Morgunblaðið - 17.12.2010, Page 6

Morgunblaðið - 17.12.2010, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 2010 ÞAÐ REDDAST Svalasta ævisagan! Sveinn Sigurbjarnarson lítur um öxl og sögurnar flæða fram: Fyndnar, magnaðar, óhugnanlegar. holabok.is/holar@holabok.is 3. prentun komin í ve rslanir Skötuveislan er byrjuð, auglýsa fisksalar, skötu- ilmurinn finnst víða og margir hafa tekið forskot á sæluna sem nær hámarki á Þorláksmessu. Þeir sem verka skötu, fisksalar og aðrir, safna henni gjarnan nær allt árið eða þar til verkun hefst, en landsmenn torga ómældum tonnum af kæstri skötu fyrir jól. Ekki eru samt allir á eitt sáttir um þessa hefð en þeir sem á annað borð borða skötu telja hana gjarnan herramannsmat. Því kæstari því betri segja margir og árétta að skötustappa að vestfirskum sið taki öðru fram á þessu sviði. Guðmundur Júlíusson, verslunarstjóri í Nóa- túni í Hamraborg í Kópavogi, segir að fólk hafi sínar skötuhefðir og margir séu með sérþarfir. Um 60% neytenda vilji hafa hana meðalkæsta, sumir bragðminni og aðrir vel kæsta. „Allir vilja þykka bita,“ segir hann. steinthor@mbl.is Skötuveislan er byrjuð og skötuilmurinn nær hámarki víða um land á Þorláksmessu Morgunblaðið/Ernir Vestfirsk skötustappa dregur vagninn Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Þrír þingmenn Vinstri grænna, þau Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason, sátu hjá við atkvæðagreiðslur um lokaaf- greiðslu fjárlaga á Alþingi í gær. Í yf- irlýsingu þingmannanna segja þau að í ljósi „skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis þá teljum við að ríkisstjórnin og forystumenn hennar þurfi að taka vinnubrögð sín til gagngerrar endur- skoðunar. Vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið við gerð fjárlagafrum- varpsins, sem og í ýmsum öðrum stórum og afdrifaríkum málum, hafa einkennst af forræðishyggju og for- ingjaræði frekar en lýðræðislegri ákvarðanatöku.“ Fjárlögin voru afgreidd með 32 at- kvæðum stjórnarliða. Allir þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna auk þing- mannanna þriggja úr Vg sátu hjá, alls 31 þingmaður. Hefð er fyrir því við lokaafgreiðslu fjárlaga að stjórnar- andstæðingar sitji hjá fremur en að sýna andstöðu sína með því að greiða atkvæði á móti. Þinginu ber skylda til að hafa lokið afgreiðslu fjárlaga næsta árs fyrir lok hvers árs. Afar óvenjulegt er hins vegar að einstakir stjórnarþingmenn séu með svo afger- andi hætti á móti fjárlagafrumvarpi og sitji hjá við at- kvæðagreiðslur um allar breyting- artillögur og fjár- lögin í heild. Hafnað í þing- flokki VG Lilja og Ás- mundur Einar gerðu grein fyrir því við upphaf at- kvæðagreiðslunnar í gær að þau og Atli Gíslason gætu ekki stutt frum- varpið. Lilja sagði að þau þrjú hefðu lagt fram tillögur um breytingar á frumvarpinu í þingflokki Vinstri grænna en þeim verið hafnað. Í yfirlýsingu þingmannanna þriggja í gær segir að efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar sem birtist í fjár- lagafrumvarpinu byggist á áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem hafi sætt gagnrýni hagfræðinga víða um lönd. Þau segja forgangsröðun í frumvarpinu ekki nægilega mikla í þágu velferðar, menntunar og bættra lífskjara almennings. „Við undirrituð, og fleiri í þing- flokki VG, höfum um nokkurt skeið varað við því að fylgja áfram í blindni efnahagsáætlun AGS. Fjölmargar til- lögur okkar varðandi forgangsröðun, tekjuöflun, millifærslur og útgjöld í núverandi fjárlagafrumvarpi hafa ekki fengið málefnalega umræðu. Til- lögur okkar hafa verið í samræmi við