Morgunblaðið - 07.12.2010, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2010
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að
framlengja endurgreiðslur skatta
vegna endurbóta á íbúðar-
húsnæði. Þetta skilar vonandi ár-
angri, en hver er trúverðugleiki
ríkisstjórnarinnar í þessum efnum
þegar almennir skattar eru
hækkaðir í sömu andrá?
Skattaend-
urgreiðsl-
urnar eru
fram-
lengdar í
því skyni að efla atvinnu, en hver
er trúverðugleiki ríkisstjórn-
arinnar á því sviði þegar hún á
sama tíma stendur í vegi fyrir at-
vinnuuppbyggingu á flestum svið-
um?
Ekki nóg með það, sama rík-
isstjórn leggur ofurkapp á að
koma Íslandi inn í Evrópusam-
bandið, en eitt helsta einkenni
þess er að mikið atvinnuleysi er
landlægur vandi. Trúir því ein-
hver að ríkisstjórn sem sækir um
aðild að Evrópusambandinu leggi
áherslu á fulla atvinnu?
Ríkisstjórnin sem sótti um aðild
að atvinnuleysinu segist líka hafa
mikinn áhuga á að almenningur
fái að kjósa sem oftast og mest.
Afstaða almennings á að ráða,
nema í málum þar sem rík-
isstjórnin er á öndverðum meiði
við almenning. Engin kosning á
að fara fram um nýtt Icesave ef
ríkisstjórnin getur komist hjá því
og tillaga um að kosið yrði um
hvort sótt yrði um aðild að ESB
var felld á þingi. Hvar er trúverð-
ugleikinn í þessari framgöngu?
Því er fljótsvarað, hann er ekki
fyrir hendi. Og eftir að rík-
isstjórnin hefur lofað fullnægj-
andi aðgerðum „eftir helgi“ mán-
uðum saman er trúverðugleiki
nokkuð sem engin leið er að
tengja við ríkisstjórnina.
Hvar er
trúverðugleikinn?
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 6.12., kl. 18.00
Reykjavík -8 skýjað
Bolungarvík -4 léttskýjað
Akureyri -7 skýjað
Egilsstaðir -6 skýjað
Kirkjubæjarkl. -4 léttskýjað
Nuuk 0 skýjað
Þórshöfn -1 léttskýjað
Ósló -9 léttskýjað
Kaupmannahöfn -1 léttskýjað
Stokkhólmur -2 skýjað
Helsinki -5 snjókoma
Lúxemborg 0 skýjað
Brussel -1 þoka
Dublin -1 léttskýjað
Glasgow 1 snjókoma
London 0 þoka
París 2 skýjað
Amsterdam 1 þoka
Hamborg 0 þoka
Berlín 1 skýjað
Vín 0 þoka
Moskva -10 þoka
Algarve 17 þrumuveður
Madríd 13 léttskýjað
Barcelona 16 léttskýjað
Mallorca 17 léttskýjað
Róm 15 skýjað
Aþena 12 léttskýjað
Winnipeg -12 snjókoma
Montreal -3 snjókoma
New York 0 alskýjað
Chicago -8 skýjað
Orlando 8 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
7. desember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 11:01 15:38
ÍSAFJÖRÐUR 11:41 15:08
SIGLUFJÖRÐUR 11:26 14:49
DJÚPIVOGUR 10:39 14:59
„Þetta atvik – sama hvað gerðist – er
alvarlegt áfall fyrir ímynd Banda-
ríkjanna á Íslandi,“ segir í skeyti
Carol van Voorst,
þáverandi sendi-
herra Bandaríkj-
anna á Íslandi,
13. desember
2007. Sendiherr-
ann skrifar skjal-
ið, sem er meðal
þeirra banda-
rísku sendiráðs-
gagna, sem lekið
var til uppljóstr-
unarvefjarins WikiLeaks, eftir að
hafa verið kallaður á fund utanrík-
isráðherra.
Tilefnið var meðferð Erlu Óskar
Árnadóttur Lilliendahl á JFK-
flugvelli fjórum dögum áður. Hún
var handtekin við komuna til Banda-
ríkjanna vegna þess að tveimur ár-
um áður hafði hún dvalið í landinu
þremur vikum lengur en ferða-
mannaáritun hennar leyfði. Erla var
kyrrsett á flugvellinum, síðan færð í
fangelsi, látin sæta læknisskoðun og
yfirheyrð. Hún var flutt í járnum í
fangelsið og aftur á flugvöllinn.
„Mikilvægt er að við komum mál-
inu af forsíðunum,“ skrifar van Vo-
orst. „Utanríkisráðherrann sem og
forsætisráðherrann hafa persónuleg
afskipti af málinu og eru ekki líkleg
til að láta það fjara út.“
Van Voorst gerir 19. desember
grein fyrir því að bréfi um málið frá
Stewart Baker, aðstoðarráðherra í
heimavarnarráðuneyti Bandaríkj-
anna, hafi verið vel tekið í utanrík-
isráðuneytinu, einkum orðalagi þar
sem meðferð Erlu Óskar er hörmuð.
Mikilvægast sé þó að endurskoða
eigi starfshætti í því skyni að bæta
meðferð gesta á borð við hana.
Van Voorst lýsir því síðan að hún
hafi átt samtal við Erlu Ósk í síma
og boðið henni að koma í sendiráðið
við hentugleika til að fá rétta vega-
bréfsáritun. Fjölmiðlafárinu var lok-
ið, en engum sögum fer af umbót-
unum í meðhöndlun ferðalanga.
kbl@mbl.is
Uppnám
vegna
handtöku
Carol van Voorst.
ALLT FYRIR ELDHÚSIÐ
SEVERIN smáraftæki í
miklu úrvali. Töfrasprotar,
kaffivélar, blandarar, brauðvélar,
flóunarkönnur, poppvélar, raklette
grill og fleira og fleira.
IBILI pottar og pönnur á allar gerðir
hellna í miklu úrvali.
AIDA matarstell,
hnífar og glös – góð
vara á frábæru verði.
SILIT og
eldhúsáhöld, hágæða
áhöld í miklu úrvali.