Morgunblaðið - 07.12.2010, Page 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2010
✝ Guðríður Ara-dóttir fæddist í
Ólafsvík 27. des. 1918.
Hún lést á Hjúkr-
unarheimilinu Sunnu-
hlíð í Kópavogi 24.
nóvember sl.
Foreldrar hennar
voru Ari Bergmann
Einarsson, fæddur í
Klettakoti í Fróð-
árhreppi á Snæfells-
nesi 4. mars 1891, d.
9. ágúst 1978 og Frið-
dóra Friðriksdóttir, f.
í Ólafsvík 7. des. 1892,
d. 27. okt. 1975. Systkini Guðríðar
voru Einar Bergmann, f. 28. feb.
1922, d. 3. ágúst 2002, maki Iðunn
Vigfúsdóttir, f. 29. maí 1927 og Ás-
laug, f. 6. ágúst 1924, d. 26. mars
2004, maki Bárður Jensson, f. 16.
okt. 1918, d. 20. okt. 1995.
5. nóv. 1938 giftist Guðríður Agli
Sigurðssyni bifreiðarstjóra, f. 14.
nóv. 1915 að Miklaholtshelli í Flóa,
d. 31. okt. 1971. Egill var sonur
feb. 1946, maki Garðar Briem,
tæknifræðingur, f. 1. júlí 1945.
Börn þeirra: 1) Egill, f. 17. júlí 1971,
maki Cristina Valle, f. 11. júní 1967.
Börn þeirra Nadine Björk, f. 30.
maí 2003 og Gabriel Aron, f. 31. júlí
2007. 2) Gunnlaugur Einar, f. 31.
mars 1974, maki Alda Bragadóttir,
f. 16. júní 1971. Börn þeirra Einar
Andri, f. 5. okt. 2003 og Helgi
Hrannar, f. 5. okt. 2003. 3) Þóra
Björg, f. 22. feb. 1978, maki Magnús
Sveinsson, f. 6. sept. 1977. Börn
þeirra Tinna Marín, f. 16. mars
2006 og Sveinn, f. 17. sept 2009.
Guðríður var heimavinnandi hús-
móðir þar til Egill féll frá. Þá hóf
hún störf í borðstofu starfsfólks
Landspítala við Hringbraut og
starfaði þar til ársins 1990. Guð-
ríður var ötull félagi í Kvenfélagi
Hallgrímskirkju í Reykjavík og var
sæmd sem heiðursfélagi félagsins í
mars 2002. Að lokinni hálfrar aldar
búsetu í Eskihlíð í Reykjavík bjó
hún á Sunnuhlíðarreitnum í Kópa-
vogi og loks á hjúkrunarheimili
Sunnuhlíðar.
Útför Guðríðar fer fram frá Hall-
grímskirkju í dag, 7. desember
2010, og hefst athöfnin kl. 15.
hjónanna Sigurðar
Magnússonar, f. 29.
júní 1870, d. 14. okt.
1935 og Hólmfríðar
Þórunnar Ragnheiðar
Gísladóttur, f. 31. júlí
1876, d. 9. des. 1949.
Dætur þeirra eru: a)
Steinunn Kolbrún líf-
eindafræðingur, f. 11.
júlí 1939, maki Hauk-
ur Hergeirsson, fv.
tæknistjóri, f. 24.
ágúst 1931. Börn
þeirra eru: 1) Egill
Bergmann, f. 18. des.
1959, maki, Margrét Kjart-
ansdóttir, f. 11. feb. 1961. Börn
þeirra Dagur, f. 22. des. 1988 og
Andri, f. 26. apríl 1992. 2) Haukur,
f. 7. apríl 1963. 3) Guja Dögg, f. 11.
feb. 1965. Börn hennar Sigtryggur,
f. 6. des. 1985 og Arnór Kári, f. 27.
ágúst 1987. 4) Arngeir Heiðar, f. 10.
júní 1968, maki Rebecca Austen-
Brown, f. 21. mars 1971. b) Hrafn-
hildur Bergdís skrifstofustjóri, f. 1.
„Amma, af hverju spilarðu svarta
Pétur með lokuð augun?“ Þetta
minntirðu mig reglulega á að ég
hafi sagt við þig þegar við vorum að
spila og þú varst að passa okkur
systkinin. Við bræðurnir vorum
ekki alltaf að gera þér gæsluverk-
efnið auðvelt. Þegar allt var í rusli
og hamagangurinn sem mestur átt-
ir þú það til að setja flottasta dótið
okkar í svartan poka og ætlaðir að
gefa það fátæku börnunum í Afríku.
Þegar ró hafði færst yfir liðið tók-
um við oft í spil þar sem þú áttir
það til að dotta því spilamennska
var ekki þitt uppáhald.
