Morgunblaðið - 07.12.2010, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 07.12.2010, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2010 ✝ i Ragnarssonfæddist í Reykja- vík 27. nóvember 1950. Hann lést á Krabbameinsdeild Landspítalans 25. nóvember 2010. Foreldrar hans eru Steinvör Bjarnadóttir saumakona, fædd 2. ágúst 1930 og Ragnar Þorsteinsson vélvirki, fæddur 4. nóvember 1934. Systkin Bjarna eru Guðmundína f. 28.10. 1958 – maki Viggó Sigurðsson f. 11.2. 1954, Guðbjörg Elín f. 6.6. 1960 – maki Bragi Bragason f. 5.4. 1962, Ragn- heiður, f. 10.1. 1967 og Þorsteinn Kristján f. 19.6. 1971. Árið 1973 kynntist Bjarni eft- irlifandi eiginkonu sinni Sig- urveigu Helgu Hafsteinsdóttur sér- kennslustjóra f. 9.9. 1951. Foreldrar Sigurveigar voru Haf- steinn Júlíusson múrarameistari, f. 8.6. 1928, d. 15.2. 1990 og María Stefanía Björnsdóttir saumakona, f. 13.9. 1931, d. 25.10. 2010. Systkin Sigurveigar eru: Eiríksína Krist- björg f. 20.6. 1955, Guðný f. 20.7. 1956, Sigurður f. 3.8. 1959, Júlíus Geir f. 1.1. 1963 og Þröstur f. 18.1. Eimskipafélags Íslands. Bjarni lauk einnig prófi sem rekstr- arfræðingur af útgerðarsviði frá Tækniskóla Íslands 1978. Frá árinu 1979 hefur Bjarni gegnt stjórn- unarstörfum hjá ýmsum fram- leiðslu- og þjónustufyrirtækjum. Bjarni var framleiðslustjóri hjá Álafossi 1979-1984, rekstrarstjóri hjá Kristjáni Siggeirssyni 1984- 1988, rekstrarstjóri hjá Tré-x frá 1988-1994, framkvæmdastjóri Teppabúðarinnar 1994 og frá 1995 starfaði Bjarni sem framleiðslu- og sölustjóri hjá Agli Árnasyni og síð- ar hjá Parka. Bjarni var afar virk- ur í ýmsum félagsstörfum. Hann sat í nefndum á vegum hagsmuna- samtaka sem tengdust atvinnu- starfsemi hans. Bjarni hóf að stunda golfleik með tengdaföður sínum árið 1977 og varð fljótt leik- inn spilari. Hann settist í stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur 1984 og starfaði þar til 1989. Einnig vann hann ýmis tilfallandi störf samhliða stjórnarsetu. Á seinni árum var Bjarni félagsmaður í Golfklúbbi Oddfellow og keppti á þeirra veg- um á mótum, þar á meðal á heldri manna landsmótum. Síðast en ekki síst var Bjarni virkur félagsmaður í Oddfellow og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum þar, allt til síðasta dags. Útför Bjarna fer fram frá Digra- neskirkju í dag, 7. desember 2010, og hefst athöfnin kl. 15. 1964. Bjarni og Sig- urveig gengu í hjóna- band þann 12. júlí 1975 og hafa alla tíð búið í Kópavogi. Börn Bjarna og Sig- urveigar eru: 1) María Bjarnadóttir, f. 31.3. 1975, maki Daði Már Ingvarsson f. 8.3. 1977. Börn þeirra eru Daníel Már, f. 18.10. 2002, og Gabríel Már, f. 1.9. 2004. Áður átti María dótturina Hrefnu Ósk Jóns- dóttur, f. 7.7. 1994, faðir Jón Árna- son. 2) Steinar Bjarnason f. 3.11. 1980. Unnusta Selma M. Karls- dóttir. Barn hans: María Ísabella f. 2.4. 2009. Móðir Silvia Zingara. Bjarni átti áður dótturina Anettu Rós f. 3.12. 1971, maki Christian Svorkmo f. 5.4. 1978. Börn þeirra eru: Sunna Dögg f. 22.9. 1989, Thelma Rut f. 22.5. 1999 og Óliver f. 2.4. 2009. Bjarni ólst upp í Reykjavík, lauk gagnfræðaprófi og fór 14 ára til sjós. Hann útskrifaðist frá Far- mannadeild Stýrimannaskóla Ís- lands 1973 og var á sjómannsárum sínum messi, háseti, og stýrimaður á skipum Landhelgisgæslunnar og Elsku Bjarni okkar. Það er sárt að sjá á eftir elsta drengnum sínum og söknuður okkar og systkina þinna er mikill. Við pabbi þinn er- um enn hálfringluð. Þetta gerðist svo hratt og það var svo sárt að sjá þig þjást svona mikið. Guð losaði þig undan kvölunum og tók í sinn faðm. Þú varst stolt okkar, heið- arlegur, góður og samviskusamur. Alltaf tilbúinn ef einhver þurfti á þér að halda. Þú varst ekki nema 16-17 ára þegar þú varst í millilandasigling- um og gladdir mömmu þína með svo fallegum hlutum að undrun mátti sæta að svo ungur maður hefði valið þá. Þú ljómaðir af stolti og gleði þegar þú færðir okkur