Morgunblaðið - 07.12.2010, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2010
Hlutverk úrskurð-
arnefndar lögmanna
er m.a. að fjalla um
kvörtun á hendur lög-
manni vegna háttsemi
hans sem kann að
stríða gegn lögum
eða siðareglum lög-
mannafélagsins
(LMFÍ). Í nefndinni
sitja þrír hæstarétt-
arlögmenn, Gestur
Jónsson hrl., Kristinn
Bjarnason hrl. og Einar Gautur
Steingrímsson hrl. Erindi var sent
nefndinni í maí sl. og hefur nefnd-
in nú úrskurðað. (Úrskurðurinn er
ekki kominn á vef LMFÍ þegar
þetta er skrifað en má finna á
thordisb.blog.is.)
Í stuttu máli óskaði ég eftir að
nefndin skæri úr um það hvort
lögmaður SP fjármögnunar hefði
brotið siðareglur lögmanna með
því að hunsa kröfu um dóms-
úrskurð til að svipta mig vörslu
bifreiðar og að fyrirskipa vörslu-
sviptingarmönnum að sækja bif-
reiðina inn í aðgangsstýrða bíl-
geymslu í starfsstöð minni skv.
upplýsingum frá eiganda vörslu-
sviptingarfyrirtækisins. Póst-
samskipti við lögmanninn sem
lögð voru inn til nefndarinnar
staðfesta mótmæli mín um afhend-
ingu bifreiðarinnar án dóms-
úrskurðar, ágreining um vörslu-
sviptingar án dóms og laga,
ágreining um lögmæti láns-
viðskiptanna (þá hafði nýlega fall-
ið dómur í héraði sem dæmdi
gengistryggingu ólögmæta), at-
hugasemd við falsaðan lánssamn-
ing auk þeirrar staðreyndar að
málið biði úrskurðar Neyt-
endastofu sem taldi að hin ýmsu
lagabrot kæmu til álita í þessum
lánsviðskiptum SP.
Úrskurðarnefnd lögmanna
komst að því að kollegi þeirra
hefði ekki brotið siðareglur þar
sem hann væri ekki sjálfstætt
starfandi og því ættu flest ákvæði
reglnanna ekki við að und-
anskildum ákvæðum í l. kafla, án
þess að tilgreina hver þau ákvæði
væru. 1. gr. þess kafla er til dæm-
is svo hljóðandi: „Lögmanni ber
að efla rétt og hrinda órétti. Skal
lögmaður svo til allra mála leggja,
sem hann veit sannast eftir lögum
og sinni samvisku.“
Einnig hélt nefndin
því fram að ekkert í
gögnunum sýndi að
lögmaðurinn hefði
gefið vörslusvipting-
araðila fyrirmæli um
framkvæmd vörslu-
sviptingar og þá um
leið þjófnað á per-
sónulegum eigum og
eigum vinnuveitanda.
Þess má geta að
nefndin getur kallað
aðila til skýrslugjafar
en gerði ekki. Í nið-
urstöðu nefndarinnar segir: „Ekki
verður séð að aðgerðirnar hafi
stuðst við ákvæði aðfararlaga nr.
90/1989 eða nauðungarsölulaga nr.
90/1991, enda ekki um fulln-
ustuaðgerð að ræða.“
Íslensk aðfararlög eru almenn
lög sem gera ekki ráð fyrir því að
þegnarnir geti samið sig undan
skýrum ákvæðum þeirra, ekki
frekar en að hægt væri að semja
sig undan ákvæðum almennra
hegningarlaga eða umferðarlaga.
Engu að síður ganga þessir þrír
hæstaréttarlögmenn út frá því að
umrædd vörslusvipting, sem er
aðför í skilningi laga, hafi einungis
stuðst við einhliða ákvæði í bíla-
samningnum, einhliða sömdu af
SP, eins og ekkert sé sjálfsagðara.
