Morgunblaðið - 14.01.2011, Qupperneq 11
Sambýlingar Bryndís, Veronica, Natasa og Edda í góðu stuði heima í stúdentaíbúðinni í Salamanca.
um kallað út um eldhúsgluggann á
krakkana í hinum íbúðunum og það
var mikilli samgangur á milli íbúða.
Við eignuðumst marga vini sem við
höldum enn sambandi við og spjöll-
um við á skæpinu og á facebook og
aldrei að vita nema maður heimsæki
eitthvað af þessum félögum síðar.“
Brasilíubúinn alltaf að elda
Bryndís segir að sambúðin hjá
þeim sexmenningunum hafi gengið
vel. „Íbúðinni var eiginlega skipt í
tvennt, það voru til dæmis tvær
eldavélar. En auðvitað varð maður
stundum pirraður, Brasilíustrák-
urinn var til dæmis frekar mikið fyr-
ir að halda partí og hann lét okkur
hin stundum ekki vita af því fyrr en
tveimur tímum áður, sem gat komið
sér illa ef maður ætlaði að fara að
sofa. Og við þurftum að læsa her-
bergjunum okkar ef það var partí,
annars var hætta á að einhverju yrði
stolið. En þetta voru frábærir
krakkar sem við bjuggum með og
Brasilíubúinn eldaði ógeðslega góð-
an mat, hann hafði svo mikinn áhuga
á mat og var alltaf að elda fyrir okk-
ur, enda kom ég nokkrum kílóum
þyngri heim.“
Skruppu til Portú-
gals og Madrid
Bryndís segist hafa bætt sig
heilmikið í spænskunni þrátt fyrir að
þau hafi aðallega talað saman á
ensku sem bjuggu saman. Þetta var
því ekki bara lærdómsferð heldur
líka ferð í skóla lífsins. „Námið var í
tvo og hálfan mánuð eða eina önn, en
ég var í mánuð að leika mér. Við
ferðuðumst líka svolítið, fórum til
Portúgals og Madrid, en bærinn
Salamanca er á milli Madrid og
Portúgals, tekur þrjá tíma að fara
með rútu til Madrid, en sjö tíma að
fara með lest til Lissabon. Við
skruppum líka til Tenerife. Sala-
manca er háskólabær og þar eiga
heima um 150 þúsund manns en auk
þess eru um 30 þúsund erlendir
stúdentar þar.“
Langaði ekkert heim
Þær Bryndís og Edda Rún
unnu eins og forkar í sumar til að
safna fyrir skólavistinni en þær
þurftu að borga um 400.000 hvor
fyrir skólann og íbúðarhúsnæðið.
Við það bættist svo vasapeningur
fyrir mat og öðru lifibrauði og for-
eldrarnir styrktu þær því til far-
arinnar. Þær komu heim rétt fyrir
jól og sakna sárt sambýlinganna.
„Ég er eiginlega orðin afbrýðisöm,
því núna er nýtt fólk að flytja inn til
þeirra, mig langar mest til að fara
aftur út. Ég verð að játa að mig
langaði ekkert heim. Ég var eig-
inlega á bömmer fyrst eftir að ég
kom heim, var alltaf í vondu skapi og
langaði bara aftur út. En ég er búin
að jafna mig,“ segir Bryndís og
hlær. Hún getur líka hlakkað til
næsta ævintýris, sem er að fara til
Kanada og vinna þar sem barn-
fóstra. „Ég verð hjá ótrúlega full-
kominni fjölskyldu, er búin að tala
heilmikið við þau á skæpinu og líst
vel á þetta allt saman. Þetta eru kan-
adísk hjón með eitt barn, eins og
hálfs árs, og það er líka skiptinemi á
heimilinu. Mig hefur lengi langað til
Kanada, ég vil skoða sem ólíkust
svæði heimsins. Ég ætla að vona að
ég komist á skíði,“ segir Bryndís
sem stefnir á að fara í hjúkr-
unarfræðinám í Háskóla Íslands í
haust.
www.corintio.usal.es
www.salamanca-university.org
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2011
Förðunarlínurnar fyrir vor og sumar
2011 hafa verið lagðar og spanna í
raun allan skalann. Allt frá brons-
og pastelllitum yfir í æpandi rauða,
græna og bláa liti. Þeir fá að tóna á
móti dökkbleikum eða appelsínu-
gulum lit á varirnar.
Þá er nú ekkert sem segir lengur
að áberandi augu og varir megi
ekki fara saman. Það besta við
þetta allt saman er þó fjölbreytnin
sem gerir hverri konu kleift að
velja sér þá liti sem henni fara
best.
