Morgunblaðið - 10.01.2011, Síða 20

Morgunblaðið - 10.01.2011, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2011 Elsku pabbi. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. (Hugrún.) Guð geymi þig, elsku pabbi okkar Þínar stelpur, Helena Dögg og Hildur Jana. Þeir sem guðirnir elska deyja ung- ir. Þessi orð komu upp í huga minn, þegar ég frétti af þessu hræðilega slysi sem þú varðst fyrir, elsku drengurinn minn. Við skiljum ekki tilganginn þegar maður í blóma lífs- ins er hrifinn svo fyrirvaralaust á brott. Ég hugsa til góðu stundanna okk- ar á Sigló og ekki síður eftir að við afi þinn fluttum til Reykjavíkur og þú til Akureyrar þar sem þú bjóst þér og yndislegu gullmolunum þínum fal- legt heimili og allir voru alltaf vel- komnir. Ég minnist líka stundanna þegar þú komst til mín hingað í Hraunbæinn og sagðir alltaf: „Get ég ekki gert eitthvað fyrir þig, amma mín?“ Þú varst alltaf boðinn og bú- inn til hjálpar. Við áttum yndislegt samtal á jóladagsmorgun sem mun eilíflega hlýja mér um hjartarætur. Söknuður minn er sár, en ég veit að vel var tekið á móti þér og blóma- brekkan bíður. Að endingu færðu ljóðið sem þú færðir mér þegar afi þinn Hilmar kvaddi. Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. Þú varst ljós á villuvegi, viti á minni leið, þú varst skin á dökkum degi, dagleið þín var greið. Þú barst tryggð í traustri hendi, tárin straukst af kinn. Þér ég mínar þakkir sendi, þú varst afi minn. (Hákon Aðalsteinsson.) Hvíl þú í friði, elsku Hilmar minn. Þín Hulda amma. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Kveð þig, elsku Hilmar, með þess- um fallega texta og vil þakka þér fyr- ir tímann sem ég fékk með þér. Þér er ætlað meira og stærra hlut- verk á öðrum stað. Ég veit að pabbi minn tekur vel á móti þér þar. Hilmar Tómasson ✝ Hilmar Tómassonfæddist á Siglu- firði 17. júlí 1975. Hann lést af slysför- um 27. desember 2010. Hilmar var jarð- sunginn frá Akureyr- arkirkju 7. janúar 2011. Geri orð Hilmars að mínum Solo Dio lo sa – Guð einn ræður. Helenu Dögg, Hildi Jönu og fjölskyldum þeirra votta ég mína dýpstu samúð. Minningin lifir. Birna Dögg Jónsdóttir. Elsku Hilmar. Ég ætla að senda þér hinstu kveðju fyrir hönd fjölskyldunnar. Það er sárt að sakna. Þitt stóra bros og hlýja hjarta. Við fjölskyldan vorum svo heppin að flytja í Fellsmúlann um ’85 og kynnast þér og mömmu þinni og eiga ykkar einstöku vináttu. Þú varst full- ur af lífsorku, alltaf á hlaupum eða hjóli að koma eða fara. Fyrstu minn- ingarnar: þú og tvíburarnir koma heim með hamstur sem þú keyptir í dýrabúð niðrí bæ og þú baðst mig svo innilega að tala mömmu þína til svo þú gætir haldið honum. Heimalærdómurinn við eldhús- borðið, ég strokaði út aftur og aftur og bað þig að skrifa hægt og rólega og kom þá falleg rithönd í ljós sem ég hældi og ég man enn brosið sem spratt yfir allt andlitið. Þú og Edda og Linda voruð í sama bekk í Álfta- mýrarskóla, alveg einstökum bekk sem hefur alla tíð haldið miklu og góðu sambandi. Svo kom ótrúlega tímabilið þegar þú sagðir mér að hjúkkurnar á slysó þekktu þig allar með nafni. Ég á myndaseríu af þér þar sem þú ert puttabrotinn, úlnliðs- brotinn, handleggsbrotinn og fót- brotinn, reyndar ekki allt á sama tíma. Þetta var yndislegur tími í Fellanum, allavega líf og fjör. Leiðir skildi um stund, þú flytur norður á Akureyri og skýtur föstum rótum þar og stofnar fjölskyldu. Við erum aftur svo heppin að fá þig til liðs við okkur sem sölumann fyrir Norður- og Austurland árið 2004 í fyrirtæki bræðranna Ævars og Jóns, sælgætisgerðarinnar Freyju. Ég man að oftar en ekki var hringt í mig og sagt, mamma við verðum að vinna eitthvað lengur, það voru að koma pantanir