Morgunblaðið - 07.12.2010, Qupperneq 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2010
Sú var tíðin að ungir mennfóru gjarnan á vertíð tilVestmannaeyja og áttu umlokin fyrir andvirði íbúðar
og höfðu fest sér kærustu. Eða svo
segir þjóðsagan. Af útgerð-
armönnum í Eyjum hefur líka orð
farið: jöxlum sem fast sóttu sjó og
voru þjóðkunnir menn sem brugðu
svip á umhverfi sitt.
Það var því vel til fundið að skrá
níutíu ára sögu Útvegsbændafélags
Vestmannaeyja eins og Eyjamað-
urinn Sigurgeir Jónsson hefur nú
gert. Hann rekur sögu félagsins frá
ári til árs, allt frá stofnun. Nefnir
hvernig aflabrögð voru á hverri ver-
tíð um sig sem sett í samhengi við
aðra áhrifaþætti eins og þróun
markaða, kjaramál, pólitík, land-
helgismál og fleira. Þá eru í bókinni
kaflar þar sem segir frá skipstjórum
fyrri tíðar í Eyjum og skemmtilegar
myndir af þeim.
Sigurgeir Jónsson hóf ritun bók-
arinnar árið 1999 og um líkt leyti tók
Benedikt Gestsson nokkur viðtöl. Í
megintexta hefur Sigurgeir þann
hátt á að fylgja
fundargerðum
félags útvegs-
bænda og fer ef
til vill ekki
nægilega út
fyrir þann
ramma. Dæmi
um þetta í bók-
inni er að þar
segir frá því að
árið 1978 væri
„fjöldi báta undir hamrinum og
gjaldþrot blasti við eigendum
þeirra.“ – Þarna, eins og víðar í bók-
inni, hefði mátt fylla betur í eyð-
urnar og segja frá því hvernig út-
gerðarmönnum tókst að synda til
lands og koma sér út úr erfiðleikum
þessara ára. Hefðu þar verið hæg
heimatök með því að leita heimilda,
t.d. í staðarblöðunum. Einnig hefði
mátt segja betur frá sjóslysum við
Eyjar sem hafa orðið til þess að
bragarbót hefur verið gerð í örygg-
ismálum sjómanna. Einnig vantar
tilfinnanlega í bókina viðtöl við þá
útgerðarmenn í Eyjum sem eru í
framstafni í dag.
Umbrot og letur bókarinnar er
sviplítið, svo ekki eru skörp skil milli
til dæmis meginmáls og millikafla –
auk þess sem hnökra í umbroti sér
stað. Tölulegar upplýsingar hefði
mátt færa í skýringarmynd eða töfl-
ur sem skýrt hefðu framsetningu.
Eldri myndir í bókinni hefðu gjarn-
an mátt vera stærri og nýlegri
myndir hefðu sömuleiðis verið kær-
komnar – jafnvel í lit enda er bókin
prentuð á myndvænan pappír.
Saga Útvegsbændafélags Vest-
mannaeyja 1920-2010 bbbnn
Eftir Sigurgeir Jónasson.
Útvegsbændafélag Vestmannaeyja
2010. 174 bls.
SIGURÐUR BOGI
SÆVARSSON
BÆKUR
Útgerðarsaga
úr Eyjum
Hulda Vilhjálmsdóttir erung listakona sem hefurkomið sterkt inn í ís-lenskan listheim á und-
anförnum árum, jafnt með gjörn-
ingum í grasrótargalleríum sem
málverkum í sýningarsal hefðbund-
innar listmunaverslunar. Verk
Huldu eru iðulega áleitin og fjalla
um sjónarhorn hennar á lífið sem er
oft og tíðum skondið, lifandi og
óvænt. Yfirbragð sýningarinnar
„Jörðin hreyfist“ í Gallerí Fold
minnir við fyrstu sýn á sýningar
nærvista vegna allt að því bernskra
mynda af þekkjanlegum hlutum á
borð við andlit, bíla og fjöll.
