Morgunblaðið - 28.12.2010, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2010
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Þjónusta Reykjavíkurborgar við
íbúana hækkar í mörgum tilvikum
um 10 til 30% og í einstaka tilfelli enn
meira. Útgjöld fjölskyldna, ekki síst
barnafjölskyldna, geta aukist um
tugi þúsunda á ári.
Gjaldskrár vegna þjónustu borg-
arinnar við íbúana hafa verið sam-
þykktar en ekki gefnar út í heild.
Haft var samband við nokkur svið
borgarinnar til að fá dæmi um breyt-
ingar. Birtast þau í töflunni hér að
ofan, ásamt breytingum á tekju-
skatti og útsvari.
Í yfirliti um skattabreytingar sést
að svipuð upphæð verður í launaum-
slaginu í janúar og nú í desember.
Útsvarið hækkar verulega en tekju-
skatturinn lækkar samsvarandi. Það
er vegna færslu kostnaðar við þjón-
ustu við fatlaða frá ríki til sveitarfé-
laga. Einnig kemur til 0,17 prósentu-
stiga hækkun útsvars í Reykjavík.
Ríkið hækkaði þrepin í tekjuskatts-
kerfinu um 4,7% vegna verðlags-
hækkana á árinu en persónuafslátt-
urinn var látinn standa í stað.
Launahækkanir sem væntanlega
verður samið um á árinu leiða því til
hækkunar á skattbyrði almennings.
Þótt margar gjaldskrár borgar-
innar hækki um 10-30% eru dæmi
um að gjöld fyrir mikilvæga þjónustu
hækki minna. Þá eru einnig dæmi
um þjónustu sem lækkar í verði, þótt
það sé fáséð, og jafnvel að hætt sé að
innheimta gjald fyrir þjónustu.
Byrjað verður að nýju að innheima
aðgangseyri að listasöfnum borgar-
innar, það er að segja að sýningum í
Hafnarhúsi, Kjarvalsstöðum og Ás-
mundarsafni, og mikil hækkun verð-
ur á Árbæjarsafni og landnámssýn-
ingunni í miðbænum.
Þær skýringar eru yfirleitt gefnar
á gjaldskrárhækkunum að óbreytt
verð hafi verið á þjónustunni nokkur
undanfarin ár. Nú er verið að taka
inn hluta slakans þannig að búast má
við áframhaldandi hækkunum um-
fram verðlag á næstu árum. Einnig
er stefnt að samræmingu á milli
sviða sem gæti leitt til hækkunar og
lækkunar.
Gjaldskrárbreytingar hjá Reykjavíkurborg - dæmi
Tekjuskattur og útsvar í Reykjavík
jan. 2011 des. 2010 jan. 2011 des. 2010 jan. 2011 des. 2010
Heildarlaun 300 000 300 000 500 000 500 000 800 000 800 000
Tekjuskattur 24 027 27 755 73 563 79 595 153 114 164 435
Útsvar* 41 472 37 526 69 120 62 544 110 592 100 070
Skattar samt. 65 499 65 281 142 683 142 139 263 706 264 505
*Útsvar í Reykjavík, 14,4%
Við útreikning er tekið tillit lögbundins framlags launþega í lífeyrissjóð
2011 2010 breyting %
Grunnskólar
Mataráskrift, mánaðargjald 5500 5000 10%
Frístundaheimili (frá 1. febrúar)
5 daga vistun, fyrir mánuð 10 040 8 365 20%
Síðdegishressing 2 900 2 150 35%
Leikskólar
8 stunda vistun 21 760 20 655 5%
8 stunda vistun (börn námsfólks) 21 760 16 799 30%
Aldraðir
Hádegismatur (matarmiðar) 550 525 5%
Heimsendur matur 730 690 6%
Tímagjald vegna þrifa í heimaþjónustu 1000 530 89%
Tímagjald vegna félagslegrar umönnunar 0 530
Opið félagsstarf 1000 690 45%
Strætó
Stakt gjald 350 280 25%
Grænt kort (1 mán.) 6400 5600 14%
Rautt kort (3 mán.) 14500 12700 14%
11 miðar, hver ferð 273 227 20%
20miðar, börn 12-18 ára, hver ferð 105 100 5%
2011 2010 breyting %
Sund
Fullorðnir 450 360 25%
Börn 6-18 ára 100 110 -9%
10 miða kort fullorðinna 3000 2500 20%
10miða kort barna 900 900
Árskort fullorðinna 28 000 24 000 17%
Árskort barna 10 000 10 000
Húsdýragarður
Börn, um helgar 600 500 20%
Fullorðnir, um helgar 700 600 17%
Skemmtimiðar í tæki 270 220 23%
10 miða kort 2200 2000 10%
Söfn
Bókasafnsskírteini 1500 1300 15%
Árbæjarsafn og landnámssýning 1000 600 67%
Listasöfn borgarinnar* 1000 0
*Hægt verður að kaupa menningarkort sem gildir í bókasöfnum og á öllum
söfnum og sýningum
Hundahald
Leyfi fyrir hundi 16 300 15 400 6%
Eftirlitsgjald 17 500 15 400 14%
„Handsömunargjald“ 23 500 21 500 9%
Tuga prósenta hækkanir
Útgjöld fjölskyldna í Reykjavík aukast vegna gjaldskrárhækkana um áramót
Byrjað á ný að innheimta gjald fyrir aðgang að listasöfnum borgarinnar
Morgunblaðið/Einar Falur
Listasafn Verk eftir Erró sett upp
á sýningu í Hafnarhúsi.
