Morgunblaðið - 07.12.2010, Page 1
Þ R I Ð J U D A G U R 7. D E S E M B E R 2 0 1 0
Stofnað 1913 286. tölublað 98. árgangur
MANNASIÐIR Á
STÖÐ 2 BYGGÐIR Á
SAMNEFNDRI BÓK
HEFUR BEÐIÐ
EFTIR EM Í 10 ÁR 365
FJALLS-
TOPPAR Í ÁR
HRAÐSKREIÐA
HANNA AÐ
KOMAST Í GÍR
ÍÞRÓTTIR 3
LJÓSIÐ STYRKT 11GILLZ KENNIR ÍSLENDINGUM 30
Stundum er kvartað yfir því að kvikmyndauppeldi Íslend-
inga sé ábótavant. Það á þó varla við um krakkana frá frí-
stundamiðstöð ÍTR, Kampi, sem boðið var í Bíó Paradís í
gær. Á hvíta tjaldinu fylgdust krakkarnir, sem eru 8 og 9
ára gamlir, með ævintýrum jafnaldra síns árið 1921 í
hinni sígildu kvikmynd Charlies Chaplins, The Kid.
Stefnt er að frekara samstarfi ÍTR og Bíós Paradísar um
að kynna ungu kynslóðinni perlur kvikmyndasögunnar.
Morgunblaðið/Golli
Unga kynslóðin kynnist Chaplin
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Við höfum verið að ná vaxtaprósent-
unni niður á ásættanlegt stig. Við
skulum ekki gleyma því að þegar
rætt er um 3,5% vexti, reiknaða
ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna er
um að ræða verðtryggð lán. Á heims-
vísu eru þetta ekki lágir vextir eins
og sakir standa. Það er fráleitt, nán-
ast þjóðhættulegt, annað en að halda
vaxtastiginu lágu. Við skulum heldur
ekki gleyma því að við erum að tala
um fjárfestingu sem er mjög örugg
fyrir lífeyrissjóðina, nánast gull-
tryggð. Ég hef trú á því að menn séu
byrjaðir að sjá til sólar í þessu sem
og ýmsu öðru,“ segir Ögmundur Jón-
asson samgönguráðherra, aðspurður
hvort samið hafi verið um vexti í fyr-
irhugaðri fjármögnun lífeyrissjóða á
vegaframkvæmdum.
Forveri Ögmundar, Kristján Möll-
er, þingmaður Samfylkingar, kveðst
bjartsýnn á að framkvæmdir geti
hafist með vorinu.
Gangagerðin hefst næsta sumar
Markmiðið sé að framkvæmdir við
Vaðlaheiðargöng hefjist næsta sum-
ar, ef allt gangi eftir. Stefnt sé að því
að verja tæpum 40 milljörðum króna
í fjórar framkvæmdir og er ætlunin
að bjóða í fyrstu út 2. áfanga í breikk-
un Suðurlandsvegar frá Vestur-
landsvegi að Ölfusárbrú í febrúar.
Hreinn Haraldsson vegamála-
stjóri segir um einn til tvo mánuði
líða að jafnaði frá útboði til fram-
kvæmda. Því geti vinna við 2. áfanga
af nokkrum á Suðurlandsvegi hafist í
apríl eða maí.
Fram-
kvæmdir í
gang í vor
Samgönguráðherra
krefst lágra vaxta á
lánum lífeyrissjóðanna
Villtum refum hefur fjölgað nánast
um allt land, að sögn Guðbrands
Sverrissonar, bónda á Bassastöðum í
Strandasýslu og refabana. „Við heyr-
um meira af dýrbítum í haust en verið
hefur undanfarið,“ sagði Guð-
brandur.
Ljótar fregnir af dýrbitnu fé hafa
borist úr Borgarfirði og víðar að. Þá
eru tófur svo kræfar að þær hafa ráð-
ist á fé heima við bæi, m.a. í Skaga-
firði. Líklega er það ætisskortur sem
veldur bífræfninni. »12
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tófa Sumar tófur leggjast á fé og
yrðlingar þeirra komast á bragðið.
Dýrbítar víða
á ferðinni
Á hluthafafundi
Exista í gær voru
laun stjórnar-
manna ákveðin
300.000 krónur á
mánuði og fær
stjórnarformaður
400.000 krónur á
mánuði. Þá fá
stjórnarmenn-
irnir, sem eru sex
talsins, 150.000
krónur fyrir hvern fund sem þeir
sitja, þó ekki fyrir fleiri en þrjá fundi
í hverjum mánuði.
Pétur J. Eiríksson, stjórnar-
formaður Exista, segir launin endur-
spegla þá miklu vinnu sem stjórnin
þurfi að vinna fyrir félagið. »14
Stjórn fær
allt að 4,6
milljónir
Exista Hluthafa-
fundur Exista.
