Morgunblaðið - 28.12.2010, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ríkisstjórninhefur nán-ast allan
sinn feril verið í
viðræðum við líf-
eyrissjóðina um að
fjármagna vega-
framkvæmdir fyrir
sig og fá í staðinn að rukka þá
sem aka þar um, óháð því
hvort þeir eigi annan kost til
að komast leiðar sinnar eða
ekki. Eftir margra mánaða
þref sprakk þessi tilraun eins
og svo margt sem þessi rík-
isstjórn bjástrar við. Sagt var
að ágreiningur um vaxtapró-
sentu hefði verið þúfan sem
velti hlassinu. Nú segist rík-
isstjórnin ætla sér að gera
þetta sjálf. Hún muni láta
vegagerðina sjá um að bjóða út
framkvæmdir með hefð-
bundnum hætti og rukka svo
þá vegfarendur sem nota nýju
spottana eða göngin. Af hverju
var þetta ekki gert strax?
Svarið sem gefið er almenningi
er að það sé vegna þess að Al-
þjóða gjaldeyrissjóðurinn
hafði bannað þessa aðferð
lengi vel en hafi nú leyft hana.
Þetta eru ósannindi. Það er
ekki flóknara en það. AGS
hafði bannað og bannar enn að
ríkisstjórnin tæki lán fyrir nýj-
um vegaframkvæmdum, sem
yrðu endurgreidd með núver-
andi tekjustofnum. En AGS
segir, og það hefur legið fyrir
allan tímann, að vilji ríkið
leggja viðbótarskatta á illa
pínda bifreiðaeigendur til að
borga viðbótarframkvæmdir,
þá má það gera það sjóðsins
vegna og hefur alltaf mátt það.
Það er nefnilega enginn eðl-
ismunur á að láta lífeyrissjóð-
ina rukka inn skattinn og klípa
örlítið af fyrir sig
eða að ríkið geri
það sjálft. En á
þeim 20 mánuðum
sem þetta tilgangs-
lausa þref við líf-
eyrissjóðina hefur
staðið hefur ým-
islegt gerst sem gerir þetta
ókræsilega mál enn verra en
það var. Þjóðin er að verða svo
skattpínd að það er mikill
ábyrgðarhluti að bæta þar
nokkru við. Þess utan mun
þessi sérstaka skattheimta
koma mjög óeðlilega niður.
Bifreiðaeigendur greiða þegar
mikla skatta umfram það sem
felst í þeim beinu og óbeinu
sköttum sem þeir borga ásamt
öðrum borgurum þessa lands.
Vissulega hafa á síðustu tveim-
ur áratugum orðið stórkostleg-
ar framfarir í þjóðvegakerfi
landsins og öðrum þeim vegum
sem lagðir hafa verið fyrir
skattfé. Nú háttar hins vegar
þannig til að smærri hluti sér-
skatta á bifreiðar og notkun
þeirra gengur til vegafram-
kvæmda en hefðbundið hefur
verið á undangengnum árum.
Við þær aðstæður er forkast-
anlegt að bjóðast til að leggja
nýja skatta á umferðina og
segjast gera það „til þess að
skapa störf“. Þegar þessi við-
bótarskattheimta bætist við þá
sem núverandi ríkisstjórn hef-
ur stofnað til á sínu stutta
valdaskeiði, sem flestum þykir
orðið ömurlega langt, má ljóst
vera að enn hægir á hjólum at-
vinnu- og efnahagslífs. Sá sam-
dráttur verður mun meiri, og
einkum þó varanlegri, en þau
fáeinu störf sem menn látast
vera að kaupa með enn einni
skattpíningunni.
Hugmyndir um
auknar vegafram-
kvæmdir með við-
bótarskattlagningu
eru skaðlegar}
Varasamar hugmyndir
Seðlabankarsem búa ekki í
gerviveröld hafta
og gengisfölsunar
eru óöruggir með
sig um þessar
mundir. Þegar lit-
ið er á tilkynningar þeirra og
spár síðustu 18 mánuðina hef-
ur verðhjöðnun verið vanda-
málið sem við væri að fást.
Væntingarnar utan seðla-
bankaveggjanna eru aðrar.
Verðbólgan er komin á kreik.
Hún getur orðið snúið við-
fangsefni áður en við er litið.
Þessi er raunin í Bretlandi.
Verið róleg, segir Englands-
banki. Verðbólguhættan verð-
ur úr sögunni þegar árið 2012
gengur í garð. Vandinn er sá
að hinar vitlausu spár um ný-
liðna fortíð verða til þess að
lítið traust ríkir á tali og
töfluspeki um næstu framtíð.
Seðlabanki Evrópu er í mikl-
um vandræðum.
