Morgunblaðið - 07.12.2010, Síða 27
DAGBÓK 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2010
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÞAÐ KVIKNAÐI Í
TÚNFISKSNÚÐLUNUM MÍNUM
ÉG SLEKK BARA Í ÞEIM Á MEÐAN
ÞÚ NÆRÐ Í KATTAMATINN
VIÐ
ERUM SANNIR
PIPARSVEINAR
ÉG SÉ AÐ ÞAÐ ERU FLEIRI
ÁHORFENDUR EN VIÐ GETUM
TEKIÐ Í SÆTI
ÉG TÓK LÍKA EFTIR ÞVÍ STÓLLINN ERBILAÐUR!
ÉG ÆTLA HEIM
AÐ SKIPTA UM FÖT
ÞAÐ VORU
MISTÖK AÐ
KLÆÐAST RAUÐU!
ÞÚ ÆTTIR AÐ
SJÁ ÞETTA,
VÉLKÖTTURINN ER AÐ
SLEIKJA SÓLINA
HVAÐ MEÐ
ÞAÐ? ALLIR
KETTIR FARA Í
SÓLBAÐ
TIL AÐ
HLAÐA
SÓLARRAF-
HLÖÐURNAR?
ÉG SKAL SKO SÝNA HONUM
HVERNIG MÉR LÍÐUR ÞEGAR
HANN GERIR LÍTIÐ ÚR
VANDAMÁLUM MÍNUM
LÍTUR ÚT FYRIR
AÐ ANNAR VIÐSKIPTA-
VINUR OKKAR SÉ AÐ FARA
Á HAUSINN
ÞAÐ ER
EKKERT TIL AÐ HAFA
ÁHYGGJUR AF
ÞAÐ ER
RÉTT HJÁ ÞÉR!
ÉG ÞARF
AÐ KOMA MÉR
NIÐUR Í
LEIKHÚSIÐ
ÉG
SKAL KOMA
MEÐ ÞÉR
HÉRNA
KEMUR HIN
HNÝSNA FRÚ
GRILBY
ÞAÐ
ER OF SEINT
AÐ FLÝJA
ÉG HEF VERIÐ AÐ VELTA ÞVÍ
FYRIR MÉR AF HVERJU ÞÚ VAKIR
SVONA LENGI FRAM EFTIR PETER?
HÚN ER SÖM
VIÐ SIG!
Týnd næla
Ég týndi bronslitaðri
blómanælu með
grænum steini föstu-
daginn 5. nóvember
síðastliðinn í sal 3 í
Háskólabíói.
Nælan er mér afar
kær þar sem móðir
mín átti hana er hún
var yngri.
Ég bið því finnand-
ann, ef einhver er, að
hafa samband í síma
898-1905 eða senda
tölvupóst á
lev2@hi.is.
Þakkir
Mig langar að koma innilegu
þakklæti til mannsins sem fann
veskið mitt fyrir utan Bónus í
Smáralind og kom því til lögreglu.
Það er yndislegt að enn sé fólk á
Íslandi sem er samviskusamt og
heiðarlegt. Færi ég honum þakkir
og bið honum guðs blessunar.
Einnig vil ég í leiðinni þakka fyrir
greinar í blaðinu eftir Ársæl Þórð-
arson.
Jóhanna.
Vill Hönnu
Birnu aftur
Drottinn minn, gefðu
okkur Hönnu Birnu
aftur.
Gamall múrari.
Nálastungur
Ég mæli eindregið
með að fara í nála-
stungur hjá hjónunum
í Hamraborg 20A,
Kópavogi, þau hafa
hjálpað mér mikið.
Anna Lára.
Jólaljósin í
miðbænum
Mig langar að gagnrýna hversu
seint er kveikt á jólaljósunum í mið-
bænum, er ekki hægt að breyta
þessu? Á laugardaginn var klukkan
langt gengin í sex þegar kveikt var á
jólaljósunum.
Ein vonsvikin.
Ást er…
… þegar þið eruð
ólík, en jöfn.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, göngu-
hópur kl. 10.30, vatnsleikfimi kl. 10.45,
uppl. kl. 12.15, postulín kl. 13, postulín kl.
13.30, félagsvist kl. 14. Lestrarhópur.
Árskógar 4 | Smíði/útskurður kl. 9.
Botsía kl. 9.45. Handavinna kl. 12.30.
jóga kl. 13.30.
Bústaðakirkja | Á morgun 8. des. kl. 13
spil og föndur. Gunnar Eyjólfsson leikari,
les úr ævisögu sinni, Alvöru leiksins.
Ritningarlestur og bæn.
Dalbraut 27 | Handavinna kl. 8, vöfflu-
kaffi kl. 13.30, jólasokkasýning.
Digraneskirkja | Leikfimi kl. 11, hádeg-
isv./helgistund. Sr. Fjalarr Sigurjónsson
kemur í heimsókn.
Fella- og Hólakirkja | Kyrrðarstund kl.
12. Gestur píanóleikarinn Halldór Vík-
ingsson. Kaffi og meðlæti. Helgistund í
kirkju.
