Morgunblaðið - 14.01.2011, Page 30

Morgunblaðið - 14.01.2011, Page 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2011 Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Þeim sem sáu tónleika Herberts Guðmunds- sonar í Íslensku óperunni fyrir tíu árum síðan gæti brugðið við þær fréttir að þeir séu fyrst að koma út á mynddiski núna. En það er ekki af góðu. Það var mikið lagt í þessa tónleika sem voru teknir upp á fimm myndavélar og sjónvarpsbíllinn var fyrir aftan óperuna og mixaði allt saman samstundis. En þegar átti að skoða masterinn til að koma efninu á disk þá fannst hann ekki og hefur ekki enn fundist. Gott fólk „Það var eitthvað slúðrað um það, þar sem bíllinn fór norður eftir þetta verkefni og tók þar upp fótboltaleik að fyrir mistök hefði verið tekið yfir tónleikana, en maður mun aldrei vita fyrir víst hvað gerðist,“ segir Herbert. „Þetta tafði ferlið svakalega. Við urðum að vinna þetta uppá nýtt. Við áttum tökur úr öllum ka- merunum sem við notuðumst við og við erum mjög ánægðir með útkomuna. Þetta er að fá rosa góða dóma og menn yfir sig ánægðir. Bloggarinn Jens Guð var að gefa þessu fjórar og hálfa stjörnu. Þetta var í fyrsta skiptið sem ég var með strengjasveit. Ég var líka með svo gott fólk með mér, einsog Jón Elvar úr Stjórn- inni, Jóa Ásmunds á bassa, Tryggva Hübner á gítar, Þór Úlfars á píanó og Ingólf Sigurðsson á trommur,“ segir Herbert. Herbertsson projekt Aðspurður hvað sé framundan hjá honum segist hann aðallega vera að vinna með syni sínum Svani sem stendur en þeir starfa undir heitinu Herbertsson projekt. „Það er í start- holunum, það hafa tvö lög farið í spilun. Lögin „Time“ og „Treasurés hunt“ sem er smá skot á útrásarvíkingana. Við gefum síðan plötu út með vorinu,“ segir Herbert. Tónleikarnir þurrkaðir út Herbert Tíu ára gamlir tónleikar Herberts Guðmundssonar eru loksins komnir út á diski. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Söngvakeppni Sjónvarpsins 2011 hefst með viðhöfn annað kvöld. Keppnin verður með svipuðu sniði og í fyrra. Alls keppa 15 lög sín á milli í beinni útsendingu frá myndveri Sjón- varpsins og velja áhorfendur tvö lög áfram í símakosningu hvert kvöld. Undanúrslitakvöldin verða þrjú, á laugardaginn, 22. janúar og 29. jan- úar. Það verða því sex lög sem keppa til úrslita 12. febrúar og verður lagið sem ber sigur úr býtum framlag Ís- lands í Evróvisjónkeppninni sem haldin verður í Düsseldorf í Þýska- landi í maí. Líkt og verið hefur verða lögin frumflutt á Rás 2 í vikunni áður en þau verða flutt í Sjónvarpinu til að gefa áhorfendum kost á að heyra lögin fyrirfram. Ennfremur verður sér- stakur upprifjunarþáttur 5. febrúar til að byggja upp stemninguna fyrir úr- slitakvöldið. Nýr kynnir Nýjabrum er þó á einum lið keppn- innar en Guðmundur Gunnarsson mætir nýr til leiks við hlið Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur á sviðinu. Guðmundur segir að þetta nýja hlutverk leggist vel í sig. „Undirbún- ingurinn hefur gengið betur en maður þorði að vona.