grunnstefnu VG og ályktanir flokks- ráðsfunda,“ segir þau. Ásmundur Einar sagði við at- kvæðagreiðsluna að hin ranga for- gangsröðun birtist skýrt í að lagðir væru milljarðar í aðildarumsóknina að ESB á sama tíma og skorið væri niður til velferðar- og heilbrigðis- mála. „Forræðishyggja og foringjaræði“  Fjárlög afgreidd með 32 atkvæðum  Ásmundur Einar Daðason, Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir sátu hjá  Gagnrýna harðlega vinnubrögð ríkisstjórnarinnar Lilja Mósesdóttir Atli Gíslason Ásmundur Einar Daðason Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Samkvæmt samningi ríkisins við Spöl ehf. 1991 skuldbatt Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi samgönguráð- herra, sig til þess að hefja ekki inn- heimtu vegtolla á vegum í nágrenni Hvalfjarðarganga sem hafa myndu neikvæð áhrif á umferð um þau. Sam- kvæmt þessum samningi eru veg- gjöld á Vesturlandsvegi frá göngun- um því óheimil. Samningur um rétt Spalar til þess að eiga og reka samgöngumannvirkið undir Hvalfjörð var fyrst gerður 1991 og undirrituðu þáverandi samgöngu- ráðherra og Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi fjármálaráðherra, samn- inginn fyrir hönd ríkisins. Endanleg- ur samningur var síðan undirritaður 1995 og það gerðu Halldór Blöndal, þáverandi samgönguráðherra, og Friðrik Sophusson, þáverandi fjár- málaráðherra, fyrir hönd ríkisins. Samningurinn stendur Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, segir að stjórnin vilji ekki blanda sér í almennar umræður um veggjöld en veggjöld á Vesturlands- vegi skipti máli fyrir rekstur Spalar, ákvæði þess efnis að leyfa þau ekki hafi verið sett inn í samninginn við ríkið og augljóst sé að ríkið verði að virða samninginn. Á heimasíðu Spalar er rifjað upp að að afstaða löggjafarsamkomunnar hafi verið afskaplega skýr árið 1995 og tillagan samþykkt með 43 sam- hljóða atkvæðum. Veggjöld í nágrenni Hval- fjarðarganga eru óheimil  Steingrímur undirritaði samn- ing þess efnis 1991 Morgunblaðið/Árni Sæberg Samgöngubót Hvalfjarðargöng voru formlega opnuð 11. júlí 1998. Íslensk ung- menni, Einar Örn Arason og Sólveig Svanhild- ur Jónsdóttir, 19 ára og tvítug, voru dæmd í sex ára fangelsi fyrir spænskum dóm- stól í Madríd í gærdag. Dóminn hlutu þau fyrir innflutning á kókaíni. Greint var frá þessu í fréttum RÚV. Parið var handtekið á flugvell- inum í Madríd fyrir ári í dag en tollverðir fundu í fórum þeirra 5,2 kíló af kókaíni. Þau komu til borg- arinnar frá Lima í Perú. Að því er RÚV greinir frá kom- ust þau Einar og Sólveig að sam- komulagi við saksóknara um lág- marksrefsingu vegna innflutningsins gegn því að játa sök sína í málinu. Parið var í reynd dæmt í níu ára fangelsi en vegna breytinga á spænskum hegning- arlögum sem taka gildi á Þorláks- messu dragast þrjú ár af refsing- unni. Þá er ekki lagst gegn því að par- ið verði sent til Íslands til afplán- unar dómsins. Ungt par dæmt í sex ára fangelsi  Voru með 5,2 kíló af kókaíni í farangri Parið var með kókaín meðferðis. Lilja Mósesdóttir ritaði á Facebook-síðu sína í gærkvöld: „Spurning hverjum er sætt í þingflokknum – þeim sem fylgja eftir vilja félaganna og ályktunum flokksins eða þeim sem afvegaleiðast innan múra valdsins.“ Þá kveðst hún hafa farið úr vinnuhópi vegna fjárlagavinn- unnar vegna þess að ekkert var hlustað á tillögur hennar. „Ég bað Steingrím margoft um að skoða skattlagningu séreigna- sparnaðarins en sem hann gerði aldrei, því hann vildi ekki fara þessa leið.“ „Innan múra valdsins“ LILJA MÓSESDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.