Skv. ákvæðinu er SP heimilt að
vörslusvipta án atbeina sýslu-
manns. Forvitnilegt væri einnig að
fá álit þessara eða annarra lög-
manna á því hvort þeir telji að
einstaklingar hafi samið frá sér
stjórnarskrárbundinn rétt um frið-
helgi heimilisins með því að sam-
þykkja í smáa letrinu svo hljóð-
andi ákvæði: „SP, eða þeir sem SP
tilnefnir, á að hafa óskoraðan að-
gang að starfsstöð leigutaka,
heimili eða starfssvæði til að
skoða bifreiðina.“ (Nær hefði
reyndar verið að segja „… til að
taka bifreiðina.“)
Skilmálar þessara undirmáls-
lána endurspegla mikla tauga-
veiklun lánveitanda gegn lántaka
enda hófst markaðssetning lán-
anna af fullum krafti þegar veru-
legir erfiðleikar blöstu við íslenska
fjármálakerfinu og finna þurfti
leiðir til að komast framhjá ís-
lenskum lögum.
Einu lögfræðilátin, hingað til,
sem styðja vörslusviptingar án
dóms og laga liggja hjá SP en eru
sögð trúnaðargögn og því ekki til
sýnis. Því er vissulega áhugavert
að fram sé komið álit þriggja
hæstaréttarlögmanna sem telja að
hægt sé að nýta ákvæði í samningi
þar sem einstaklingar fyrirgera
rétti sínum til að leita réttar síns
hjá dómstólum. Þess má geta að
fyrrverandi dómsmálaráðherra,
Ragna Árnadóttir, hefur lýst því
yfir á opinberum vettvangi að ef
aðilar mótmæla afhendingu bif-
reiða, eigi þeir rétt á úrskurði
dómstóla.
Hæstiréttur hafnaði hinn 16.
júní sl. kröfu Lýsingar hf. um að-
farargerð með þeim röksemdum
að slík óvissa hafi verið um ætluð
vanskil leigutaka/lántaka við rift-
un samnings, að ekki væri uppfyllt
skilyrði 78. gr. laga nr. 90/1989
um aðför til að leyfa hina um-
beðnu aðfarargerð. Skilmálar á
samningsformum Lýsingar hf.
sem eru sambærilegir skilmálum
SP og hinna eignaleigufyrirtækj-
anna, dugðu því ekki til.
Að lokum. Merkilegt er að vita
til þess að einn af lögmönnum úr-
skurðarnefndarinnar sem er eig-
andi lögmannstofunnar Lagastoð-
ar ehf. skuli ekki álíta sjálfan sig
vanhæfan til að úrskurða í máli
tengdu SP. Lagastoð er sú lög-
mannsstofa sem eflaust á met í
innheimtu og stefnum á kröfum
fyrir m.a. SP, kröfum vegna upp-
gjörs á ólöglega gengistryggðum
lánum, ólöglega vörslusviptum bif-
reiðum og tækjum, ímynduðum
viðgerðarkostnaði ásamt ímynd-
uðum virðisaukaskatti. Eins situr
lögmaðurinn í slitastjórn „gamla“
Landsbankans sem var móðurfyr-
irtæki SP. Í dag er „nýi“ Lands-
bankinn móðurfyrirtæki SP. Sami
bankinn, önnur kennitala.
Að semja sig frá
íslenskum lögum
Eftir Þórdísi Björk
Sigurþórsdóttur » Það merkilegasta við
niðurstöðu úrskurð-
arnefndar LMFÍ er að
þrír hæstaréttarlög-
menn telja að hægt sé
að semja sig frá almenn-
um lögum.
Þórdís Björk
Sigurþórsdóttir
Höfundur er viðskiptafræðingur og
formaður Borgarahreyfingarinnar.
Það er þekktara en
frá þurfi að segja að
íþróttaumfjöllun
flestra fjölmiðla er
mjög ríkjandi á mark-
aðnum, og er þá sama
hvort það eru prent-
miðlar, útvarps-
stöðvar og eða sjón-
varpsstöðvar.
Sérrásir læstra
myndlykla sjá um út-
rásir íþróttaunnenda.