Litapallíetta Huldu inniheldur að-
allega ýmsa bláa liti, appelsínugulan,
gulan og gráan sem gerir það að það
skapast veruleikatenging og sterkur
heildarsvipur. Það er erfitt að tala
um málverk og myndir Huldu án
þess að bera þau saman við eldri
verk listasögunnar enda margt í
verkum hennar sem minnir á lita-
gleði Fauvistanna, klippitækni dada-
istanna, tilvistartungumál express-
jónistanna og svo má lengi telja.
Áhugaverðustu verkin á sýningunni
eru þau sem vísa á ljóðrænan hátt í
hreyfingu jarðarinnar, hreyfingu
sem tekur sér bólfestu í hjarta lista-
konunnar og hún vill miðla til áhorf-
enda, myndir sem innihalda lífrænar
línur og búa yfir ákveðinni hrynjandi
á borð við „Áfram fram“; „Fjallið
hreyfist“ og ekki síst „Esja“ og
„Fjallið inni í þér“ miðla þessari
sterku tilfinningu á sannfærandi
hátt.
Þótt jákvæðni og gleði einkenni
myndir Huldu má finna á sýning-
unni myndir með þyngri undirtóni.
Innilegar myndir á borð við „Litlu
Huldu“ og „Börnin“ fela í sér tilvist-
arlegar spurningar um lífið,
gleymskuna og dauðann. Síðar-
nefnda myndin er máluð í botn á
gamalli skúffu, mynd sem sýnir
mannveru, líklega konu, í rúmi en
undir rúminu eru beinagrindur eða
skuggar af börnum. Það er eitthvað
ákaflega tragískt við þessa mynd,
eitthvað sem snertir grundvallar-
spurningu um lífið og listina.
Vinnubrögð Huldu eru áhugaverð.
Hún hræðist ekkert og drepur niður
fæti hvar þar sem henni hentar og
hefur engar áhyggjur þótt hún stígi
á ákveðna, afmarkaða, skilgreinda
fleti í sögu málaralistarinnar. Heild-
arútkoman er svoltið tætt og sund-
urlaus en hins vegar skilar hún hrif-
næminu, sköpunargleðinni, tog-
streitunni, yfirlegunni og óbilandi
trúnni á sköpunarmátt listarinnar.
Óheft vinnubrögðin gefa góð fyr-
irheit um framhaldið en kalla þó á
yfirvegaðri vinnu við uppsetningu
sýninga. Hér hefur tekist nokkuð vel
til með það og það verður áhugavert
að fylgjast með Huldu sem hefur
verið talin ein af efnilegustu mynd-
listarmönnum þjóðarinnar og ekki
að ástæðulausu.
Hreyfanleiki og hrifnæmi
Frá sýningu HulduVilhjálmsdóttur „Hún hræðist ekkert og drepur niður
fæti hvar þar sem henni hentar,“ segir meðal annars í dómnum.
Morgunblaðið/Ernir
Gallerí Fold, Rauðarárstíg 12-14
Reykjavík
Hulda Vilhjálmsdóttir: „Jörðin hreyf-
ist“. Málverk, teikningar, keramik.
bbbmn
Sýningunni lauk í gær. Opið er í gall-
eríinu virka daga kl. 10-18, laugardaga
kl. 11-17 og sunnudaga kl. 12-17. Að-
gangur ókeypis.
ÞÓRA ÞÓRISDÓTTIR
MYNDLIST
Áþessum krepputímumþegar þjóðinni finnst aðallt sé ómögulegt erágætt að lesa sagnfræði.
Þá áttar maður sig á að þetta er
ekki í fyrsta skipti sem þjóðin hefur
þurft að lifa erfiða tíma og eins er
maður minntur á að fyrst lands-
menn gátu risið upp eftir að hafa
búið við sannkallaðar hörmungar þá
hljótum við að geta það líka nú.