Hann talaði upp
gríska efnahaginn
eins lengi og hann
gat. Reyndar
hætti hann því
ekki fyrr en ekki
heyrðist í honum vegna há-
vaða á markaðnum. Þá var
reynt að skuldsetja Grikki út
úr vandanum. Sama atburða-
rás varð á Írlandi. Allt í lagi í
Portúgal, sagði ESB fyrir fá-
einum vikum. Þar eru mats-
fyrirtæki að tilkynna versn-
andi horfur ótt og títt. Og nú
hefur skuldabréfaálag rokið
upp úr öllu valdi. Markaður-
inn er hættur að kæfa
traustsyfirlýsingar ESB á
titrandi ríkjum með hávað-
anum einum. Vantraustið á
ríkjunum sem til umræðu
hafa verið hefur færst yfir á
bankann. Þá gæti fjandinn
verið laus.
Yfirlýsingar nokk-
urra helstu seðla-
banka hafa reynst
haldlausar}
Trúverðugleiki að bresta
5
. Við höfum sett saman áætlun til að
draga smám saman úr gjaldeyris-
höftum til miðlungs langs tíma.
Ríkisstjórnin hefur samþykkt hana
(áður en endurskoðunin fór fram) og
hún hefur eftirfarandi aðalatriði:
Hægt verður að byrja að aflétta gjald-
eyrishöftum þegar lykilforsendum er full-
nægt. Nánar tiltekið verðum við að: […] (iv)
safna nægum gjaldeyrisforða (þannig að við
getum stutt við gengisstöðugleika og lausafé
bankakerfisins ef þess reynist þörf).
Þessi sakleysislega klausa er í viðhengi (!) 1
– „Ísland – minnisblað um stefnu í efnahags-
og fjármálum“ við viljayfirlýsingu íslenskra
stjórnvalda til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, 20.
október 2009. Undir viljayfirlýsinguna skrifa
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra,
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Már Guð-
mundsson seðlabankastjóri.
Nú líta margir til Írlands og örlaga þeirrar merku
þjóðar, sem lét skattgreiðendur bera ábyrgð á útþöndu
og ósjálfbæru bankakerfi. Íra bíður áþján og skuldafang-
elsi um fyrirsjáanlega framtíð. Írsk stjórnvöld hafa
ákveðið að taka stjarnfræðilega hátt lán hjá AGS og
ESB, til að koma í veg fyrir að bankakerfið fari á hliðina.
Eins gott að Íslendingar fóru aðra leið, segja nú marg-
ir. Eins gott að Íslendingar létu bankana fara í þrot og
létu skattgreiðendur ekki borga brúsann. Því miður hafa
þeir sem þetta segja að miklu leyti rangt fyrir sér, því
þótt íslenska ríkið hafi ekki tekið ábyrgð á
öllum skuldum gömlu bankanna, hefur það í
raun tekið ábyrgð á gríðarlegum skuldbind-
ingum Íslendinga í erlendri mynt.
Með þessari viðhengisgrein sem vitnað er
til hér að ofan skuldbindur ríkissjóður sig til
þess (haldi samkomulagið við AGS) að sjá
bönkunum fyrir lausafé í erlendri mynt, á
stöðugu gengi (les: seðlabankagengi), þegar
gjaldeyrishöftunum verður aflétt. Hvers
vegna munu þeir þurfa lausafé í erlendri
mynt? Til þess að greiða erlendum eigendum
eigna í krónum, þegar og ef þeir vilja skipta
krónunum sínum í mynt sem er gjaldgeng á
alþjóðlegum fjármálamörkuðum.
Og hvaða eignir eru þetta? Yfirlit yfir
krónueignir útlendinga er ekki til, en leiða
má líkur að því að þær nemi hundruðum, ef
ekki yfir þúsund milljörðum. Þeir eiga krónur í ríkis-
skuldabréfum, eigið fé í nýju bönkunum, skuldir Íslend-
inga við gömlu bankana, lán erlendra móðurfélaga til ís-
lenskra dótturfélaga og svo mætti áfram telja.
Auðvitað getur ríkissjóður ekki staðið undir þessari
skuldbindingu. Þess vegna verður gjaldeyrishöftunum
varla aflétt í bráð, verði samningnum við Alþjóðagjald-
eyrissjóðinn ekki slitið. Líklega verður sú leið farin, að
láta ríkissjóð safna gjaldeyrisforða (núna er gjaldeyris-
eign hins opinbera neikvæð um 386 milljarða króna) –
blóðmjólka íslenska útflutningsatvinnuvegi, smám sam-
an á næstu árum og áratugum. ivarpall@mbl.is
Ívar Páll
Jónsson
Pistill
Viðhengið sem breytir öllu
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
D
rög að frumvarpi til
laga um breytingu á
náttúruverndarlögum
hafa vakið upp hörð
viðbrögð skógrækt-
armanna. Með frumvarpinu er ætl-
unin meðal annars að draga úr nei-
kvæðum áhrifum ágengra „lifandi
framandi lífvera“ hér á landi, sem
ógnað geta líffræðilegri fjölbreytni
og valdið verulegu fjárhagslegu
tjóni. Jafnframt er markmiðið að
sporna við akstri utan vega og að
vernda tilteknar jarðmyndanir og
vistkerfi. Ísland hefur skuldbundið
sig á alþjóðavettvangi til þess að
vernda upprunalegt lífríki landsins,
en ágengar framandi tegundir eru
taldar ein helsta ástæða hnignunar
líffræðilegrar fjölbreytni í heim-
inum, að því er segir í athugasemd-
um við frumvarpið. Til þess að fyrr-
greind markmið náist verða settar
hömlur við því hvaða tegundir líf-
vera má flytja til landsins, og hverj-
ar má flytja milli landsvæða.
