Morgunblaðið - 28.12.2010, Qupperneq 11
sér vatnsglas, hreyfa sig, hafa eitt-
hvað sterkt í munninum o.s.frv. Hver
þarf að finna einhver ráð sem henta
honum.“
Áfengi ein algengasta
fallhættan
Áfengi, álag og andleg vanlíðan
eru algengustu ástæðurnar fyrir
falli. „Ég ráðlegg því fólki að hætta
að drekka í einhvern tíma eftir að
það hættir að reykja. Hver og einn
þarf að finna hversu lengi. En flestir
reykja mikið þegar þeir fá sér í glas
þannig að löngunin getur orðið sterk
auk þess sem auðveldara er að telja
sig á að fá sér eina sígarettu.“
Að sögn Ingibjargar þarf fólk að
vera staðráðið í að
hætta að
reykja. „Ef fólk er ekki
ákveðið í að hætta fellur þetta í raun
um sjálft sig. Mikilvægt er að hver
og einn hafi sína ástæðu fyrir að
hætta að reykja og minna sig á það
þegar löngunin er sterk. En það get-
ur verið vegna heilsunnar, pening-
anna, lyktarinnar eða til að geta eytt
meiri tíma með barnabörnunum. Svo
hvet ég fólk til að verðlauna sig.
Þetta er eitt það besta og mikilvæg-
asta sem fólk getur gert fyrir sjálft
sig.“
Tíminn vinnur með fólki
Ingibjörg segir flesta sem koma
í reykleysismeðferð hafa reynt að
hætta að reykja áður. „Ég minni fólk
á að það að hætta að reykja er ferli
og flestir þurfa að gera nokkrar til-
raunir áður en það tekst. Í stað þess
að fólk brjóti sig niður fyrir að hafa
ekki getað hætt áður reyni ég að
hjálpa fólki að nota reynsluna á upp-
byggilegan hátt og reyna að nýta
hana næst þegar það hættir. Það eru
mjög margir sem þora ekki að takast
á við hætta að reykja því þeir eru
hræddir við
að falla
og það er ekki gott.“
Eins og fram hefur komið ráð-
leggur Ingibjörg flestum að nota lyf
en það bætir árangur um a.m.k.
helming og það gerir ráðgjöf og
stuðningur einnig. Besta meðferðin
er því lyf við nikótínfíkn og langtíma-
stuðningur. 70% þeirra sem hætta „á
hnefanum“ eru fallnir eftir 2 daga,
80% eftir 2 vikur og eftir árið eru
5-7% reyklaus. Ef einstaklingur hef-
ur verið reyklaus í ár eru 40% líkur á
því að hann falli einhvern tímann á
næstu 8 árum.
Skammast sín fyrir veikindin
Ingibjörg fylgir fólki eftir viku-
lega í 4-6 vikur og svo líður lengra á
milli en alls stendur eftirfylgnin yfir í
eitt ár. Suma þarf Ingibjörg að hitta
oftar en aðra. „Það er miserfitt fyrir
fólk að hætta að reykja. Þar skipta
m.a. gen, þunglyndi, kvíði, fé-
lagslegar og efnahagslegar ástæður
máli.“
Ingibjörg sinnir mikið reykleys-
ismeðferð fyrir fólk með langvinna
lungnateppu og í þeim tilfellum fyll-
ist fólk oft skömm. „Langvinn
lungnateppa er reykingatengdur
sjúkdómur og margir skammast sín
fyrir að reykja og að vera búnir að
skaða sig. Það væri nánast hægt að
útrýma langvinnri lungnateppu og
lungnakrabbameini yrði reykingum
útrýmt. 85-90% tilvika má rekja til
reykinga eða óbeinna reykinga.“
Langvinn lungnateppa
oft vangreind
Ingibjörg tekur þátt í stórri
rannsókn þar sem verið er að skoða
sérstaka nálgun í reykleysismeðferð
ásamt fleiri þáttum sem tengjast
langvinnri lungnateppu. „Langvinn
lungnateppa er alvarlegur sjúkdóm-
ur,“ segir Ingibjörg. „Um 18% Ís-
lendinga eru með lungnateppu á stigi
1 eða hærra. Besta meðferðin er að
hætta að reykja. Skaðinn gengur
ekki til baka en líðanin batnar og
framgangur sjúkdómsins hægist
verulega.“ Langvinn lungnateppa er
oft vangreind og segir Ingibjörg
marga ekki vita að þeir séu með
sjúkdóminn og því geti þeir ekki
byrjað að takast á við þær breyt-
ingar sem þarf að gera til að auka
lífsgæðin. Mælt er með því að þeir
sem eru 40 ára og eldri fari í önd-
unarmælingu. Það er einföld mæling
sem er hægt að fara í á heilsugæslu-
stöðvum og er mikilvæg til að greina
sjúkdóminn.
