Morgunblaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2011 K O R T E R . I S Þrettándagleði Hauka verður á Ás- völlum í dag, mánudag. Hátíðin hefst kl. 18 með gleði, söng og dansi undir stjórn Magga Kjartans og Helgu Möller. Álfar púkar og tröll verða á staðnum og jólasveinninn kíkir í heimsókn. Hægt verður að kaupa stjörnuljós og kyndla á staðnum ásamt góðum veitingum s.s. kakó og vöfflum. Gleðinni lýkur kl. 19 með flug- eldasýningu. Þrettándagleði Hauka í dag á Ásvöllum Líðan Péturs Kristjáns Guðmunds- sonar, sem slasaðist þegar hann féll fram af bjargi í Austurríki á nýársnótt og skaddaðist alvarlega á mænu, er stöðug og er hann á batavegi. Vonir standa til að heimflutn- ingur Péturs verði sem fyrst, segir í frétt frá aðstandendum hans. Þeir vilja koma á framfæri þakk- læti til þeirra fjölmörgu sem sýnt hafa Pétri hlýhug og stuðning með einum eða öðrum hætti. „Í ljósi alvarleika slyssins hafa margir óskað eftir að fá að leggja honum lið í formi fjárstuðnings. Þeim viljum við benda á að hægt er að leggja inn á reikning Péturs, nr. 0319-13-301627, kt. 250386- 6059. Pétur ólst upp á Flúðum í Hrunamannahreppi, og hefur kvenfélag hreppsins ákveðið að láta ágóða af þorrablóti félagsins renna óskiptan til hans,“ segir í fréttinni. Vona að flutningur heim verði sem fyrst Það sem einkennir rennsli vatns- falla á vatnsárinu 2009/2010 er annars vegar hin mikla jökulbráð á svæðum þar sem aska frá Eyja- fjallajökulsgosinu lá í hæfilegri þykkt á jöklum landsins og hins vegar lítið rennsli í drag- og lindám vegna lítillar úrkomu, einkum á Vesturlandi. Vatnsárið er skil- greint frá 1. september til 31. ágúst ár hvert. Sem dæmi má nefna að rennsli Jökulsár á Fjöllum við Grímsstaði var mjög nærri meðallagi þar til í júní þegar jökulbráðin hófst. Hlýtt var í veðri og sólríkt. Rennslið fór langt fram úr meðallagi og vatns- magnið sem rann fram í júní, júlí og ágúst varð 1,4 km3 meira en á sama tíma í meðalári. Rennsli Markarfljóts var ekki mikið á jökulbráðnunartímanum. Líklegt er að þykk aska hafi ein- angrað vatnasviðið á norðvestan- verðum Mýrdalsjökli en úrkoma kemur kröftuglega fram í Markar- fljóti, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Mikil jökulbráð, en lítið rennsli í dragám Ómar Garðarsson omar@eyjafrettir.is Nýtt fjölnota íþróttahús við Há- steinsvöll í Vestmannaeyjum var formlega tekið í notkun sl. laugar- dag. Heildarkostnaður við byggingu hússins er um 400 milljónir kr. Í nýja íþróttahúsinu er 50 sinnum 60 metra knattspyrnuvöllur með nýjasta og fullkomnasta gervigrasi sem völ er á, 60 metra hlaupabrautir, aðstaða til hástökks, langstökks, stangarstökks og kastgreina nema spjótkasts. Allt tartanbrautir. Vantaði aðstöðu fyrir frjálsar Aðstaða til íþróttaiðkunar hefur verið mjög góð í Vestmannaeyjum, þrír löglegir handboltavellir, fjórir grasvellir í fullri stærð, 18 holu golf- völlur og 25 metra innilaug með glæsilegu útisvæði. En frjálsar íþróttir hafa búið við heldur bág skil- yrði og knattspyrnu hefur vantað að- stöðu til æfinga yfir veturinn. Fjölmenni var við vígsluna. Elliði Vignisson bæjarstjóri, sagði að með byggingu hússins væri stigið stórt skref fram á við fyrir knattspyrnu og frjálsar íþróttir. Líka hugsa kylfing- ar sér gott til glóðarinnar. Það kom í hlut Hallgríms Júlíus- sonar og Sigríðar Garðarsdóttur, íþróttamanna æskunnar í Vest- mannaeyjum, að klippa á borðann. Íþróttahús fyrir 400 milljónir Morgunblaðið/Ómar Garðarsson Bætt aðstaða Fjölmenni var við athöfn í nýja fjölnota íþróttahúsinu.  Nýtt fjölnota íþróttahús í Vestmannaeyjum bætir mjög aðstöðu fyrir knattspyrnu og frjálsar íþróttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.