Morgunblaðið - 28.12.2010, Side 28
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2010
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Leikritið Ofviðrið eftir William
Shakespeare verður frumsýnt í
Borgarleikhúsinu annað kvöld, í
leikstjórn Oskaras Korsunovas sem
er margverðlaunaður leikhússtjóri
borgarleikhússins í Vilníus og marg-
verðlaunaður fyrir sín störf.
Ofveðrið gerist á eyju, einhvers-
staðar og hvergi – í ríki hugarflugs-
ins. Þar ræður Prospero ríkjum
(Ingvar E. Sigurðsson) og hefur
dvalið þar í útlegð árum saman
ásamt ungri dóttur sinni (Láru Jó-
hönnu Jónsdóttur), skrímslinu Ka-
liban (Hilmi Snæ Guðnasyni) og
þjóni sínum Ariel (Kristínu Þóru
Haraldsdóttur). Tækifæri gefst til
að gera upp málin þegar ofsaveður
skolar á land skipi þeirra sem á sín-
um tíma sviku Prospero.
Sannleikur í klassíkinni
„Shakespeare á alltaf við; þar er
svo ríkur sagnabrunnur að leita í,“
segir Magnús Geir Þórðarson,
leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu.
„Okkur fannst vera kominn tími á
Shakespeare og fannst Ofviðrið eiga
erindi; þjóðin hefur gengið gegnum
miklar raunir á síðustu misserum og
þá getur verið gott að leita sannleik-
ans í klassíkinni. Þar er oft að finna
svör við stóru spurningunum.“
Magnús Geir segir margar ástæð-
ur fyrir því að Ofviðrið varð fyrir
valinu, ekki síst að það var gamall
draumur leikstjórans að setja Of-
viðrið á svið.
„Auk þess vorum við sammála um
að það ætti ágætlega við, miðað við
hvar íslenska þjóðin er stödd. Of-
viðrið gerist í kjölfar mikilla áfalla,
þetta er eftirleikur stormsins og
verkið endar á fyrirgefningu og upp-
hafi nýrra og bjartari tíma. Að
mörgu leyti er þetta bjart verk. Of-
viðrið á ríkt erindi við Íslendinga í
dag.“
Leikhús í leikhúsinu
Oskaras Korsunovas er í hópi
kunnustu leikstjóra heims í dag og
Magnús Geir segir það lengi hafa
verið draum sinn, og fleiri íslenskra
leikhúsmanna, að fá hann til Íslands.
„Eitt af fyrstu verkum mínum eft-
ir að ég var ráðinn í Borgarleikhúsið
var að leggja snörur fyrir Kors-
unovas,“ segir hann. „Hann er afar
eftirsóttur og bókaður langt fram í
tímann og því var ekki sjálfgefið að
hann fengist til að vinna með okkur.
Nú eru tvö ár síðan gengið var frá
ráðningu Oskarasar og ákveðið var
að setja upp Ofviðrið. Síðan hefur
hann fylgst vel með því sem er að
gerast í Borgarleikhúsinu, séð flest-
ar sýninga okkar á þessum tíma og
kynnst leikhópnum vel. Auk þess
hefur Oskaras sótt mikið í náttúru
Íslands og viðað að sér upplýsingum
um stöðu mála hér á landi. Þótt hann
leikstýri líka nútímaverkum er
Korsunovas afar reyndur leikstjóri
klassískra verka, ekki síst Shake-
speare. Hann hefur djúpan skilning
á skáldinu og skýra sýn á verkið.
Leiðin sem hann fer er að mínu mati
heillandi. Þetta er síðasta verk
Shakespeares og að vissu leyti upp-
gjör við listina, ævistarfið og leik-
húsið. Í uppfærslunni nálgast Kors-
unovas þetta þar; sýningin er að
miklu leyti óður til listarinnar, leik-
hússins og skáldskaparins. Prospero
er leikstjórinn og eyjan sem verkið
gerist á verður að leikhúsi. Á sviðinu
birtist því leikhús í leikhúsinu og við
finnum í senn fyrir leikaranum
sjálfum og persónunni sem hann
leikur,“ segir Magnús Geir.