frá Hilmari. Það var sama hvað þú tókst þér fyrir hendur, þú fórst alltaf alla leið og örlítið lengra. Ég vil þakka þér fyrir lánið á fal- lega húsinu þínu í Valagili síðasta vetur þegar við hjónin komum með barnabörnin á skíði. Ég var að grín- ast með ófærðina í Valagilinu, að ég þyrfti að vaða snjóinn upp að hnjám í spariskónum til að komast út í bíl. Korteri seinna hringir þú í mig og biður mig að kíkja út um gluggann og gá hvort skafan sé kominn og viti menn, úti var vélskófla af búkollu- stærð að moka fyrir framan húsið og þá sagðir þú: Nú ætti frúin að kom- ast á hælaskónum útí bíl. Þetta var Hilmar Tómasson í hnotskurn. Elsku Hilmar, við þökkum þér fyrir samfylgdina í þessu lífi. Það er sárt að missa. Elsku Jóna vinkona, Árni Þór, Tómas, Helena og Hildur og aðrir fjölskyldumeðlimir. Megi æðri máttur, kærleikur og englar umvefja ykkur nú og alla tíð. Ingibjörg Bjarnadóttir Ævar Guðmundsson Edda, Linda og Dóra Birna Ævarsdætur. Það voru þungbærar fréttir sem að bárust okkur að kveldi 27. desem- ber síðastliðinn. Okkur í Lions- klúbbnum Kidda langar að minnast Hilla Snilla sem kvaddi alltof snemma. Stórt skarð hefur verið höggvið í okkar hóp sem aldrei verð- ur fyllt, en við komum til með að ylja okkur við ótal margar og góðar minningar um góðan dreng um ókomna tíð. Hilmari kynntumst við árið 1995 er hann flutti til Akureyrar og small hann strax inn í vinahópinn. Hann var sannur vinur og duglegur að halda við vinasamböndum. Hilmar var einstaklega duglegur og beið ekki með hluti til morguns sem hægt væri að klára í dag. Hann gerði hlut- ina vel og fór alla leið í þeim verk- efnum sem hann tók sér fyrir hend- ur. Það átti bæði við í leik og starfi og nýttist það honum vel í sölumennsk- unni. Ekkert verkefni í lífi vina hans fór fram hjá honum og var hann alltaf fyrstur til að bjóða fram hjálpar- hönd, ekkert verk var of smátt og sannarlega ekki of stórt. Alltaf var hann reiðubúinn að leggja hönd á plóg og ýtti jafnvel á eftir verkefnum ef honum fannst við seinir að fram- kvæma þau. Á hverju ári höldum við nokkra viðburði eins og þorrablót, félagaútilegu, sem hann lagði áherslu á að yrði haldin árlega, golf- mót sem hann vann einmitt síðast með miklum stæl og svo má ekki gleyma Pollamótinu sem við tökum þátt í á hverju ári þar sem hann fór á kostum eins og venjulega. Á fótboltavellinum kölluðum við hann „hinn brasilíska“ því fótafimi hans á vellinum var „einstök“. Hann var alltaf mikil driffjöður þessara at- burða, hrókur alls fagnaðar, alltaf glaður og hress og þannig minnumst við hans. Hilmar hafði mikinn áhuga á flutningabílum og hafði hann mikið yndi af því að segja sögur af ferðum sínum; „hífa í búkka, splitta langs- um, þversum og hvar hann þurfti ekki að keðja þar sem aðrir þurftu þess“. Hilmar var mjög orðheppinn mað- ur og var oft mjög hnyttinn í spurn- ingum og svörum. Stundum var kappið svo mikið að það skilaði sér ekki alveg rétt frá honum eins og gengur og gerist. Við munum eftir málshættinum „blautt barn brennir sig“, einhvern tímann sá hann „rauð- ar white spoke felgur“ og svo eldaði hann einu sinni „vöðvalæri“. Hilmar lætur eftir sig dæturnar Helenu Dögg og Hildi Jönu sem voru hans líf og yndi. Hann var ein- staklega góður faðir sem vildi allt fyrir þær gera, það fór ekki framhjá neinum. Hann laðaði reyndar öll börn að sér eins og við sáum svo oft þegar við hittumst.Við syrgjum og kveðjum nú einstakan félaga og vin með tárum og sorgmæddum hjört- um en yljum okkur við minningu hans þar sem alltaf var stutt í brosið. Við sendum okkar dýpstu samúðar- kveðjur til fjölskyldu og vina Hilm- ars, sem eiga um sárt að binda á erf- iðum tímum. Hugur okkar og bænir eru