Skærlitaðir varalitir Dökkbleikur og appelsínugulur verða vinsælastir í vor og
sumar, notaðu ljósa pastelliti á augun og nóg af maskara.
Náttúrulegt Förðun þar sem annars vegar eru notaðir ljósir litir á kinnbein og
hins vegar bronslitir á augu og kinnbein til að ná fram auknum frískleika.
Skærir augnskuggar Christian Dior valdi áberandi og skæra augnskugga í lík-
ingu við þessa, bleikan, grænan og rauðan á vor- og sumarsýningu sína.
Förðun vor og sumar 2011
Áberandi
augu og varir
Reuters
Pastel Mjúkir litir í förðun sem tóna
vel saman og eru hæfilega áberandi.
HUSK er 100% náttúrulegt „þarmastillandi“ efni.
HUSK er hreinsuð fræskurn indversku lækninga-
jurtarinnar Plantago Psyllium.
HUSK er án sykurs eða bragðefna og bætir
starfsemi þarmanna á vægan hátt.
HUSK fæst í lyfjaverslunum og heilsuverslunum
um allt land!
Náttúrulegar trefjar sem halda
meltingunni í góðu formi
20% afsláttur
Upplýsingar um Husk duft til inntöku: Virkt efni: Ispaghula husk. Ábendingar: Náttúrulyf til meðferðar við þrálátri hægðatregðu; til notkunar við aðstæður þar sem mjúkar hægðir og auðveld hægðalosun eru æskileg. Viðbótarmeðferð við
einkennum niðurgangs af ýmsum orsökum og meðferð þegar þörf er á aukinni neyslu trefja, t.d. við iðraólgu. Skammtar og lyfjagjöf: Dagsskammtur fyrir fullorðna, aldraða og börn eldri en 12 ára: 2-3 mæliskeiðar (3-5 g) kvölds og morgna.
Blanda skal u.þ.b. 5 g með 150 ml af köldu vatni, mjólk, ávaxtasafa eða öðrum drykkjum, hræra rösklega og drekka svo fljótt sem mögulegt er. Drekka skal að auki nægilegan vökva. Taka skal náttúrulyfið inn að deginum a.m.k. hálfri til einni
klukkustund fyrir eða eftir máltíð og inntöku annarra lyfja. Frábendingar: Ispaghula husk er ekki ætlað sjúklingum með hægðateppu eða einkenni frá kviðarholi af ógreindum orsökum, kviðverki, ógleði eða uppköst, nema að ráði læknis.
Ispaghula husk er heldur ekki ætlað sjúklingum sem hafa þrengingar í meltingarvegi, sjúkdóma í vélinda eða magaopi, þaninn ristil, sykursýki sem erfitt er að meðhöndla eða ofnæmi fyrir ispaghula eða einhverjum öðrum innihaldsefnum
náttúrulyfsins.Varnaðarorð: Fyrirstaða getur myndast í meltingarvegi ef vökvaneysla er ekki nægileg samhliða notkun náttúrulyfsins. Ef kyngingarörðugleikar hafa einhvern tíma átt sér stað eða um sjúkdóma í koki er að ræða skal ekki nota
náttúrulyfið. Sjúklingar með bráðan bólgusjúkdóm í meltingarvegi eða truflanir í saltbúskap ættu ekki að nota náttúrulyfið. Milliverkanir: Frásogi annarra lyfja sem tekin eru samhliða, t.d. kalsíums, járns, litíums og sinks, vítamína (B12), glýkósíða
með verkun á hjarta og kúmarín afleiða getur seinkað. Af þessum ástæðum skal taka náttúrulyfið a.m.k. hálfri til einni klukkustund fyrir eða eftir máltíð og inntöku annarra lyfja. Gæta þarf varúðar þegar lyf sem draga úr hreyfanleika maga
og þarma (morfínlík lyf, lóperamíð) eru notuð samhliða vegna hættu á teppu í meltingarvegi. Aukaverkanir: Vindgangur og kviðverkir geta átt sér stað við notkun náttúrulyfsins, einkum í upphafi meðferðar. Þaninn kviður, hætta á fyrirstöðu í
görnum eða vélinda og hægðateppa, sérstaklega ef vökvaneysla er ekki nægilega mikil. Geymið ekki við hærri hita en 25°C. Geymið í upprunalegum umbúðum. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja náttúrulyfinu. 10 desember 2008.
Sími 577 1215, Holtasmári 1, 201 Kópavogur
ehb@ebridde.is, www.ebridde.is
15. janúar – 15. febrúar