Morgunblaðið - 10.01.2011, Page 7
lúðustofnsins felist ekki í að friða lúðu
sem er eldri en 10 ára, eins og 90% af
afla þeirra sem stunda beinar lúðuveið-
ar er samansettur. „Tillaga Hafrann-
sóknastofnunarinnar varðandi þá að-
ferð við uppbyggingu fiskstofna gengur
þvert á stefnu hennar gagnvart öðrum
fisktegundum þar sem áhersla er lögð á
friðun ungfisks við uppbyggingu,“ segir
í bréfinu. „Í stað þessarar tillögu vilja
lúðuveiðimenn að allri lúðu styttri en 80
cm sé sleppt. Sú leið hefur verið reynd
hjá nokkrum þjóðum og hefur skilað
góðum árangri í uppbyggingu stofns-
ins.“
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri
Landssambands smábátaeigenda,
skoðaði í framhaldinu löndunartölur á
fiskmörkuðum árið 2009 og reyndi að
finna út meðalþyngd og fjölda einstak-
linga í lúðuafla. „Niðurstaða mín er sú
að lítill fjöldi var veiddur með haukalóð,
en langflestir fiskanna komu sem með-
afli og þá einkum í dragnót,“ segir Örn.
„Mín niðurstaða var að í dragnót hefðu
komið 16.088 lúður og aðeins 222 hefðu
verið þyngri en tíu kíló. Á lúðulínu eða
haukalóð hefðu hins vegar komið 436
lúður og aðeins ein þeirra hefði verið
undir tíu kílóum. Þótt þessar niðurstöð-
ur séu ekki hávísindalegar þar sem erf-
itt er um upplýsingaöflun þá ættu þær
að gefa mynd af þessum veiðum.“
Hafrannsóknastofnun hefur einnig
reynt að meta stærð þeirrar lúðu sem
kemur í einstök veiðarfæri og þar kem-
ur fram að sú lúða sem fæst á línu,
hvort heldur er haukalóð eða venjulega
fiskilínu, er mun stærri en kemur í önn-
ur veiðarfæri.
Aðgerðir erfiðar
Í skýrslu starfshóps um lúðuveiðar
er bent á ýmis vandkvæði sem gætu
staðið í vegi fyrir markvissum aðgerð-
um til verndar lúðustofninum við Ís-
land. Þau helstu eru: a) meginhluti
aflans hefur lengst af verið meðafli í
öðrum veiðum og samanstendur að
mestu leyti af ókynþroska fiski, b) líf-
fræðin er flókin, lítið er vitað um ung-
viðisstig, göngur og hvar uppeldis- og
hrygningarsvæði eru, c) ekkert stofn-
mat er til og d) lúðan lýtur engri veiði-
stjórn, þ.e. engar takmarkanir eru sett-
ar á veiðarnar.
eyrissjóðinn (AGS) og
umsóknina um inngöngu í
Evrópusambandið. Ekki
náðist sátt um þessi ágrein-
ingsmál á fundi þingflokks-
ins 5. janúar sl. og var þá
ákveðið að þau yrðu áfram
rædd á fundi í dag. Þá eru
framundan fundir flokksforystunnar með VG-
félögum víða um land.
Þeir þrír þingmenn vinstri-grænna sem sátu
hjá í atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið á
Alþingi fyrir jól, Lilja Mósesdóttir, Atli Gísla-
son og Ásmundur Einar Daðason, sendu frá
sér greinargerð í gær sem þau lögðu fyrir
þingflokksfundinn í síðustu viku þar sem þau
útskýrðu frekar hvers vegna þau kusu að sitja
hjá í atkvæðagreiðslunni. Þar segir m.a.: „Við
höfðum gagnrýnt fjárlagafrumvarpið frá því í
maí á síðasta ári, en markmiðið með breyting-
artillögunum var að verja velferðarkerfið á Ís-
landi og sporna við kreppustefnu Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins. Óbilgirnin í okkar garð
kom á óvart m.a. í ljósi þess að tillögur annarra
stjórnarliða sem fram komu milli annarrar og
þriðju umræðu höfðu hlotið jákvæða af-
greiðslu þingflokka stjórnarflokkanna og fjár-
laganefndar.“
Meiri niðurskurður síðar
Þá segir að niðurskurður ríkisútgjalda eins
og gert sé ráð fyrir á þessu ári muni „auka
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs fundar í dag öðru sinni frá áramót-
um um djúpstæð ágreiningsmál sem til staðar
eru innan hans, og raunar flokksins í heild, í
tengslum við ýmis stefnumál ríkisstjórnar-
innar, s.s. efnahagsmál, fjárlagafrumvarp rík-
isstjórnarinnar, samstarfið við Alþjóðagjald-
samdráttartilhneiginguna í hagkerfinu enn
frekar sem síðan leiðir til þess að skera þarf
enn meira niður á árinu 2012 en nú er gert ráð
fyrir“. Þeim hafi því verið ómögulegt að styðja
fjárlagafrumvarpið í ljósi þess að fjárlögin
munu „auka vanda heimilanna í landinu og
festa ójöfnuðinn enn frekar í sessi“.
Fjárlagafrumvarpið og vinnubrögðin í
kringum það hafi verið kornið sem fyllti mæl-
inn ofan á önnur mál, s.s. kúvendingu í Ice-
save-málinu, aðlögunarviðræður við Evrópu-
sambandið, málefni Magma Energy og HS
orku o.fl. „Í þessum mikilvægu málaflokkum
hefur verið farið gegn stefnu flokksins og
sáttavilji forystunnar ekki fyrir hendi,“ segir í
greinargerðinni.
Fjárlögin kornið sem fyllti mælinn
Segja þau auka
vanda heimilanna og
festa ójöfnuð í sessi
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2011
Ef þú notar MasterCard kort frá Kreditkorti gætirðu tryggt
barninu þínu ógleymanlega upplifun. Tveir krakkar á aldrinum
7-9 ára verða dregnir út og fara ásamt fylgdarmanni á leik í
UEFA Champions League og leiða leikmenn inn á völlinn í boði
MasterCard, aðalstyrktaraðila UEFA Champions League. Til að
taka þátt þarf að nota MasterCard kortið a.m.k. 10 sinnum frá
10. jan.-1. feb. 2011.
Dregið vikulega um skemmtilega aukavinninga.
UPPLIFUN SEM ALDREI GLEYMIST
Barnið þitt gæti fengið að leiða leikmann inn á völlinn
í leik í UEFA Champions League
Skráðu þig til leiks á www.kreditkort.is
Tæplega 40 þúsund manns hafa
skrifað undir mótmæli á heimasíðu
Félags íslenskra bifreiðaeigenda
gegn rukkun vegatolla á vegum út
frá höfuðborgarsvæðinu. Á heima-
síðu FÍB kemur fram að þegar
37.500 undirskriftir hafi verið
komnar hafi komið í ljós að mót-
mælin berist hvaðanæva af land-
inu, þótt langflestar undirskrift-
irnar séu af höfuðborgarsvæðinu.
Þannig hafi hlutfallslega flestar
undirskriftir komið frá Suðurnesj-
unum en Vesturland og Suðurland
fylgi fast á eftir. Í kvöldfréttum
Útvarps í gær sagði Ögmundur
Jónasson, innanríkisráðherra, að
mótmæli tugþúsunda manna yrði
að taka alvarlega og væri svo mikil
andstaða við vegatolla yrði að
seinka vegaframkvæmdunum sem
þeim er annars ætlað að greiða
fyrir.
ingibjorgrosa@mbl.is
Mótmæla
vegatollum