Morgunblaðið - 28.12.2010, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2010
✝ Einar Gunnarssonfæddist á Ísafirði
22. mars 1929. Hann
lést á heimili sínu 19.
desember 2010.
Foreldrar Einars
voru Þóra Steinunn
Elíasdóttir, f. 29. júní
1901 í Efranesi, Staf-
holtstungum, d. 14.
maí 1970, og Gunnar
Einarsson, f. 9. sept-
ember 1902 á Ísafirði,
d. 30. apríl 1952.
Systkini Einars eru
Elías Halldór, f. 15.
október 1932, d. 30. apríl 1963,
Gunnar Þór, f. 7. febrúar 1939, Ólöf
Hafdís, f. 11. febrúar 1946; sam-
feðra er Sigurður, f. 14. janúar
1926.
Einar kvæntist Sólveigu Guð-
mundsdóttur 24. júlí 1953. For-
eldrar hennar voru Sigríður Guð-
bjartsdóttir, f. 9. nóvember 1897, d.
5. apríl 1987, og Guðmundur Ólafur
Guðmundsson, f. 13. ágúst 1902, d.
Bjarkar Sigurðardóttur eru a) Ísak,
f. 1987, b) Daníel Ratan, f. 1997, og
c) Kaleb, f. 2000, fyrir átti hann
fósturbörnin Gunnar Þór og Ásdísi,
5) Andvana sveinbarn fæddist 11.
febrúar 1966, 6) Halldóra Ein-
arsdóttir, f. 10. ágúst 1967, gift
Guðmundi Sveinbjörnssyni, börn
þeirra eru a) Sveinbjörn, f. 1991, og
b) Sólveig, f. 1995, 7) Málfríður
Hrund Einarsdóttir, f. 16. janúar
1974, börn hennar og Þórs Sigurðs-
sonar eru a) Emma Lind, f. 2003, og
b) Emil Örn, f. 2006.
Einar stundaði sjómennsku frá
unga aldri á bátum og togurum,
hann útskrifaðist sem stýrimaður
1953 og starfaði í 23 ár á hvalbát-
unum; síðan vann hann hjá Ísal í
Straumsvík í 28 ár þar til hann
hætti að vinna vegna aldurs. Einar
hafði alla tíð mikinn áhuga á öllu
sem tengdist sjómennsku; seinni ár
áttu íþróttir stóran hlut af hans
áhugasviði; ferðalög bæði utan og
innanlands veittu honum mikla
ánægju.
Útför Einars fer fram frá Víði-
staðakirkju í Hafnarfirði í dag, 28.
desember 2010, og hefst athöfnin
kl. 13.
21. júní 1978. Börn
Einars og Sólveigar
eru: 1) Sigríður
Einarsdóttir, f. 22.
ágúst 1952, gift Þóri
Úlfarssyni, sonur
þeirra er Jón Gunnar,
f. 1980, 2) Gunnar
Einarsson, f. 11. októ-
ber 1953, kvæntur
Sigríði Erlu Guð-
mundsdóttur, synir
þeirra eru a) Einar, f.
1976, kvæntur Söru
Jóhannsdóttur, þau
eiga 3 börn, b) Guð-
mundur Smári, f. 1982, kvæntur
Hönnu Sigrúnu Helgadóttur, þau
eiga 2 syni, 3) Sigurveig Sjöfn Ein-
arsdóttir, f. 28. júní 1955, gift Krist-
jáni Sigurðssyni, börn hennar og
Jóhanns Baldurssonar eru a) Bald-
ur, f. 1974, kvæntur Brynju Krist-
jánsdóttur, þau eiga 4 börn, b) Ein-
ar Þór, f. 1979, c) Sólveig, f. 1983,
hún á 2 börn, 4) Þór Jakob, f. 6. nóv-
ember 1959, synir hans og Elvu
Okkur langar að minnast pabba
okkar sem féll frá mjög skyndilega
og er sárt saknað. Hann var okkur
svo mikil fyrirmynd í því að líta björt-
um augum á tilveruna. Hann stund-
aði sjóinn fyrstu ár ævi okkar, en eft-
ir að hann kom í land vann hann hjá
Ísal.