Á sviðinu Ofviðrið er „að vissu leyti uppgjör við listina, ævistarfið og leikhúsið,“ segir Magnús Geir Þórðarson.
„Ofviðrið á ríkt erindi
við Íslendinga í dag“
Elektra Ensemble heldur áramóta-
tónleika á Kjarvalsstöðum á fimmtu-
dagskvöldið og hefjast þeir kl. 20.
Efnisskrá tónleikanna er sett
saman til að fagna áramótunum þar
sem bregður fyrir hinum ýmsu dans-
formum. Rímnadans, valsar, tangó-
ar, sverðdans og elddans munu
hljóma, m.a. verk eftir Atla Heimi
Sveinsson, Jón Leifs og de Falla.
Elektra Ensamble Dansinn er und-
irliggjandi í efnisskránni.
Áramóta-
tónleikar
Valgerður Þóra
hefur sent frá sér
bókina Á milli
heima. Er þetta
hennar áttunda
bók, sú fyrsta í
fjögur ár. Sagan
er um skólabörn
sem m.a. halda
fundi með skóla-
stjórum og kenn-
urum skóla í Reykjavík, Kópavogi
og Þýskalandi og eignast síðan land-
skika á Indlandi gegnum samtök á
Indlandi til að byggja þar skóla fyrir
fátæk börn. Börnin safna peningum
til byggingar skólans. Kennararnir
fræða börnin um einnig um allt sem
tengist álverksmiðjum og þau fá
ánægjulegan fund með ráðherra í
kjölfarið.
Ný bók Val-
gerðar Þóru
Valgerður Þóra
Vetrarhefti tíma-
ritsins Þjóðmála
2010 er komið út
Meðal efnis er
ítarleg rannsókn-
arritgerð Gústafs
Níelssonar um
vanhugsaða bar-
áttu Íslands fyrir
sæti í Örygg-
isráði SÞ, Ólöf
Nordal fjallar um óðagotið varðandi
fyrirhugaðar stjórnarskrárbreyt-
ingar, Ragnhildur Kolka segir frá
skrifum Dalrymple um hnignun
vestrænna velferðarríkja og Björn
Bjarnason skrifar um vaxandi virð-
ingarleysi stjórnvalda fyrir lögum
og rétti.
Að vanda birtast einnig allmargir
ritdómar í Þjóðmálum.
Vetrarhefti
Þjóðmála
Þjóðmál - nýtt hefti
Jólasýning Borgarleikhússins,
Ofviðrið eftir William Shake-
speare, verður frumsýnd á
Stóra sviðinu annað kvöld. Of-
viðrið er síðasta leikritið sem
breski skáldjöfurinn skrifaði,
gleðileikur sem sagður er ein-
kennast af húmor, ást og krafti.
Litháinn Oskaras Kors-
unovas, sem er eftirsóttur leik-
stjóri á alþjóðlega sviðinu, leik-
stýrir og meðal leikara eru þau
Ingvar E. Sigurðsson, Hilmir
Snær Guðnason og Kristín Þóra
Haraldsdóttir.
Verkið er sett upp í samstarfi
við Íslenska dansflokkinn.
Leikmynd hannar Vytautas
Narbutas, Fillipía I. Elíasdóttir
sér um búninga og Björn Berg-
steinn lýsingu. Högni Egilsson
semur tónlistina og danshöf-
undur er Katrín Hall.
Sölvi Björn Sigurðsson hefur
þýtt Ofviðrið fyrir uppfærsluna.
Valinkunnir
þátttakendur
OFVIÐRIÐ FRUMSÝNT
Munið að
slökkva á
kertunum
Slökkvilið
höfuborgasvæðisins
Útikerti eru oft staðsett
þannig að hætta er á að
yngsta kynslóðin rekist
í þau og að yfirhafnir
fullorðinna, sérstak-
lega kápur og frakkar
fullorðinna sláist í loga
þeirra.