Hamar - 01.06.1958, Blaðsíða 9
HAMAR
9
»
X
X
X
X
X
X
X
190S- 19 5 8
Hafnarfjarðarkaupstaður 50 ára
X
X
X
X
X
X
X
X
X
Með lögum nr. 75 frá 22. nóvember 1907, öðlaðist HafnarfjÖrð-
ur kaupstaðarréttindi. Lög þessi gengu í gildi 1. júní 1908. Þennan
sama dag fóru fyrstu bæjarstjórnarkosningarnar fram í Hafnarfirði.
Voru kjörnir sjö bæjarfulltrúar. Þann 4. júní komu hinir nýkjörnu
bæjarfulltrúar Hafnarfjarðar saman til fyrsta fundar í bæjarstjórn
kaupstaðarins.
Hafnarfjarðarkaupstaður á því hálfraraldarafmæli 1. júní 1958.
Hafnarfjarðarbær stendur við lítinn samnefndan fjörð, er skerst
inn úr sunnanverðum Faxaflóa. Bæjarstæðið er sérkennilegt og fagurt
og liggur í skeifu kringum fjarðarbotninn. Hraun, sem myndaðist
við eldgos löngu fyrir ís-
landsbyggð, setur sérkenni-
legan svip á landslagið. Það
hallast niður að sjónum og
nær allt fram í fjöruborðið.
Endur fyrir löngu hefur
þetta hraun fyllt upp stór-
an hluta f jarðarins og þurrk-
að upp heila á.
Eftir miðjum bænum
rennur Hamarskotslækur.
Norðan lækjarins er lands-
lagið frábrugðið því, sem
er sunnan hans. Að norðan
i
verðu er hraunið úfið og
hrikalegt. Stórar hraun-
borgir og drangar með !
gjótum og hvosum á milli,
einkenna landslagið. Fyrir suniian lækinn, mitt í byggðinni, rís
Hamarinn, há og fögur klettaborg, sem setur tignarsvip á bæinn.
Þar fyrir sunnan taka við hólar og hæðir og gamalt hraun.
Hafnarfjörður kemur við sögu áður en ísland byggðist. Flóki
Vilgerðarson (Hrafna-Flóki), sá sem gaf landinu hið kalda .nafn,
ísland, lagði leið sína inn á Hafnarfjörð, eftir misheppnaða tilraun
við að sigla til Noregs. Er fyrsti landnámsmaðurinn, Ingólfur Arnarson
kom til íslands, var Hafnarfjörður í landnámi hans. Síðar fékk Ing-
ólfur bróðursyni sínum, Ásbirni Özurarsyni, landið kringum Hafnar-
fjörð. Segir Landnáma Ásbjörn hafa búið að Skúlastöðum, þar sem
síðar var jörðin Garðar á Álftanesi.
Hafnarfjörður var frá fornu fari í Álftaneshreppi. Á síðari hluta
19. aldar tekur að brydda á áhuga fyrir því, að Hafnarfjörður fái
kaupstaðarréttindi; og árið 1876 senda 49 búendur í Firðinum hrepps-
nefnd Álftaneshrepps beiðni þar að lútandi. Munu það hafa verið
fyrstu ahnennu samtök Hafnfirðinga, sem stefndu að því, að afla
byggðarlaginú bæjarréttinda. Enn áttu þó mörg ár eftir að líða, áður
en þeim áfanga yrði náð.
Það er fyrst árið 1903, sem frumvarp til laga um bæjarstjórn í
Hafnarfirði er lagt fyrir alþingi. Nokkuð þæfðist fyrir þingmönnum
að samþykkja frumvarp þetta. Náði það ekki fram að ganga sem lög,
fyrr en seint á árinu 1907. Tóku lögin gildi 1. júní 1908, svo sem fyrr
er getið. Fyrstu bæjarfulltrúarnir voru Böðvar Böðvarsson bakari, Guð-
mundur Helgason skrifari, Jón Gunnarsson verzlunarstjóri, Kristinn
Vigfússon trésmiður, Sigfús Bergmann verzlunarstjóri og Þórður Edi-
lonsson héraðslæknir. Bæjarstjórnarfundinn setti Páll Einarsson, þáver-
andi bæjarfógeti og sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu. En bæj-
arfógetar gengdu þá einnig störfum bæjarstjóra. Var Páll Einarsson
því fyrsti bæjarstjóri Hafnarfjarðarkaupstaðar.
