Hamar - 01.06.1958, Síða 19

Hamar - 01.06.1958, Síða 19
HAMAR 19 Jngól$ur ‘Jlygmring ^ramkvcemdastfóri: Brot úr verzlunarsögu Hafnarfjarðar Nýtízku kaupför við bryggju í Hafnarfirði. Inngangur. Landnámsmenn þeir er Island byggðu. fluttu með sér nokkuð af búfé og nauðsynlegustu hlut- um til bústofnunar, sem hlaut þó að vera mjög takmarkað, vegna skipakosts og hins erfiða og hættulega ferðalags frá Nor- egi til íslands, enda fóru menn fljótlega utan aftur til þess að afla sér frekari nauðsynja, er ekki var hægt að veita sér í landi, þar sem komið var að öllu óbyggðu. Var því lítið um út- flutning að ræða fyrstu árin, meðan bústofn var að fjölga, en ullin unnin í vaðmál mun lengi vel hafa verið helzti gjald- eyrir Islendinga þá, af afurðum búa þeirra. Ymsir lögðu í vík- ing og höfðu oft mikið herfang, er skipt var á í ýmsa þá hluti er mest þurfti við svo sem mat- föng, trjávið og skip er hægt var að sigla á milli landa. Var varningur þessi seldur lands- mönnum og fóru sumir skipa- eigendur í verzlunarferðir og voru kaupmenn kallaðir. Héld- ust siglingar þessar uppi bæði af íslendingum og svo af Norð- mönnum út þjóðveldistímabilið, en með gamla sáttmála var svo ákveðið að minnst 6 hafskip skyldu sigla til landsins árlega að forfallalausu. Með samningi þessum má segja að íslendingar hafi að mestu hætt siglingum, því auðvitað var það tilætlun Norðmanna að verzlunin við Is- land kæmi í þeirra hendur og Björgvinarkaupmenn nutu þar mest af, enda til þess ætlast og áréttað síðar með frekari laga- boðum. Aðrar þjóðir höfðu og hug á verzlun við Islendinga, svo sem Englendingar og þjóð- verjar, en Norðmenn lögðu bann við, þótt stundum væri brotið. En eftir að Hansasam- bandið var stofnað af 70 þýzk- um borgum 1367 fóru Norð- menn mjög halloka í viðskiptum sínum við þá og stunduðu Hansastaðamenn bæði verzlun og fiskveiðar við Island fram eftir öldum. lngólfur Fhjgenring. Haínarfjörður verzlunar- staður. Hafnarfjarðar er lítt getið í annálum fram undir árið 1400, en eftir það kemur hann mjög við sögu, t. d. lágu 6 ensk skip í Hafnarfirði sumarið 1415 og í annálum er greint frá því að eigi færri en 25 ensk skip hafi brotið hér við land vorið 1419, hafa þetta að líkindum flest verið fiskiskip. — Baráttan um verzlunina milli Englendinga og Þjóðverja varð afarhörð og annálar herma að árið 1515 hafi eitt sinn komið saman í Hafnarfirði 300—400 Englend- ingar, kaupmenn og þeirra fólk og skipverjar af enskurn skip- um. 1518 var orrusta með Eng- lendingum og Hamborgurum. Féll margt manna úr liði beggja, en Þjóðverjar sigruðu og eftir þetta höfðu þeir bækistöðvar í Oseyri. Ekki réðu Danir mikið við yfirgangsmenn þessa og gekk á ýmsu milli þeirra þar til árið 1602, er einokurverzlunin danska hélt innreið sína og stóð það herfilega verzlunarástand til ársins 1787 er hún var gefin frjáls öllum þegnum Danakon- ungs. Hafnarfj. kemur að sjálf- sögðu mjög við sögu á þessu tímabili, en ekki er ætlunin að rekja það í þessari grein. — Þegar einokuninni létti voru ýmsar ráðagerðir uppi til þessa að bæta verzlunarástandið í landinu sem ásamt óáran af náttúrunnar völdurn hafði drepið dáð og dug í mönnum, en vonleysið eitt eftir. Danskur maður að nafni Carl Bontoppid- an samdi og gaf út merkilegt rit sem nefndist „Samlinger til Handels Magasin for Island.