði. Þröstur verður jarðsunginn frá Langholtskirkju í dag, 15. október 2010, og hefst athöfnin klukkan 13. ur, f. 14. febrúar 1961, maki Karítas Jónsdóttir, og hálf- systir 6) Berta Guð- björg Rafnsdóttir, f. 7. janúar 1944, d. 31. mars 2008, maki Eggert Bjarnason. Þröstur var fædd- ur og uppalinn í Nes- kaupstað og sleit barnsskónum þar. Eftir skólagöngu fór hann til Reykjavíkur og hóf nám í gít- arleik og kenndi síð- ar við Tónlistarskóla Neskaup- staðar í mörg ár. Hann starfaði á Loftskeytastöðinni í Neskaupstað og á Hornafirði. Í Neskaupstað kynntist Þröstur barnsmóður sinni Sigrúnu Hafdísi Ólafsdóttur frá Elsku pabbi. Ég man svo vel þegar þú komst og varst hjá okkur í Ljósheim- unum, ég hef sjaldan verið jafn ánægð og þá. Þú eldaðir besta kjúkling sem ég hef á ævi minn smakkað (KFC-style) og horfðum við á „True lies“ með Arnold Schwartzenegger. Síðar um kvöld- ið spilaði ég á luft-guitar við lagið „I believe in a thing called love“ með The Darkness og reyndi auð- vitað að vera jafn góð og þú á gít- ar…sénsinn, þó að þið Sunna hefð- uð hlegið eins og bavíanar. Þú kunnir að hugsa vel um okk- ur þegar þér gafst tækifæri til og gerðir það af mikilli ást og um- hyggju. Sama hvar þú varst, Dan- mörku, Garðabæ, Akureyri eða Reyðarfirði, þá fann maður alltaf hversu elskaður maður var. Ég og Sunna vorum greinilega ekkert grín í þínum augum. Ef maður var í vanda staddur eða eitthvað flæktist fyrir og mað- ur leitaði til þín, þá var ekkert flókið fyrir pabba gamla, kökur sem þurfti að baka, vasapeningur eða dönskuverkefni. Ekkert mál. Elsku pabbi, ég vona að þú vitir það að ég er rosalega stolt dóttir og mun minnast þín það sem eftir er. Þín, Valdís Anna. Elsku pabbi minn. Það var rosalegt tilfinningaflóð sem þeyttist í gegnum mig þegar mamma sagði mér að þú værir dá- inn. Fyrst kom sorgin, svo reiði og loks samviskubit. Reiðin kom því þú varst svo ungur og varst tekinn frá okkur svo snögglega. Sam- viskubitið kom vegna þess að ég hafði hvorki heyrt í þér né séð svo lengi. Núna situr söknuðurinn einn eftir. Þó svo að við höfum ekki hist eins oft og við hefðum viljað, þótti okkur voða vænt um hvort annað og vissum það bæði. Eftir að þið mamma skilduð þegar ég var 5 ára bjuggum við í Neskaupstað í nokk- ur ár og við Valdís systir komum alltaf til þín aðra hverja helgi eins og gengur og gerist. Ég man að Valdís grét stundum þegar hún átti að fara að sofa því hún var svo lítil þá og saknaði mömmu. Þá samdir þú vögguvísu. Sofðu litla barnið mitt, sofðu vært og rótt. á morgun kemur mamma þín og þú verður sótt. Ef lokar bara augunum þá dreyma fer þig fljótt, þöndum vængjum svífur burt gegnum dimma nótt. Í einni Danmerkurheimsókninni tókum við ferju til Noregs og keyrðum svo á litla Ford KA-inum þínum alveg til norður Noregs til Auðar frænku. Á leiðinni upp Nor- eg henti ég tyggjóinu mínu út um gluggann á meðan við vorum á fullri ferð. Þegar við stoppuðum kom það svo í ljós að tyggjóið hefði ekki farið langt heldur hafði það klesst og flast út um utan- verða