Morgunblaðið - 28.12.2010, Side 36

Morgunblaðið - 28.12.2010, Side 36
ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 362. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318 1. Létust á brúðkaupsnóttinni 2. Samið um sölu á Heklu 3. Réðust inn á heimili 4. Reykjavík eins og fiskiþorp »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Landinn liggur nú yfir hinum svo- kölluðu jólamyndum eins og lög gera ráð fyrir. Helgi Snær Sigurðsson varpar ljósi á eina slíka í pistli sínum, It’s a wonderful life, þar sem James Stewart fer á kostum miklum »32 Hin sígilda jólamynd  Skráning í hljómsveita- keppnina Wacken Metal Battle er hafin og stendur yfir til 20. janúar. Sigurvegari keppninnar held- ur svo út til Þýskalands sum- arið 2011 og mun spila á Wacken í al- þjóðlegum úrslitum Metal Battle keppninnar. Nánari upplýsingar er að finna á www.metal-battle.com. Skráning í Wacken Metal Battle hafin  Æskuvinirnir Þorsteinn Guðmunds- son og Lýður Árnason slá saman í skemmtikvöld á Nema-Forum í kvöld. Steini og Helgi Svavar Helgason sjá um fyrri hlutann og svo tekur Lýður við með hljómsveitinni Grjót- hruni ásamt þeim Grími Atlasyni, Jóni Elíassyni, Hrólfi Vagnssyni og Pétri Hjalte- sted. Lýður og Þorsteinn í Nema-Forum Miðvikudagur Suðvestlæg átt 5-10 m/s og léttskýjað á austanverðu landinu, en skýjað og yfirleitt þurrt vestantil. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost í innsveitum á A-landi. Fimmtudagur og föstudagur (gamlársdagur) Suðlæg átt 5-10 m/s og dálítil rigning, en þurrt að kalla á austanverðu landinu. Hiti breytist lítið. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Víða léttskýjað á Norður- og Austurlandi en smáskúrir eða él á vestanverðu landinu. Hiti 0 til 5 stig. VEÐUR Það verða FH og Akureyri sem leika til úrslita í deilda- bikarnum í karlaflokki í handknattleik í íþróttahús- inu við Strandgötu í kvöld. Bæði lið unnu stórsigra í gær en FH skellti Fram og Akureyri vann stórsigur á Haukum. Hjá konunum mætast Fram og Valur í úr- slitum. Fram hafði betur á móti Fylki í undanúrslit- unum og Valur marði Stjörnuna. »3 Stórir sigrar hjá Akureyri og FH Arsenal vann í gærkvöld góðan sigur á meisturum Chelsea, 3:1, þegar liðin áttust við í ensku úrvalsdeildinni á Emirates Stadium. Með sigrinum komst Arsenal upp í annað sætið en fyrir leikinn hafði Chelsea unnið fimm síðustu viðureignir liðanna. Allt gengur hins vegar á afturfótunum hjá meisturunum þessa dagana. »1 Arsenal skellti meist- urum Chelsea ÍÞRÓTTIR Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Hálendi Íslands og óbyggðir eru ekki bara sumarland, sem ein- ungis má heimsækja í júlí og ágúst. Á marga staði er hægt að fara allan ársins hring og kjósa sumir jafnvel að verja áramót- unum fjarri byggðum. „Þú sérð í það minnsta flugeld- inn þinn mjög vel, þegar þú skýt- ur honum upp,“ segir Skúli H. Skúlason, framkvæmdastjóri Úti- vistar, þegar hann svarar því hvernig það sé að vera fjarri skarkala borgar og bæja um ára- mót. Löng hefð er fyrir áramóta- ferð Útivistar í Bása á Goðalandi og verður engin undantekning gerð þar á í ár. Nú þegar hafa yf- ir tuttugu manns skráð sig í ferð- ina að sögn Skúla og segir hann því að aðsóknin sé ágæt í ár. Sumir fara aftur og aftur Alls taka skálarnir í Básum mest um 80 manns, en Skúli segir ekki æskilegt að fara með meira en sextíu manns þangað á þessum árstíma, svo vel sé rúmt um fólk. Enn er því hægt að bæta við í ferðina. Hann segir að ferðin sé vinsæl hjá ákveðnum kjarna í Útivist og sumir mæti jafnvel ár eftir ár. En á hverju ári bætast við ný andlit sem vilja upplifa óvenjuleg ára- mót til tilbreytingar. Dagskráin er skemmtileg á hverju ári og er meðal annars far- ið í blysför um Bása, gengið um gil og skorninga og kveikt á blys- um. Á gamlárskvöld er brenna og kvöldvaka auk þess sem farið er í göngu- og skíðaferðir eftir því sem færið leyfir. Þegar vel viðrar er náttúrufegurðin svo auðvitað óviðjafnanleg og ekki skemmir fyrir ef norðurljós leika um himin, ómengaðan af ljósmagni þéttbýlis- ins. Áramótaferð FÍ féll niður Ferðafélag Íslands ráðgerði leið- angur inn í Landmannalaugar yfir áramótin, þar sem fólk gat hvort heldur sem er komið á eigin jeppa eða borgað fyrir far. Sú ferð féll því miður niður vegna dræmrar þátttöku, en eflaust spilar þar inn í veðurfarið að undanförnu og hversu mjög snjó hefur tekið upp á því svæði. Hjá FÍ er engu að síður hægt að borga fyrir afnot af skál- um ef fólk vill vera í þeim á eigin vegum. Um tuttugu manns verða í skálanum í Landmannalaugum yfir áramótin, á eigin vegum. Í óbyggðum um áramótin  Sumir fagna áramótum fjarri mannabyggðum Ljósmynd/Anna Soffía Óskarsdóttir Öðruvísi áramót Í áramótaferð Útivistar inn í Bása á Goðalandi er hefð fyrir blysför á gamlárskvöld. Þá myndast oft skemmtileg stemning þegar blysin lýsa upp kletta og gil. Svo er haldið til kvöldvöku inni í skála. Ferðafélag Íslands verður með stóra ferð í Langadal í Þórsmörk á þrettándanum. Nánast fullbókað er í ferðina en nokkur sæti enn laus, að sögn Páls Guðmunds- sonar framkvæmdastjóra. Hátt í sextíu manns ætla að skella sér. Í þrettándaferðinni eru farnar gönguferðir í Snorraríki og söng- helli, kveiktur varðeldur, og dans- að í kringum hann og jólalögin sungin. Á miðnætti er svo boðið upp á stjörnuskoðun með leiðsögn fararstjóra, ef skýjafarið leyfir. Löng hefð er fyrir þessari þrett- ándaferð og nýtur hún alltaf mik- illa vinsælda, ekki síst hjá fjöl- skyldufólki. Þeir sem ekki komast út úr bænum um sjálf áramótin geta því engu að síður komist í há- tíðlega stemningu í óbyggðum á þrettándanum. Þrettándaferð í Þórsmörkina FERÐAFÉLAGIÐ MEÐ STÓRA FERÐ Á ÞRETTÁNDANUM Alfreð Finnbogason, knatt- spyrnumaður ársins á Íslandi 2010, er kominn af stað með sínu nýja fé- lagi, Lokeren í Belgíu, og er löglegur með því frá áramótum. „Ég verð að vera þolinmóður, bíða eftir mínu tækifæri og reyna að nýta það sem best,“ segir Alfreð. »4 Bíð eftir mínu tækifæri og reyni að nýta það

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.