hjá ykkur og megi guð gefa ykk- ur styrk og von á nýju ári. Þó þú sért nú farinn, elsku Hilmar, þá gleymum við þér aldrei. Saknaðarkveðjur. Lionsklúbburinn Kiddi. Kristján Ingi, Svavar, Sveinn, Heimir, Kristján G, Róbert, Markús, Haukur, Geir, Stefán, Gunnþór, Óm- ar, Pálmi og fjölskyldur Þriðjudagsmorguninn 28. desem- ber bárust þær fréttir að félagi okk- ar í Skíðafélagi Akureyrar hefði lát- ist í hörmulegu bílslysi. Tíminn virtist hreinlega stöðvast og minn- ingarnar um góðan félaga hrönnuð- ust upp í hugann. Hilmar var virkur í barna- og ung- lingastarfi Skíðafélags Akureyrar þar sem hann studdi dóttur sína til dáða sem og aðra iðkendur skíða- félagsins. Hann var mjög fús til verka og ávallt boðinn og búinn að sinna þeim verkefnum sem upp komu. Margir eiga minningar um Hilmar í starfi á vegum félagsins þar sem hann náði ávallt að heilla börn og foreldra upp úr skónum með ærslum og leik. Seint mun gleymast þegar Hilmar mætti í kanínubúningi í fjölskylduferð á Siglufirði síðastlið- ið vor og gaf skíðakrökkunum sæl- gæti á sinn einstaka hátt. Það er öllum ljóst að hann hafði mikla og góða samskiptahæfileika, sem nýttust vel í starfi á vegum skíðafélagsins. Með léttu skapi og gamanyrðum tókst honum að virkja það besta í okkur hinum og þannig munum við minnast hans. Við kveðj- um með miklum söknuði frábæran félaga og munum halda í heiðri þá gleði og umhyggju sem hann ávallt sýndi þeim sem hann var í samskipt- um við. Skíðafélag Akureyrar sendir fjöl- skyldu Hilmars og öllum þeim sem eiga um sárt að binda innilegar sam- úðarkveðjur. Hildigunnur Svavarsdóttir, formaður Skíðafélags Akureyrar. Elsku hjartans Hilmar minn. Þú varst ekki bara frændi eða fóstur- sonur, þú varst fyrst og fremst vin- ur. Þú fæddist um hásumar þegar nóttin var björt og strax þá komstu með gleði og fjör inn í líf okkar. Fimm ára gamall komstu fyrst í sveit til okkar Magga og varst ásamt börnunum okkar einn af fjölskyld- unni. Og þú hélst tryggð alla tíð fram á síðasta dag. Margs er að minnast, margt áttum við ósagt, elsku strákurinn, en samt þakka ég þér fyrir allan trúnaðinn, þú sagðir hug þinn allan, það eru minningarnar og ég geymi þær vel. Minningarnar er ótal margar en það eru nokkrar sem standa upp úr. Þú varst tvítugur og fórst með okkur á þorrablót, kvöldið eftir var fólk frekar þreytt og fór snemma í rúmið, þú aftur á móti komst inn í svefnherbergi bara til að tala og við spjölluðum saman svolitla stund en allt í einu varst þú kominn á milli okkar í hjónarúminu eins og í gamla daga og hélst áfram að tala, þetta var svo eðlilegt, þetta varst akkúrat þú, Hilmar. Þú hafðir ótrúlega gam- an af því að gera svolítið at í ná- grönnunum í sveitinni, þú varst bara svo stríðinn, en seinna sagðir þú mér að þú sæir nú svolítið eftir því hvað þú lékst nágranna okkar stundum grátt en þetta er allt fyrirgefið, kæri vinur. Eitt sinn sem oftar varst þú að snúa heyi í flóanum, okkur varð litið út um gluggann í þann mund sem fjölfætlan datt aftan úr, þú varðst einskis var og hélst bara áfram, syngjandi sæll og glaður, þegar þú svo lokaðir hringnum og sást vélina fyrir framan þig snarstoppaðir þú og leist aftur fyrir þig. Svipurinn á þér var óborganlegur og ég sé hann fyrir mér eins og gerst hafi í gær. Þú hafðir mjög gaman af því að búa til góðan mat og lagðir mikið á þig til að allt væri sem best úr garði gert. Reykt nautatunga var þó alltaf í mestu uppáhaldi hjá þér, þú fékkst tungu á hverju ári en í ár var hún ekki komin til þín svo ég læt hana bara fylgja þér, elsku strákurinn, þú eldar hana handa Hilmari afa og öðr- um ættingjum sem ég veit að hafa tekið vel á móti þér. Missirinn er mikill, margir hafa misst