Pabbi var einstakur maður, hann
var börnum sínum og afkomendum
mikill og góður félagi, það var sama
hvort horft var á íþróttir eða Tomma
og Jenna; allir fengu að njóta sín í
hans návist. Hann sá svo gott í hverj-
um einasta manni, hann sagði oft:
„Það er enginn maður leiðinlegur
heldur misskemmtilegur.“ Ef verið
var að hnýta í fólk sagði hann: „Það
skapar sig enginn sjálfur.“
Pabbi og mamma ferðuðust mikið
bæði utanlands og innanlands, hann
elskaði landið sitt. Vestfirðir og
Hafnarfjörður voru honum dýrmæt-
astir af öllum stöðum á landinu. Í öll-
um þeirra ferðalögum elskaði hann
að fara í móakaffi. Við eigum ótal
skemmtilegar minningar sem eiga
eftir að kalla fram ekki bara bros
heldur skellihlátur, verða það okkur
dýrmætar minningar í framtíðinni.
Guð blessi minningu hans.
Sigríður, Sigurveig og Halldóra.
Elsku hjartans pabbi minn. Nú
ertu farinn í langferð. Þó að þú hafir
farið óvænt og á þeim tíma sem hátíð
fer í hönd þá er maður sáttari í hjart-
anu að vita að þú fórst eins og þú ósk-
aðir þér, ekki veikur, heima hjá
mömmu og á undan mömmu. Með
hverju tári streyma fram minningar.
Öll ferðalögin með ykkur mömmu,
þegar ég var lítil, og svo ógleyman-
legar ferðir og dýrmætar samveru-
stundir með ykkur mömmu, Þór og
börnunum. Það voru sumarbústaða-
ferðir, ferðir kringum landið, yndis-
legar ferðir vestur og ekki má
gleyma ferðinni okkar til Barcelona.
Í Barcelona fórum við á fótboltaleik
sem var hápunktur fyrir þig og þvílík
stemning sem þú tókst þátt í eins og
þú ættir bara ársmiða á alla heima-
leiki liðsins.
Það voru margar sögurnar sem þú
hefur sagt okkur frá bernsku þinni,
störfum og lífi þínu með mömmu.
Þegar þú varst pjakkur á Ísafirði
voru mörg prakkarastrikin sem gam-
an var að heyra frá en eins og þú
sagðir sjálfur þá varstu oft svangur,
þess vegna fannst þér enginn matur
vondur. Og þegar jólakassinn var
sendur úr Melkoti frá ömmu þinni þá
angaði húsið af eplalykt og engin fór
svangur að sofa.
Þú varst alla þína tíð mikill vinnu-
maður og þá lengst af á sjó enda
reyndist þér það erfitt þegar þú
þurftir að hætta að vinna. Þér þótti
það mikill mannkostur ef fólk var
duglegt til vinnu enda sagðirðu oft
hvað þú værir stoltur af hvað börnin
þín væru dugleg að vinna. Mikið á ég
nú góðar minningar, pabbi minn, af
Smyrló. Netavinnan ykkar mömmu,
þú út í skúr að fella og mamma að
taka upp á pípur heima, það voru
margir sem lögðu leið sína í skúrinn
hjá þér í spjall. Og mikið rosalega
voruð þið mamma nú alltaf sæt sam-
an og þú varst alltaf svo ánægður
með Dollý þína, talaðir alltaf um að
þú hefðir ekki átt neitt líf ef ekki
væri fyrir hana mömmu.
