Morgunblaðið - 10.01.2011, Síða 17

Morgunblaðið - 10.01.2011, Síða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2011 ✝ Erla KolbrúnValdimarsdóttir fæddist í Reykjavík 10. ágúst 1937. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 3. janúar 2011. Foreldrar hennar voru Sigríður Guð- mundsdóttir, f. 12. apríl 1913, d. 6. júlí 1985, og Valdimar Kristjánsson, f. 5. febrúar 1911, d. 2. október 1994. Sigríð- ur og Valdimar eign- uðust þrjú börn saman og var Erla þeirra elst, systkin hennar eru Sig- urþór Valdimarsson, f. 1946, kvæntur Sigrúnu Guðjónsdóttur, f. 1946, og Bjarney Guðlaug Valdi- marsdóttir, f. 1949, gift Guðmundi Jóhannessyni, f. 1954. Fyrir átti Valdimar dóttur, Unni Valdimars- dóttur, f. 1935, d. 1959. Erla giftist árið 1957 Eysteini Ragnari Jóhannssyni, f. 1933, d. 1973, þau skildu árið 1961. Synir þeirra eru Örn Eysteinsson, f. 1958, í sambúð með Margréti Sverr- isdóttur, f. 1961, og Björn Eysteinsson, f. 1960, giftur Guð- björgu Birnu Guð- mundsdóttur, f. 1963. Erla átti dóttur, Írisi Árnadóttur, f. 1963, sem ættleidd var til hjónanna Grétu Ámundadóttur og Árna Halldórssonar. Erla hóf sambúð með eftirlifandi sambýlis- manni sínum, Guð- mundi Stefánssyni hljóðfærasmíðameist- ara árið 1971. Dóttir þeirra er Sig- ríður Guðmundsdóttir, f. 1974, gift Þorsteini Jóhannssyni, f. 1975. Fyr- ir átti Guðmundur einn son, Ragnar Daníel Guðmundsson, f. 1963. Erla ólst upp í Reykjavík og bjó þar alla tíð. Hún starfaði á Fjölrit- unarstofu árin 1963-1968, í Mæðra- búðinni 1968-1971 og á Landspít- alanum 1971-1995 þegar hún hætti af heilsufarsástæðum. Útför Erlu fer fram frá Háteigs- kirkju í dag, mánudaginn 10. jan- úar 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Þegar ég kveð Erlu tengdamóður mína þá fyllist ég þakklæti fyrir lið- in ár og reikar þá hugurinn til baka. Það var fyrir tæpum þrjátíu árum þegar ég kynntist Bidda syni henn- ar. Tók hún mér strax af einstakri hlýju og umhyggju sem ég naut síð- an alla tíð. Ég hef alltaf verið sann- færð um að fáir hafi átt jafn góða tengdamóður og ég. Þegar við eign- uðumst Alexander, okkar fyrsta barn, var hún mikill stuðningur í einu og öllu. Þegar hann var hjá ömmu sinni í pössun þá hugsaði hún bara um hann og lét allt annað víkja á meðan. Þannig var Erla, allt sem hún tók sér fyrir hendur gerði hún af kostgæfni og alúð hvort sem það var starfið hennar, heimilið eða fjöl- skylda. Um fertugt greindist hún með ms sjúkdóm en lifði með sjúkdómnum og komst alltaf upp úr þeim veik- indum sem komu í köstum. Fyrir um það bil fimmtán árum missti hún heilsuna. Muggur stóð sem var klettur við hlið hennar og sinnti hann henni af einstakri umhyggju í veikindum hennar. Áður en hún veiktist voru þau mjög dugleg að ferðast um landið, ganga um heiðar og svo voru það gönguskíðin á vet- urna. Á árum áður fóru þau í tjaldú- tilegur með drengina Örn og Bidda út um allt land sem ég, naut síðar góðs af með Bidda þar sem þau smituðu hann af ferðaáhuganum. Seinna fóru þau ásamt Siggu dóttur sinni, sólargeislanum í lífi þeirra, sem fæddist á unglingsárum drengj- anna, meira með vinum sínum Ástu og Grími í Hvalsá. Þar áttu þau margar góðar stundir, sem við feng- um að heyra skemmtilegar sögur af. Það var Erlu mikill harmur að missa Ástu, bestu vinkonu sína, fyr- ir nokkrum árum. Það var mér því einstök ánægja að fá að fara með Erlu og Mugg í Hvalsána í sumar, hitta Grím og fjölskyldu hans og hvað Erla