“ Hann segir samstarfið við Ragn- hildi Steinunni hafa gengið vel og gott að hafa reynda manneskju sér við hlið. „Hún er reynsluboltinn þó að hún sé yngri en ég,“ segir Guðmundur og bætir við að hún gefi honum góð ráð. Hann er ekkert stressaður yfir því að koma fram í beinni útsendingu. „Ég sef alveg á næturnar. Þetta verð- ur bara skemmtilegt enda er þetta mikil veisla,“ segir hann. Guðmundur segir keppnina verða að mestu leyti með hefðbundnu sniði. „Nema við ætlum að leggja meiri áherslu en oft áður á lagahöfundana sjálfa og kynnum þá meira til sög- unnar. Í mörgum tilvikum eru þetta ekki atvinnutónlistarmenn, heldur frekar það sem kallað hefur verið skúffuskáld. Þetta er þeirra keppni,“ segir hann enda heitir keppnin SÖNGVAkeppni en ekki SÖNG- keppni. Ennfremur stendur Sjónvarpið fyr- ir Evróvisjónkeppni fyrir áhorfendur Sjónvarpsins og hlustendur Rásar 2 og verða veitt einhver verðlaun í hverjum þætti auk þess sem tveir heppnir vinna gistingu, miða og far á keppnina stóru í Düsseldorf. Góðir gestir í hverjum þætti Góðir gestir sem standa utan keppninnar koma fram í hverjum þætti. „Við ætlum að fá tvo þjóð- þekkta einstaklinga í heimsókn til okkar í hvern þátt, ólíklegt par sem ekki er endilega tengt Evróvisjón,“ segir Guðmundur og ljóstrar upp um það að náttúruverndarsinninn og sjónvarpsmaðurinn Ómar Ragn- arsson og útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson verði fyrstu gest- irnir. Guðmundur segist umfram allt ætla að koma til dyranna eins og hann sé klæddur (og þá auðvitað vel klædd- ur eins og á meðfylgjandi mynd). „Það þýðir ekkert að þykjast vera einhver annar en maður er.“ Vert er að vekja athygli á því að Sjónvarpið hefur að venju sett upp góðan vef tileinkaðan keppninni á ruv- .is, þar sem hægt er að hlusta á lögin, skoða myndir og hlusta á viðtöl við keppendur og flytjendur. Þar sem skúffuskáldin skína  Söngvakeppni Sjónvarpsins hefst annað kvöld  15 lög í keppni á þremur undan- úrslitakvöldum Grín Kynnarnir bregða á leik í anda Evróvisjónsmellsins „Eitt lag enn“. Hress Guðmundur Gunnarsson og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir eru hresst og vel klætt kynnapar. 15. janúar Lagið þitt L&T: Ingvi Þór Kormáks- son F: Böddi og JJ Soul Band Ef ég hefði vængi L&T: Haraldur Reynisson Flytjandi: Haraldur Reynisson Elísabet L&T: Pétur Örn Guðmundsson F: Pétur Örn Guðmundsson Huldumey L: Ragnar Hermannsson T:Anna Þóra Jónsdóttir F: Hanna Guðný Hitchon Ástin mín eina L&T: Arnar Ástráðsson F: Erna Hrönn Ólafsdóttir 22. janúar Þessi þrá L&T: Albert Guðmann Jónsson Flytjandi: Íslenska sveitin Segðu mér L: Jakob Jóhannsson T: Tómas Guðmundsson F: Bryndís Ásmundsdóttir Nótt L:María Björk Sverrisd. Marcus Frenell og Beatrice Eriksson T:Magnús Þór Sigmundss. F: Jóhanna Guðrún Jónsdóttir Eldgos L:Matthías Stefánsson T: Kristján Hreinsson F:Matthías Matthíasson og Erla Björg Káradóttir Beint á ská L: Tómas Hermannsson og Orri Harðarson T: Rakel Mjöll Leifsdóttir F: Rakel Mjöll Leifsdóttir 29. janúar Ég trúi á betra líf L: Hallgrímur Óskarsson T: Eiríkur Hauksson og Gerard James Borg F:Magni Ásgeirsson Ég lofa L: Jógvan Hansen og Vignir Snær Vigfússon T: Sigurður Örn Jónsson F: Jógvan Hansen Morgunsól L&T: Jóhannes Kári Kristinsson F: Georg Alexander Valgeirsson Sáluhjálp L&T: Pétur Örn Guðmundsson F: Buff Aftur heim L: Sigurjón Brink T: Þórunn Erna Clausen F: Sigurjón Brink L: Höfundur lags T: Höfundur texta F: Flytjandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.