Morgunblaðið - 28.12.2010, Qupperneq 32
AF JÓLAMYNDUM
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Á dögunum birti kvik-myndavefurinn Empirelista yfir bestu jólakvik-
myndir allra tíma, að mati lesenda
vefjarins, og hreppti ofbeldis-
myndin Die Hard fyrsta sætið, en
sú mynd var frumsýnd á jólum 1988
og fer hasarinn fram í jólaboði í há-
hýsi mikils fyrirtækis. Lengra nær
jólaboðskapurinn ekki í þeirri
mynd, ef frá er talinn hamingju-
endir þar sem allir kyssast og verða
vinir eftir að hryðjuverkamönnum
hefur verið komið fyrir kattarnef.
Á listanum var hins vegar
einnig öllu jólalegri kvikmynd sem
virðist alltaf komast á lista yfir tíu
bestu jólamyndir allra tíma, a.m.k.
þegar Bandaríkjamenn fá að ráða,
It’s a Wonderful Life með hinum
dásamlega leikara James Stewart í
aðalhlutverki, frá árinu 1946. Hvað
er það eiginlega við þessa kvik-
mynd sem gerir hana að slíku jóla-
eftirlæti? Jú, ég sá hana í fyrsta
sinn um daginn og skil nú vel af
hverju hún á fast sæti á jólalistum.
Boðskapurinn er nefnilega sá að líf-
ið sé dásamlegt og að öll él birti upp
um síðir, hversu svört sem þau
kunna að vera og að öll séum við nú
mikilvæg hér á jörð. Þetta er auð-
vitað voða sætt og fallegt en lífið er
nú öllu flóknara í raunveruleik-
anum, ekki eru allir svo heppnir að
höndla hamingjuna á lífsleiðinni,
sumir deyja úr hungri, aðrir úr
kulda o.s.frv. Litla stúlkan með eld-
spýturnar veit allt um það.
It’s a Wonderful Life segir afævi George nokkrum Bailey,
allt frá uppvaxtarárum fram að
miðri ævi. Bailey á sér þann æsku-
draum að nema lönd og lenda í
miklum ævintýrum en þarf að gefa
drauma sína upp á bátinn til að
bjarga smábæ sem hann býr í, Bed-
ford Falls, frá því að lenda í klóm
auðjöfursins Potters. Bailey tekur
að sér að reka lánastofnun föður
síns og veitir mörgum þurfandi
bæjarbúanum fjárhagsaðstoð og
gerir fólki kleift að koma sér þaki
yfir höfuðið. Bailey er dáður mjög í
bænum fyrir örlæti sitt og vænt-
umþykju í garð bæjarbúa, kvænist
æskuástinni sinni og eignast með
henni fjögur falleg börn. En babb
kemur í bátinn þegar frændi hans
og samstarfsmaður týnir mikilli
fúlgu fjár og stefnir allt í að stofn-
unin fari á hausinn og Bailey með.
Og ekki nóg með það því lögreglan
telur Bailey hafa stolið pening-
unum, hann er eftirlýstur og lítur
út fyrir að hans bíði fangelsisvist.
Úrkula vonar tekur hann reiði sína
út á fjölskyldunni, drekkur sig
blindfullan og hyggst fyrirfara sér.
Þá kemur verndarengill til bjargar
(bókstaflega) og sýnir honum
hvernig lífið hefði verið hefði hann
aldrei fæðst. Þarf ekki að spyrja að
því að bærinn hefði orðið eitt alls-
herjar lastabæli og eiginkona Bai-
leys óhamingjusamur bókasafns-
Hið yndislega líf James Stewart
Yndislegt Stewart er stórkostlegur í hlutverki George Bailey í kvik-
myndinni jólalegu, It’s a Wonderful Life.
» Þarf ekki að spyrjaað því að bærinn
hefði orðið eitt alls-
herjar lastabæli og eig-
inkona Baileys óham-
ingjusamur
bókasafnsvörður.
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2010
SÝND Í ÁLFABAKKA
H
-
SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI SÝND Í KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í EGILSHÖLL OG KEFLAVÍK
EXORCISM
THELAST
ÞRIÐJUDAGSBÍÓ Í DAG - KR. 700 GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR, VIP OG 3D MYNDIR
SÝND Í EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, KEFLAVÍK OG SELFOSSISÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
„BREATHTAKING“ - THE PEOPLE
HHHHH
MYND SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ Í BÍÓ
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA
„LANGFLOTTASTA BÍÓUPPLIFUNIN
Á ÖLLU ÁRINU. ÞAÐ ER LOFORÐ!“
- T.V. - KVIKMYNDIR.IS
„JEFF BRIDGES IS SENSATIONAL“
- BOXOFFICE MAGAZINE
„HIGH-STYLE ADVENTURE“
- ROLLING STONE
„PREPARE TO HAVE
YOUR MIND BLOWN“
- J.H, FOX-TV
„3D MOVIE EVENT OF THE YEAR“
- TOTAL FILM
„COOLEST FILM OF THE YEAR“
- S.N, CBS TV
„VISUALLY ARRESTING“
- TIME
EIN MAGNAÐASTA ÞRÍVÍDDARMYND ALLRA TÍMA
700 kr.
Tilboðil
700 kr.
Tilboðil700 kr.
Tilboðil
SAMbio.is
TRON: LEGACY - 3D kl. 3:20 - 5:50 - 8 - 10:40 - 11 10 HARRY POTTER kl. 2 - 5 - 8 - 11 10
TRON: LEGACY kl. 2 - 5:20 - 8 - 10:40 VIP DUE DATE kl. 5:30 - 8 10
MEGAMIND - 3D ísl. tal kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - enskt tal:8:30 L ÆVINTÝRI SAMMA - 3D ísl. tal kl. 1:30 L
THE LAST EXORCISM kl. 10:40 16 KONUNGSRÍKI UGLANNA ísl. tal kl. 1:30 - 3:40 7
LIFE AS WE KNOW IT kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:40 L FURRY VENGEANCE kl. 1:30 L
/ ÁLFABAKKA
TRON: LEGACY kl. 12:15 - 2:45 - 5:20 - 8 - 10:40 10 NARNIA 3D kl. 12:15 - 2:45 - 5:20 - 8 L
MEGAMIND 3D ísl. tal kl. 12:15 - 2:45 - 5:20 L HARRY POTTER kl. 8 10
MEGAMIND 3D enskt tal kl. 10:30 L ÆVINTÝRI SAMMA 3D kl. 12:15 ísl. tal L
LITTLE FOCKERS kl. 2:45 - 5:20 - 8 - 10:10 - 11 12
/ EGILSHÖLL
„ÓGNVÆNLEGA
SKEMMTILEG.“
SARA MARIA VIZCARRONDO
BOXOFFICE MAGAZINE
HHHHH