Morgunblaðið - 07.12.2010, Side 23
✝ Kolbeinn IngiKristinsson
fæddist í Tungu í
Gaulverjabæj-
arhreppi 1. júlí
1926. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurlands 30.
nóvember 2010.
Banamein hans var
krabbamein. For-
eldrar Kolbeins
voru Kristinn Ög-
mundsson frá
Hjálmholti, f. 13.3.
1884, d. 8.10. 1934,
og Sigríður Halldórsdóttir frá
Kárastöðum í Þingvallasveit, f.
10.12. 1888, d. 21.2. 1984. Systir
Kolbeins var Margrét Ágústa, f.
9.10. 1924, d. 7.7. 1928.
Kolbeinn kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni, Þorbjörgu Sig-
urðardóttur, þann 16.4. 1949.
Foreldrar hennar voru Sigurður
Óli Ólafsson, fv. alþingismaður,
f. 7.10. 1896, d. 15.3. 1992, og
Kristín Guðmundsdóttir hús-
freyja, f. 4.2. 1904, d. 9.6. 1992.
Sonur Kolbeins og Þorbjargar er
Sigurður Kristinn viðskiptafræð-
ingur, f. 11.2. 1960, búsettur í
Kaupmannahöfn. Eiginkona
hans er Edda D. Sigurðardóttir
til Reykjavíkur. Þá tók Kolbeinn
þátt í stofnun Egilskjörs við
Hlemmtorg og starfaði þar sem
verslunarstjóri fram til ársins
1964 þegar hann stofnaði eigin
matvöruverslun, Kostakjör í
Skipholti. Versluninni var lokað
10 árum síðar en árið 1975 var
Kolbeinn ráðinn forstjóri Kaup-
félagsins Hafnar á Selfossi (síðar
Höfn-Þríhyrningur HF) og veitti
því fyrirtæki forstöðu í 21 ár, þar
til hann ákvað að láta af störfum
í ársbyrjun 1996 eftir farsælan
starfsferil við verslun í rúmlega
50 ár. Kolbeinn var virkur þátt-
takandi í Kaupmannasamtökum
Íslands og sat í stjórn samtak-
anna í nokkur ár. Kolbeinn var
mikill íþróttamaður á yngri ár-
um og keppti þá í hástökki og
stangarstökki. Hann var valinn í
hið sigursæla frjálsíþróttalands-
lið Íslands árið 1951 ásamt Clau-
sen-bræðrum og fleiri afreks-
mönnum. Hann stundaði
skíðaiðkanir í mörg ár ásamt
fjölskyldu sinni og keppti nokkur
ár í badminton fyrir TBR. Golf
átti hug hans allan sl. 40 ár en
hann var félagi í Golfklúbbi Sel-
fossi frá stofnun klúbbsins. Kol-
beinn var gerður að heið-
ursfélaga hjá
Kaupmannasamtökum Íslands,
UMF Selfoss, Golfklúbbi Selfoss
og TBR.
Útför Kolbeins fer fram frá
Selfosskirkju í dag, 7. desember
2010, og hefst athöfnin kl. 13.30.
snyrtifræðingur.
Foreldrar hennar
eru Sigurður Ás-
mundsson sendi-
fulltrúi, f. 27.3.
1932, d. 5.2. 1999
og Karí K. Eiríks-
dóttir sjúkraliði, f. í
Noregi 14.3. 1935.
Börn Sigurðar og
Eddu eru: a) Eva
Katrín viðskipta-
fræðingur, f. 25.7.
1985, búsett í
Kópavogi. Sam-
býlismaður hennar
er Kristján Þór Gunnarsson
læknir, f. 15.12. 1981. Börn Evu
og Kristjáns eru Karólína Kol-
brún, f. 2007 og Alexandra Edda,
f. 2009. b) Andrea Þorbjörg
nemi, f. 13.9. 1990, búsett í Kaup-
mannahöfn. c) Kristín Edda
nemi, f. 22.9. 1993, búsett í Kaup-
mannahöfn.
Kolbeinn ólst upp á Selfossi frá
unga aldri ásamt móður sinni.
Hann stundaði nám við Héraðs-
skólann á Laugarvatni og síðar
Samvinnuskólann í Reykjavík.