gladdist við að hitta barnabörn Ástu vinkonu sinnar sem voru þar stödd ásamt afa sínum og foreldrum. Aðra eftirminnilega ferð áttum við haustið 2005 þegar við Biddi fórum með Erlu og Mugg til Kaupmannahafnar í nokkra daga, þar gengum við um á daginn og skoðuðum staði þar sem Muggur hafði unnið og lært hljóðfærasmíð- ina, á kvöldin sátum við og töluðum saman um gamla og nýja daga. Þetta ár og árið á eftir fór hún í fleiri utanlandsferðir. Hún fór tvisv- ar til London að heimsækja Siggu og fjölskyldu. Ekki löngu síðar fór hún til Kanaríeyja með systur sinni Bjarneyju í gott frí. Hún hafði þá tekið sér hátt í fimmtíu ára frí frá utanlandsferðum. Hún varð miklu hressari og veittu þessar ferðir henni mikla ánægju. Kvöldið áður en hún dó var ég farin að halda að hún myndi ná sér upp úr þessum veikindum og farin að hugsa hvert við myndum fara næst. En svo fór nú ekki. Við litla fjölskyldan hennar munum öll sakna hennar sárt. En nú er hún laus úr viðjum veikindanna og trúi ég því að hún sé komin á betri stað þar sem henni líður betur en henni leið síð- ustu árin. Ég held líka að þar sé hún búin að hitta mömmu sína og pabba, Ástu og allar aðrar vinkonur sínar sem fóru á undan henni. Ég þakka samfylgdina og allt sem þú gerðir fyrir mig og drengina mína. Ég votta ástvinum Erlu mína dýpstu samúð. Guðbjörg B. Guðmundsdóttir. Elsku amma. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Takk, amma, fyrir allt. Alexander og Daníel Örn. Erla Kolbrún Valdimarsdóttir Í Karíbahafinu eru fjölmargar fagrar eld- fjallaeyjar sem eru í Evrópusambandinu. Þaðan eru um 6.000 km til Brussel en frá Íslandi til Brussel eru um 2.000 km. Á eyj- unni Guadeloupe búa um 450.000 manns og Martinique um eða yf- ir 400.000. Báðar eyj- arnar eru í eigu Frakka. Bæði Bretar og Frakkar þrátt- uðu um þessar þrælaeyjar sem voru í raun hafðar sem geymslu- svæði og ígildi afréttar fyrir rétt- indalaust fólk áður en það var selt inn á markaðinn í Norður-Ameríku. „Suður um höfin að sólgylltri strönd …“ Við sólgylltar strendur eyja í Karíbahafinu býr fólk af mörgum ættbálkum sem fluttir voru nauð- ugir frá heimkynnum sínum í Afr- íku og lifðu af hörmungar og vos- búð sem þrælaflutningum fylgdi. Við þessi viðskipti Breta, Frakka og einnig Hollendinga aðstoðuðu m.a. arabar frá Marokkó sem sáu um skelfilega fólksflutninga yfir eyðimerkur í átt að uppboðsmark- aði rauðu borgarinnar Marrakech. Þetta minnir á arabahöfðingja sem ætlað var að koma inn í Kaup- þing með afburðamikið eigið fé sem enginn fótur virðist hafa verið fyrir enda bankinn löngu gjaldþrota og með gjörónýtt eignasafn. Þennan banka fjármögnuðu Bretar, Frakk- ar og Hollendingar á sínum tíma og bættu svo í hjá bæði Landsbank- anum og Glitni ásamt Þjóðverjum. Þeir láta ekki að sér hæða sem telja sig betur fara með fé en aðrir menn og virðast enn hafa ráðrúm til að selja Ísland með skuldsettri yfirtöku. Hin gömlu kynni gleymast ei. „… sigli ég fleyi mínu til að kanna ókunn lönd“ Íslendingar eru ein þjóð með eig- in þjóðtungu. Við flúðum skattp- íningu í Noregi sem við höfum nú sjálf komið okkur í án utanaðkom- andi hjálpar. Eyjarskeggjar og af- komendur þræla við Karíbahafið voru fluttir nauðugir í þrældóm en hingað komum við sjálfviljug og byggðum upp í gegnum súrt og sætt það sem við höfum í dag. Er það einhvers virði? Er einhvers virði að hafa eigin tónskáld, eigin rithöfunda, ríkulegar bókmenntir, eigin leiklist og vilja fjölda fólks