Árið 1912 var bæjarfulltrúum fjölgað í 9. Hefur sú tala haldizt
óbreytt síðan. Kjöri bæjarfulltrúa var í fyrstu hagað þannig, að kjörnir
voru með tveggja ára millibili 2, og síðar 3, fulltrúar til 6 ára í senn.
Þá var bæjarstjóri einnig kosinn til 6 ára. Með lögum nr. 33 frá 1929,
er fyrst gerð hér breyting á, og allir bæjarfulltrúar kjörnir í einu. Jafn-
framt var bæjarstjórastarfið aðskilið frá bæjarfógetaembættinu og fal-
ið sérstökum manni. Komu þessi nýju lög til framkvæmda snemma
á árinu 1930 og hafa þau
síðan gilt sem lög um bæj-
arstjórn Hafnarfjarðar. Var
Emil Jónsson fyrsti maður-
inn, sem gengdi störfum
bæjarstjóra í Hafnarfirði,
eftir breytinguna.
Hafnarfjörður tillaeyrði
áður Gullbringu- og Kjósar-
sýslukjördæmi. Árið 1922
hefja Hafnfirðingar baráttu
fyrir því, að Hafnarfjörður
verði gerður að sérstöku
kjördæmi. Flutti Einar Þor-
gilsson, 1. þingmaður Gull-
bringu- og Kjósarsýslu, það
ár frumv. til laga á alþingi
um kosningu þingmanns
fyrir Hafnarfjarðarkaupstað og skiptingu sýslunnar í tvö kjördæmi.
Ekki náði frumvarpið þá þegar fram að ganga, en á þinginu 1928 var
loks samþykkt að skipta Gullbringu- og Kjósarsýslu í tvö kjördæmi.
Var Hafnarfjörður þá gerður að sérstöku kjördæmi, með einn þing-
mann. Fyrstu alþingiskosningarnar í Hafnarfirði fóru fram sumarið
1931 og var Bjarni Snæbjörnsson læknir kosinn fyrsti þingmaður Hafn-
firðinga.
Þannig hefur í stuttu máli þróun opinberra mála verið hér í Hafn-
arfirði, fram á þeiman dag. Ekki verða í þessari grein raktir nánar ein-
stakir þættir bæjarmálanna, það er gert ýtarlega annars staðar í blaðinu.
Blaðið Hamar vill með útgáfu þessa hátíðablaðs, leggja sitt af
mörkum til að minnast þess, að liðin eru 50 ár frá því Hafnarfjörður
öðlaðist kaupstaðarréttindi. Nokkrir menn rekja hér í blaðinu hina
ýmsu þætti bæjarmálanna, og lýsa þeirri þróun og þeim breytingum,
sem orðið hafa á Hafnarfirði á liðnum tímum. Er þar mikinn fróðleik
um Hafnarfjörð að finna. Þá eru í blaðinu mikill fjöldi mynda, af bæn-
um og bæjarbúum. Sumar þeirra eru komnar nokkuð til ára sinna, og
munu menn vonandi hafa skemmtun og fróðleik af að skoða þær.
Hamar vill nota tækifærið og þakka öllum þeim, sem á einn eða
annan hátt hafa stuðlað að útgáfu þessa hátíðablaðs.
Þeir, sem að blaði þessu standa, færa Hafnarfirði og Hafnfirð-
ingum öllum, hugheilar árnaðaróskir í tilefni 50 ára afmælis kaupstað-
arins. Gæfa og gifta fylgi bænum okkar í nútíð og framtíð.
Arni Qrétar ‘Jinnsson.
Loftmynd af Hafnarfirði 1958.