Ég man svo vel hvað mér fannst
gott að koma í heimsókn til þín í
Eskihlíðina. Fyrstu árin tók ég
strætó úr Kópavoginum til að heim-
sækja þig og síðar þegar ég byrjaði
í Verzló kom ég reglulega til þín
eftir skóla og hjálpaði þér með ýmis
verkefni sem þú geymdir þar til ég
kæmi. Þú áttir alltaf súkkulaðiköku
sem þú vissir svo vel að var uppá-
haldið mitt. Jólakakan var alveg
sérstök og þú passaðir að eiga af-
gang sem dugði út janúar fyrir mig
því þú varst ekkert að ýta henni að
öðrum.
Þú fylgdist alltaf með öllu sem
var að gerast hvort sem það voru
daglegar fréttir sem rötuðu á for-
síður blaðanna eða aðrar minni
fréttir og umræður. Við gátum talað
um allt og þú sýndir hugðarefnum
mínum áhuga. Þú sagðir alltaf að ég
hefði þennan mikla áhuga á útivist
frá afa þótt ég og afi næðum ekki
að kynnast þar sem hann féll frá
langt um aldur fram. En núna ertu
komin til afa og færð að hvíla í friði
með honum. Ég á bara góðar minn-
ingar um þig, amma, sem ég ætla
að varðveita vel.
Gunnlaugur Einar.
Elskuleg tengdamóðir mín og
einlægur vinur, Guðríður Aradóttir,
hefur kvatt þetta jarðneska líf í
hárri elli eftir langvarandi veikindi.
Hún fæddist og ólst upp í sjáv-
arplássinu Ólafsvík, sem var ólíkt
því sem það er í dag og var oft á
vetrum einangrað frá öðrum byggð-
um. Á þeim árum og fram yfir
kreppuna miklu ríkti þar dæmalaus
fátækt og depurð eins og víðar, þó
sjósókn og skepnuhald hafi bjargað
mörgum frá hungurvofunni. Guðríð-
ur átti því láni að fagna að heim-
ilisfaðirinn var dugmikill stýrimað-
ur og skipstjóri, sem var ötull við að
afla til heimilisins og móðirin ekki
síður hörkudugleg við búskapinn.
Guðríður hafði alla burði til að
mennta sig, því hún var einstaklega
vel gefin og kunni góð skil á réttu
og röngu, en það lá ekki fyrir henni
að ganga menntaveginn. Hún var
einkar listræn og liggja margvísleg
verk eftir hana, bæði máluð og út-
saumuð. Hún lagði leið sína til
Reykjavíkur til að afla sér vinnu
sem leiddi síðar til funda við Egil
Sigurðsson og í framhaldinu gengu
þau í hjónaband sem var einkar ást-
ríkt og hamingjusamt.
Ég man þann dag sem ég, nánast
óharðnaður unglingur, stóð í fyrsta
sinn á stofugólfi á heimili þeirra
Guðríðar og Egils fyrir tæpri hálfri
öld. Nú skyldi strákinn skoða. Sú
„serimonía“ varð afar einföld, drif-
inn með hraði inn í eldhúskrók og
engu líkara en verið væri að stofna
til mikillar veislu. Þetta var dæmi
um einstakt viðmót þeirra hjóna.
Fram að ótímabæru hvarfi Egils úr
þessum heimi var alúð og hlýja að-
alsmerki þeirra beggja enda voru
þau alltaf „eitt“. Því varð lát Egils
eftir snörp en stutt veikindi einkar
erfið Guðríði, þá aðeins 53 ára, og
markaði djúp sár innra með henni.
Hún varð aldrei mikil félagsvera
en þó gekk hún ákveðin í raðir
kvenna í Kvenfélagi Hallgríms-
kirkju í Reykjavík, sem var hluti af
hennar lífsstarfi. Þetta varð hennar
aðaláhugamál allt þar til kraftar
þrutu. Það varð henni mikið
ánægjuefni þegar félagar hennar
heiðruðu hana árið 2002 og gerðu
að heiðursfélaga. Guðríður réð sig
fljótlega eftir lát Egils til Ríkisspít-
ala þar sem hún virtist hafa fundið
uppáhaldsstarf sitt í borðstofu
starfsfólks. Þar fékk hún gnægð
tækifæra til að gefa í ríkum mæli af
sjálfri sér.
Ég þakka tengdamóður minni
áratugalanga tryggð og vináttu og
megi hún hvíla í friði í faðmi allra
þeirra ástvina sem á undan eru
gengnir.
Garðar Briem.
Við erum svo glaðar – svo glaðar
nú gengur það betur um sinn
ef leggjum við okkar litla skerf
til liðs, rætist hugsjónin.
Að byggja Hallgrími heilagt hús
svo háreist og stílhreint senn
það gnæfir og bendir, til himins hátt
sem heit trú, þess afburða manns.
Við hugsum til feðra og mæðra
vors fátæka og kalda lands
er undu í hreysum, með sólskin í sál
við sálmana guðlegu hans.
Í amstri – daganna og önnum
við eigum þá björtu von
að það litla pund, er við látum af
hendi
lofi Guðs heilaga son.
