Morgunblaðið - 28.12.2010, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 28.12.2010, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2010 STUTTAR FRÉTTIR ● Yfirgnæfandi meirihluti stjórn- enda 400 stærstu fyrirtækja landsins telur aðstæður slæmar í atvinnu- lífinu. Sagt er frá þessu á vef Sam- taka atvinnulífsins, sa.is. Þetta kemur fram í reglubundinni könnun Capacent meðal fyrirtækjanna. Samkvæmt könnuninni, sem gerð var í desember 2010, telja 84% stjórnenda aðstæður slæmar, 15% að þær séu hvorki góðar né slæmar en nánast eng- inn að þær séu góðar. Þetta er svipuð niðurstaða og fengist hefur frá miðju ári 2008. „Þeir örfáu stjórnendur sem telja aðstæður góðar starfa í sjávar- útvegi og í iðnaði en í öðrum greinum telur enginn að aðstæður séu góðar. Niðurstöðurnar eru svipaðar og í fyrri könnunum hvað varðar mat stjórn- enda á aðstæðum eftir sex mánuði. Tæplega 25% sjá fram á betri tíma eftir sex mánuði, 30% að aðstæður verði verri en 45% telja þær verði óbreyttar,“ segir í fréttinni á vef Samtaka atvinnu- lífsins. Stjórnendur telja að- stæður enn vera slæmar Hollensk stjórnvöld vinna að laga- setningu sem myndi gera það ólög- legt að hvetja fólk opinberlega til þess að taka út innistæður sínar í bönkum. Lagasetningunni er ætlað að tryggja fjármálastöðugleika í landinu. Samkvæmt Bloomberg- fréttaveitunni mun refsingin við því að hvetja til bankaáhlaups nema annaðhvort þriggja milljóna króna sekt eða þá fangelsisvist í allt að fjögur ár. Í yfirlýsingu frá dómsmálaráðu- neyti Hollands, sem gefin var út í tengslum við lagafrumvarpið, kemur meðal annars fram að útlánastofn- anir standa og falla með trausti þeirra sem fjármagna rekstur þeirra. Þar af leiðandi geta þeir sem efast opinberlega um greiðsluhæfi banka og hvetja innlánaeigendur til þess að taka fé sitt úr honum skapað raunverulega hættu á gjaldþroti þó svo að staða bankans sé traust. Samkvæmt Bloomberg má rótina að lagasetningunni rekja til gjald- þrots hollenska bankans DSB Bank, en hollenski seðlabankinn tók bank- ann yfir í október árið 2008. Neytendafrömuður felldi banka fyrir tveim árum Innistæðueigendur gerðu áhlaup á bankann í kjölfar þess að neyt- endafrömuðurinn Pieter Lakeman fyllyrti að bankinn rukkaði við- skiptavini sína óeðlilega mikið fyrir umsýslu fasteignalána og hvatti inn- lánaeigendur til að taka fé sitt úr bankanum. Á tveim vikum voru inni- stæður fyrir 600 milljónir evra tekn- ar úr bankanum og það leiddi til gjaldþrots hans hinn 19. október 2009. ornarnar@mbl.is Reuters Evrur Gangi áform stjórnvalda í Hollandi eftir verður bannað að hvetja op- inberlega til bankaáhlaups. Markmiðið er að tryggja fjármálastöðugleika. Bannað að hvetja til bankaáhlaups  Breytingar fyrirhugaðar í Hollandi Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Fjárfestarnir Friðbert Friðberts- son og Franz Jezorski virðast ætla að sigra í kapphlaupinu um hver eignast bílaumboðið Heklu. Arion banki bauð fyrirtækið til sölu um miðbik september síðast- liðins. Franz og Friðbert hafa á síðustu árum helst einbeitt sér að byggingaframkvæmdum. Arion tók Heklu yfir í febrúar 2009 vegna óviðráðanlegra skulda fyrirtækisins. Fram kemur í til- kynningu frá Arion banka í gær að þeir félagar Franz og Friðbert eigi meðal annars fyrirtækið DCP ehf. Þeir eiga hvor sinn 25% hlut- inn í DCP, en helmingshlut á Þor- valdur Gissurarson, eigandi Þ.G. Verktaka. Friðbert sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að kaupin á Heklu yrðu þó ekki gerð í gegn- um DCP, heldur væri um að ræða nýtt verkefni á vegum þeirra tveggja. Friðbert vildi ekki gefa upp hversu mikið væri fyrirhugað að greiða fyrir Heklu. Þó væri um að ræða nokkur hundruð milljóna króna. Að sögn Friðberts er þar um að ræða eigið fé – lánsfé mun ekki koma við sögu, nema þá hugsanlega í formi yfirtöku á hluta af skuldum Heklu. Fram hefur komið að Volkswag- en-verksmiðjurnar í Þýskalandi hafa talsvert að segja um hver fái að kaupa umboðið á Íslandi. Upp- haflega bárust 12 tilboð í Heklu, en undir lokin stóðu eftir tilboð þeirra sem