Hamar - 01.06.1958, Page 29

Hamar - 01.06.1958, Page 29
I HAMAR 29 v % Y « 4 "páll V. Vaníelsson viðskiptafirœðingur: Þættir úr meiiningar- málnm Haínarf jarðar mikilhæfra manna. Saga hans er það merk að vel færi á því að hver svo sem þróunin yrði í skólamálum Hafnarfjarðar, þá yrði þeim skipað á þann hátt, að Flensborgarskólinn yrði jafnan æðsta menntastofnunin í bæn- um. Og þegar að því kemur að Hafnarfjörður eignast sinn menntaskóla, þá væri vel til fallið að breyta Flensborgar- skólanum á þann hátt. Um skeið var kennaradeild í Flensborgarskóla, en hún var lögð niður árið 1908. Siðan hef- ur skólinn starfað sem gagn- fræðaskóli. Var hann tveggja vetra skóli þar til 1912, að hann varð þriggja vetra skóli. Allt fram til 1930 var skólinn heima- vistarskóli, en jafnframt voru nemendur, sem bjuggu utan skólans. Því verður ekki neitað, að Flensborgarskólinn skipar nú ekki eins virðulegan sess sem menntastofnun og áður. Veldur miklu þar um að nú eru nem- endur yngri og þroskaminni, einkum eftir að núgildandi fræðslulög komu til fram- kvæmda. Ennfremur missir skólinn alla sérstöðu við það að vera felldur að fullu inn í lögbundið fræðslukerfi. Nú þarf skólinn að taka við tveggja ára skyldunámi og er húsrými hans orðið of lítið og horfir til vandræða á næstu ár- um ef ekki verður úr bætt, en í skólanum eru ekki nema 11 almennar kennslustofur. Nem- endur í skólanum sl. vetur voru um 360 og skiptust þeir í 14 bekkjardeildir. í þessu sambandi hefur verið rætt um að byggja við núverandi skólahús, en einn- ig kæmi til greina að byggja nýtt skólahús fyrir unglinga- námið. Iðnskólinn. Iðnskóli var stofnsettur hér í bæ árið 1927 og var þar stígið stórt framfaraspor. Skólinn var rekinn á vegum Iðnaðarmanna- félags Hafnarfjarðar þar til lög um iðnfræðslu voru sett 1955 og komu til framkvæmda nú fyrir 2 árum. Iðnskólinn var til húsa í Flensborgarskólanum þar til sl. vetur, að hann fékk aðsetur í nýja bókasafnshúsinu. Skólinn hefur verið stöðugt vaxandi og sl. vetur voru nem- endur um 80 að tölu. T ónlistarskólinn. Hér í bæ var stofnaður tón- listarskóli árið 1950 og hefur hann verið starfræktur síðan. Skólinn hefur alla tíð haft hús- næði í Flensborgarskólanum. — (Framhald á 31. síðu) Svipmyndir ■ frá Hafnarfirði: Á miðri nujndinni er barnaskólinn. Að ofan til vinstrí „fól í Hafnarfirði". Að neðan til vinstri vetrarmynd „upp með Læk“. Að ofan til hægri, byggðin við f jarðarhotninn. Að neðan til hægrí, Sólvangur. Þegar ritað er um einstaka þætti úr þróunarsögu Hafnar- fjarðar, er ekki úr vegi að gera sér grein fyrir ýmsum ytri að- stæðum og skilyrðum, sem e. t. v. móta eða hafa áhrif á þró- un bæjarfélagsins og skapa því sérstæða sögu á einn eða ann- an hátt. Sé litið á landakort sézt strax að ekki liggja grösugar sveitir eða blómleg og þéttbýl land- búnaðarhéruð að Hafnarfirði. Það er því ljóst að náin tengsl við • landbúnaðarhéruðin hafa ekki getað orðið grundvöllur undir vexti og viðgangi bæjar- félagsins. Aftur á móti sýnir landakort- ið okkur, að Hafnarfjörður ligg- ur við ein auðugustu fiskimið landgrunnsins, Faxaflóa. Skil- yrði til sjósóknar voru því mjög góð. Hinn þröngi og djúpi fjörð- ur myndaði gott skipalægi. Það var því eðlilegt, að útgerð risi upp í Hafnarfirði og skip leit- uðu hér aðseturs, eftir að þau stækkuðu svo mikið, að ekki var hægt að taka þau á land, er vond veður gerði. Grundvöll- úrinn undir framfaraþróun Hafnarfjarðar hlaut því að byggjast á framleiðslu sjávar- afurða í vaxandi mæli. Sú varð líka raunin á. Af þessu leiddi það, að íbúar bæjarins voru langflestir sjó- menn, er öfluðu fisks, og verka- fólk sem vann við aflann í landi Þannig myndaði fólkið því eina heild um sjávarútveginn og var mjög háð gengi hans. Hafnfirð- ingar höfðu því nokkra sér- stöðu miðað við þau byggðar- lög, sem að meira eða minna leyti lifðu á samskiptum við landbúnaðarhéruðin. Upp úr þessum jarðvegi óx og þróaðist menning og mennt- un íbúa Hafnarfjarðar og er eðlilegt að hafa það í huga, þegar litið er yfir þann þátt í sögu bæjarins. ★ Hálf öld er ekki langur tími í tilveru bæjarfélags. Hann er svo stuttur, að nánast má um hann tala sem fyrstu bernsku- og þroskaárin. Það er því eðli- legt, þótt sitthvað sé á reiki og ekki fastmótað í skipan mála. Leiðir það að sjálfsögðu til þess að meiri vanda, meiri festu og meiri skapandi stórhug þarf í stjórn bæjarmálanna. Þegar Hafnarfjörður fékk kaupstaðarréttindi 1. júní árið 1908 voru íbúar bæjarins inn- an við 1500 manns. Og eins og áður er sagt lifði fólk þetta nær eingöngu á sjávarútvegi og varð að vinna fyrir daglegu lífsviður- væri hörðum höndum. Barnafræðslan. Arið 1902 var fyrst reist barna skólahús hér í bæ og voru í því 3 kennslustofur. Með stækk- un bæjarins óx nemendafjöld- inn svo að ekki var hægt að komast hjá því að stækka barnaskólahúsið og var það gert árið 1921, en þá hafði verið tekið á leigu viðbótarhúsnæði fyrir skólann um nokkur ár. Leikfimihús var reist árið 1921 og er það sama húsið og ennþá er notazt við fyrir iþrótta- kennslu fyrir barnaskólann, Flensborgarskólann og íþrótta- félögin í bænum. En auk þess Á árunum 1926—1927 var reist nýtt barnaskólahús hér í bænum og það stækkað árin 1946—147. í þessu húsi eru 13 almennar kennslustofur og auk þess 2 stofur fyrir handavinnu. Nemendafjöldinn sl. skólaár var um 850, sem skiptist í 32 bekkj- ardeildir og varð að tvísetja í allar kennslustofur og þrísetja í 6. Eru því framundan miklir erfiðleikar með það að sjá nem- endurn barnaskólans fyrir hús- næði. Nú á þessu ári hefur verið ráðist í að hefja viðbyggingu við leikfimihús barnaskólans. Það sem fyrst og fremst gerir þá framkvæmd knýjandi nauð- syn er að búningsherbergi og böð eru algerlega ófullnægjandi og heilsuspillandi, en leikfimi- salurinn er góður. Á efri hæð þessarar viðbyggingar er gert ráð fyrir tveimur kennslustof- um fyrir handavinnu og verður það til að auka húsrými barna- skólans um 2 kennslustofur og skapa skilyrði til bættrar heilsu- gæzlu í skólanum og þá ekki sízt það, að tannlækningastofan flytjist í skólahúsið. Verða þá fengin ný og fullkomin tann- Páll V. Daníelsson. er ráð fyrir að skólaárið 1962— 1963 verði börn á skólaskyldu- aldri hér í bæ 1250—1300. St. Jósefssystur hafa haft barnaskóla hér í bæ og léttir það nokkuð á. Sl. vetur voru um 130 börn í þeim skóla, en allmörg þeirra eru úr Garða- hreppi. Gagnfræðaskólastigið. Flensborgarskólinn var eins og kunnugt er stofnaður 1882 með hinni stórhöfðinglegu gjöf Einn fegursti skrúðgarður landsins, Hellisgerði, bæjarprýði Hafnarfjarðar. hafa verið fengin afnot af leik- fimihúsi barnaskóla st. Jósefs- systra. Það að ennþá skuli þetta 37 ára gamla íþróttahús vera notað fyrir mest alla íþrótta- kennslu í 6 þúsund íbúa bæ sýnir það tvennt, að mikil reisn hefur verið yfir byggingu þess á þeim tíma, en þá var ekki lögð eins mikil áherzla á íþrótta- kennslu og nú og íbúar bæjarins voru þá ekki nema 2459 og svo hitt að það opinbera er oft seint til ýmissa nauðsynlegra framkv., að ekki skuli ennþá hafa verið reist nýtt íþróttahús. lækningartæki og munu þau vera komin til landsins. Viðbygging þessi hjálpar nokkuð til að taka á móti hinni miklu aukningu barna á skóla- aldri í eitt eða tvö ár, en á þeim tíma verður að reisa nýtt skóla- hús og hefur þegar verið ákveð- ið að byggjá smábarnaskóla. — Fer ekki hjá því að mikið átak þarf að gera í þessum málum á næstu árum, ef hægt á að vera að sjá sómasamlega fyrir barnafræðslunni. Eins og áður er sagt voru um 850 böm í barnaskólanum sl. vetur en gert þeirra hjóna, séra Þórarins Böðvarssonar og Þórunnar Jóns- dóttur. Verður sú merka saga ekki rakin hér, enda er hún það kunn. En um Flensborgarskól- ann má í stuttu máli segja það, að hann var um langt skeið sú menntastofnun, sem bar hróður Hafnarfjarðar um landsbyggð- ina. Þangað sóttu sér menntun auk fjölda Hafnfirðinga, margt dugandi manna víðsvegar að af landinu. Flensborgarskólinn átti því mikinn þátt í því að auka menntun og menningu þjóðar- innar, enda hafði hann forystu

x

Hamar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.