Árið 2008 voru um 200 ár liðin frá
því að lokaðist fyrir öll aðföng til
landsins vegna Napóleonsstyrjald-
anna sem þá geisuðu í Evrópu. Ís-
lensku kaupskipin voru hertekin af
Englendingum eða komust ekki til
Íslands. Einn af þeim sem voru á
þessum herteknu skipum var Magn-
ús Steph-
ensen dóm-
stjóri í
Reykjavík.
Hann hafði
eðlilega mikl-
ar áhyggjur
af löndunum
sínum og
reyndi eftir
mætti að fá
skipin leyst
úr haldi.
Magnús hélt dagbók í ferð sinni
þar sem hann lýsir ferðalaginu og
öllu því sem fyrir augu ber. Þessar
dagbækur hefur Sögufélagið nú gef-
ið út, en umsjón með útgáfunni
höfðu Anna Agnarsdóttir prófessor
og séra Þórir Stephensen. Anna rit-
ar formála sem gefur afar grein-
argott yfirlit yfir sögusvið dagbók-
anna, en henni er einkar lagið að
setja umfjöllunarefnið fram á skýr-
an og einfaldan hátt. Er þó saga
stríðsins og íslensku kaupskipanna
allt annað en einföld. Anna vitnar í
skjöl sem eru í söfnum á Íslandi,
Bretlandi, San Francisco og í Ástr-
alíu. Það sýnir að hún hefur ekki
kastað höndum til verksins.
Dagbókarhöfundurinn Magnús
Stephensen hefur fengið það orð að
skrifa fremur flókinn og leiðinlegan
stíl, en dagbækurnar gefa nokkuð
aðra mynd af honum. Vissulega er
orðanotkun og setningaskipan ekki
alveg eins og venja er, en það kem-
ur alls ekki í veg fyrir að lesandi
njóti þess að lesa um það sem á
daga Magnúsar dreif. Þar segir frá
stríði og viðræðum við embætt-
ismenn, en einnig frá veislum sem
hann sótti. Þessi lýsing er úr veislu
sem hann sat með kaupmönnum í
Noregi um 1799 og skorti greinilega
ekki veisluföngin þar á bæ: „Borðið
var praktugt og ríkmannlega útbú-
ið. Réttir: kjötbollur, súpa ágæt, svo
steikt holsteinsk og þeir sem heldur
vildu hrá söltuð síld. Svo soðin hvít-
káls höfuð með sósu, og afbragðs
góðu reyktu svínslæri til, eða og fyr-
ir þá sem heldur vildu, soðnu kjöti.
Svo villifugla ýmislegra steik og ux-
asteik ásamt seinast tertu bakkelsi
með syltetöj á, og þar hjá borðinu
allrahanda mögulegt syltetöj, man-
dels nytur, vínberjaklasar, epli, per-
ur, en rauðvín var þar ákaflega
þrengt að hvörjum manni með
óendanlegum skálum hvar við gutl-
aðist ofan í þá ensku og marga fleiri
pottflöskur hvörn og á fjórðu, því
full var í fyrstu og jafnótt sett fyrir
hvörn mann.“
Dagbækur á stríðstímum
EGILL ÓLAFSSON
BÓKMENNT-
IR
Dagbækur Magnúsar Stephensen
bbbbn
Anna Agnarsdóttir prófessor og séra
Þórir Stephensen önnuðust útgáfuna.
Sögufélag gefur út.
EGILL
ÓLAFSSON
BÓKMENNTIR
Í liðinni viku var opnuð sýning á
ljósmyndum frá Íslandi í Náttúru-
minjasafninu í Tórínóborg á Ítalíu,
Museo Regionale di Scienze Nat-
urali.
Ljósmyndarinn nefnist Antonio
Crescenzo og sýnir hann um 100
ljósmyndir á sýningu sem hann gaf
heitið Ísland – íslandið með heita
hjartað (Islanda – terra di ghiaccio
dal cuore caldo).
Er þetta í fyrsta skipti sem kast-
ljósinu er beint að Íslandi hjá Nátt-
úruminjasafninu í Tórínó. Auk ljós-
myndanna getur að líta ýmsa safn-
gripi frá Íslandi í eigu safnsins.