til að stunda list sína á íslenskri tungu? Íslendingar byggja samfélag sitt á ríkri tungu, sterkum kristilegum siðferðisgrunni, glæsilegum bók- menntum og fjölbreyttri menningu sem standa verður vörð um. Við virðum trúfrelsi og tjáningarfrelsi að fullu. Við erum hluti af opnu fjölmenningarsamfélagi. Við verðum að fæða og klæða börn okkar. Bókvitið verður ekki í askana látið. Sem þjóð eigum við að takast á við erfiðleika og takmarka utanaðkomandi bjarnargreiða sem síðar mun verða innheimtur að fullu ásamt vöxtum. Verðum ekki skuldaþrælar. Þjóðtunguna tekur enginn af okkur. Sjálfstæð og sam- einuð skulum við greiða það sem okkur ber að greiða lögum sam- kvæmt og gæta siðgæðis. Siglum svo fleyi okkar ekki aftur í strand við sól- gyllta strönd. „Á meðan ég lifi, ei bresta þau bönd …“ Flestar eyjar í Kar- íbahafinu hafa hvorki fyrr né síðar fengið fullveldi né hlotið fullt sjálfstæði frá Frökkum eða Bretum. Hverju sætir? Afkomendur þræla á þessum eyjum hafa aldrei fengið full réttindi eins og við Íslendingar á meðal þjóða. Líklega fá þau þessi réttindi ekki því þetta fólk er alltaf þrælar í augum yfirboðara sinna, eigenda og afkomenda þeirra. Það sýnir fjöldi þessa fólks á þingum ríkjanna og einnig í tilboði til okkar um 2 til 4 þingsæti á Evrópuþing- inu. Þrælarnir gátu ekki byggt upp samtakamátt sinn á einni þjóð- tungu. Því var hægt að ala á sundr- ungu á milli ættbálka og kynslóða enda margir slitnir upp með rótum í Afríku og fluttir um langan þyrn- um stráðan veg. Ætla vinaþjóðir að slíta okkur Íslendinga í sundur og sæta lagi þar sem við liggjum vel við höggi? „… sem bundið mig hafa við suðræna strönd“ Við getum sjálfstæð valið okkur vini. Við skulum byggja upp trún- aðartraust á erlendum vettvangi. Við megum ekki skuldsetja okkur og leggja sveitarfélög eða önnur samfélög okkar fjárhagslega í rúst. Þeir sem geta ekki rekið sveit- arfélög eða hvað þá þjóðfélög eiga ekki að vera kjörnir til slíks, hvað þá endurkjörnir. Það er öllu vanda- samara að reka ríkt samfélag en fá- tækt. Auðsóttara er að eyðileggja fagra kornakra en að rækta upp frjókorn sem vaxið getur úr grasi og gefið af sér í hrjóstrugu landi. Veldur sá er á heldur. Ísland er hluti af Evrópu og okk- ur þykir vænt um þessa gyðju sem ól Seifi tvo syni og heiminum tvær styrjaldir. Við erum ekki á móti Evrópusambandinu en viljum ekki öll ganga í það heilaga þó að heim- anmundurinn kunni að verða gull mikið og yndislegt vín. Konungs- og aðalsfjölskyldur Evrópu þekkja ekkert annað en að heimanmund- urinn sem fæst þess í stað sé mikið landnæði og líklega Ísland allt og þjóðtungan með. Það er þessi saga og þessi grunnur sem sýnir að kon- ungdómurinn getur verið víður inn- göngu en þröngur útgöngu. Það er ekki ástin ein sem bundið hefur Evrópusambandið við suðrænar þrælastrendur og aflandseyjar sín- ar. Er Ísland til sölu eða er það selt? Hefur þjóðin veitt umboð til þess að selja sig í þrældóm eða er hún tilbúin sjálf að lækka skatta, takast á við vandann og vinna sig út úr honum? Skýtur nú skökku við að þeir sem vildu Ísland herlaust og úr Nató ætli nú að selja landið. Er Ísland til sölu eða er það selt? Eftir Svein Óskar Sigurðsson Sveinn Óskar Sigurðs- son viðskiptafræðingur » Skýtur nú skökku við að þeir sem vildu Ísland herlaust og úr Nató ætli nú að selja landið. Höfundur er BA í heimspeki og hag- fræði, MBA frá Háskóla Íslands. Nú hefur bróður- sonur minn Ólafur Matthíasson stigið sín