Maður græðir alltaf
á því að hætta
Ingibjörg segir fólk alltaf græða
á því að hætta að reykja, sama
hversu gamalt það sé orðið og hvort
sem það sé komið með sjúkdóm eða
ekki. „Það er alltaf ávinningur. Það
er talað um að ef maður hættir að
reykja fyrir þrítugt sé maður með
sömu lífslíkur og þeir sem hafa ekki
reykt. Þá er sagt að ef þú hefur verið
reyklaus í 10 ár séu líkur á að fá
hjartaáfall þær sömu og hjá þeim
sem hafa ekki reykt.“
Ingibjörg bendir þeim sem vilja
hætta að reykja á að hafa samband
við Krabbameinsfélag Reykjavíkur
þar sem hægt er að fá upplýsingar
um reykleysisnámskeið og ein-
staklingsráðgjöf.
krabbameinsfelagid.is/reykleysi
12 ástæður fyrir því að fara í öndunarmælingu:
1. Þú ert, eða hefur verið reykingamaður
2. Þú ert eldri en 40 ára
3. Þú hefur haft hósta í langan tíma
4. Þú hefur fundið fyrir aukinni mæði síðastliðin ár
5. Þú getur ekki gengið upp stiga án þess að upplifa mæði
6. Þú hefur gjarnan fundið fyrir hvæsandi öndun undanfarin ár
7. Þú getur ekki þjálfað (hreyft þig) eins mikið og áður
8. Þú hóstar upp slími jafnvel þó að þú sért ekki með kvefpest
9. Þú hefur einhverntíma fengiðmeðferð (t.d. innöndunarlyf) vegna lungnasjúkdóms
10. Þú hefur einhverjar áhyggjur af lungnaheilsu þinni
11. Þér líður eins og þú fáir ekki nóg loft
12. Þú finnur fyrir verk við inn- eða útöndun
Heilsufarslegur ávinningur
af því að hætta að reykja
Hætti fyrir: Ávinningur:
20 mínútum Blóðþrýstingur og púls lækka og blóðflæði batnar,
sérstaklega í höndum og fótum.
8 tímum Súrefnismettun í blóði verður eðlileg og líkur á að
fá hjartaáfall minnka.
24 tímum Kolsýringur (CO) í blóði minnkar. Lungun byrja að hreinsa sig.
48 tímum Líkaminn er nú laus við nikótín. Lyktar- og bragðskyn batnar.
72 tímum Öndun verður léttari og úthald eykst.
2-12 vikum Blóðflæði um líkamann eykst. Áreynsla og hreyfing
verða auðveldari.
3-9 mánuðum Öndunarvandamál minnka (hósti, mæði og surg fyrir brjósti)
og lungnastarfsemi eykst um 5-10%.
5 árum Hættan á hjartaáfalli hefur minnkað um helming.
10 árum Dregið hefur úr líkum á lungnakrabbameini um helming. Líkur
áhjartaáfalli erunúorðnar álíka oghjá þeimsemaldrei hafa reykt.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2010
Nú á milli jóla og nýárs er ágætt að fá
sér svolitla hollustu áður en átið
hefst á ný á gamlárskvöld. Gleymum
ekki staðgóðum morgunverði og ver-
um dugleg að fá okkur smoothie úr
skyri og ávöxtum eða ávaxtasalat á
milli mála. Það er líka ágætt að reyna
að borða sæmilega hollt yfir daginn
ef afgangaveisla stendur fyrir dyrum
um kvöldið. Þannig höldum við form-
inu og meltingunni sæmilegri.
Hollustan getur fylgt með
Morgunblaðið/Heiddi
Nærandi Hollur og góður smoothie.
Ávextir og skyr
Nú styttist í jan-
úarútsölurnar og
þá er tilvalið að
endurnýja æf-
ingagallann. Það
hefur kannski leg-
ið fyrir lengi og nú
er um að gera að
leyfa sér að kaupa
nýja skó, buxur
eða bolinn sem
þig hefur langað í
lengi. Manni líður alltaf dálítið betur
að vera svolítið vel til fara í ræktinni
þó að útlitið skipti þar auðvitað ekki
öllu máli. En það getur vissulega
komið manni vel af stað út í æfingu
vetrarins að spranga um á einhverju
nýju og fínu. Þá er líka nauðsynlegt
að æfingaskórnir séu góðir og ekki úr
sér gengnir. Það getur líka vel verið
að þig vanti bara nýjan lás á skápinn,
vatnsbrúsa eða ný handklæði.
