Morgunblaðið - 07.12.2010, Side 2

Morgunblaðið - 07.12.2010, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Nei. Það er nú ekki gefið,“ segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, aðspurður hvort samkomulag í Icesave- deilunni muni liggja fyrir í vikunni. „Það eru ákveðin atriði sem er enn ágreiningur um og framhaldið ræðst því vitanlega af því hvort samkomulag næst um alla hluti.“ Árni Þór segir aðspurður að fundað verði um stöðuna í utan- ríkismálanefnd á næstu dögum en Bjarni Benediktsson, form. Sjálf- stæðisflokksins, hafði óskað eftir umræðum um málið. Var Bjarni ósáttur við að niðurstaðan væri kynnt „úti í bæ“ en ekki í þinginu Fram kom í ræðu Jóhönnu Sig- urðardóttur forsætisráðherra á Al- þingi að samningar myndu vonandi nást í deilunni á næstu dögum. Stjórnarskipti skipta máli Aðspurður hvað hafi orðið þess valdandi að hreyfing sé komin í samningaviðræðurnar vísar Árni Þór til breyttra aðstæðna í Bret- landi og Hollandi. „Það er margt sem hefur breyst frá því að við vorum að glíma við þetta síðast. Bæði hefur hin póli- tíska staða auð- vitað breyst í þessum löndum og síðan hefur staðan breyst í efnahagslegu til- liti hjá þeim og okkur. Þetta hygg ég að valdi því að þeir sýna- aukinn áhuga á því að finna niðurstöðu í málið sem er bærilega aðgengileg fyrir alla aðila. Maður skynjar að í haust hefur verið vax- andi áhugi hjá þeim að leysa málið. Það er m.a. talið skýrast af pólitísk- um breytingum,“ segir Árni Þór og vísar til þingkosninga ytra. Ekki bundnar af fyrri stjórn „Hin breytta staða getur m.a. or- sakast af því að nýjar stjórnir í Bretlandi og Hollandi telja sig ekki bundnar af því sem fyrri stjórnvöld hafa sagt og gert í málinu. Þær hafa þar af leiðandi frjálsar hend- ur. Svo geta verið efnahagslegar ástæður fyrir því að þeim finnst rétt að leggja meira á sig nú heldur en þeir hafa verið tilbúnir að gera fram að þessu,“ segir Árni Þór og tekur aðspurður fram að lýsingin eigi við bæði lönd. „Ekki gefið“ að Icesave-deilan leysist í vikunni  Ýmis ágreiningsatriði enn óleyst  Stjórnarskipti vinna með Íslandi Árni Þór Sigurðsson Eins og kunnugt er hefur eldsneyt- isverð farið hækkandi og kostar 95 oktana bensín og dísilolía nú ríflega 200 krónur lítrinn. Benedikt segir svo hátt verð ekki frumforsendu þess að rekst- urinn borgi sig en ekki er ætlunin að íblöndun metanóls muni leiða til hærra eldsneytisverðs. Benedikt segir lágmarksverðið á eldsneyti svo framleiðslan borgi sig vera við- skiptaleyndarmál. Hátt eldsneytisverð ekki skilyrði þess að reksturinn borgi sig Benedikt Stefánsson Baldur Arnarson baldura@mbl.is Í mars á næsta ári er stefnt að því að fyrsti áfangi metanólverksmiðju fyrirtækisins Carbon Recycling International (CRI) verði opnaður við jarðvarmaorkuver HS Orku í Svartsengi á Reykjanesi og að fram- leiðslugetan verði 1,7 milljónir lítra. Áætlanir miða svo við að um áramót 2011 og 2012 verði næsti áfangi tilbú- inn og samanlögð framleiðslugeta þá komin í 5,1 milljón lítra. Miðað er við framleiðslugetu á ári en síðar á þessum áratug er ætlunin að reisa stærri verksmiðju hér á landi sem framleiði einnig metanól úr koldíoxíði, en að sögn Benedikts Stefánssonar, framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá CRI, hefur staðsetningin ekki verið ákveðin. Brennur eins og bensín Metanól má nýta til bruna í sprengihreyfli, eins og bensín og dísilolíu, og stendur til að í fyrstu verði metanólinu blandað í bensín í hlutfallinu þrír af hundraði. Ekki þarf að breyta bensínvélum. Drýgir dropann Benedikt segir að greint verði frá því á næstunni hvar íblandað elds- neyti verði á boðstólum en ætlunin er að hlutfallið hækki síðar í 10%. Eigi hlutfallið að vera hærra þurfi að gera smávægilegar