Árið 1945 tók hann ungur við
starfi verslunarstjóra hjá KÁ á
Selfossi og starfaði þar til ársins
1957 þegar þau Þorbjörg fluttu
Einstakur tengdafaðir minn, Kol-
beinn I. Kristinsson, er látinn. Líf
hans hefur verið farsælt og hamingju-
ríkt þótt þungbært hafi verið fyrir
átta ára pilt að missa föður sinn. Móð-
ir hans kom syni sínum til manns með
miklum dugnaði. Kolbeinn hitti ungur
að árum konuna sem hann vildi eiga,
Þorbjörgu Sigurðardóttur, lífsföru-
naut til meira en 60 ára.
Þau hafa ræktað hvort annað af
virðingu og ást svo eftir hefur verið
tekið. Aldrei orðið sundurorða, ávallt
samheldin og skotin hvort í öðru.
Kynni mín af þeim hófust þegar ég
og sonur þeirra felldum hugi saman.
Ég var kynnt fyrir tilvonandi tengda-
foreldrum á yndislegu heimili þeirra á
Selfossi. Mér leið vel í návist þeirra
frá fyrstu stundu. Góð tengsl mynd-
uðust sem áttu eftir að eflast með ár-
unum.
Kolbeinn var forstjóri Hafnar hf. á
Selfossi og ég dáðist fljótlega að
dugnaði hans og heiðarleika í starfi.
Aldrei skyldi eytt um efni fram, hag-
ur fyrirtækisins ávallt hafður í fyrir-
rúmi.
Ég tel víst að hagur lands okkar
væri betri ef vinnubragða hans hefði
notið við.
Þau hjónin áttu sér sælureit, sum-
arhúsið Tangann. Þar áttum við fjöl-
skyldan ófáar stundirnar með þeim
hjónum.
Þegar hann var ungur maður var
það draumur Kolbeins að verða flug-
maður en þau áform urðu að engu
þegar honum bauðst verslunarstjóra-
staða hjá KÁ. Hann öðlaðist einka-
flugmannsréttindi og var skýjum ofar
í nokkur ár. Af framhaldsnámi varð
þó ekki.
Golfið átti hug hans allan í fjölda-
mörg ár og deildi Þorbjörg þeim
áhuga með honum.
Hann var frábær dansari og vissi
fátt betra en að sveifla draumadísinni
sinni um dansgólfið, oft með sínum
margfrægu skiptisporum.
Þegar við fluttum til Kaupmanna-
hafnar hlúðu þau vel að Evu Katrínu,
dóttur okkar, sem kaus að ljúka námi
sínu í Versló. Þau keyptu bíl handa
henni svo hún kæmist ferða sinna og
var bíllinn óspart notaður til ferða á
Selfoss í mat til þeirra. Aldrei fór hún
til baka án þess að bíllinn væri fylltur
af bensíni ásamt smá vasapeningi.
Margar urðu komur þeirra til
Hafnar sem voru miklar gleðistundir
fyrir okkur og dæturnar Andreu og
Kristínu.
Kolbeinn var fróður um borgina
þar sem hann dvaldist árið 1955 og
kynnti sér rekstur kjörbúða. Þar kaus
hann að eyða 80 ára afmælisdegi sín-
um með nánustu fjölskyldu og bauð
til góðrar veislu í Tivoli. Foreldrar
mínir, Sigurður og Karí, hrifust strax
af tengdaforeldrum mínum og með
þeim tókst einstök vinátta. Systur
mínar og makar þeirra drógust líka
að þeim hjónum og fjölskyldan varð
stærri og ríkari. Ekki að ástæðulausu
kölluðu börn systra minna þau hjónin
afa og ömmu.
Ekki má gleyma hlut Kristjáns
Þórs Gunnarssonar, sambýlismanns
elstu dóttur okkar. Þeir urðu strax
miklir mátar og Kolbeinn tjáði mér að
honum fyndist hann hafa eignast
tengdason í honum.
Höfðingi er fallinn frá. Kolbeinn
hefur tekið sitt síðasta skiptispor á
leið sinni til nýrra heima. Maðurinn
minn hefur misst sinn besta vin,
tengdamóðir mín heitt elskaðan eig-
inmann og dætur mínar yndislegan
afa. Ég kveð mætan mann sem ég
með stolti gat kallað tengdaföður
minn.
Edda Dagmar Sigurðardóttir.
Elsku besti afi minn.
Ég man hvað þú hefur alltaf verið
góður við mig og hjálpað mér með allt
og stutt við bakið á mér þegar ég hef
þurft á því að halda.
Það eru svo margar góðar og
skemmtilegar minningar sem við eig-
um saman, afi.