bílhurðina. Þú varst nú ekk- ert rosalega sáttur. Þú sendir okkur líka stundum pakka til Íslands. Ég man að í ein- um pakkanum voru örugglega 10 kíló af útlensku nammi sem við systur vorum rosa ánægðar með. Þú sendir mér líka stundum geisla- diska með dönskum rokkböndum, s.s. Dizzy Mizz Lizzy og Disneyl- and after Dark sem ég hlustaði mikið á og geri enn. Þú gafst mér líka diska með þínum gítarhetjum sem voru Satriani, Steve Vay og Eric Johnson. Það var á þessum árum sem minn tónlistarsmekkur var að mótast og áttir þú stóran þátt í því. Ég var trúlega ekkert venjuleg unglingsstelpa labbandi um allt hlustandi á þessa kalla. Í dag þegar ég er spurð um tónlist- arsmekk finnst mér auðveldast að segja bara pabbarokk sem mér finnst vera rokk frá 1960-1980. Ég leit alltaf mjög mikið upp til þín og fannst þú flottastur í heiminum þegar þú spilaðir á gítarana þína. Mamma gaf okkur systrum svo nælon strengja gítar til þess að glamra á. Maður var ekki lengi að læra þessi helstu grip og byrja að spila einhver lög. Síðan þegar þú fluttir aftur á klakann vildi ég nátt- úrulega fá alvöru gítarkennslu og reyndum við í nokkur skipti. Þú byrjaðir á því að kenna mér ein- hverja skala, en mikið rosalega fannst mér það leiðinlegt. Ég vildi bara spila lög og var trúlega ekk- ert rosalega góður nemandi. En þú reyndir allavega. Þú varst frábær kokkur og alltaf ótrúlega fyndinn. Þú varst líka ótrúlega góður maður og þóttir mjög vænt um okkur systur. Þú endaðir alltaf öll símtöl, bréf og e- mail á að segja hversu mikið þér þætti vænt um okkur og hvað þú elskaðir okkur mikið. Ég vil þess vegna enda þetta á því að mér þótti óendanlega vænt um þig, elsku pabbi minn. Þín dóttir, Sunna. Mig langar að kveðja þig með ör- fáum línum. Norðfjörður Kyrrð að morgni. Í þorpi við fjörð. Kyrrð svo mögnuð. Auðheyrð. Hljómkviða fylgi þér. Þegar öllu lýkur hér á þessu sviði þá eru það Sunna, bambas- telpan með brúnu augun, og Valdís Anna, fjörugi hvolpurinn með bláu augun, sem þú fylgir áfram alla tíð. Mig langar að leyfa þessum litlu ljóðum að fylgja með, því þú gafst þeim þína bestu eiginleika. Sunna Silfurhvít birta þú tyllir þér á tær teygir hendurnar til stjarnanna. Obbo sí lyfta mér lofið mér að fljúga. Ég er lítill Þrastarungi Valdís Anna Augun þín björt bláber um haust. Alltaf full af lífi og hlýju. Að horfa í þau er á við heilt glas af Q10. Augun þín bláu bera með sér austrið sem fyrsti dagur. Hnöttótt sáu lífið fullt af fyrirheitum. Takk fyrir, Þröstur. Hafdís. Þröstur var svaramaður bróður síns, mannsins míns, þegar við giftum okkur fyrir 15 árum. Þá hafði ég einu sinni hitt hann áður, það var í þrítugsafmælinu hans. Þá fannst mér hann gamall. Nú finnst mér hann ungur. Alltof ung- ur. Ég kynntist Þresti best þegar hann bjó hjá okkur Einari um tíma fyrir nokkrum árum. Þá var hann að koma heim eftir nokkurra ára dvöl í Danmörku. Það var ekki erf- itt að hýsa Þröst því að hann var auðveldur í sambúð, og lét sitt ekki eftir liggja. Oft þegar við hjónin komum heim eftir langan vinnudag var