Morgunblaðið - 04.02.2011, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2011
FRÉTTASKÝRING
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Óttinn er öflugasta vopn einræðis-
herra á borð við Hosni Mubarak og
bandamenn hans hafa nú reynt að
snúa vörn í sókn með því að beita
gamla vopninu sem hefur gert hon-
um kleift að halda völdunum í
Egyptalandi í þrjá áratugi.
Hópar hrotta voru fengnir til að
vekja ótta meðal Egypta sem tóku
þátt í friðsamlegum mótmælum á
Tahrir-torgi í miðborg Kaíró í fyrra-
dag. Árásir hrottanna voru aug-
ljóslega vel skipulagðar og markmið
þeirra virtist einnig vera að sann-
færa almenning um að Egyptar
þyrftu að velja á milli tveggja kosta:
glundroða og stöðugleika.
„Dæmigerð hegðun
stjórnarflokksins“
Mubarak hefur réttlætt harð-
stjórn sína og einræði með því að ala
á ótta við íslamska öfgamenn. Örygg-
islögregla hans er skipuð mörgum
sannkölluðum sadistum sem njóta
þess að berja og pynta fólk sem þorir
að sýna yfirvöldunum mótþróa.
Markmiðið með því að beita hrott-
unum er að halda almenningi í
heljargreipum óttans og viðhalda
þannig óbreyttu ástandi.
Margir þeirra sem hafa boðið ein-
ræðisstjórninni birginn hafa verið
fangelsaðir og pyntaðir. Yfirvöldin
hafa haft í hótunum við pólitíska and-
stæðinga Mubaraks og flokks hans.
Ofbeldisseggir hafa verið notaðir í
aðdraganda kosninga til að ógna öðr-
um frambjóðendum og stuðnings-
mönnum þeirra og fæla fólk frá því
að kjósa stjórnarandstöðuna. Yfir
1.200 félagar í Bræðralagi múslíma,
stærsta stjórnarandstöðuflokknum,
hafa verið handteknir, að því er fram
kemur í The Los Angeles Times.
Stjórnarandstæðingar í Kaíró
segja að stjórnarflokkurinn, öryggis-
lögreglan eða auðugir kaupsýslu-
menn, sem tengjast einræðisstjórn-
inni, hafi borgað hópum manna fyrir
að ráðast á mótmælendur á Tahrir-
torgi.
Hóparnir voru fluttir með rútum
að torginu áður en þeir lögðu til at-
lögu við mótmælendur til að reyna
að flæma þá af torginu. Hóparnir
köstuðu steinum og bensín-
sprengjum en nokkrir þeirra riðu
hestum og úlföldum, sveifluðu kylf-
um og svipum og létu höggin dynja á
mótmælendum. Aðrir eru sagðir
hafa hent blómapottum niður af
byggingum á höfuð mótmælenda,
barið fólk með reiðhjólakeðjum og
skorið mótmælendur í andlitið með
hnífum.
Mannréttindasamtökin Human
Rights Watch kenndu ríkisstjórn
Egyptalands um árásirnar. Banda-
ríkjastjórn forðaðist að saka stjórn
Mubaraks um að hafa heimilað árás-
irnar en The Washington Post segir
að bandarískur embættismaður hafi
lýst þeim sem „dæmigerðri hegðun
stjórnarflokksins“.
Baðst afsökunar
Mótmælendur veittu stuðnings-
mönnum Mubaraks mótspyrnu,
grýttu þá og beittu bareflum. Her-
menn reyndu að skilja fylkingarnar
að í gær en ekkert lát var á átök-
unum í grennd við torgið.
Samkvæmt síðustu fréttum í gær
lágu minnst níu manns í valnum og
hátt í þúsund manns særðust í átök-
unum.
