Morgunblaðið - 14.01.2011, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2011
Maria Damanaki tilkynnti 21.desember sl. að hún hefði
óskað eftir sérstökum fundi í
hinni sameiginlegu nefnd ESB- og
EES-landa 14. janúar 2011 til að
ræða framkvæmd löndunarbanns
á makrílskip frá Ís-
landi og Færeyjum.
Jón Bjarnason
sjávarútvegs-
ráðherra sagði að
þetta sýndi að deil-
an vegna makríls
við ESB væri að
færast á nýtt stig
með slíkum hót-
unum. Ágreininginn yrði að leysa
með samningi strandríkja.
Daginn eftir að Maria Dam-anaki gaf yfirlýsingu sína
gekk Stefán Haukur Jóhannsson,
sendiherra Íslands gagnvart ESB
og formaður viðræðunefndar Ís-
lands við ESB, á fund hennar.
Eftir fundinn sagði sendiherrann
að Maria Damanaki ætlaði að
„beita sér fyrir lausn makríldeilu
Íslands og sambandsins“.
Ummæli sendiherrans birtust áruv.is 22. desember. Taldi
hann, að viðhorf Damanaki gæfu
skýra vísbendingu um aukinn
skilning Evrópusambandsins á
sjónarmiðum Íslendinga í makríl-
deilunni og fundur þeirra Dam-
anaki hefði verið „afar“ jákvæð-
ur. Hann taldi þó „of snemmt
fyrir Íslendinga að fagna sigri í
deilunni, ekki hafi verið um eig-
inlegar samningaviðræður að
ræða“.
Nú hefur framkvæmdastjórnESB tilkynnt refsiaðgerðir
gegn Íslendingum vegna ákvarð-
ana þeirra um makrílveiðar. Ekki
hefur verið upplýst hvort Stefán
stækkunarstjóri Íslands líti á
þetta sem fullnaðarsigur eftir
sinn jákvæða fund með kommiss-
arnum. En mat hans á ESB mun
verða vandlega skoðað eftir
þetta.
Stefán Haukur
Jóhannsson
Jákvæður ósigur
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 13.1., kl. 18.00
Reykjavík 1 alskýjað
Bolungarvík -2 snjókoma
Akureyri -3 snjókoma
Egilsstaðir -3 alskýjað
Kirkjubæjarkl. 2 alskýjað
Nuuk -5 snjókoma
Þórshöfn 4 skýjað
Ósló -10 snjókoma
Kaupmannahöfn 1 þoka
Stokkhólmur -7 heiðskírt
Helsinki -3 snjókoma
Lúxemborg 11 súld
Brussel 12 skýjað
Dublin 11 skýjað
Glasgow 10 léttskýjað
London 12 skýjað
París 12 skýjað
Amsterdam 10 skýjað
Hamborg 5 þoka
Berlín 5 skýjað
Vín 8 skúrir
Moskva -1 skýjað
Algarve 17 léttskýjað
Madríd 12 heiðskírt
Barcelona 13 heiðskírt
Mallorca 16 léttskýjað
Róm 11 heiðskírt
Aþena 12 skýjað
Winnipeg -10 snjókoma
Montreal -7 skýjað
New York -2 heiðskírt
Chicago -5 alskýjað
Orlando 5 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
14. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:58 16:17
ÍSAFJÖRÐUR 11:31 15:54
SIGLUFJÖRÐUR 11:15 15:35
DJÚPIVOGUR 10:34 15:39
BAKSVIÐ
Hugrún Halldórsdóttir
hugrun@mbl.is
Síðastliðið vor var deiliskipulagstil-
laga fyrir lóð í Vatnsmýrinni sam-
þykkt en þar er gert ráð fyrir að
reisa stúdenta- og vísindagarða. Til-
lagan var auglýst stuttu síðar og í
kjölfarið bárust athugasemdir frá
íbúum í nágrenninu. Að sögn Eiríks
Haukssonar, framkvæmdastjóra
Vísindagarða sem eru með lóðina til
ráðstöfunar, er ný og endurbætt
deiliskipulagstillaga nánast fullfrá-
gengin og verður hún að öllum lík-
indum kynnt opinberlega síðar í
þessum mánuði.
Svæðið nýtt sem bílastæði
Samkvæmt tillögunni verður Sæ-
mundargata lengd út að Eggerts-
götu og munu stúdentagarðarnir
rísa á milli nýja götukaflans og
Oddagötu. Á meðfylgjandi mynd er
það svæði afmarkað með rauðum
lit. Vísindagarðarnir verða staðsett-
ir á því svæði sem afmarkað er með
bláum lit en þar verður heimilt að
starfrækja stofnanir og fyrirtæki á
sviði rannsókna, vísinda og þekk-
ingar sem hafa hag af staðsetningu
á háskólasvæðinu, leggja háskóla-
starfseminni lið með nálægð sinni
eða tengjast henni. Svæðið í heild
sinni er í dag að hluta nýtt sem bíla-
stæði til bráðabirgða en að öðru
leyti óhreyft.
Aðspurður hvenær hægt verði að
ráðast í framkvæmdir segir Eiríkur
það taka að minnsta kosti
100 daga að fá ferlið
samþykkt eftir að til-
lagan hefur verið aug-
lýst. Um leið og sam-
þykki fæst verður farið í
framkvæmdir. „Það er gert ráð
fyrir að þeim ljúki að fullu árið
2013. Þetta gæti samt eitthvað
hnikast til og mér þætti ekki
ósennilegt að það yrði á árinu 2014
sem þessu myndi ljúka að fullu,“
segir Eiríkur og bætir við að hús-
næði verði skilað og það tekið í
notkun í áföngum.
Hætta fylgir gróðrinum
Sinueldur kviknaði á þessu fyr-
irhugaða byggingarsvæði á þriðju-
dagskvöld en að sögn Eiríks mun
atvikið ekki setja strik í reikning-
inn. „Ég mun fara yfir þetta mál
með slökkviliði höfuðborgarsvæðis-
ins til að athuga hvað við getum
gert til að koma í veg fyrir að svona
geti gerst. Þetta er hætta sem því
fylgir að hafa náttúrulegan gróður í
borgarlandinu.“
Framkvæmdum lýkur
sennilega að fullu 2014
Ný deiliskipulagstillaga gerð opinber fljótlega Sinubruninn hefur ekki áhrif
Háskólaumhverfi Á mynd má sjá nýja skipulagið. Vísindagarðar eru merktir með bláu og stúdentagarðar rauðu.
Eftir auglýsingu deiliskipulagsins voru gerðar breytingar á uppdráttum
og greinargerð til að koma til móts við athugasemdir frá hags-
munaaðilum. Til dæmis hefur heildarbyggingarmagn verið
minnkað úr 72.500 m² í 61.900 m². Hús vísindagarða lækk-
uð að jafnaði um eina hæð og hámarksíbúðaeiningum í
stúdentagörðum fækkað úr 340 einingum í 300.
Bílastæðakröfur hafa verið færðar til samræmis
við minna byggingarmagn og bílastæðum í
götum fækkað. Þá var ákveðið að lækka sjö
hæða turn sem átti að rísa í miðju vísindagarða
til samræmis við aðra byggð.
Sjö hæða turn lækkaður
BREYTING Á DEILISKIPULAGI