Þröstur búinn að töfra fram dýr- indis kvöldverð með öllu tilheyr- andi. Hann var jafnvígur á allan mat, hvort sem það var villibráð eða indverskur. Allt lék þetta í höndunum á honum. Hann var vin- ur barnanna okkar. Gaf sér alltaf tíma til að spjalla við þau og hlusta á þau. Ég hef heyrt þau tala um það hvað það var þeim mikilvægt og hvað Þröstur frændi væri skemmtilegur. Fyrir mér var Þröstur eins og góð gestaþraut. Gat verið notalega erfiður en um leið skemmtilegur. Hann beitti gjarnan fyrir sig góðlátlegri kald- hæðni þegar maður ræddi mál við hann sem snertu hann óþarflega djúpt. Við gátum verið álíka kald- hæðin í glettninni en þó hafði hann ávallt vinninginn. Ég var stundum ekki alveg viss hvenær hann var að grínast og hvenær ekki. Þá var Þresti skemmt. Svarta keila er dæmi um orð sem hann notaði gjarnan þegar hann hitti mig. Hann vildi meina að þetta væri blótsyrði sem hann og hans fjölskylda hefði notað svo lengi sem menn muna. Þetta orða- tiltæki væri að austan og notað þegar um það bil allt væri að fara í bál og brand. Ég hef nú í bráð- um 10 ár reynt að sannreyna þetta með öllum tiltækum ráðum. Þráspurt Þröst hvort þetta sé not- að – hann hefur bara glott, og fullvissað mig um svo sé. Ég hef farið í orðabækur og bækur um orðatiltæki, reynt að spyrja systk- ini hans en enginn er viss. Ég ætla því að trúa Þresti í þetta skipti – jafnvel þó að ég finni fyrir glottinu hans og segja „Svarta keila“. Ragnheiður Thorsteinsson. Lífið er hringrás. Við fæðumst og við deyjum, en ráðum engu um hversu langt er þar á milli. Kær móðurbróðir minn, Þröstur Rafns- son, fékk allt of stuttan tíma. Hann varð 47 ára gamall og átti mikið ógert. Hann hafði vænting- ar til lífsins og ég harma fráfall hans. Elísa Kristbjörg móðir mín og systir Þrastar féll frá fyrir fjórum árum síðan, rétt rúmlega sextug. Síðan þá hefur á hverju ári fallið frá eitt af þeim systkinum. Þau eru því orðin fjögur Rafnsbörnin sem hafa dáið á þessum fjórum árum. Öll hafa þau látist langt um aldur fram eða frá 47-63 ára. Þetta er enginn aldur og áttu þau öll að njóta lífsins til efri ára. Okkur ættingjum er mjög brugðið og höfum af þessu verulegar áhyggjur. Dánarorsök þeirra virð- ist engin sú sama. Eftir lifa 3 Rafnsbörn, sem verða að gæta heilsu sinnar. Ég segi mínum dætrum, að langamma þeirra varð 105 ára. Því sé verulega hætt við að ég og þær verðum eldgömul. Á þetta bendi ég sérstaklega undir vökulum augum langömmu, sem er fyrir framan mig máluð af Herði bróður Þrastar. Þröstur var maður með afburða keppnisskap og skarpgreindur. Við rifumst hart í pólitík og urð- um iðulega fjúkandi vondir. Hefð- bundið vikulegt spjall okkar var litríkt. Aldrei kom ég að tómum kofunum hjá Þresti og voru við- ræðurnar bæði innilegar og harð- skeyttar. Þarna var enginn með- almaður á ferðinni. Rökfastur og svo skemmtilegur að ég grét venjulega úr hlátri í okkar spjalli. Óhikað gerði hann grín að sínum göllum og ekkert gerir manninn reisulegri en það. Stoltur og ákveðinn sjómannssonur frá Nes- kaupstað. Hann