Í verkum sínum reynir Crescenzo
að sýna áhorfendum hin ýmsu nátt-
úrufyrirbæri landsins og birtingar-
myndir þeirra: eldfjöll, jarðhita,
hveri, jökla, fossa, jurtir og dýr, auk
þess sem hann beinir sjónum að hinu
viðkvæma jafnvægi milli manns og
lands.
Bók var gefin út í sambandi við
sýninguna, með myndum og ýmsum
textum um náttúru og menningu Ís-
lands. Sýningin stendur fram á nýja
árið og mun líklega verða sett upp í
fleiri söfnum í héraðinu. efi@mbl.is
Sýning á Íslandsmyndum
sett upp í safni í Tórínó
Íslandsmyndir Inngangurinn að
sýningu Antonios Crescenzos.
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Ofviðrið (Stóra sviðið)
Þri 28/12 kl. 20:00 fors Mið 12/1 kl. 20:00 5.k Þri 25/1 kl. 20:00
Mið 29/12 kl. 20:00 frums Fim 13/1 kl. 20:00 6.k Mið 26/1 kl. 20:00
Sun 2/1 kl. 20:00 2.k Þri 18/1 kl. 20:00 Sun 30/1 kl. 20:00 8.k
Lau 8/1 kl. 20:00 3.k Mið 19/1 kl. 20:00 Sun 6/2 kl. 20:00 9.k
Sun 9/1 kl. 20:00 4.k Fös 21/1 kl. 20:00 7.k Fim 10/2 kl. 20:00 10.k
Ástir, átök og leiftrandi húmor
Fólkið í kjallaranum (Nýja svið)
Mið 8/12 kl. 20:00 25.k Fös 10/12 kl. 22:00 Fim 16/12 kl. 20:00 lokas
Fim 9/12 kl. 20:00 26.k Lau 11/12 kl. 19:00
Fös 10/12 kl. 19:00 27.k Sun 12/12 kl. 20:00
Verðlaunasaga Auðar Jónsdóttur
Fjölskyldan (Stóra svið)
Lau 18/12 kl. 19:00 9.k Fös 7/1 kl. 19:00 Sun 23/1 kl. 19:00
Fim 30/12 kl. 19:00 Lau 15/1 kl. 19:00
"Stjörnuleikur sem endar með flugeldasýningu", BS, pressan.is
Jesús litli (Litla svið)
Þri 7/12 kl. 20:00 Lau 11/12 kl. 19:00 aukas Lau 18/12 kl. 21:00
Mið 8/12 kl. 20:00 14.k Sun 12/12 kl. 20:00 16.k Mið 29/12 kl. 19:00 aukas
Fim 9/12 kl. 20:00 15.k Fim 16/12 kl. 20:00 Mið 29/12 kl. 21:00 aukas
Fös 10/12 kl. 19:00 aukas Lau 18/12 kl. 19:00 Fim 30/12 kl. 19:00
Gríman 2010: Leiksýning ársins
Jesús litli - leikferð (Hof - Hamraborg)
Lau 15/1 kl. 16:00 Sun 16/1 kl. 20:00 Mið 19/1 kl. 21:00
Lau 15/1 kl. 20:00 Þri 18/1 kl. 21:00 Fim 20/1 kl. 19:00
Sun 16/1 kl. 16:00 Mið 19/1 kl. 19:00 Fim 20/1 kl. 21:00
Sýnt í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í samstarfi við LA
Faust (Stóra svið)
Fim 6/1 kl. 20:00 Sun 16/1 kl. 20:00
Fös 14/1 kl. 22:00 Fim 20/1 kl. 20:00
Aukasýningar vegna fjölda áskorana
Horn á höfði (Litla svið)
Sun 12/12 kl. 14:00 lokas
Gríman 2010: Barnasýning ársins - síðasta sýning!
Jesús litli – táknmálstúlkuð sýning í kvöld
Hátíðartilboð
Gjafakort Þjóðleikhússins
Miðasala Hverfisgötu I 551 1200 I leikhusid.is