Morgunblaðið - 07.12.2010, Page 10
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Það er rosalega mikið aðgera í þessu. Ég stendvaktina kannski tólf tíma ádag, með einn upp í fjóra í
hverjum tíma,“ segir Konráð Valur
Gíslason einkaþjálfari í World
Class. Konráð hefur unnið sem
einkaþjálfari í rétt tæp þrettán ár,
alltaf hjá World Class. „Það voru fá-
ir í þessu þegar ég byrjaði sem
einkaþjálfari, þá ekki nema nítján
ára gamall. Ég var þá kominn á kaf
í lyftingar, hafði verið í frjálsum á
undan og var farinn að byggja mig
aðeins upp og keppa í vaxtarrækt.
Það lá bara beinast við að mennta
sig í einkaþjálfun. Ég var að keppa
mikið sjálfur í vaxtarrækt en hef
síðustu árin einbeitt mér að því að
þjálfa, bæði fyrir fitness og vaxt-
arrækt og líka íþróttafólk með.“
Konráð segir að margt hafi
breyst síðan hann byrjaði að þjálfa.
„Það er alltaf eitthvað að breyt-
ast, áherslurnar hafa farið svolítið
úr þessum hörðu lyftingum og
meira í þolþjálfun og keyrslu í ætt
við krossfitt og svo eru hlaupin
komin inn í þetta. Fólk er ekki leng-
ur að hugsa eingöngu um að byggja
sig mikið upp heldur frekar að
halda sér í formi og vera lögulegt.“
Þjálfari meistaranna
Nýlega fór fram Bikarmeist-
aramót Alþjóðasambands líkams-
ræktarmanna þar sem allir bestu
keppendur landsins í fitness og
vaxtarrækt mættust í Laugardals-
höllinni. Þar var Konráð með um
tuttugu keppendur sem stóðu sig
allir vel. „Það voru um sextíu kepp-
endur á mótinu svo ég var með einn
þriðja af hópnum. Mínir keppendur
náðu í tólf verðlaun af þeim átján
sem voru í boði, sem var alveg frá-
bært.
Leggur áherslu
á mikið aðhald
Einkaþjálfarinn Konráð Valur Gíslason þjálfaði tólf af átján verðlaunahöfum á
Bikarmeistaramóti Alþjóðasambands líkamsræktarmanna sem fór fram nýlega.
Konráð er mjög ánægður með árangurinn en hann hefur meira gaman af því að
þjálfa kvenfólk en karla. „Þær eru oft harðari en strákarnir og fylgja leiðbein-
ingum vel eftir. Strákarnir reyna að fara auðveldari leiðina að þessu.“
Morgunblaðið/Ernir
Konráð Valur Gíslason Einkaþjálfarinn þjálfaði tólf af átján verðlauna-
höfum á Bikarmeistaramóti Alþjóðasambands líkamsræktarmanna.
10 DAGLEGT LÍFHreyfing og útivist
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2010
HJÁLPARSTARF HEIMA OG HEIMAN
Í fátækustu ríkjum Afríku vinnum við að því að útvega hreint vatn og bæta þar með heilsu
og almenna afkomu. Við eflum fólk til sjálfshjálpar og styrkjum konur sérstaklega.
Hér heima veitum við fjölskyldum í fjárhagsvanda aðstoð með ráðgjöf, mat, fatnaði,
lyfjagreiðslum og stuðningi við börn. Það eru því margir sem treysta á þitt framlag, bæði
hér heima og erlendis.
Þú getur valið:
■ valgreiðslu í heimabanka
■ gjafabréf á gjofsemgefur.is
■ frjálst framlag á framlag.is
■ 907 2002 fyrir aðstoð innanlands
■ 907 2003 fyrir aðstoð erlendis
■ söfnunarreikning:
0334-26-50886 kt. 450670-0499
HELMINGUR FRAMLAGA RENNUR TIL AÐSTOÐAR INNANLANDS
P
IP
A
R
\T
B
W
A
-
S
ÍA
-
10
29
21
Nú þegar frostið herðir og kuldinn
hrekur marga frá því að stunda
hreyfingu úti við, er um að gera að
breyta til, færa sig inn í hús og tak-
ast á við líkamlega krefjandi hluti.