Ég man til dæmis þegar ég kom í
heimsókn til þín og ömmu og við tvö
fórum saman í langa bíltúra til Eyr-
arbakka. Þar leyfðir þú mér að keyra
sjálf þrátt fyrir að ég væri nú aðeins
13 ára gömul. Ég man líka eftir því
þegar við gengum meðfram strönd-
inni og fórum svo upp í vitann, þú
passaðir alltaf upp á mig, leiddir mig
og sagðir svo við mig: „Andrea, mér
þykir alveg ofboðslega vænt um þig.“
Þá leið mér svo vel. Það var svo gott
að geta kúrað í fanginu þínu og verið
hjá þér. Ég gleymi því aldrei.
Ég man líka þegar ég fór oft með
þér í snóker þar sem þú spilaðir með
vinum þínum og varst svo glaður. Á
eftir var svo farið í einn bíltúr upp í
Tanga og heim til ömmu í steikt
brauð.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt
tuttugu ár með þér, ég hefði þó gjarn-
an viljað að þau hefðu orðið fleiri. Ég
hef lært mikið, þú hefur kennt mér
svo mikið um lífið og tilveruna og ver-
ið traustur og góður vinur.
Afi, ég lofaði þér einu fyrir stuttu
og það var að sýna þér að ég gæti
klárað námið mitt. Ég veit að það
mun gera þig stoltan. Ég veit að þú
fylgist með mér uppi á himnum.
Þín er sárt saknað og það er erfitt
að þú sért farinn frá okkur. Ég er full-
viss um að englarnir og guð passa upp
á þig og að þú sért kominn á góðan
stað núna.
Eva Katrín, ég og Kristín Edda
gætum ekki hugsað okkur betri afa
en þig. Þú hefur líka verið sá besti
pabbi fyrir hann pabba okkar, alveg
yndislegur tengdapabbi fyrir mömmu
okkar og síðast en ekki síst sá allra
besti eiginmaður í heiminum fyrir
hana ömmu Obbu.
Við stöndum öll saman og pössum
upp á ömmu fyrir þig, hún verður
aldrei ein.
Eins og þú sagðir við mig fyrir
nokkrum dögum, þá kveðjumst við
ekki. Afi, ég veit að við sjáumst aftur
uppi á himnum.
Þar sem tár mín renna niður kinn-
arnar vil ég ekki hafa þetta lengra.
Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hef-
ur gert fyrir mig og systur mínar. Þú
ert sá eini sanni afi og enginn getur
tekið sætið þitt. Mundu eitt, ég elska
þig svo heitt, afi Kolli minn.
Ég verð ætíð þitt „angasíli“ eins og
þú og amma hafið kallað mig í gegn-
um tíðina. Þú verður alltaf til staðar í
huga mér og hjarta mínu.
Guð geymi þig, hvíldu í friði og ró
og englarnir verði með þér, afi minn.
Ástarkveðja,
Andrea Þorbjörg Sigurðardóttir.
Elskulegur afi minn, afi Kolli, er
látinn. Í gegnum hugann renna minn-
ingar og um leið streyma tárin niður
kinnarnar. Tár sem eru til marks um
þá yndislegu tíma sem við höfum átt
saman síðastliðinn aldarfjórðung.
Síðustu dagana sem afi lifði gátum við
rifjað upp þessa tíma saman, og auð-
vitað grétum við saman. Tárin kusum
við þó að kalla gleðitár, það er ekki
hægt annað en að gleðjast yfir öllum
þessum fallegu minningum. Afi var
yndislegur maður með stórt og hlýtt
hjarta. Hann var heiðvirður maður
sem ávallt bar óflekkað mannorð, var
heiðarlegur, hreinskilinn og sam-
kvæmur sjálfum sér. Hann var maður
sem ég hef ávallt litið upp til og mun
ætíð gera. Hann kenndi mér hin réttu
lífsgildi og hvað það er sem virkilega
skiptir máli í lífinu. Þó verður að segj-
ast að öllum minningunum sem ég á
um afa fylgir, eins og hann sagði sjálf-
ur við mig oftar en einu sinni, hans
betri helmingur, yndislega amma
mín, Obba. Þau voru sem eitt og
verða ætíð fyrir mér. Fyrirmyndar-
hjón að öllu leyti.
Hin amma mín, Karí, vildi alltaf
meina að þau væru holdgervingar
hinna fullkomnu forsetahjóna og ég
er henni algjörlega sammála. Slíkt
sómafólk eins og afa og ömmu hittir
maður sjaldan á lífsleiðinni.
Ég á ótal góðar minningar um afa.
Ég man þegar ég kom í Hafnartúnið
og fékk hafrakex með rækjuosti, fór í
nammiskúffuna hennar ömmu og
rölti svo upp og horfði á Tomma og
Jenna. Afi sá alltaf til þess að nýjustu
þættirnir af Tomma og Jenna væru til
þegar ég kom í heimsókn.