breytingar á bílvélum og segir Benedikt aðspurð- ur að innan nokkurra ára megi ráð- gera að fjöldi bíla komi í umferð sem geti gengið á 60-70% metanóli. Metanólverksmiðja að rísa  Stefnt að því fyrsti áfangi verði tilbúinn í mars  Stærri verksmiðja í pípunum  Sú mun framleiða metanól til útflutnings  Bílar geta gengið á 60-70% metanóli Vistvænt » Metanólið verður unnið úr koldíoxíði úr gufu frá virkj- uninni í Svartsengi. » Innan nokkurra ára er ætl- unin að sækja koldíoxíðið í út- blástur á öðrum stað. » Verksmiðjan er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Lágmarkslaun verða hækkuð upp í 200.000 krónur fái Starfsgreina- sambandið sínu framgengt í kom- andi kjaraviðræðum. Fyrsti form- legi fundur viðsemjenda var í gær og þar kynnti samninganefnd Starfsgreinasambandsins kröfur sínar fyrir samninganefnd Sam- taka atvinnulífsins. Flestir kjarasamningar á vinnu- markaði runnu út um mán- aðamótin. Í komandi kjara- viðræðum segist samninganefnd SGS leggja áherslu á annars vegar beinar launahækkanir og hins- vegar að stjórnvöld „sýni staðfestu sem geti leitt til aukins kaup- máttar“ s.s. með hækkun persónu- afsláttar og tekjuskattsbreytingum í þágu hinna lægst launuðu. 21% hækkun lægstu launa Krafa sambandsins er sú að al- mennar launahækkanir verði að koma til framkvæmda strax, frá 1. desember, og að lágmarkslaun verði 200 þúsund kr. Það felur í sér 21% hækkun, því lægsti launataxti er nú rúmar 157 þúsund krónur. Meðallaun allra starfsstétta eru hins- vegar um 366 þúsund krónur. „Það er meg- inmarkmið samninganefndar SGS að end- urheimta þann kaupmátt sem glat- ast hefur frá upphafi efnahags- hrunsins á Íslandi haustið 2008, minnka atvinnuleysið og tryggja hinum lægst launuðu auknar kjarabætur,“ segir í kröfugerðinni. Ábyrgðin stjórnvalda Til þess að ná því markmiði þurfi stöðugleika á vinnumarkaði og vinnufrið, og sú ábyrgð hvíli á stjórnvöldum og Alþingi. „Stefna verður að stöðugum gjaldmiðli og skapa skilyrði fyrir erlendar fjárfestingar til að örva atvinnulífið. Séu þessar forsendur ekki til staðar verður að skapa þær með þverpólitískri samstöðu á næstu vikum og misserum. Takist það ekki horfir til veru- legrar óvissu á vinnumarkaði og harðvítugri kjarabaráttu en ella þyrfti að verða.“ Samninganefnd Starfsgreina- sambands Íslands kemur fram fyr- ir hönd aðildarfélaga sinna ann- arra en Eflingar stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Ítarlegar kröfur á ein- stökum sviðum kjarasamningsins verða ræddar á fundi SA og SGS í næstu viku. Ólík sýn á lægstu laun  Krafa um að lágmarkslaun verði 200 þúsund  Samræm- ist ekki sátt á vinnumarkaði og lítilli verðbólgu, segir SA „Við sjáum ekki hvernig þetta á að geta gengið upp gagnvart öðrum hóp- um á vinnumarkaðnum að það sé verið að taka einn hóp út úr. Okkar áhersla er að launahækkanir séu sambærilegar fyrir alla hópa,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA. Vilhjálmur segir að áherslur samtakanna séu um margt svipaðar, sérstaklega í því sem snúi að atvinnuleysi. „Hins vegar eru launakröfurnar almennt ekki í þeim takti sem við teljum samræmast sátt á vinnumarkaðnum og lítilli verð- bólgu.“ SA stefna að því að auka kaupmátt með sem allra minnstum launahækkunum og benda m.a. á að tekist hafi að verja kaupmátt lægstu launa í gegnum kreppuna með kjarasamningunum í febrúar 2008. Gengur ekki að mismuna fólki LAUNAKRÖFURNAR STUÐLA EKKI AÐ SÁTT Á VINNUMARKAÐI Vilhjálmur Egilsson Morgunblaðið/Eggert Kröfur SGS og SA leggja sameiginlega áherslu á að draga úr atvinnuleysi og skapa skilyrði fyrir fjárfestingar. ® Gildir í desember Lyfjaval.is • sími 577 1160 Bí laapótek Hæðarsmára Mjódd • Ál f tamýr i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.