Svo voru það börnin og barna-
börnin, eins og þú sagðir, mesti fjár-
sjóður þinn í lífinu, svakalega hefur
þú nú verið stoltur að sjá allan hóp-
inn saman komin eftir andlát þitt til
að kveðja þig, það var mömmu mjög
dýrmæt stund. Elsku pabbi minn og
stundirnar sem þú áttir með Emmu
Lind og Emil Erni og það sem
drengurinn er líkur þér og þú sást
þig svo í honum, sami grallarinn,
endalaust spottavesen, svo gátuð þið
setið tímum saman að horfa saman á
Tomma og Jenna, hlegið saman að
sömu bröndurunum og í útliti tala
allir um að hann sé algjör eftirmynd
afa síns. Og Emma Lind, litla dátan
hans afa, alltaf svo góð við afa.
Stundirnar okkar saman, elsku
pabbi, eru mér dýrmætari en gull.
Úti að reykja áttum við okkar
gæðastundir og spjölluðum mikið
saman um það sem okkur bjó í
brjósti, enda er skrítið að sitja ein úti
á svölum, stóllinn þinn auður. Síð-
ustu tvær vikur sem þú varst hér hjá
okkur komstu mikið hér yfir bara til
að vera hjá mér og krökkunum,
horfa á sjónvarpið og eiga gott spjall.
En nú er komið að kveðjustund,
sársaukinn nístir inn í hjarta, en ég
lofa, elsku pabbi, að við fjölskyldan
munum halda utan um mömmu,
gæta hennar vel eins og þú talaðir oft
um. Með ástarkveðju að eilífu frá
mér og börnunum.
Elska þig endalaust.
Málfríður Hrund.
Ég vil minnast Einars afa míns
með nokkrum orðum, hann var stór-
kostlegur maður sem sá aðeins það
besta í fólki. Hann var alltaf glaður
og í góðu skapi, ekki man ég eftir því
að sjá afa minn reiðan eða fúlan.
Þegar börn voru með læti eða vesen
var hann vanur að hlæja og segja:
„Þessi börn eru svo yndisleg, það er
svo gaman að þeim. Hugsið ykkur
hversu ríkur maður er að eiga svona
mikið af börnum, afabörnum og
langafabörnum, ég er sko ríkur.
Leyfið þeim að leika sér, þetta eru
bara börn.“ Óskaplega var hann allt-
af þakklátur yfir að eiga okkur.
Hann afi var hörkuduglegur mað-
ur sem var alltaf vinnandi, ef hann
var ekki í Straumsvík þá var hann að
fella net úti í bílskúr heima á Smyrla-
hrauni og alltaf gaf hann mér og
Fríðu frænku tíma þegar við komum
út í skúr. Sem unglingur dvaldi ég
löngum stundum hjá ömmu og afa og
fékk ég tækifæri til að kynnast hon-
um afa mínum vel.
Ég á afa mínum mikið að þakka
hvernig maður ég er í dag, hann
kenndi mér að líta á björtu hliðarnar
og koma vel fram við aðra, já það
kunni afi upp á tíu, alltaf tilbúinn
með sitt stóra faðmlag og stóra knús,
af því átti hann nóg fram á síðasta
dag.
Elsku afi minn, takk fyrir þau 36
ár sem ég fékk með þér, ég mun
hugsa vel um hana ömmu fyrir þig.
Ég sé þig síðar og þá veit ég að mín
mun bíða stórt faðmlag og stórt
knús.
Hvíl í friði afi minn.
Baldur Jóhannsson.
Afi minn var einstakur maður,
einn sá besti sem ég hef þekkt. Ég
veit ekki um neinn jafn jákvæðan og
umhyggjusaman mann á ævi minni.
Ég man alltaf þegar hann sat í sínu
sæti og horfði með mér á Tomma og
Jenna eða The Flintstones eða
TCM. Við höfðum svo sannarlega
gaman af því að horfa á gamlar
myndir eða spila og hann leyfði mér
alltaf að vinna.
Ég mun svo sakna þess að þegar
maður knúsaði hann sagði hann mér
hve yndisleg ég væri og hversu mik-
ið honum þótti vænt um mig. Ég
mun sakna þín afi, ég elska þig.