Girnilegar uppskriftir
á www.jolamjolk.is
dagar til jóla
17
Uppgjör stjórnlagaþingskosning-
anna er afar flókið og erfitt fyrir
leikmann að átta sig á því hvernig
frambjóðendur raðast í sæti.
Aðferðin sem notuð er mun engu
að síður ráða eins vel í vilja kjósenda
og kostur er, en hefur verið gagn-
rýnd fyrir að vera ógagnsæ.
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður
Framsóknarflokksins, sagði á Al-
þingi í gær að mikil óvissa væri um
réttmæti niðurstaðna kosning-
arinnar, m.a. vegna þess að aðeins
11 frambjóðendur hefðu náð þar til
gerðum sætishlut. Telur hún nauð-
synlegt að fá málið á hreint með því
að kæra það til Hæstaréttar.
Ástráður Haraldsson, formaður
landskjörstjórnar, segir landskjör-
stjórn ekki telja að nein óvissa sé
fyrir hendi. Úthlutun þingsæta hafi
verið í samræmi við lög og á hann
ekki von á neinum eftirmálum. »6
Ógagnsæjar
kosningar
Una Sighvatsdóttir
Baldur Arnarson
Meirihluti fjárlaganefndar leggur til
miklar breytingar á fjárlagafrum-
varpi næsta árs.
Fjárlagahallinn verður skv. þessu
34 milljarðar að sögn Oddnýjar
Harðardóttur, formanns fjárlaga-
nefndar, en það er 2 milljörðum
minna en áætlað var í upphafi.
Tekjur ríkissjóðs verða sam-
kvæmt áætlun núna 11 milljörðum
lægri eftir breytingar, en útgjöldin
13 milljörðum lægri. Þar vega t.d.
þungt vaxtagjöld ríkissjóðs, sem
verða um 1,4 milljörðum lægri skv.
breytingartillögum og framlög til
vegaframkvæmda og -viðhalds, sem
skert eru um rúm 10 milljarða.
„Þetta tekur breytingum til batn-
aðar myndi ég segja þar sem við höf-
um fengið tíma til að fara vel yfir
málin og ræða við sveitarfélög og
stofnanir,“ segir Oddný. Stærstu
breytingar varði grunnstoðir vel-
ferðarkerfisins, þ.e.a.s. heilbrigðis-
og menntastofnanir og löggæslu.
„Þarna er um að ræða mjög miklar
breytingar á fjárlögunum,“ segir
Kristján Þór Júlíusson, Sjálfstæðis-
flokki. „Forsendur þess voru brostn-
ar þegar það var lagt fram og nú
horfum við fram á tekjufallið í
tengslum við nýja þjóðhagsspá fyrir
næsta ár og varað hafði verið við. Því
er mætt með þeim hætti að hræra
áfram í ákveðnum stærðum, í stað
þess að reyna að skapa auknar
tekjur með því að örva atvinnurekst-
ur í landinu eða skera niður á móti
þessum útgjaldauka.“
Til þess að mæta útgjöldum eiga
útgjöld á sviði félagsmála að dragast
saman. Og nefnir Kristján framlög
til öldrunarmála og lífeyristrygg-
inga, ásamt því sem þarna fellur nið-
ur fjárveiting sem ætluð var til að
mæta kostnaði vegna ríkisábyrgða
og einnig lækka framlög í Atvinnu-
leysistryggingasjóð og vaxtagjöld.
„Það koma inn aukin útgjöld upp á
8-9 milljarða af ýmsum toga. Stærstu
breytingarnar eru í Jöfnunarsjóði,
vegna húsaleigubóta og stuðnings
við fjárhagslega veik sveitarfélög.“
Tekjurnar lækka
um 11 milljarða
Miklar breytingar á fjárlagafrum-
varpi Gjöldin minnka um 13 milljarða Bætt í og skorið niður
» Framlög til Heilbrigðisstofn-
unar Austurlands eru aukin um
64 milljónir kr. samkvæmt
breytingartillögum, Heilbrigð-
isstofnun Suðurnesja fær 69
milljónum meira og Heilbrigð-
isstofnun Þingeyinga 22,8
milljónum meira.
» Framlög til Háskóla Íslands
verða 141 milljón kr. hærri.
» 204 milljónir eru áætlaðar í
sjálfsmatskerfi framhalds-
skóla, sem áður fékk ekkert.
» Dregið er úr hagræðing-
arkröfu til löggæslunnar um
100 milljónir.
» Landsdómur fær 113,4 millj-
ónir aukalega skv. breytingum.
» Auka á eigið fé Byggða-
stofnunar um allt að einn millj-
arð króna að fenginni úttekt
iðnaðarráðuneytisins á fram-
tíðarfyrirkomulagi lánastarf-
semi stofnunarinnar.