Endurnýjaðu æfingagallann
Góðir skór
Nauðsyn Góðir
skór í ræktina.
Eftir að hafa notið matar og drykkjar
síðastliðna daga og kannski í aðeins
meira mæli en venjulegt er dugar þó
ekkert að fá samviskubit. Það gerir
ekkert nema að draga úr okkur þol til
að fara út að ganga, í ræktina, borða
hollt eða hvaðeina sem gæti látið
okkur líða betur. Hugsum frekar á já-
kvæðan hátt um það hversu gott við
höfum haft það og munum að jólin
koma aðeins einu sinni á ári. Þess
vegna er allt í lagi að njóta þeirra og
nógur tími framundan til að stíga á
bremsuna. Um leið þýðir það samt
ekki að nýársátakið megi hefjast í
febrúar. Hálfnað verk þá hafið er!
Endilega …
… fáið ekki
samviskubit
Áhyggjur Samviskubit dugar ekkert.
Nýtt hefti
Þjóðmál – tímarit um stjórnmál og
menningu – hefur nú komið út í fimm ár
undir ritstjórn Jakobs F. Ásgeirssonar.
Þjóðmál koma út fjórum sinnum á ári –
vetur, sumar, vor og haust. Tímaritið fæst
í lausasölu í helstu bókabúðum og nokkrum
stórmörkuðum, en ársáskrift kostar aðeins
4.500 kr.
Hægt er að gerast áskrifandi
á vefsíðunni www.thjodmal.is
eða í síma 698-9140.
www.thjodmal.is Bókafélagið Ugla
ÞJÓ
ÐMÁ
L
Lofts
lags
ráðs
tefna
á vil
ligöt
um
Hvort
kjósa
Íslen
dinga
r að
móta
eigin
utanr
íkisst
efnu
og ræ
kta s
amba
nd si
tt við
önnu
r ríki
með
tvíhli
ða sa
mnin
gum
eða a
ð fela
Evróp
usam
band
inu þ
au ve
rkefn
i?
Björ
n Bja
rnas
on fj
allar
um ís
lensk
utanr
íkism
ál á k
rossg
ötum
.
4. he
fti, 5
. árg.
VETU
R 20
09
Verð:
1.30
0 kr.
Íslen
sk u
tanr
íkis-
stefn
a úr
sögu
nni?
Hrun
ið og
bók
Styrm
is
Ögm
undu
r Jón
asso
n, alþ
ingis
maðu
r, fjal
lar um
orsak
ir hru
ns ís
lensk
a fjár
mála
kerfis
ins o
g Ice
save-
málið
í ljós
i nýú
tkom
innar
bóka
r Styr
mis G
unna
rsson
ar.
Vilhj
álmu
r Eyþ
órss
on ræ
ðst ti
l atlö
gu ge
gn he
lstu g
rillum
„gróð
urhús
avan
dans
“ sem
setja
svip
á um
ræðu
r á lo
ftslag
sráðs
tefnu
Same
inuðu
þjóða
nna í
Kaup
mann
ahöfn
.
KAR
L SIG
URB
JÖRN
SSO
N
Jólin
eru n
auðs
ynleg
ATLI
HAR
ÐAR
SON
Hvað
felst
í hæg
rimen
nsku
?
STYR
MIR
GUN
NAR
SSO
N
Fjölm
iðlarn
ir og
hruni
ð
BRYN
DÍS
SCH
RAM
Í leit
að sj
álfri
sér
LÁRU
S JÓ
NSS
ON
Sagn
fræði
n og
afdri
f Haf
skips
PÁLL
VILH
JÁLM
SSO
N
Maka
laus
útrás
arum
mæli
ÓLAF
UR Ö
RN N
IELS
EN
Niðu
rskur
ður, e
kki s
katta
hækk
anir
ÞOR
STEI
NN P
ÁLSS
ON
Að sk
ilja E
inar B
en
GUN
NLAU
GUR
JÚLÍ
USS
ON
Hlaup
ið fyr
ir Gre
nsás
RAG
NAR
JÓNA
SSO
N
Einka
viðta
l við
John
Curra
n
KOM
MÚN
ISTA
BÁLK
UR:
Komm
únist
aáva
rpið
Svart
bók k
omm
únism
ans
Skáld
sem
kvöd
du só
síalis
mann
4 5
ÞJÓÐMÁL
ÓLI BJÖRN KÁRASON
Leggjum Ríkisútvarpið niður!
