Morgunblaðið - 28.12.2010, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 28.12.2010, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2010 Styrmir Gunnarsson ritar leiðaraá vef Evrópuvaktarinnar, www.evropuvaktin.is, um upplýs- ingagjöf vegna umsóknar Íslands um aðild að ESB. Hann bendir á mikla upplýs- ingagjöf rík- isendurskoðunar á Írlandi og telur að gera megi bet- ur hér á landi.    Styrmir nefnir til dæmis að þing-mönnum gangi erfiðlega að fá upplýsingar um einstaka út- gjaldaliði. Deilt sé um hvort svör séu fullnægjandi, enda hafi lítið farið fyrir gagnsæi í verki hjá núverandi stjórnarflokkum.    Skortur á gagnsæi á meðal annarsvið í sambandi við aðild- arumsóknina að ESB og Styrmir minnir á að ESB hafi boðið fram 4 milljarða króna til að standa undir kostnaði við aðildarumsóknina, en framlagið sé háð mótframlagi Ís- lands.    En hver sem skoðun manna kannað vera á þeirri umsókn og að- ild sem slíkri ættu allir að geta verið sammála um, að eðlilegt sé að þeir, sem borga kostnaðinn, skattgreið- endur, séu reglulega upplýstir um hver hann er,“ segir Styrmir, og bendir á að Ríkisendurskoðun geti sjálf ákveðið að birta reglulega upp- lýsingar um þennan kostnað.    Þetta er hárrétt ábending. Þegarríkisstjórnin bregst ítrekað í upplýsingagjöf um fjárútlát vegna aðildarumsóknar eða annarra gælu- verkefna, er sjálfsagt að eftirlits- stofnunin taki saman og birti þessar upplýsingar svo að eðlileg umræða og skoðanamyndun geti átt sér stað.    Varla mun ríkisstjórnin reyna aðhindra það, eða hvað? Í hvað fara skattpeningarnir? STAKSTEINAR Veður víða um heim 27.12., kl. 18.00 Reykjavík 3 skýjað Bolungarvík 4 léttskýjað Akureyri 1 skýjað Egilsstaðir 2 skýjað Kirkjubæjarkl. 3 skýjað Nuuk -2 skýjað Þórshöfn 6 skúrir Ósló -7 snjókoma Kaupmannahöfn -2 snjóél Stokkhólmur -5 alskýjað Helsinki -7 skýjað Lúxemborg -3 skýjað Brussel -1 heiðskírt Dublin 7 skýjað Glasgow 2 skúrir London 3 heiðskírt París 0 heiðskírt Amsterdam -1 heiðskírt Hamborg -1 snjókoma Berlín -2 skýjað Vín -2 skýjað Moskva -5 þoka Algarve 13 skýjað Madríd 6 heiðskírt Barcelona 11 léttskýjað Mallorca 11 heiðskírt Róm 7 léttskýjað Aþena 13 skýjað Winnipeg -12 skafrenningur Montreal -11 skýjað New York -4 heiðskírt Chicago -5 léttskýjað Orlando 3 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 28. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:23 15:37 ÍSAFJÖRÐUR 12:08 15:01 SIGLUFJÖRÐUR 11:53 14:42 DJÚPIVOGUR 11:01 14:57 BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Íslandspóstur reiknar með að hátt á þriðju milljón jólakorta hafi far- ið á milli landsmanna um þessi jól. Nákvæmari tala liggur ekki fyrir þar sem kortin blandast öðrum bréfapósti og enn er verið að dreifa kortum sem bárust seint. Að sögn Ágústu Hrundar Stein- arsdóttur, upplýsingafulltrúa Póstsins, er þó gert ráð fyrir um 5% færri kortum en í fyrra. Kortin eru ekki aðeins send milli ættingja og vina heldur eru einnig fjölmörg kort stíluð á ís- lenska jólasveininn. Íslandspóstur áframsendir þau bréf til Mývatns- stofu sem fær sérstaka aðstoð jólasveinanna í Dimmuborgum til að taka á móti þeim bréfum og svara ef þau eru merkt sendanda. Að sögn Jónu Matthíasdóttur, að- stoðarkonu jólasveinanna, voru vel á annað hundrað jólakort komin í hús fyrir jól og samkvæmt reynslu fyrri ára má búast við kortum fram yfir áramót. Jóna segir þetta svipaðan fjölda og í fyrra en flest hafi bréf til jólasveinanna verið hátt í 400 fyrir fáum árum. Lang- flest kortin koma frá útlöndum, aðallega frá Bretlandi en einnig frá löndum eins og Þýskalandi, Frakklandi og Rússlandi. Lítið er um kort frá hinum Norðurlönd- unum. Stúfur og Kertasníkir bestir Misvel gengur hjá jólasvein- unum að svara öllum þessum bréfum. Ekki eru þeir allir læsir og þeir geta ekki vænst neinnar aðstoðar frá Grýlu eða Leppalúða. Jóna segir Kertasníki og Stúf vera duglegasta við að lesa bréfin og svara þeim en jólasveinarnir hafa feng- ið sérstaka aðstöðu hjá Mývatns- stofu við þessa iðju. „Stundum fylgir með glaðningur í kortunum eins og sælgæti, teikn- ingar og snuð sem börnin hafa verið að skila til jólasveinsins. Jólasveinunum finnst mjög gaman að stússa í þessu og hér er jafnan mikið fjör og mikið gaman yfir jól- in. Þeim finnst líka mjög gaman að fá svar til baka frá þeim sem þeir svara,“ segir Jóna. Íslensku jólasveinarnir eru í harðri samkeppni við bræður sína á Norðurlöndunum um hver séu hin einu sönnu heimkynni jóla- sveinsins. Í því skyni hafa sveink- arnir í Dimmuborgum farið í heimsókn til Rovaniemi í Lapp- landi til að kynna sér aðstæður. Íslenski jólasveinninn fær send á annað hundrað kort  Öllum kortum svarað frá Dimmuborgum  Jólakortum í heild fækkaði um 5% Ljósmynd/Þorgeir Gunnarsson Jólasveinapósthús Jólasveinarnir í Dimmuborgum hafa fengið aðstöðu hjá Mývatnsstofu til að taka við kortum og svara þeim sem hægt er. Langflest kortin koma frá börnum á Bretlandseyjum sem telja að sveinki búi á Íslandi. Ágústa Hrund Steinarsdóttir, upplýsingafulltrúi Póstsins, segir að vel hafi gengið að koma jólapóstinum til skila. Kort sem póstlögð voru 23. og 24. desember fóru í dreifingu í gær og haldið áfram með þau í dag. Óveðrið í Evrópu hafði þau áhrif að póstur til landsins tafðist. Mikið af pósti frá útlöndum fór því í dreifingu í gær og Ágústa segir þá vinnu halda áfram næstu daga. „Við eigum líka von á miklu í viðbót en þetta er allt póstur sem hefur verið póstlagður síðustu dagana fyrir jól,“ segir Ágústa. Hún segir alltaf eitthvað um jólakort með röngu heimilisfangi sem Íslandspóstur leggi mikinn metnað í að koma til skila á réttan stað. „Svo er alltaf töluvert af jólakortum sem eru merkt til dæmis Siggi og Stína og fjölskylda. Þá þarf að vinna að- eins í því að finna hvar Siggi og Stína búa,“ segir Ágústa Hrund. Finna þarf Siggu og Stínu GEKK AÐ MESTU VEL AÐ KOMA JÓLAPÓSTINUM TIL SKILA Ágústa Hrund Stein- arsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.