gjafir og systur þínar voru alltaf svo hrifnar og glaðar þegar þú komst í land. Þú varst svo lánsamur að eignast yndislega konu og börn og hefur fjölskyldan þín ætíð verið þitt stolt og hjartans mál og ekki síður barnabörnin þín. Það var yndislegt að sjá ástúðina þegar þau hugsuðu um þig í veikindum þínum. Það er okkur svo mikils virði að sjá hversu vel fjölskylda Sigurveigar samein- ast okkar og hvernig þessar tvær fjölskyldur hlúðu hvor að annarri síðustu dagana og þá ekki síst hversu vel stutt er við bakið á elsku konunni þinni og börnum í sorginni. Við kveðjum þig, elsku dreng- urinn okkar, með kvöldbæninni sem er okkur svo kær; Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Hvíldu í friði, elsku Bjarni okkar, Mamma og pabbi. Elsku pabbi minn. Ég vildi óska þess að við hefðum kynnst fyrr og þú jafnvel haldið á mér lítilli. Það var fyrir þrettán ár- um að ég hitti þig fyrst, ég fann strax hvað við vorum lík og höfðum líkar skoðanir á hlutunum. Þú kvaddir þetta líf alltof snemma, það er mér og börnunum mínum mikill missir og ég engan veginn tilbúin að kveðja þig. Ég er svo þakklát fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman og í minningunni er sá tími þegar þið Sigurveig kom- uð til Noregs í heimsókn til mín mér sérlega dýrmætur. Þú kemur alltaf til með að eiga stórt pláss í hjarta mínu og barnanna minna líka. Ég er viss um það að ef við hefð- um kynnst fyrr þá hefðum við verið mjög náin og ég leitað til þín og fengið góð ráð ef eitthvað hefði bjátað á. Þú varst mjög góður mað- ur og vildir öllum vel og allt fyrir alla gera, þess bera vitni syskini þín og vinnufélagar, öllum líkaði vel við þig. Ég er svo stolt af því að vera dóttir þín, pabbi minn. Á þess- um stutta tíma sem við höfum þekkst þá reyndist þú mér afar góður þó ég hafi búið erlendis og Sigurveig reynst okkur sérlega vel líka og við munum ávallt vera í sambandi við hana og systkini mín. Sigurveig hefur komið fram við börnin mín eins og amma og er hún okkur mjög kær líka. Hennar góð- mennska og skilningur gerði það að verkum að við áttum 13 góð ár saman. Ég mun ávallt elska þig, elsku pabbi minn! Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Elsku Steinvör amma, Sigurveig, María, Steinar og nánasta fjöl- skylda. Megi Guð og englarnir vaka yfir ykkur og styrkja ykkur í sorginni. Ykkar Anetta og börn. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hjarta þitt, og þú munt sjá,, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (Úr Spámanninum.) Afar og ömmur eru mikilvægur partur af hverri fjölskyldu. Það eru þau sem passa börnin þegar allt annað bregst, það eru þau sem gefa bestu pakkana og hlýlegustu knúsin. Það eru þau sem lauma að manni gotterí þegar ekki má, þau virðast jafnvel njóta þess jafn mik- ið og við sjálf. Síðast en ekki síst, þá eru það þau sem virðast ljóma í hvert einasta skipti sem maður rekur nefið inn um dyrnar, sama hvað bjátar á. Ömmu og afar virðast einhvern veginn alltaf vera á sínum stað og maður ímyndar sér aldrei heiminn án þeirra. Síðan þegar það gerist gerir maður sér fyrst grein fyrir því hversu stór hluti þau eru af manni, hversu tómleg veröldin er án þeirra. Ef þú spyrðir mig hvort ég væri trúuð gæti ég ekki svarað þér þótt ég vildi, allavega ekki alhæfandi svari. Ég hef aldrei lagt það í vana minn að biðja eða að fara í kirkju. En á þessum síðustu dögum bað ég samt, ég bað til hvaða veru sem er. Ég nefndi alla guði sem mér duttu í hug og grátbað þá alla með tölu að hjálpa þér, ég bað um krafta- verk. Ég hugsaði með mér: Hann á ekki að deyja núna, ekki strax. Þetta er alltof fljótt, af hverju hann? Hvað get ég gert til þess að breyta því? Ég reyndi jafnvel að fara samn- ingaleiðina, lofaði öllu fögru í skipt- um fyrir einhvers konar kraftaverk af hálfu einhvers konar æðri veru. Ég skal aldrei rífast við mömmu, aldrei ljúga, aldrei særa neinn, fá 10 á öllum