hafa verið nefndir hér auk tilboðs frá Ernu Gísladóttur, fyrrverandi eigenda B&L. Ríkis- sjónvarpið greindi frá því fyrir skömmu að fjárfestahópur undir forystu Árna Péturs Jónssonar, fyrrum forstjóra Teymis, væri lík- legastur til að hreppa Heklu í söluferlinu. Því virðist sem ein- hverjar sviptingar hafi átt sér stað á lokametrunum í söluferlinu. Þeg- ar Morgunblaðið náði tali af Árna Pétri í gær vildi hann ekki tjá sig um málið. Franz og Friðbert hafa áður átt viðskipti í Þýskalandi, sem kann að hafa hjálpað þeim að ná forystu í söluferli Heklu. Þeir unnu meðal annars að opnun Bauhaus á Ís- landi og í Noregi. Einnig sneri starfsemi DCP ehf. að fast- eignaþróunarverkefnum í Þýska- landi. Franz og Friðbert eru einnig eigendur einkahlutafélagsins Miðj- unnar á Selfossi ehf., sem hefur staðið í deilum við sveitarfélagið Árborg um greiðslur vegna bygg- ingaréttar í miðbæ Selfoss. Eftir því sem næst verður komist er sú deila ennþá óleyst, en það mál snýst fyrst og fremst um greiðslur fyrir byggingarétt upp á 45 millj- ónir króna. Friðbert og Franz í lokavið- ræðum um kaup á Heklu  Ætla sér að fjármagna viðskiptin með eigin fé  Árni Pétur tjáir sig ekki Hekla Friðbert Friðbertsson og Franz Jezorski eiga í lokaviðræðum um kaup á Heklu, sem hefur umboð fyrir Volkswagen og Mitsubishi hér á landi. Morgunblaðið/Golli Hekla » Fjárfestahópur undir forystu Árna Péturs Jónssonar var tal- inn líklegastur til að kaupa Heklu. » Arion tilkynnti síðan í gær að ákveðið hefði verið að ganga til samninga við Friðbert Friðbertsson og Franz Je- zorski, sem hafa á síðustu ár- um haft mest umsvif í bygg- ingageiranum. Þeir komu einnig að opnun Bauhaus á Ís- landi og í Noregi, og hafa tekið þátt í fasteignaþróunarverk- efnum í Þýskalandi. Ætla má að yf- irfæranlegt tap íslenskra fyr- irtækja á líðandi ári hafi numið rúmum sex þús- und milljörðum króna, en þá eru fallnar fjár- málastofnanir teknar með í reikn- inginn. Kemur þetta fram í Tíund, fréttablaði Ríkisskattstjóra. Segir þar að á undanförnum árum hafi menn horft á yfirfæranlegt tap ná nýjum hæðum ár hvert. Mörg eignarhaldsfélög hafi lent í erf- iðleikum í aðdraganda hrunsins á árunum 2006 og 2007 og færðu millj- arða og jafnvel tugi milljarða til bók- ar sem yfirfæranlegt tap til næstu ára. Árið 2008 var yfirfæranlegt tap samtals um 630 milljarðar króna og 1.620 milljarðar ári síðar. Sam- kvæmt framtölum fyrir árið 2010 var yfirfæranlegt tap um 5.200 millj- arðar, en þar vantar framtal frá ein- um hinna föllnu banka og segir í Tí- und að þegar hann sé tekinn með megi ætla að talan hækki um rúm- lega þúsund milljarða. Við álagningu árið 2010 áttu 14.500 félög yfirfæranlegt tap og fjölgaði þeim um 1.044 frá fyrra ári. Langflest þeirra voru með minna en tíu milljónir í yfirfæranlegt tap, eða um 9.950 félög. Uppsafnað tap þess- ara félaga nam aðeins um 20,7 millj- örðum króna. Á hinum endanum voru 34 félög með samtals yfirfær- anlegt tap upp á 4.200 milljarða króna. bjarni@mbl.is Þúsundir milljarða í tap Tap Gömlu bank- arnir eiga mikið yfirfæranlegt tap.  Yfirfæranlegt tap aldrei meira                                            !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +/0-++ ++1-+2 3.-24, +0-2/1 +/-.32 +3.-3, +-2..3 +//-45 +13-,0 ++,-51 +/0-11 ++1-24 3.-12, +0-153 +/-./2 +3.-, +-2.25 +/4-5, +15-+3 3./-10,0 ++,-,5 +/0-00 ++1-43 3.-,., +0-140 +/-+32 +3.-02 +-2.42 +/4-40 +15-11 ● Útgáfu minnsta danska dagblaðsins, Kjerteminde Avis, verður hætt um áramót- in. Það hefur komið út daglega í 191 ár en upplagið er nú 1.766 eintök og hefur minnkað um 3,6% frá því í fyrra. Vefurinn fyens.dk hefur eftir Troels Maegaard, stjórnarformanni blaðsins, að það sé rekið með tapi og ekki sé útlit fyrir að auglýs- ingamarkaðurinn batni á næsta ári. Því hafi verið ákveðið að hætta útgáfunni. Kjerteminde Avis hefur komið út daglega frá 2. október 1879. Á síðasta ári var 121 þúsund danskra króna tap á rekstrinum, jafnvirði um 2,5 milljóna króna. Minnsta danska dagblaðinu lokað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.