hinstu skref yfir móðuna miklu sem öllu mannkyni er ætlað að ganga og enginn fær umflúið. Ég hygg að hvíldin hafi verið honum kærkom- in eftir langvarandi veikindi. Óli, eins og hann var kallaður, náði aldrei fullkomnum líkamsstyrk eft- ir fæðingu. Hann bar þann kross til æviloka af miklu æðruleysi og karl- mennsku svo að aðdáunarvert var. Aldrei heyrði ég hann kvarta enda jákvæður og einbeittur, það var hans lyndiseinkunn. Óli missti föður sinn fyrir rúmu ári. Á milli þeirra feðga var mikil vinátta og kærleikur. Mér fannst eins og einhver lífsneisti slokknaði hjá Óla við föðurmissinn. Seinustu ár Óla var hjólastóll hans föru- nautur sem létti honum lífið eftir því sem aðstæður leyfðu hverju sinni. Þrátt fyrir þungan kross sem Óli bar naut hann ákveðinnar gæfu sem fólst m.a. í að alast upp hjá föðurafa sínum og ömmu, þeim sómahjónum Guðbjörgu og Sveini Ólafur Matthíasson ✝ Ólafur Matthías-son fæddist á Sel- fossi 13. ágúst 1953. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi annan dag jóla, 26. desember 2010. Útför Ólafs fór fram frá Garðakirkju 5. janúar 2011. frá Uxahrygg, hjá þeim fékk hann það veganesti sem aldrei verður fullþakkað, þessa veganestis naut Óli til æviloka. Auk þessa naut Óli þeirrar gæfu að kvænast Helgu Káradóttur, sann- kölluðum engli í mannheimum. Henn- ar umhyggju, vænt- umþykju og kærleika naut Óli í ríkum mæli. Ég heimsótti Óla og Helgu oft á þeirra heimili, því segi ég þetta af eigin reynslu og þekkingu, ég vil þakka þær samverustundir. Ekki yrði ég undrandi þá er kallið kem- ur til Helgu, þó englar alheimsins roðnuðu örlítið þegar Helga kemur svífandi á sínum stóru björtu englavængjum inn í himnasalinn með bros á vör. Hafi hún heiður og þökk. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til Júlíu móður Óla og systkina hans, allra ættingja og vina. Hafsteinn Sveinsson. Óli Matt hefur kvatt þetta líf, eftir löng og erfið veikindi. Óli frændi var alinn upp hjá ömmu Guðbjörgu og afa Sveini í góðu atlæti. Hann var um margt eftirminnilegur, kannski mest fyrir að hann hafði sterkar skoðanir á flestum hlutum, skapmikill og hafði beittan húmor. En hann hló líka hátt og innilega, eins og pabbi hans og var fljótur að sjá smáat- riði í lífinu sem voru spaugileg. Óli starfaði lengst af sem leigu- bílstjóri hjá BSR og keyrði eins lengi og kraftar hans leyfðu. Hann flutti í SEM húsið og fljótlega kynntist hann Helgu sinni sem var ein mesta gæfa í lífi Óla. Þau gengu í hjónaband og við höfum aldrei séð hann Óla jafn hamingju- saman. Óli hafði mikinn áhuga á ættfræði og grúskaði mikið þegar hann hætti á vinnumarkaði og var heima. Óli og Helga áttu líka lítinn kanarífugl sem fékk eins gott at- læti og einn lítill fugl getur fengið. Þau voru ótrúlega dugleg að heim- sækja pabba, þegar hann var á spítalanum, komu keyrandi á stól- unum sínum næstum því í hvaða veðri sem var. Okkur fannst dimma yfir Óla þegar hann missti pabba sinn sl. sumar og eins og hann hafi kannski ekki náð að rétta úr sér eftir það. Undanfarnir mánuðir hafa verið erfiðir, bæði fyrir Óla og Helgu. Óli sofnaði svo svefn- inum langa á annan dag jóla, þeg- ar ljósadýrðin er í hámarki og stjörnurnar blika skærast á himn- um. Við kveðjum góðan dreng, með bæninni sem amma Guðbjörg kenndi okkur og þökkum fyrir samfylgdina. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Þínar frænkur, Þórunn og Sveinbjörg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.