Ahmed Shafiq, nýr forsætisráð-
herra Egyptalands, baðst afsökunar
á átökunum og hét því að láta rann-
saka hvort árásirnar á mótmælendur
hefðu verið skipulagðar. Hann skor-
aði á stjórnarandstæðingana að hefja
viðræður við stjórnina um lýðræðis-
legar kosningar og hætta mótmæl-
unum sem hefðu þegar valdið land-
inu miklu efnahagslegu tjóni.
Beittu hrottum til að vekja ótta
Reuters
Blóðug átök Mótmælendur í grennd við Tahrir-torg í Kaíró kasta grjóti á stuðningsmenn Hosnis Mubaraks sem
reyndu að flæma stjórnarandstæðinga af torginu í gær. Minnst níu manns liggja í valnum og hundruð særðust.
Hópar stuðningsmanna Mubaraks réðust á mótmælendur í miðborg Kaíró Bandamenn einræðis-
herrans sakaðir um að hafa staðið fyrir árásunum til að valda glundroða og vekja ótta meðal fólksins
Varar við glundroða
» Omar Suleiman, nýr varafor-
seti Egyptalands, sagði í ræðu
í gær að sonur Mubaraks,
Gamal, yrði ekki í framboði í
forsetakosningum sem eiga að
fara fram í september.
» Suleiman hvatti einnig
stjórnarandstæðinga til að
hætta götumótmælunum þeg-
ar í stað. Hann sagði að krafa
mótmælendanna um tafar-
lausa afsögn Mubaraks ein-
ræðisherra væri „krafa um
glundroða“.
Stjórnvöld í Bandaríkjunum og fleiri löndum fordæmdu í gær árásir á er-
lenda fréttamenn í Egyptalandi. „Hafin hefur verið skipulögð herferð til að
ógna alþjóðlegum fréttamönnum í Kaíró og trufla fréttaflutning þeirra,“
sagði talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, Philip Crowley.
Blaðamenn, ljósmyndarar og sjónvarpsmenn, sem
fylgjast með átökunum í Kaíró, segjast hafa orðið fyrir
árásum stuðningsmanna Hosnis Mubaraks í
gær og fyrradag. Nokkrir þeirra voru hand-
teknir og lögreglumenn eru sagðir hafa lagt
hald á tæki þeirra eða eyðilagt þau. Fréttarit-
ari breska ríkisútvarpsins, BBC, segir að
leyniþjónustumenn hafi handtekið og yfir-
heyrt hann með bundið fyrir augunum í þrjár
klukkustundir.
Fordæmir árásir á fréttamenn
BANDARÍKJASTJÓRN GAGNRÝNIR BANDAMENN MUBARAKS
Særður
mótmælandi.
Tugir þúsunda manna söfnuðust
saman í Sanaa, höfuðborg Jemens, á
„degi reiðinnar“ í gær til að krefjast
þess að Ali Abdullah Saleh forseti
segði tafarlaust af sér. Svipaður
fjöldi fylgismanna forsetans kom
saman í miðborginni til að láta í ljósi
stuðning við hann.
„Við erum hérna til að steypa
spilltri stjórn harðstjóra,“ sagði
Najib Ghanem, þingmaður íslamsks
flokks í bandalagi stjórnarand-
stöðuflokka sem stóðu fyrir „degi
reiðinnar“. „Uppreisnin í þágu rétt-
lætis hófst í Túnis. Hún heldur
áfram í Egyptalandi í dag og á
morgun verður Jemen laus við órétt-
lætið.“
Nokkrir fréttaskýrendur telja að
mótmælin í Mið-Austurlöndum
breiðist út til Sýrlands þar sem
Baath-flokkurinn hefur verið einráð-
ur í nær hálfa öld. „Ekkert araba-
land er ónæmt fyrir þessu,“ sagði
Riad Qahwaji, forstöðumaður rann-
sóknastofnunarinnar INEGMA í
Dubai. Hann bætti við að andófs-
hreyfingar, sem hefðu fengið nóg af
einræðinu, hefðu sótt í sig veðrið
með því að nota samskiptasíður á
netinu. Ein hreyfinganna hefur
stofnað Facebook-síðu þar sem
hvatt er til fjöldamótmæla til að
bylta stjórn Baathflokksins sem
bannaði alla stjórnarandstöðuflokka
1963. Bashar al-Assad tók við völd-
unum af föður sínum árið 2000.