ódýrt og gott
Grillaður kjúklingur og
Pepsi eða Pepsi Max, 2 l
998kr.pk.
Ingu Þórsdóttur prófessor voru veitt
heiðursverðlaun verðlaunasjóðs Ásu
Guðmundsdóttur Wright. Inga hlaut
verðlaunin fyrir framúrskarandi ár-
angur í rannsóknum á sviði næring-
arfræði sem haft hafa áhrif á
fræðslu og forvarnir meðal fjöl-
margra þjóðfélagshópa. Rannsóknir
Ingu leiddu m.a. til þess að Mjólk-
ursamsalan þróaði Stoðmjólk fyrir
atbeina heilbrigðisyfirvalda.
„Mér þykir mjög vænt um þetta.
Þetta er mikill heiður og þetta er
hvatning fyrir mig og allt það unga
fólk sem ég hef unnið með. Ég á
marga góða yngri samstarfsmenn
sem hafa verið doktorsnemar hjá
mér og svo er ég með doktors- og
meistaranema. Þetta er voðalega
gaman fyrir okkur öll,“ segir Inga
um verðlaunin í samtali við Morg-
unblaðið.
Bakhjarlar næstu tíu árin
Sigrún Ása Sturludóttir, sem situr
í stjórn sjóðsins, veitti verðlaunin í
Þjóðminjasafninu í gær að við-
stöddum forseta Íslands, mennta-
málaráðherra, rektor Háskóla Ís-
lands og þjóðminjaverði.
Alcoa Fjarðarál og HB Grandi
hafa gert samkomulag við sjóðinn
um að gerast bakhjarlar hans næstu
tíu árin. Sigrún Ása kveður stuðn-
inginn mikilvægan fyrir starfsemi
sjóðsins. „Þeir veita fé til sjóðsins.
Þeir gera okkur kleift að veita verð-
launin og við erum þeim alveg sér-
staklega þakklát fyrir að styrkja
þetta starf.“
Ásusjóður var stofnaður af Ásu til
minningar um eiginmann sinn, ætt-
ingja og aðra venslamenn á hálfrar
aldar afmæli Vísindafélags Íslend-
inga. jonasmargeir@mbl.is
Inga fékk Ásuverðlaun Vísindafélagsins
Morgunblaðið/Ernir
Verðlaun Á myndinni eru f.v. Þráinn Eggertsson, Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, Stefán Einarsson eig-
inmaður Ingu, Inga Þórsdóttir verðlaunahafi, Sigrún Ása Sturludóttir og Sveinbjörn Björnsson fv. háskólarektor.
Hjón á sjö-
tugsaldri í
Breiðholti
klófestu þjóf
í gær. Hjónin
höfðu farið út
í verslun en komu heim að manni sem
lét greipar sópa. Konan kom þá í veg
fyrir að þjófurinn kæmist út um dyr
hússins en þegar þjófurinn ætlaði út
um glugga tókst heimilisföðurnum að
klemma hann fastan á útleið. Þar
beið þjófurinn í mikilli klemmu þar til
lögregla kom á vettvang og handtók
hann. Lögreglan segir manninn vera
góðkunningja sinn en hann var yf-
irheyrður í gærkvöld.
Þá rændu tveir menn Spar-verslun
í Vesturbergi á tíunda tímanum í
gærkvöld. Þeir komust undan með
eitthvað af peningum en lögreglan
handtók þá skömmu síðar. Lögreglan
á höfuðborgarsvæðinu segir þá hafa
komið við sögu lögreglu áður. Báðir
voru færðir til yfirheyrslu í gær-
kvöld.
Þjófur í
klemmu í
Breiðholti
Búast má við að-
gerðalitlu veðri
um áramótin um
allt land, að sögn
Óla Þórs Árna-
sonar, veðurfræð-
ings á Veðurstofu
Íslands. Líklega
verður skýjað og
nokkur rigning
víðast hvar en þar sem hitastigið er
lágt þarf lítið til að rigningin breytist
í slydduél á gamlárskvöld.
„Þetta er mjög hæg sunnanátt og
jafnvel suðaustanátt hér á suðvest-
urhorninu og líklega myndi úrkom-
an skila sér lítið inn á höfuðborg-
arsvæðið um kvöldið,“ sagði Óli Þór.
Hann sagði líklegt að vindur myndi
snúast úr suðvestan í hæga suðaust-
anátt með kvöldinu. „Þetta er mjög
aðgerðalítið veður. Við getum búist
við að víðast hvar á landinu verði
hitastigið á landinu 0-5 stig en það er
hætt við að verði fremur skýjað.
Stóra spurningin er hvort það verð-
ur svo lágskýjað að menn sjái ekki
allt sem verður skotið upp. En í
heildina verður þetta ágætis veður.“
Hann sagði minnkandi lægð vera
á Grænlandssundi en síðan kæmi
önnur á miðvikudag og fimmtudag,
leifarnar af henni myndu verða á
höfuðborgarsvæðinu á gamlársdag.
Líklega milt
um áramótin