Morgunblaðið - 28.12.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.12.2010, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2010 Jólaannríki Morgunblaðið/ Óli Már Aronsson Gleði Jólasveinarnir voru á ferð um jólin eins og venjulega. ÚR BÆJARLÍFINU Óli Már Aronsson Hella Dvalar- og hjúkrunarheimilið Lundur á Hellu er vel sett með starfsfólk. Alla vega sjúkraliða. Nú fyrir áramót eru sex starfsmenn á Lundi að útskrifast með sjúkraliða- próf. Að auki eru þrír starfsmenn að ljúka framhaldsnámi í sjúkraliðun með umönnun aldraðra sem sér- grein.    Lionsklúbburinn Skyggnir í Rangárvallasýslu hefur í gegnum tíðina verið með á dagskrá hjá sér öðru fremur að styrkja og styðja við starfsemina á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Lundi á Hellu. Upp úr miðjum desember hélt Skyggnir samkomu á Lundi eins og gert hefur verið fyrir jól í um það bil 30 ár. Á þessum samkomum er boðið upp á hugvekju frá presti, hljóðfæraleik og söng með jólaglöggi og allt heim- ilisfólk fær jólapakka frá lions- félögum. Þetta er góður siður hjá lionsmönnum og ber að þakka.    Þorláksmessuskata er að ryðja sér til rúms um allt land. Hér í Rangárvallasýslu virðist þessi siður verða æ algengari með árunum. Í Búkollu sem er lítið auglýsingablað sem kemur út vikulega á héraðsvísu eru fjögur veitingahús sem auglýstu skötuveislu á Þorláksmessu. Laus- leg könnun fréttaritara bendir til þess að víða hafi verið fullt út úr dyr- um og eitthvað er um að fólk eldi skötuna heima hjá sér. Ljóst er að fleiri hundruð manns hafa tekið þennan sið upp síðustu árin hér um slóðir.    Flugbjörgunarsveitin á Hellu hefur nú um margra ára skeið að- stoðað nokkra jólasveina við að kom- ast á milli húsa á Hellu og dreifa jólapökkum til barna á öllum aldri á aðfangadag. Þetta hefur mælst ákaf- lega vel fyrir hjá þeim yngri og styttir daginn þegar beðið er eftir að jólahátíðin gangi í garð. Íbúar á svæðinu launa síðan Flugbjörg- unarsveitinni þetta og önnur störf með því að kaupa af þeim flugelda milli jóla og nýárs. Íþróttafélagið Garpur veitir sömu þjónustu við dreifingu jólapakka á aðfangadag á sínu félagssvæði, sem er Ásahrepp- ur, Holt og Landsveit.    Kirkjur eru fjölmargar í Rang- árvallasýslu og samkvæmt auglýs- ingum í áðurnefndri Búkollu, eru ekki minna en 23 guðsþjónustur og athafnir í 14 kirkjum og á dval- arheimilum aldraðra á Hellu og Hvolsvelli í tengslum við jólahátíð- ina. Flestar þeirra eru á aðfangadag og jóladag, en einhverjar nær ára- mótum. Það eru fjórir prestar sem sinna þessum embættisverkum núna, en eftir áramót mun fækka um einn prest á svæðinu þegar sr. Hall- dór Gunnarsson í Holti lætur af embætti. Rangur fæðingardagur Í æviágripi um Önnu Guðjónsdóttur í blaðinu á Þorláksmessu slæddist villa. Var sagt að móðir hennar Erla Hulda Valdimarsdóttir hefði verið fædd 12. ágúst 1923. Hið rétta er að hún var fædd 12. apríl 1923. Rangt föðurnafn Nafn Vigdísar Hrefnu Pálsdóttur leikkonu misritaðist í myndatexta á baksíðu blaðsins í gær. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. Stöður heilsugæslulækna Í frétt Morgunblaðsins 24. desem- ber síðastliðinn var því ranglega haldið fram að erfitt hefði reynst að manna stöður sjálfstætt starfandi heimilislækna á höfuðborgarsvæð- inu. Hið rétta er að mikil ásókn er í þau störf. Hins vegar hefur gengið erfiðlega að manna stöður heilsu- gæslulækna. LEIÐRÉTT Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Opinn fundur um sjávarútveg verð- ur haldinn í sal Nesskóla í Neskaup- stað á morgun, 29. desember kl. 13- 14:45. Í fréttatilkynningu segir að hagkvæmur sjávarútvegur sé mik- ilvæg undirstaða velferðar. Bent er á að á Austurlandi starfa 6-700 manns beint við veiðar og vinnslu, auk þeirra fjölmörgu sem starfa í þjónustu við greinina. Um Fjarða- byggðahafnir fara 27% alls sjáv- arafla sem landað er á Íslandi. Á fundinum fjallar Gunnþór Ingason, framkvæmdastjóri Síld- arvinnslunnar, um hvernig fyr- irtækið hefur þróast á síðustu ár- um. Einnig flytja erindi þeir Árni Bjarnason, forseti FFSÍ, og Ragnar Árnason, prófessor við HÍ. Opinn fundur um sjávarútvegsmál í Neskaupstað K A K A Á R S I N S 2 0 0 9 Þessi er alveg svakaleg! Kveðjum árið með köku ársins. 1.198.-Útsalan hefst í dag Fleiri myndir á facebook Vertu vinur Laugavegi 54, sími 552 5201 30-70% 30-70% afsl. afsl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.