Morgunblaðið - 28.12.2010, Qupperneq 30
1 Þingmaðurinn Ásbjörn Óttarsson segir íslenskum listamönnumað fá sér almennilega vinnu. Listheimurinn fór á annan endann.
2 Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson tjáir sig um muninn ákynjunum á vefsíðunni Bleikt.is. Spurður að því hver væri
„stærsti kostur og ókostur“ kvenfólks svaraði Sveinn m.a.: „Að
sama skapi getur það verið þeirra stærsti ókostur þegar þær vantar þennan dýpri
skilning á því hvað karlmennirnir eru frábrugðnir; hvað við þurfum mikið að leika
okkur og vera með félögunum. Margt í fari kvenna getur verið bæði kostur og
ókostur. Auðvitað er það kostur hversu umhugað þeim er að hafa heimilið fínt og
börnin vel til höfð, en að sama skapi er það ókostur að þurfa alltaf að vera að
blanda karlmanninum inn í þetta.“
3 Hringekjan í Sjónvarpinu. Beinlínis óþægilegt að horfa á þennan þátt á köfl-um. Brrrrr, kjánahrollur!
4 Gillzenegger segist vilja „kjöta“ Sjón. Það væri forvitnileg sjón. Gillz vill líka fá með-limi Rithöfundasambandsins í „Burn-partí“ og birta mynd af sjálfum sér berum að of-
an framan á Símaskránni. Hugmyndaflug óskast.
5 Sorphirðumaðurinn Michael Carroll sóaði tveggja milljarða króna lottóvinningi á áttaárum og fór að því loknu á atvinnuleysisbætur. Peningunum sóaði hann m.a. í fíkniefni
og gleðikonur.
6 Foreldrar tóku börn sín úr kaþólskum einkaskóla í Mílanó á Ítalíu þar sem þeim þóttikennslukona í skólanum of kynþokkafull til að geta sinnt starfi sínu, fegurðardrottn-
ingin Ileana Tacconelli. Móðir eins barnanna sagði þokka Tacconelli trufla nemendur.
7 Kaupþing var með geymslu í Skútuvogi í Reykjavík þar sem voru bílar, veiðigræjur,tjaldvagnar og fleira sem stjórnendur bankans höfðu aðgang að. Þetta kom fram í
skýrslu sem Lilja Steinþórsdóttir, innri endurskoðandi Kaupþings, gaf hjá rannsóknarnefnd
Alþingis. Já, flott skal það vera fyrir fína karla.
8 Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunarbrautar Listaháskóla Íslands og fata-hönnuður, sendi Evu Maríu Jónsdóttur, dagskrárgerðarkonu á RÚV, bréf eftir úr-
slitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins og tjáði í því þá skoðun sína að kjólarnir sem
hún, Eva María, og Ragnhildur Steinunn klæddust og voru hannaðir af Birtu Björns-
dóttur hefðu verið ljótir. Linda sagði að Sjónvarpinu bæri skylda til að sýna ávallt það
sem er best væri í menningu, hönnun og listum og hefði brugðist
þeirri skyldu sinni. Brrrrrr …
9 Jón Hilmar Hallgrímsson, kallaður Jón Stóri,segir í viðtali við Mónitor að hann hafi komist að
þeirri niðurstöðu að gallarnir væru fleiri en kost-
irnir við kókaínneyslu. Það þarf nú varla mikla
rannsóknarvinnu til að komast að þeirri nið-
urstöðu.
10 Sveitarfélagið Árborg setti nýjakattareglugerð sl. sumar um að
kettir í sveitarfélaginu sem færu út úr
húsi yrðu að vera í bandi. Kettir eru
s.s. hundar í Árborg.
11 Þjóðfundur hinn seinni.Niðurstaða: Öll dýrin í
skóginum eiga að vera vinir,
perluvinir.
Kjánahrollur
ársins
Hér skulu rifjuð upp ummæli og viðburðir á árinu
2010 sem vöktu mörgum manninum kjánahroll
1
5
7
3
4
8
2
6
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2010
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
Á hverju ári síðastliðin þrettán ár hafa
tónlistarmenn haldið tónleika fyrir
Styrktarfélag krabbameinssjúkra
barna (SKB) í Háskólabíói við Haga-
torg rétt fyrir áramótin. Tónleikarnir
verða haldnir á fimmtudaginn, hinn
30. desember. Á undanförnum árum
hafa yfir 34 milljónir króna safnast
fyrir SKB. Tónleikarnir voru fyrst
haldnir í desember árið 1998. Hljóð-
og ljósakerfi hefur verið lánað af EB
kerfi á hverju ári frá upphafi og eins
hefur Háskólabíó lánað aðstöðuna
endurgjaldslaust frá upphafi. Frændi
Einars Bárðarsonar veiktist ungur að
krabbameini sem varð til þess að hann
fékk tónlistarmenn til að halda tón-
leika til styrktar félaginu. „Hann Ein-
ar Björnsson hjá EB kerfum á jafn
mikinn heiður af þessu og ég,“ segir
Einar. „Og ekki væri þetta hægt nema
af því að tónlistarmennirnir eru til-
búnir að gefa vinnu sína í þetta.“ En í
ár eru það stórhljómsveitir eins og
Sálin hans Jóns míns, Dikta, Ingó,
Sveppi, Friðrik Dór, Skítamórall,
Jónsi og fleiri úr landsliði íslenskra
tónlistarmanna sem munu spila.
„Miðasalan er á fullu á midi.is. Við höf-
um aldrei opnað hana áður fyrir jól, en
gerðum það núna og það var strax bú-
ið að selja nokkur hundruð miða fyrir
jólin þannig að það er um að gera að
kaupa miða sem fyrst. Það er gefandi
að mæta á þessa tónleika og skemmta
sér vitandi að hver einasta króna fari
óskert í þetta málefni,“ segir Einar.
Óskar Örn, framkvæmdastjóri
SKB, segir að þeir séu bara hamingju-
samir þiggjendur á þessum tón-
leikum. „Hann Einar sér bara um
þetta. Við höfum sáralítið komið að
þessu fyrir utan að mæta og njóta
skemmtilegra tónleika og þiggja þetta
fé sem til safnast. Þetta skiptir máli í
að hjálpa okkur til að veita þeim börn-
um sem greinast með krabbamein og
fjölskyldum þeirra þjónustu,“ segir
Óskar Örn.
Spilað til styrktar veikum börnum
Stórtónleikar í Háskólabíói á fimmtudaginn Krabbameinssjúk börn fá ágóðann
Búið að halda þessa tónleika í 13 ár og samtals hafa safnast 34 milljónir króna
Ljósmynd/Halldór Kolbeins
Einvalalið Flestar vinsælustu sveitir landsins munu spila í Háskólabíói á
fimmtudagskvöldið til styrktar SKB. Sálin hans Jóns míns á sviði.
Að sögn Einars Bárðasonar hef-
ur aldrei nokkur hljómsveit sagt
nei við því að gefa vinnu sína til
styrktar SKB á þessu einu af
síðustu kvöldum ársins. En að-
eins tvær hljómsveitir hafa náð
að vera öll árin sem þau hafa
verið starfandi og það er Sálin
hans Jóns míns og Skítamórall.
Að vanda munu þær spila á
fimmtudagskvöldið. En auk
þeirra eru nýrri hljómsveitir
einsog Dikta, Stórsveitin Buff
og hinn heillandi Friðrik Dór
sem hefur sjarmerað unga fólk-
ið uppúr skónum undanfarin ár.
Stuðhljóm-
sveitir
TÓNLIST