Félag eldri borgara í Garðabæ | Tré-
smíði kl. 9/13, leshringur bókas., jóla-
stund kl. 10.30, vatnsleikfimi kl. 12.10,
opið hús í kirkju, karlaleikf./ bútasaumur
kl. 13, botsía kl. 14, Bónusrúta kl. 14.45,
línudans kl. 16.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Les-
hópur í Félagsheimilinu Gullsmára 13 kl.
20. Njörður P. Njarðvík, rithöfundur og
skáld. Enginn aðgangseyrir.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák
kl. 13, frams. kl. 17.15, félagsvist kl. 20.
Félagsheimilið Boðinn | Handavinna kl.
13. Aðventuhátíð kl. 20 14. des.
Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl.
9.15, gler- og postulín kl. 9.30, jóga kl.
10.50, alkort kl. 13.30. Jólalegt morg-
unverðarhlaðborð 9. des kl. 10-11.30.
Ungir söngvarar/harmonikkuleikari. Tilk.
þátttöku s. 554-3400, verð kr. 1200.
Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur
kl. 9, m.a. glersk./ perlusaumur, staf-
ganga kl. 10.30. Á morgun kl. 11 kemur
Svavar Knútur trúbador í heimsókn.
Laugard. 11. des. aðventuganga um Efra-
Breiðholt, óskað er eftir ábendingum
hvar bekkir eigi að vera við göngustíga.
Lagt af stað frá Gerðubergi kl. 11.
Furugerði 1, félagsstarf | Möguleik-
húsið sýn. Aðventa eftir Gunnar Gunn-
arsson í nýja salnum kl. 14. Veitingar á
vægu verði.
Grafarvogskirkja | Opið hús kl. 13.30.
Helgistund, handavinna, spil og spjall.
Hraunbær 105 | Jógaleikfimi kl. 9.30.
Hraunsel | Rabb kl. 9, qi-gong og mynd-
mennt kl. 10, leikfimi kl. 11.30, brids kl.
12.30, gler/myndmennt kl. 13, jóla-
fundur 9. des. kl. 14.
Hvassaleiti 56-58 | Lífsorkuleikfimi kl.
8.30/9.30/10.30. Bútasaumur kl. 9.
Myndlist kl. 13. Börn úr Leikskólanum
Austurborg syngja kl. 13.30, helgistund
kl. 14, söngstund á eftir. Stólaleikfimi kl.
15.
Hæðargarður 31 | Bútasaumssýn.
Listasmiðju- og myndlistarsýning Erlu
Þorleifsdóttur. Opnað f. hádegisverð kl.
12 föstudag 3. des. og 6. des. Jólafundur
bókm.hóps kl. 20.
Íþróttafélagið Glóð | Línudans í Kópa-
vogsskóla, hópur I kl. 14.40, hópur II kl.
16.10, hópur III kl. 17.40. Versalir: Ganga
kl. 16.30.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun kl.
13.30 er aðventufundur í Hlöðunni í
Gufunesbæ, jóladagskrá, veitingar kr.
500. Á morgun mið. pútt kl. 10, ath.
breytta dagsetningu.
Safnaðarheimilið Kirkjuhvoll, Garða-
bæ | Opið hús kl. 13 e. kyrrðarstund og
súpu. Spil, saumað/spjall.
Vesturgata 7 | Aðstoð v/böðun/
handavinna kl. 9.15, spurt/spjallað kl. 13,
leshópur kl. 13, spil kl. 14.30.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Bútasaumur,
morgunstund, glerbræðsla, upplestur,
handavinna, félagsvist. Jóla og aðventu-
fagn. 10. des kl. 18. Jólahlaðborð,
skemmtun. Uppl. og skrán. í s. 411-9450.
Ólafur Stefánsson er marg-fróður um vísur og tildrög
þeirra. Hann skrifar fróðlegt bréf:
„Hallgrímur Jónasson, ferða-
garpur og kennari, gerði á fjöll-
um vísu sem er minnisstæð.
Einhver draugalýsulog
leika um jökulrætur;
nú er kalt á Kili og
kannski reimt um nætur.
Hallgrímur var, eins og kunn-
ugt er, fararstjóri í Bjarmalands-
för Steins og félaga til Sovétríkj-
anna sumarið 1956.
Steinn bar Hallgrími vel sög-
una, en gat ekki setið á sér að
segja, að „hagmælska hans hafi
verið þreytandi til lengdar“.
Hallgrímur var gríðarlega hag-
mæltur og líklega talandi skáld,
en það er sannleikur í þessum
orðum Steins, eins og oftar, og
mættum vér leirmenn þar af
nokkurn lærdóm draga. Okkar
vísur eru ekki eins ómissandi eins
og vér hyggjum í hita leiks.
En mig langar að setja hér tvær
vísur í viðbót eftir Hallgrím. Þær
eru úr ofannefndri ferð.
Segðu mér sægolan hlýja
er syngur í rá og böndum,
fær Bjarnason áfengi áfram
austur í Ráðstjórnarlöndum?
Og:
Leiðin er ljós fyrir stafni
– langur er Kyrjálaflóinn –
Brynhildur Buðladóttir
ber okkur yfir sjóinn.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af draugum og Bjarmalandsför