Sólveig Guðmundsdóttir.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Vald. Briem.)
Elsku besti afi minn.
Ég er ennþá að reyna að átta mig
á því að þú sért farinn. Þú hefur allt-
af verið svo stór partur í okkar lífi.
Fullur af jákvæðni og leyfðir okkur
að heyra eins oft og hægt var
hversu stoltur þú varst af okkur öll-
um. Þú talaðir svo mikið um hvað þú
varst ríkur. Ríkur að eiga svona
stóra og góða fjölskyldu. Fjölskyldu
sem þú getur verið stoltur af.
Það eru alveg óteljandi minning-
ar sem við eigum af þér, elsku afi
minn. Mér verður hugsað til afmæl-
isveislunnar hennar Emmu Lindar,
daginn fyrir andlát þitt. Þegar ég
leit á þig og þú sast svo sáttur með
bros á vör og horfðir á öll börnin
vera á leik og þú talaðir um hvað
börnin eru dýrmæt. Þessi einlæga
gleði yfir að fá að sjá börnin vaxa og
dafna. Þetta er svo lýsandi fyrir
þann mann sem þú hafðir að geyma.
Ég ætla að enda á seinustu orð-
unum sem ég sagði við þig þegar þú
varst á lífi:
Ohh, þú ert svo sætur, afi minn.
Þín er sárt saknað.
Sólveig Jóhannsdóttir og börn.
Einar Gunnarsson
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÁSTRÍÐUR ODDBERGSDÓTTIR
frá Ási í Nesjum,
lést á Hjúkrunarheimili Heilbrigðisstofnunar
Suðausturlands miðvikudaginn 22. desember.
Útförin fer fram frá Hafnarkirkju miðvikudaginn
29. desember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Hjúkrunarheimili HSSA.
Þökkum auðsýnda samúð.
Ásdís Marteinsdóttir, Gísli Eymundur Hermannsson,
Hrollaugur Marteinsson, Sigríður Elísa Jónsdóttir,
Anna Elín Marteinsdóttir, Árni Sverrisson.
✝
Ástkær sambýliskona, móðir mín og systir okkar,
HULDA SASSOON,
Þórðarsveig 36,
lést 10. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Anton Haukur Gunnarsson,
dóttir og systur.
✝
Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur og frændi,
GUNNAR ELLERTSSON,
lést umvafinn fjölskyldu sinni á heimili sínu,
Bjarnastöðum Vatnsdal, að kvöldi Þorláksmessu
23. desember.
Ellert Pálmason, Vigdís Theodóra Bergsdóttir,
Pálína Bergey Lýðsdóttir, Bjarni Kristinsson,
Hekla Birgisdóttir,
Pálmi Ellertsson,
Oddný Rún Ellertsdóttir,
systkinabörn og fjölskyldur þeirra.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
GRÉTAR ÁSS SIGURÐSSON
viðskiptafræðingur,
Brúnastekk 11,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum Hringbraut miðvikudaginn
22. desember.
Sigrún Andrewsdóttir,
Sigurður Áss Grétarsson, Árelía Eydís Guðmundsdóttir,
Andri Áss Grétarsson, María Árdís Gunnarsdóttir,
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Steinunn H. Blöndal,
Helgi Áss Grétarsson, Ólöf Ingvarsdóttir
og barnabörn.
✝
Móðir mín,
ANNA VILBORG MAGNÚSDÓTTIR
frá Hraunholtum í Hnappadal,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni, Reykjavík, á
Þorláksmessu, 23. desember.
Útförin fer fram frá Laugarneskirkju fimmtudaginn
30. desember kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarsjóð
Sóltúns.
Fyrir hönd aðstandenda,
Reynir Ingibjartsson.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
GUÐNI ÁGÚSTSSON,
Keilufelli 20,
Reykjavík,
sem lést fimmtudaginn 16. desember á Landspítal-
anum Fossvogi, verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju fimmtudaginn 30. desember kl. 13.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Ólafía Þorsteinsdóttir.