Innanhússklifur er eitt af því sem er
í boði og hentar fólki á öllum aldri.
Í Klifurhúsinu við Skútuvog er
stærsti klifursalur landsins og þar
er hægt að stunda grjótglímu en
það er eitt afbrigði klettaklifurs.
Grjótglíma er einstaklingsíþrótt en
einnig er hægt að panta tíma fyrir
hópa (10 eða fleiri). Klifur er að
sjálfsögðu hægt að stunda eins og
hverja aðra skemmtun eða hreyf-
ingu en fyrir þá sem eru kappsamir
þá eru haldin fjögur grjótglímumót í
Klifurhúsinu yfir veturinn og efstu
þrjú mót hvers þátttakanda telja
sem stig að Íslandsmeistaratitli í
grjótglímu. Klifur er vaxandi íþrótt á
Íslandi og nýlega lentu þau Bryndís
Muller 13 ára og Kjartan Jónsson 17
ára í þriðja sæti í Norðurlanda-
meistaramóti.
Vefsíðan www.klifurhusid.is
Morgunblaðið/Kristinn
Stuð Stundum þarf að taka verulega á í klifrinu og þessi vílar það ekki fyrir sér.
Gaman að klifra í sig kraft
Á aðventunni fer mikill tími fólks í
jólaundirbúning og þá verður stund-
um lítill tími aflögu til að fara í rækt-
ina, sundið, út að hlaupa eða gera
hvað annað til að viðhalda góðri
heilsu. Og við hreyfingarleysi vilja
vöðvar stirðna og stífna. Því er til-
valið að skella sér í nudd á aðvent-
unni, ein og sér eða saman tvö, hvort
sem það er notalegt slökunarnudd
eða kröftugt vöðvabólgunudd.
Endilega …
… farið í
aðventunudd
Nudd Streitulosandi og mýkjandi.
Morgunblaðið/Ómar
Allir sem reynt hafa vita hversu
óþægilegt og jafnvel sársaukafullt
það getur verið að fá sinadrátt.
Sinadráttur er skilgreindur sem
kröftugur, sársaukafullur samdráttur
í vöðva eða vöðvum. Á meðgöngu
þurfa margar konur að lifa við þessi
ósköp og vakna þá gjarnan upp á
nóttunni með sinadrátt í kálfanum
en algengast mun einmitt vera að
fólk fái sinadrátt í kálfann, þó svo að
hann geti komið hvar sem er.
Þeir sem stunda langhlaup eða
aðrar íþróttir kannast margir við að
fá sinadrátt, jafnvel í lærvöðva sem
er víst frekar vont, enda er sinadrátt-
ur algengur hjá þeim íþróttamönnum
sem reyna á sig mikið og lengi og er
þá oftast um að kenna vökvatapi en
það eykur líkur á sinadrætti. Á dokt-
or.is segir að sinadrátt sé líka hægt
að fá vegna mikillar vinnu, meiðsla
eða þegar fólk er lengi í sömu stell-
ingunni. Þar segir ennfremur um
þetta hvimleiða fyrirbæri:
„Önnur vel þekkt tegund sina-
dráttar er skrifkrampi sem er sina-
dráttur í fingrum og hendi eftir lang-
Ástæður fyrir sinadrætti og ráð til að koma í veg fyrir hann
Enginn vill fá sinadrátt
Reuters
Snarpir Spretthlaupararnir Tyson Gay og Asafa Powell hafa eflaust einhvern-
tíman fengið sinadrátt eins og margir þeirra sem eru keppnismenn í hlaupi.
„Það voru um sextíu
keppendur á mótinu svo
ég var með einn þriðja
af hópnum“