En mér er hjartans mál að fjallað
sé meira um listir af öllu tagi. Mér
er bent á að íþróttaefni sé besta
mál og allt af hinu, þarft mál
vegna hreyfingarleysis þjóðar í of-
fituvanda. En ég bendi á að
íþróttaáhugafólk sem stundar
íþróttir er trúlega mest lítið í yf-
irkjörþyngd. Það getur hins vegar
verið annð í gangi hjá því fólki
sem liggur heima í sófa yfir feitu
poppi og gosi/bjór með manískan
bolta í gangi og eða mætir í hóp
yfir breiðtjaldssporti á veitinga-
húsum, –gjarnan með feitan bjór
og hljóðkerfið á góðum styrk.
En er hægt að sam-
eina sport og list-
umfjöllun? Nei, það
yrði fljótt blásið af,
því ímynd sport-
áhugamannsins hefur
ekki áhuga á neinu
öðru en endalausu
sporti – keppni af öll-
um stærðum og gerð-
um. En það er þó eitt
listform sem er
stundað í fáeinar mín-
útur fyrir hvern
landsleik. Ég er auð-
vitað að tala um að
þjóðsöngvar eru leiknir við upphaf
hvers landsleiks, það er reyndar
einungis leikinn flutningur – ekki
sunginn.
Í öllum fréttatímum er íþrótta-
og veðurpakki en þar mætti
minnka pólitíkina, en auka pæl-
ingar um bjartsýni. Ég meina:
breyta öllum áherslum til móts við
tímamörk íþrótta og veðurpakka.
Afmörkuð umfjöllunarefni 3-5 mín.
að hámarki. „Landinn“, lands-
byggðarþáttur, er nú í gangi alla
sunnudaga, það er til fyrirmyndar.
En fyrir mig sem þoli ekki
íþróttafréttir og fyrir íþróttafíkla
sem þola ekki listir, þá skal vakin
athygli á því að listmenning teygir
anga sína víðar en margan grunar:
Listhönnuðir sjá um rétt útlit
klæðnaðar íþróttamanna og ann-
arra. List í umhverfis- og utan-
húshönnun jafnt sem innanhúss er
hvar sem þú gengur um án þess
að taka eftir því. Áhugi minn ligg-
ur því í listum allt frá litlu hand-
verki og upp í arkitektúr híbýla og
umhverfis. Fréttaþættir mættu
því skiptast í eftirfarandi: Í léttum
réttum er þetta helst: Matarlyst
pólitíkusa könnuð. Ákærumál á ör-
væntingarfólk bönnuð. Frum-
kvöðla-útrásarmörk hönnuð. Upp-
lýsingamiðstöð stjórnarskrár
skönnuð. forystukind@simnet.is
Eftir Atla Viðar
Engilbertsson. »Matarlyst pólitíkusa
könnuð. Ákærumál
á örvæntingarfólk bönn-
uð. Frumkvöðla-útrás-
armörk hönnuð. Upp-
lýsingamiðstöð
stjórnarskrár skönnuð.
Atli Viðar
Engilbertsson
Höfundur er fjöllistamaður.
Sportrásir fjöllistasparnaðar
– meira fyrir áskrifendur
Fáðu þér áskrift á
mbl.is/askrift
Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16:00
þriðjudaginn 21. desember 2010.
Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105, kata@mbl.is
Í þessu blaði verða kynntir fullt af
þeim möguleikum sem í boði eru
fyrir þá sem stefna á heilsuátak og
bættan lífstíl í byrjun ársins 2011.
Meðal efnis verður:
• Hreyfing og líkamsrækt
• Vinsælar æfingar
• Bætt mataræði
• Heilsusamlegar uppskriftir
• Andleg vellíðan
• Bætt heilsa
• Ráð næringarráðgjafa
• Hugmyndir að hreyfingu
• Jurtir og heilsa
• Hollir safar
• Ný og spennandi námskeið
• Bækur um heilsurækt
• Skaðsemi reykinga
• Ásamt fullt af fróðleiksmolum og spennandi viðtölum
Morgunblaðið gefur út
glæsilegt sérblað um
heilsu og hreyfingu
mánudaginn 4. janúar 2011.
Heilsa og
hreyfing