Miðað við 62 ára gamalt rit
Með hugtakinu framandi lífvera
er átt við dýr, sveppi, örverur og
plöntur, sem „ekki koma náttúru-
lega fyrir í lífríki landsins.“ Hvað
plöntur varðar er horft til þriðju út-
gáfu Flóru Íslands, sem kom út árið
1948. Á meðal þeirra plantna sem
ekki koma þar fyrir eru margar trjá-
tegundir sem hvað mest eru notaðar
í skógrækt hér á landi. „Þetta eru
allar trjátegundir sem við notum í
skógrækt nema þær innlendu, reyni-
viður, birki og blæösp,“ segir Að-
alsteinn Sigurgeirsson, forstöðu-
maður Rannsóknarstöðvar skóg-
ræktar og sviðsstjóri rannsókna-
sviðs Skógræktar ríkisins. Hann
segir þær tegundir sem mikilvæg-
astar séu í skógrækt í dag varla hafa
verið gróðursettar hér á landi fyrr
en upp úr síðari heimsstyrjöld eða
um svipað leyti og Flóra Íslands var
tekin saman. Þar sem miðað hafi
verið við það að tegund væri farin að
fjölga sér náttúrulega til að teljast
ílend, væri þessar tegundir ekki að
finna í ritinu.
Svandís Svavarsdóttir umhverf-
isráðherra sagði nýverið í viðtali við
Fréttablaðið, að ekki ætti að lesa of
mikið í ákvæði frumvarpsins sem
snúa að flutningi plantna á svæði á
hverjum þær koma ekki náttúrulega
fyrir. Aðalsteinn segir frumvarps-
tillögurnar ákaflega skýrar. „Það er
allt bannað nema það sem sér-
staklega er leyft með undanþágum,“
segir hann. Í frumvarpstillögunum
er vísað til skrár, sem útbúin verður,
yfir þær tegundir sem undanþegnar
eru ákvæðum laganna. Samkvæmt
upplýsingum frá ráðuneytinu verða
um 50 tegundir á þeirri skrá.
Ekkert samráð við smíðina
Ætla má að erfitt geti reynst að
taka afstöðu til mögulegra afleiðinga
lagabreytinganna, til dæmis á skóg-
rækt, nema skráin yfir undanþegnar
tegundir sé höfð til hliðsjónar. Að-
alsteinn segist ekki hafa séð hana og
ekkert samráð hafa verið haft við
Skógrækt ríkisins við frumvarps-
vinnuna. „Ég hef spurst fyrir annars
staðar, og það kannast enginn við að
samráð hafi verið haft við hags-
munaaðila, hvorki í skógrækt né í
öðrum greinum, landgræðslu eða
landbúnaði, áður en tillögurnar
voru settar fram,“ segir hann.
Frestur til að skila at-
hugasemdum við frum-
varpið til umhverfisráðu-
neytisins var upphaflega
til 7. janúar, en hefur
verið framlengdur og
er nú til 21. janúar
næstkomandi.
Óánægja með ný
náttúruverndarlög
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Varnir Með frumvarpi um breytingar á náttúruverndarlögum er leitast
við að tryggja líffræðilegan fjölbreytileika og verjast ágangi nýrra tegunda.
„Það eru allar tegundir, að því
er virðist, sekar uns sakleysi
þeirra er sannað,“ segir Að-
alsteinn, spurður að því hvort
litið sé á allar tegundir sem
ekki eru skráðar í Flóru Ís-
lands eða á undanþáguskrá.
„Þetta eru rússalerki, sitka-
greni, stafafura, alaskaösp,
hvítgreni, blágreni, og svona
tuttugu aðrar tegundir. Sumar
eru svona minniháttar teg-
undir, svo ég tali nú ekki um
þær tegundir sem gætu átt
eftir að vera mikilvægar í
skógrækt okkar með hlýnandi
loftslagi, sem við vitum
sjálfsagt minna um. List-
inn er í sjálfu sér enda-
laus yfir tegundir sem
eru ekki einu sinni
komnar á skrá hjá
okkur í dag, en
gætu orðið mik-
ilvægar þegar
fram líða stund-
ir.“
Allar teg-
undir sekar
FRAMANDI TEGUNDIR