Ég man þegar ég fór með afa og
ömmu út á golfvöll og fékk að draga
golfkerruna og pútta. Fara svo í Höfn
á eftir og versla með ömmu, að sjálf-
sögðu með mína eigin innkaupagrind.
Þetta fannst mér toppurinn.
Ég man hvað ég fylltist alltaf gleði
og ánægju þegar ég sá hvað hann var
óhræddur við að láta í ljós hvað hann
væri alltaf jafn ástfanginn af ömmu
og hversu heitt hann elskaði hana. Ég
er svo þakklát fyrir allar þessar minn-
ingar og ekki síst fyrir síðustu dagana
sem við áttum saman. Ég er svo
þakklát fyrir að hafa átt svona góðan
og kærleiksríkan afa sem hefur tekið
þátt í öllum stærstu stundunum í lífi
mínu.
Þegar ég útskrifaðist úr Versló,
þegar ég kynntist Kristjáni, þegar ég
eignaðist báðar dætur mínar, þegar
ég útskrifaðist úr Háskólanum, þegar
ég ákvað að fara aftur í háskólanám
og þegar ég hélt afmælið mitt í Tang-
anum í sumar.
Stærsta minningin er þó samsafn
allra þeirra litlu minninga um liðnar
samverustundir okkar.
Þegar afi lést missti ég ekki aðeins
afa minn, heldur afar náinn vin sem
ásamt ömmu hafði verið mér stoð og
stytta síðastliðin ár og þá sérstaklega
eftir að foreldrar mínir fluttu til út-
landa.
Ég kveð hann með miklum söknuði
og sáru hjarta. Afi brýndi vel fyrir
mér að þrátt fyrir skakkaföll og
hindranir í lífinu yrði maður að halda
áfram og því held ég áfram með minn-
ingu um yndislegan mann og afa að
leiðarljósi. Minning hans lifir í hjarta
mér.
Ég trúi því að við hittumst aftur,
hann heldur verndarhendi yfir okkur
þangað til.
Hvíl í friði, elsku afi minn.
Eva Katrín Sigurðardóttir.
Meira: mbl.is/minningar
Kolbeinn mágur minn er floginn á
æðri svið. Hann gerði það fallega,
átakalaust og með þeirri reisn sem
ætíð var hans aðalsmerki. Hann valdi
líka rétta daginn, sextugasta og
þriðja trúlofunardag hans og systur
minnar Þorbjargar. Það var honum
líkt, allir hlutir höfðu sitt rúm og sinn
tíma.
Kolbeinn var mikill athafamaður.
Allt sem hann tók sér fyrir hendur
var gert af eljusemi og krafti sem ein-
kenndu hann alla tíð.
Ég var fjögurra ára þegar Obba
stóra systir og Kolli mágur byrjuðu
að draga sig saman. Ég fékk að koma
með í spennandi heimsóknir til Kolla,
en hann bjó ásamt Sigríði móður sinni
í gamla bankahúsinu við Austurveg á
Selfossi. Í herbergi Kolla héngu í loft-
inu flugvélamódel af öllum stærðum
og gerðum sem hann hafði sett saman
af mikilli nákvæmni. Það var flott.
Mér fannst kærastinn vel valinn af
systur minni. Móðir Kolbeins Sigríð-
ur – góða konan – átti alltaf sælgæti
og appelsín, þetta var ekki slæmt.
Kolli var einstakt snyrtimenni.
Alltaf glæsilega til fara. Mér eru
minnisstæðar skóburstunargræjurn-
ar hans. Lítið járnbox sem í var skóá-
burður og alls konar pússigræjur.
Hann pússaði sína skó sjálfur. Snyrti-
mennskan kom fram á öllum sviðum.
Systir mín passaði vel inn í myndina,
glæsileg og sæt Kvennaskólapía, flott
klædd, hún stýrði á þeim tíma skáta-
starfinu á Selfossi. Þau voru flott par
sem sópaði að.
Kolbeinn var sérfræðingur í heims-
styrjöldunum fyrri og síðari. Hann
þekkti allar gerðir flugvéla, ekki síst
var hann fróður um allar flugvélar og
flugkappa síðari heimstyrjaldarinnar.
Þær voru ýmsar íþróttagreinarnar
sem Kolli lagði stund á af miklu kappi.
