Morgunblaðið - 28.12.2010, Page 17

Morgunblaðið - 28.12.2010, Page 17
17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2010 Leika Leikskólabörn í Hafnarfirði skemmtu sér vel þegar þau brugðu sér út fyrir lóð skólans síns ásamt kennurum. Hlýtt hefur verið í veðri undanfarið – það gerir útiveruna enn skemmtilegri. Eggert Vonandi mun sá tími sem eftir er af árinu ekki koma í veg fyrir að árið 2010 marki tíma- mót hvað varðar sögu- lega lítinn fjölda lát- inna í umferðinni á Íslandi. Það eru þó blendnar tilfinningar sem kvikna við fréttir af slíkri „jákvæðri þró- un“ því sjö ein- staklingar hafa látið líf- ið í umferðinni það sem af er ári og enn fleiri slasast alvarlega. Hvað sem öllum samanburði líður þá er það vitanlega óásættanlegur fjöldi. Sættum okkur ekki við dauðsföll Það skal því látið kyrrt liggja hér í þessum skrifum að meta árangurinn í umferðaröryggismálum ársins 2010. Þess í stað vil ég leyfa mér að horfa til framtíðar og draga upp vert og raunhæft markmið sem vonandi landsmenn allir geta sameinast um. Ekki sem nýársheit heldur heit fyrir komandi framtíð. Heit um að við sættum okkur ekki við einhvern óskilgreindan fórnarkostnað í um- ferðinni. Að við sættum okkur að- eins við það að enginn látist. Raunhæfur kostur En er það ekki óumflýjanlegt að fólk láti lífið í umferðinni? Þetta kann að virðast óraunhæft en ef allir þættir svonefndrar núllsýnar eru skoðaðir kemur í ljós að þetta er hægt. Með nútímatækni og þekk- ingu í hönnun bíla og vegamann- virkja ásamt ákveðinni en mik- ilvægri viðhorfsbreytingu stjórnmálamanna og almennings er hægt að útrýma banaslys- um í umferðinni. Við þurfum bara að til- einka okkur það við- horf sem einkennir hjartalag hvers siðaðs manns – að við sætt- um okkur ekki við dauðsfall í umferð- inni. Svonefnd núll- sýn gengur í raun út á það að menn núllstilli „ásættanlegan“ fórnarkostnað hvað varðar líf og heilsu vegfarenda. Vit- anlega höfum við sjálf þar mikið um að segja en í þeim efnum er ekki hægt að ná 100% árangri. Mannleg mistök munu ætíð verða til staðar en við getum hinsvegar séð til þess að ástand og hönnun ökutækja og samgöngumannvirkja sé með þeim hætti að vegfarendum sé þyrmt ef og þegar þeir gera mistök. Mikill efnahagslegur ávinningur Til að innleiða núllsýnina þarf vissa hugarfarsbreytingu, bæði meðal almennings og ráðamanna. Aðalfyrirlesari á Umferðarþingi 2010 var Claes Tingvall sem starfað hefur að umferðaröryggismálum í heimalandi sínu Svíþjóð og víðar um heim frá árinu 1976. Hann er einn aðal-hugmyndasmiður núll- sýnarinnar og í máli hans kemur fram að hægt sé að bæta lífsgæði fólks og auka hagsæld í heiminum. Í því sambandi má nefna að sterk rök eru fyrir því að kostnaður vegna umferðarslysa á Íslandi séu á bilinu 30-40 milljarða á hverju ári. Umferðaröryggi í forgang Tingvall lagði á það áherslu að ákvarðanir í vegamálum væru ekki teknar út frá pólitísku sjónarmiði. Hann sagði brýnt að framkvæmda- valdið tæki sínar ákvarðanir á grund- velli ráðgjafar sérfræðinga og rann- sókna sem miða að því að auka umferðaröryggi og fækka slysum en ekki á grundvelli einhverra sérhags- muna. Að ekki sé veitt fjármagn í óarðbær verkefni á einum stað, t.d. til atvinnusköpunar á sama tíma og hægt væri að nota féð á öðrum stað til framkvæmda sem leiða myndu til fækkunar slysa. Slík verkefni yrðu að bíða þess tíma að menn hefðu efni á því með tilliti til mannslífa og fjár- magns. Betur má ef duga skal Það er mikilvægt að því sé haldið til haga að Vegagerðin hefur unnið ötullega og með markvissum hætti að auknu öryggi í umferðinni, bæði hvað varðar hönnun nýrra vega sem og við lagfæringar á eldri vegaköflum. Sett hafa verið á oddinn verkefni sem samkvæmt nýjustu tækni og þekk- ingu tryggja með sem bestum hætti öryggi vegfarenda. Mörgum þessara verkefna hefur verið forgangsraðað á grundvelli gæðarannsókna á vegum landsins (EuroRAP) auk þess sem markvisst hefur verið unnið að út- rýmingu svonefndra svarbletta í vegakerfinu sem eru vegakaflar sem slysatölur vitna um að séu sér- staklega hættulegir. Á grundvelli umferðaröryggisáætlunar stjórn- valda hefur verið markvisst unnið að úrbótum í þessum efnum en betur má ef duga skal. Stefnt að núllsýn Ögmundur Jónasson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagði núllsýnina áhugaverða og metn- aðarfulla sýn sem auðvitað ætti að stefna að. „Það á enginn að týna líf- inu í umferðarslysi“ sagði Ögmundur og sagði jafnframt að mikilvægt væri að menn innprentuðu með sér að þetta verði ekki aðeins í orði heldur og í verki. „Það er mikilvægt að við öll tileinkum okkur það viðhorf núll- sýnarinnar,“ sagði hann jafnframt. Það er ómetanlegt að ráðherra sam- göngumála taki með svo afgerandi hætti undir sjónarmið núllsýn- arinnar. Vonandi markar þetta við- horf hans þá stefnu að núllsýnin verði hluti af „velferðarstefnu“ íslenskra stjórnvalda. Þetta er framtíðarheit sem við berum vonandi öll gæfu og skynsemi til að fylgja eftir og fram- kvæma sama hvar við erum búsett eða hvaða stjórnmálaflokki við til- heyrum. Ég vil óska landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Eftir Einar Magnús Magnússon » Við þurfum bara að tileinka okkur það viðhorf sem einkennir hjartalag hvers siðaðs manns – að við sættum okkur ekki við dauðsfall í umferðinni. Einar Magnús Magnússon Höfundur er upplýsingafulltrúi Umferðarstofu. Að engin látist í umferðinni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.