var tilfinningarík- ur með fádæmum og það end- urspeglaði hann í tónlistinni sem var einn helsti þátturinn í hans lífi, gítarinn. Síðasti flutningur Þrastar var í afmæli Agga sem er einn helsti tónlistarfrömuður Austfirðinga. Þar rokkaði Þröstur lagið Sylvía, sem er varla tilviljun. Glæsilegur maður og upplitsdjarf- ur. Er nema von að konur hafi heykst í knjánum í nærveru Þrast- ar. Ríkidæmi Þrastar var mikið og fólst í dásamlegum dætrum hans, Sunnu og Valdísi Önnu og í þeim endurspeglast atgervi hans. Að sjá þær og heyra léttir okkur ætt- ingjum og vinum lífið. Þær eru stolt hans. Farðu í friði, frændi kær. Helgi Gíslason. Fáein kveðjuorð. Í dag kveðjum við úr 63 árgangi frá Norðfirði Þröst Rafnsson, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu. Módel 63 taldi yfirleitt um 45 manns og var skipt upp í 2 bekkj- ardeildir, inn- og útbær í Nes- skóla. Um flest var þetta ósam- stæður árgangur, öfugt við Model 62 og 64, sem voru líka fjölmennir. Þröstur varð fljótt áberandi í bekknum, sýndi oft kraft og frum- kvæði og fór fyrir hópnum.Við urðum samferða upp grunnskólann og fyrstu 2 vetur í því sem nú er Verkmenntaskóli Austurlands, og var undir stjórn Gerðar G. Ósk- arsdóttur. Þröstur hafði mikla hæfileika, m.a. á tónlistarsviðinu. Snjall gít- arleikari og hafði næmt tóneyra. Grúskaði mikið í tónlist og var haf- sjór af fróðleik á því sviði. Er það enn ógleymanleg sjón þegar Þröst- ur, sem var ekki með stærri krökkum, fékk það hlutverk að spila á túbu í Lúðrasveit Norð- fjarðar. Það lá við að hljóðfærið væri stærra en hljóðfæraleikarinn. Sennilega var hljóðfærið stærra. Óvenju margir úr Model 63 hafa tónlist að atvinnu. En leiðir okkar Þrastar lágu fyrst og fremst saman í gegnum okkar aðaláhugamál á yngri árum, fótboltann. Vorum ekki margir sem gátum sparkað bolta skamm- laust, en Þröstur var með þeim betri. Man ég enn eftir því þegar við unnum sportiðjótana í Model 64 á grasvellinum ofan við Víði- mýri. Þá glöddumst við, en þetta var ekki endurtekið síðar þar sem Model 64 hafði yfir miklu fleiri betri spilurum að ráða. Þetta var okkar dagur 2:0. Spiluðum saman upp yngri flokka Þróttar, en fljótlega heltók tónlistin huga Þrastar og virkni á vellinum minnkaði. Einnig áttum við margar og góðar rimmur út af enska bolt- anum. Hans lið var Liverpool en ég stóð með besta og skemmtileg- asta liðinu á þeim tíma, Derby Co. Get viðurkennt það nú að Liver- pool er stærri klúbbur. Á yngri árum vorum við Þröstur ekki alltaf dús, en höfðum þann eiginleika báðir að leysa málin. Þröstur var mikill grúskari í sér og vel að sér á mörgum sviðum, leitandi og forvitinn. Ótímabært andlát Þrastar minn- ir mann á hverfulleika lífsins og það verður óraunveruleg og und- arleg tilfinning að fylgja leik- og æskufélaga síðasta spölinn. Þetta er ekki hár aldur þó virðulegur sé. Votta dætrum, systkinum og öðrum aðstandendum mína samúð. Davíð Heiðar Hansson. Þröstur Rafnsson  Fleiri minningargreinar um Þröst Rafnsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.