Fyrst stundaði hann frjálsar íþróttir,
vann til margra verðlauna í stangar-
stökki, síðar tók við badminton sem
hann stundaði með Sigurði Kristni,
einkasyni þeirra Obbu.
Þar á eftir fylgdu skíðin og að lok-
um golfið. Allt stundað af reglusemi
og kappi og aldrei dugðu nema flott-
ustu græjurnar.
Kolbeinn hafði unun af laxveiði. Í
mörg ár fóru þeir saman svilarnir,
Kolbeinn og Hákon, í Laxá í Aðaldal
og nutu þess vel í góðra vina hópi.
Kolbeinn eignaðist konuna sem
hann þráði, eignaðist soninn sem
hann dáði og gætti vel, naut í ríkum
mæli samvista við Eddu og Sigga,
stelpurnar þeirra og langömmubörn-
in.
Ég kveð mág minn með þakklæti í
huga fyrir góða samveru og er sann-
færð um að nú sér hann vel allar golf-
kúlurnar og verður fljótur að ná holu í
höggi, ef ég þekki hann rétt.
Við Hákon, Kristín Martha, Sig-
urður Óli, Sveinbjörg, Hrefna Þor-
björg og Björn vottum Obbu, Sigga
Kidda, Eddu, Evu Katrínu, Kristjáni,
Andreu Þorbjörgu og Kristínu Eddu
innilega samúð.
Sigríður Ragna Sigurðardóttir.
Ég kynntist Kolbeini fyrst árið
2005, stuttu eftir að leið mín og Evu
sonardóttur hans lágu saman. Allt frá
fyrstu stundu var mér tekið opnum
örmum og ekki leið á löngu þar til mér
leið eins og ég hefði alltaf verið partur
af þessari litlu en samheldnu fjöl-
skyldu.
Í reglulegum heimsóknum okkar
Evu, síðar með dætur okkar, var allt-
af tekið á móti okkur opnum örmum.
Andinn í Háengi 3, heimili Kolbeins
og Obbu, einkenndist af hlýju og ást.
Allt svo snyrtilegt, fágað og hlýtt.
Framreiddar veitingar án undan-
tekningar tilbúnar á uppdúkuðu borði
þegar við mætum í heimsókn. Það er
ekki í boði að afþakka, en það kemur
ekki að sök þar sem freistingarnar er
ómögulegt að standast.
Kolbeinn bauð mér iðulega í „hús-
bóndaherbergið“ til að ræða hin ýmsu
mál. Þar gaf hann iðulega góð ráð, á
góðan hátt. Hann var áskrifandi að
Newsweek og vel upplýstur um mál
líðandi stundar.
Hann hafði mikinn áhuga á tækni-
framförum og las oftast yfir greinar
tengdar framförum í læknavísindum.
Þessum blöðum hélt hann til haga
fyrir mig og sendi mig svo iðulega
heim með góðar greinar sem ég
skyldi nú lesa vel.
Kolbeinn leitaði líka oft ráða hjá
mér. Ráð sem ég gaf glaður ef ég gat.
Kolbeinn vissi vel hversu heppinn
hann var að eiga hana Obbu og lét það
ófeiminn í ljós. Svo samheldin hjón
eru líklega vanfundin. Hann sagði
mér einu sinni að grunnurinn að far-
sælu hjónabandi væri gagnkvæm
virðing og það að fara aldrei ósáttur
að sofa.
Ég vil meina að það hafi tekist gott
samband með okkur Kolbeini. Sam-
band sem ekki allir eru svo heppnir að
mynda með öðru fólki. Samband eins
og ég hef átt við afa mína. Þó ég hafi
aðeins þekkt Kolbein í fimm ár þá
finnst mér eins og ég hafi alltaf þekkt
hann og vildi að góðu stundirnar
hefðu orðið fleiri. Ég er virkilega
þakklátur fyrir að hafa kynnst svona
góðum og elskandi manni eins og Kol-
beini. Marga af hans mannkostum vil
ég leggja mig fram við að tileinka
mér.
Tvö lýsingarorð koma fyrst upp í
hugann þegar ég hugsa um Kolbein.
Reffilegur og traustur.
.....
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Gott fólk markar spor í sálu manns.
Kolbeinn hefur markað spor í mína
sál. Spor sem eru djúp og hafa mikla
og góða merkingu. Þína skál.
Þinn vinur,
Kristján Þór Gunnarsson.
Kolbeinn Ingi
Kristinsson
HINSTA KVEÐJA
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Andrea Þ. Rafnar
og Einar Þór Þórhallsson.
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2010
Fleiri minningargreinar um Kol-
bein Inga Kristinsson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.