Þetta ljóð eftir kvenfélagskonuna
Matthildi Guðmundsdóttur frá Bæ,
sem ort var eftir einn fjáröflunar-
dag Kvenfélags Hallgrímskirkju,
lýsir mjög vel kvenfélagskonunum
fyrir um það bil 30 árum síðan. Ein
þessara kvenna var Guðríður Ara-
dóttir, sem kvödd verður frá Hall-
grímskirkju í dag.
Þessi glaðværa kona átti gott
með að fá aðra til liðs við að und-
irbúa basar og var gaman að sjá
hvað hún var útsjónarsöm að sauma
úr bútum sem að hún hafði fengið
fyrir félagið. Þannig urðu t.d. ófá
tveggja lítra ísbox að fallegum
dúkkurúmum, þegar hún var búin
að sauma utan um þau og sníða í
þau lítil rúmföt. Kvenfélagið stóð
einnig fyrir happdrætti og var Guð-
ríður alltaf með miða í veskinu sínu.
Sagði hún sjálf svo frá, að þegar
hún var í strætisvagni eða í rútunni
á leið vestur í Ólafsvík, þá bauð hún
bílstjóranum miða og ef hann
keypti miða þá gerðu farþegarnir
það líka. Hennar hjartans mál var
að í Hallgrímskirkju kæmi stórt
orgel og fékk hún að sjá þá ósk
sýna uppfyllta. Í bók þar sem skráð
eru nöfn gefenda í skírnarfontssjóð
er nafn Guðríðar einnig oft skráð,
ásamt fjölskyldu hennar.
Fyrir hönd kvenfélagsins þakka
ég Guðríði samfylgdina með þessu
litla versi eftir fyrsta formann kven-
félagsins, Guðrúnu Jóhannsdóttur
frá Brautarholti.
Ég kveð þig, hugann heillar minning
blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
Ása Guðjónsdóttir formaður
Kvenfélags Hallgrímskirkju.
Guðríður Aradóttir
Þjónusta
Tek að mér sölu, kynning-
arstarfsemi, vörudreifingu
o.fl. Upplýsingar í síma 847 8704
eða manninn@hotmail.com.
Labrador Retriever hvolpar.
Hreinræktaðir. Ættbókarfærðir HRFÍ.
Sprautaðir. Tilbúnir til afhendingar.
Upplýsingar í síma 695 9597 og í
síma 482 4010.
Dýrahald Bókhald
C.P. þjónusta. Veiti bókhalds-,
eftirlits- og rannsóknarvinnu alls-
konar. Hafið samband í síma
893 7733.
Bílaþjónusta Húsviðhald
Parket er okkar fag í 26 ár
Verið í góðum höndum
Notum eingöngu hágæða efni
Förum hvert á land sem er
FALLEG GÓLF ehf - Sími 898 1107
www.falleggolf.is - golfslipun@simnet.is
Þak og
utanhússklæðningar
og allt húsaviðhald
Ragnar V Sigurðsson ehf
Sími 892 8647.
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
✝
Okkar innilegustu þakkir fyrir allan þann stuðning
sem okkur hefur verið sýndur vegna fráfalls móður
okkar,
JÓHÖNNU DAGMARAR MAGNÚSDÓTTUR,
Víkurbraut 32 d,
Höfn.
Minning hennar lifir með ykkur.
Sigríður Hafdís Benediktsdóttir,
Helga Fríða Tómasdóttir,
Stephen Gunnar Lane,
Magnús Richardson Lane.
✝
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu
við fráfall ástkærrar móður minnar,
GUÐNÝJAR SIGURÐARDÓTTUR
frá Reyðarfirði.
Jóhanna Karlsdóttir.
✝
Elskulegi stjúpfaðir minn, afi, langafi og bróðir,
ÁRNI ÁRNASON,
Furugrund 68,
Kópavogi,
sem lést mánudaginn 29. nóvember, verður
jarðsunginn frá Digraneskirkju fimmtudaginn
9. desember kl. 15.00.
Örn Vilmundarson,
Kristín G. Arnardóttir, Kristófer Jóhannesson,
Theodóra Dröfn Skarphéðinsdóttir,
Eydís Anna Kristófersdóttir,
Viktor Jóhannes Kristófersson,
Sigurjón G. Arnarsson,
Árný Ösp Arnardóttir,
Björg Árnadóttir,
Friðrik Árnason.
✝
Einlægar þakkir til allra sem sýndu samúð og vinar-
hug við andlát og útför,
SÆMUNDAR SALÓMONSSONAR
frá Ketilsstöðum.
Björgvin Salómonsson,
Svandís Salómonsdóttir,
systkinabörn og fjölskyldur.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður,
afa og langafa,
SIGURÐAR SIGURÐSSONAR,
Hamrahlíð 30,
Vopnafirði.
Friðdóra,
Sigtryggur,
Sigurður, Greta Marín,
Gerður,
Jóhanna,
Edna Dóra, Árbjört, Tryggvi Snær, Per, Steinar,
Torbjørn Angel, Ylfa Rós.