prófum og vera öðrum að eilífu góð. Hvað sem er. Dauðinn, allt í einu, er orðinn stór hluti af mínu lífi. Ég missti þig, afi. Ég sakna þín nú þegar meira en orð fá lýst og ég finn til á stöðum sem ég vissi ekki einu sinni að ég ætti til. Þegar maður missir ástvin á maður bágt með að trúa því að allt verði í lagi, manni finnst heimurinn sjálfur vera að farast og stólpar tilverunnar að grotna niður og hverfa. Á svona tímum leitar maður fullur örvæntingar að von eins og blindur maður leitar að ljósi. Ég held ég hafi fundið hana. Þú varst besti afi í heimi og þú verður ávallt hluti af mér og lífi mínu. Þú vildir mér allt það besta og ég verð heiminum að eilífu þakklát fyrir að hafa gefið mér þig, leyft mér að vera hluti af þínu lífi. Ég kann ekki vel að syrgja. En ég hef lagt það í vana minn að hugsa aðeins eina hugsun þegar það kemur að þér, elsku afi. Ég hef hugsað stíft og reynt af öllum mín- um andlegu kröftum að miðla þess- ari einu hugsun. Ég elska þig. P.s. Ég lofaði þér rúsínukökum og stend við það, þegar við hitt- umst næst. Hrefna Ósk Jónsdóttir. Elsku Bjarni, stóri bróðir minn. Nú ertu látinn eftir ótrúlega stutta baráttu við erfiðan sjúkdóm. Ég trúi þessu ekki, finnst að ég geti bara tekið upp símtólið og planað næstu golfferð, keppni eða fjöl- skylduboð. Ég er harmi slegin, eins og allir sem elskuðu þig og nutu þeirrar gæfu þekkja þig í lífinu. Þú varst ótrúlega góður stóri bróðir og nýttir hvert tækifæri til að spilla mér og systkinum okkar af eft- irlæti með gjöfum og góðmennsku. Bjarni Ragnarsson ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, THEÓDÓR EÐVARÐ MAGNÚSSON, Asparfelli 2, Reykjavík, lést á líknardeild Landakoti, fimmtudaginn 2. desember. Útför fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 10. desember kl. 14.00. Magnús Eðvarð Theódórsson, Katrín Jóna Theódórsdóttir, Hrönn Theódórsdóttir, Matthías Harðarson, Guðjón Theódórsson, Ellen Ólafsdóttir, Steindór Rafn Theódórsson, Brynja Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæri sonur, bróðir og mágur, HANNES RAGNARSSON, Klapparhlíð 24, Mosfellsbæ, lést á Landspítalanum 30. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 8. desember kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknar- stofnanir. Guðbjörg K. Hannesdóttir, Kristín Ó. Ragnarsdóttir, Friðgeir Guðnason, Magnea Ragnarsdóttir, Þórir Lárusson, Jakob Ragnarsson, Margrét Halldórsdóttir, Þorbjörg Ragnarsdóttir, Karl Sigurðsson, Sigurjón Ragnarsson, Hrönn Ásgeirsdóttir, Ingibjörg Ragnarsdóttir, Valgarður Guðmundsson, Sigrún Ragnarsdóttir, Árni Freyr Jónsson. ✝ KRISTJANA HÖSKULDSDÓTTIR í Melaleiti, andaðist sunnudaginn 5. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Jón Kr. Magnússon, Solveig K. Jónsdóttir, Sigurður Á. Þráinsson, Salvör Jónsdóttir, Jón Atli Árnason, Áslaug Jónsdóttir, Vilhjálmur Svansson, Védís Jónsdóttir, Jón Erlingur Jónasson og barnabörn. ✝ Elskulega frænka okkar og vinkona, JÓNA ÓLÖF JÓNSDÓTTIR, Grandavegi 11, lést fimmtudaginn 25. nóvember á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 8. desember kl. 13.00. Anna Jonsson Þorsteinsdóttir, Paul Masselter, Margrét Þorsteinsdóttir, Aðalgeir Arason, Ólafur Þorsteinsson, Auður Sigríður Kristinsdóttir, Björn Davíð Þorsteinsson, Kristrún Bragadóttir, Hallur Örn Jónsson, Kristín Guðjohnsen og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkæra mamma, tengdamamma, amma og langamma, HÓLMFRÍÐUR GUÐLAUG JÓNSDÓTTIR fyrrverandi sendiherrafrú, Þorragötu 5, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 28. nóvember, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 9. desember kl. 13.00. Bergljót K. Ingvadóttir, Einar Kr. Guðmundsson, Guðfinna Anna, Guðni Grétar, Ástríður Guðrún, Hólmfríður Guðlaug, Ingvi Ágústsson, Þórhildur Sif Þórmundsdóttir, Ingvi Sigurður, Þór Trausti, Ágúst Örn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.