BJÖRN BJARNASON
Óhæf vinstri stjórn – án velferðar
SÓLMUNDUR ARI BJÖRNSSON
Ísland og Argentína
HILDUR SVERRISDÓTTIR
Kostir og gallar beins lýðræðis
ÖRVAR ARNARSON
Sérfræðidýrkunin og Icesave
GUÐMUNDUR ÓLAFSSON
Rússland Pútíns
HJÖRTUR J. GUÐMUNDSSON
Staða smáríkja í Evrópusambandinu
HEIÐAR GUÐJÓNSSON
Stórvirki Nialls Ferguson
GUÐMUNDUR H. FRÍMANNSSON
Þekkingarfræði Atla Harðarsonar
HALLDÓR JÓNSSON
Flughetjan Cecil Lewis
TILVARNAR HAFSKIPSBÓKUM
Björn Jón Bragason
Stefán Gunnar Sveinsson
RUGLIÐ UM ÞÝSKA PRINSINN
ÓLAFUR THORS
Kreppan og
skattheimta
Hvernig tengist forseti Íslands fjáraustri til að skjóta stoðum
undir tilhæfulausa staðhæfingu um að jöklar Himalaja-fjalla
muni hverfa á fáum áratugum? Hvað er „Alþjóðaver“?
Hver er Kristján Guy Burgess? Í úttekt Þjóðmála
er fjallað ítarlega um þátt Ólafs Ragnars Grímssonar
í Himalaja-hneykslinu sem vakið hefur heimsathygli.
1. hefti, 6. árg. VOR 2010 Verð: 1.300 kr.
Snorri Sturluson og
stjórnmál á 13. öld
Í tilefni af nýútkominni ævisögu Snorra Sturlusonar
fjallar Atli Harðarson um Snorra og stjórnmálastefnur á 13. öld
og Viðar Pálsson rýnir í bókina í grein sem ber yfirskriftina
Gamalt vín á nýjum belgjum.
Ragnar Árnason skrifar um skattahækkanir ríkisstjórnarinnar
og áhrif þeirra á hagvöxt – einu sjáanlegu leiðina
út úr úlfakreppu efnahagssamdráttarins.
Himalaja-hneykslið
og Ólafur Ragnar
1 6
ÞJÓÐMÁL
SIGRÍÐUR Á. SNÆVARRAung San Suu Kyi
ÞORSTEINN PÁLSSON„Þetta er ógeðslegt þjóðfélag“
STYRMIR GUNNARSSONVið skiptum engu máli
BJÖRN BJARNASONVerkefni Sjálfstæðisflokksins
ATLI HARÐARSONUm Karl Popper
VILHJÁLMUR EYÞÓRSSONÁ að refsa vinstri mönnum?
JÓHANN J. ÓLAFSSONKjarni kvótaumræðunnar
HEIÐAR GUÐJÓNSSONVitræn umræða um skattamál
BJARNI JÓNSSONUm afturhald og framfarir
ÖRVAR ARNARSONKyoto-mengunarbólan
LÁRUS JÓNSSONSkrif fræðimanna um Hafskip
ÁSGEIR JAKOBSSONÞegar ég gekk fyrir forseta
Enn er litið á það sem helgispjöll ef efast er um nokkuð
í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Í andmælum sínum
fer Davíð Oddsson yfir þau sjónarmið skýrsluhöfunda sem
snúa að Seðlabanka Íslands, svo að vart stendur steinn yfir
steini. Þjóðmál birta andmælin í heild.
2. hefti, 6. árg.
SUMAR 2010
Verð: 1.300 kr.
Það var engin
vanræksla
Stjórnmál eiga ekki upp á pallborðið um þessar mundir
og traust á stjórnmálamönnum er í lágmarki. Í áttatíu ára gamalli
ritgerð fjallar Árni Pálsson prófessor með sígildum hætti
um vanda stjórnmála í lýðræðisríkjum.
Endalok fjárfestingarbankans Straums-Burðaráss höfðu víðtæk
áhrif á íslenskt atvinnulíf. Í ítarlegri rannsóknarritgerð lýsir
Björn Jón Bragason ótrúlegum vinnubrögðum stjórnvalda
við yfirtöku ríkisins á bankanum.
Aðdragandi fallsStraums-Burðaráss
Þingræðið
á glapstigum
2 6