góðan og traustan vin, stórt skarð er höggvið í frændgarðinn. En litlu stelpurnar þínar þær Helena og Hildur hafa þó misst mest. En, Hilmar minn, við munum halda utan um þær og passa fyrir þig. Við fjöl- skyldan munum leggja okkar af mörkum við að halda minningu þinni á lofti fyrir þær. Helena og Hildur munu áfram koma í sveitina eins og þú hefðir viljað. Elsku Jóna mín og Tommi, missir ykkar er mikill en minningin lifir. Hvíl í friði, elsku Hilmar minn, og takk fyrir allt. Elínborg Hilmarsdóttir, Magnús Pétursson og börn, Hrauni. Það er stutt á milli gleði og sorgar. Á öðrum degi jóla glöddumst við fjöl- skyldan saman í jólaboði hjá pabba þínum. Þú varst svo glaður og ánægður með litlu stelpunum þínum. Sólarhring síðar á sama stað grétum við fráfall þitt sem kom svo allt of snöggt og allt of snemma. Fyrir rúmum 35 árum læddist ég inn til þín um nótt þar sem þú beiðst eftir að fá pelann þinn. Ég stalst til að taka þig upp, þú horfðir á mig og brostir þig inn í hjarta mitt. Síðan hef ég fylgst með þér breytast úr litla drengnum með stóru augun, fal- lega brosið og risastóru kinnarnar í fallegan, hjálpsaman, kærleiksríkan og góðan frænda og pabba. Þú hugs- aðir svo vel og fallega um litlu gull- molana þína Helenu og Hildi sem nú hafa misst mikið. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (HJH.) Minning þín, elsku Hilmar, kallar bara fram bros og þakklæti. Við fjölskyldan í Steinahlíð þökk- um Hilmari fyrir samfylgdina og sendum öllum ástvinum hans sam- úðarkveðjur. Bjarney Leifsdóttir. Miskunnarlaus veruleikinn blasir við, Hilmar er dáinn. Kynni okkar Hilmars hófust fyrir tæplega 5 árum síðan, á ferðinni var einstaklega traustur, vandvirkur og skemmtileg- ur sölufulltrúi á ferð, góður vinur, sjálfum sér og fyrirtækinu Freyju til mikils sóma. Lífsgleði og jákvæðni Hilmars var einstök. Eftir sitja dýrmætar minningar, margar skemmtilegar uppákomur, símtöl og saklausir hrekkir voru í há- vegum höfð á milli okkar Hilmars. Stundum safnaði Hilmar hrekkj- unum upp sem hann taldi sig eiga eftir að launa okkur, og tókst alltaf vel upp með slíkt. Hilmar heilsaði okkur ávallt með vinalegu faðmlagi og kvaddi með vinalegu faðmlagi eins og einlægir og góðir vinir gera, Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Kæri Hilmar, hér skiljast leiðir að sinni, við heiðrum minningu þína með virðingu og þökk. Tommi minn, við sendum þér og fjölskyldu þinni innilegar samúðar- kveðjur. F.h. Starfsfólks Söluskálans, Harpa Lind Vilbertsdóttir. Kæri vinur. Það eru svo ótalmargar minningar sem koma upp í hugann þegar við hugsum til þín, elsku Hilmar. Allar þessar minningar eru fullar af fjöri og skemmtilegheitum og einmitt þannig ætlum við að minnast þín. Takk fyrir samfylgdina, ljúfi dreng- ur, hér er lítið ljóð til þín. Á daginn seldir súkkulaði, leiddist lítið sú vinna, á kvöldin bjór í pottabaði þess á milli dætrunum að sinna. Vinirnir þitt áhugamál, ljúfi, góði drengur, oftar en ekki allir við skál, því varstu ekki hjá okkur lengur? Hér leiðir okkar skilja, það er svo óendanlega sárt, en lífið fer ekki alltaf að okkar vilja, við munum þó hittast aftur, það er klárt. Á hjartanu nú er ör, sölumaðurinn eini, ávallt með bros á vör, ég þér aldrei gleymi. (Katrín María) Þín verður sárt saknað. Aðstandendum viljum við senda okkar innilegustu samúðarkveðjur, Eiríkur (Eiki bleiki), Katrín María og þrumurnar þrjár. HINSTA KVEÐJA Elsku Hilmar Ég mun passa yndislegu stelpurnar okkar og varðveita þær alla mína tíð og gera þig stoltan af þeim. Þú hefur alltaf átt stað í hjarta mínu og munt alltaf eiga. Ég kveð þig með sorg í hjarta. Sigurlína Dögg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.