“ Eru í riti þessu ýmsar ábend- ingar til úrbóta á verzlun og fiskveiðum ritað af þekkingu og góðvilja til íslendinga, enda hafði Pontoppidan verið hér verzlunarstjóri hjá „Almenna verzlunarfélaginu“ og konungs- verzl. síðari frá 1766—1781. í riti þessu eru mjög fróðlegar verzlunarskýrslur um út- og innflutning og sést þar að Hafn- arfjörður hefur verið í tölu þeirra hafna; er mest fluttu út af sjávarafurðum. Bjarni Sívertsen. Með komu Bjarna Sívertsen árið 1794 urðu þáttaskil í verzl- unarsögu Hafnarfj. Hann rak hér mikla útgerð, skipasmíðar og verzlun um 40 ára skeið. Fisk veiðar voru stundaðar héðan á þilskipum og fiskurinn þurrkað- ur, seldur og fluttur á stærri skipum Bjarna til Spánar, Frakklands, Englands og Dan- merkur og fluttu þau til íslands nauðsynjar handa verzl. Bjarna. Er af ýmsum frásögnum sýnt að Bjarni riddari hefur rekið um- fangsmikla verzlun og voru skip hans í förum að sækja fisk til Vestmannaeyja, Grindavíkur, í Selvog svo og í verstöðvar við Faxaflóa, en vörur voru um leið fluttar til þessara staða. — Bjarni Sívertsen var að öllu hinn merkasti maður og í verzlunar- sögu Hafnarfjarðar mun hann seint gleymast. Svo sem kunn- ugt er hefur verið gerð brjóst- mynd af honum og stendur hún í Hellisgerði. Tuttugasta öldin. Alla 19. öldina ráku danskir kaupmenn flestar verzlanir hér og voru verzlunarstjórar ýmist íslenzkir eða danskir. Innlendir kaupmenn voru þó nokkrir á þessu tímabili og þegar kom fram um aldamóitn 1900 munu íslenzkir kaupmenn vera orðn- ir í meiri hluta og í dag eru all- ir kaupmenn hér innlendir menn. Löngun var það svo að saman fór útgerð og verzlun, en nú er svo komið að þetta er að mestu aðskilið, en auk þess er verzlun meira sundurgreind en áður var. Svo nefndar sér- verzlanir selja ákveðna vöru- tegund, en áður voru allar vörur sem verzlanir höfðu á boðstólum afgreiddar í sömu búðinni. — Flestar verzlanir hér í bæ eru í eign einstakl- inga, en kaupfélög hafa verið rekin hér um 50 ára skeið. Verzlunarvörur eru nálega all- ar keyptar frá heildarverzlun- um í Reykjavík og er að sjálf- sögðu allmikill kostnaður á vöruakstri til Hafnarfjarðar. Á fyrri öldum og allt fram til 1915 fluttu verzlanir inn vör- ur sínar, ýmist með skipum er höfðu fastar áætlanir, eða skip væru leigð til flutninganna og þá helzt lítil seglskip útlend. Salt, kol, og timbur var og flutt inn í heilum förmum. Þurfti mikið af þess háttar varningi þar sem útgerð þilskipa og vél- skipa var mjög mikil og timb- urflutningur jókst að mun, þeg- ar bærinn tók að byggjast veru- lega eftir aldamótin, enda flest hús þá gerð úr timbri. Nú, þeg- ar hús eru almennt gerð úr steini, þarf því mikið af sem- enti, sem ýmist er flutt hing- að á sjó eða landi. — Við- skiptamenn verzlana í bæn- um eru bæjarbúar og nokkrir úr næsta nágrenni, en afttu: er nokkuð af iðnaðarvarningi seld- ur víða um land svo sem raf- tæki frá „Rafha“, ýmisleg timb- ursmíði frá timburvinnustofum og byggingarsteinar og pípur úr steinsteypu. Annars er iðn- aður hér helzt til fáskrúðugur og veldur þar um, að nokkru nálægð Reykjavíkur, sem þó að surnu leyti er til hagsbóta. fyrir Hafnfirðinga, en oft vill brenna við að bæjarbúar verzli óþarf- lega mikið í Reykjavík, því yf- irleitt er verðlag í smásölu þar sízt hagstæðara en hér og því oft „farið yfir lækinn til að sækja vatn“. Ibúafjöldi hér í bæ hefur meira en fjórfaldast síðustu 50 árin og verzlunin stækkað að sama skapi, en útgerð ekki auk- ist eins og skyldi, því sá atvinnu vegur er þó undirstaða mikillar verzlunar og atvinnu. Ekki er mér kunnugt um innflutning og útflútning á vörum í Hafnar- firði síðustu 50 árin, en telja má víst að útflutningur hafi oftast verið miklu meiri en innflutn- ingurinn. Það byggist alveg á framleiðslu sjávarafurða og verzlun þá í beinu hlutfalli þar eftir. Séu aflabrögð og verð- lag á fiski gott, þá blómgast öll verzlun að sama skapi. Fyrir 50 árurn var nálega engin pen- (Framliald á bls. 20) Skip á Hafnanfjarðarhöfn 1907—1908. Frá Hafnarfirði fyrir aldamót.

x

Hamar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.