200 km
1
2
3
4
6
7
8
9
3
6
7
1
2
4
5
8
9
5
MALÍ
NÍGER TSJAD SÚDAN
MAR.
Miðjarðarhaf
Heimild: CIA World Factbook *Hlutfall íbúa undir fátæktarmörkum skv. opinberum gögnum
Túnis: Bráðabirgðastjórn mynduð, 34 embættismönnum öryggisstofnana vikið frá
Egyptaland: Hosni Mubarak skipaði nýja ríkisstjórn og yfirmann leyniþjónustunnar í nýtt
embætti varaforseta. Hét því að láta af embætti forseta í september
Jórdanía: Abdullah II konungur skipaði nýjan forsætisráðherra sem á að mynda nýja stjórn.
Nota á jafnvirði 26 milljarða króna til að lækka verð eldsneytis og matvæla
Jemen: Saleh lofaði að láta af embætti árið 2013 þegar kjörtímabili hans lýkur
NÚVERANDI/NÝFALLNIR LEIÐTOGAR (landa þar sem götumótmæli hafa geisað)MÓTMÆLIN Í MIÐ-AUSTURLÖNDUM
Alsír
Abdelaziz
Bouteflika
forseti
Forveri:
Liamine Zeroual
(við völd ‘94-’99)
Túnis
Zine al Abidine
Ben Ali
fyrrv. forseti
Forveri:
Habib Bourguiba
(við völd ‘57-’87)
Egyptaland
Mohamed
Hosni
Mubarak
forseti
Forveri:
Anwar Sadat,
(við völd ’70 -’81)
Óman
Qaboos
bin Said
soldán
Said-ættin
hefur stjórnað
landinu frá
miðri 18. öld
Jemen
Ali
Abdullah
Saleh forseti
Fyrsti þjóðhöfðingi
landsins
Jórdanía
Abdullah II
konungur
Forveri:
Hussein konungur
(ríkti ’52-’99)
23%
3,8%
7,4%
20%
11,9%
gögn
vantar
45,2%
gögn
vantar
14,2%
Fátækt* Leiðtogi
Abdelaziz Bouteflika forseti
Zine al Abidine Ben Ali, fyrrv. forseti
Muammar al Gaddafi
Mohamed Hosni Mubarak
Bashar al-Assad forseti
Abdullah bin Abdul-aziz konungur
Abdullah II konungur
Ali Abdullah Saleh forseti
Qaboos bin Said soldán
6,46 millj.
Íbúafjöldi
34,59 millj.
10,59 millj.
80,47 millj.
22,2 millj.
25,73 millj.
23,5 millj.
2,97 millj.
6,4 millj.
Janúar Tveir menn biðu bana í óeirðum vegna hærra matvælaverðs.
Stjórnin féllst á að lækka matvælaverð og auka hveitiframboðið
14. janúar Ben Ali hrökklaðist frá völdum og flúði land eftir margra vikna mót-
mæli vegna fátæktar, kúgunar og spillingar. 117 manns biðu bana í óeirðum
Frá 25. janúar Hermt er að um 300 manns hafi beðið bana í mótmælunum
gegn Mubarak. Mótmælin hafa staðið í tíu daga
28. janúar Mótmælendur söfnuðust saman í miðborg Amman til að krefjast
pólitískra umbóta og aukinna mannréttinda
20. janúar Þúsundir mótmælenda fóru í kröfugöngu og höfnuðu mála-
miðlunartillögu um pólitískar umbætur. Önnur kröfuganga í gær
Janúar Um 200 manns mótmæltu í höfuðborginni Múskat og kröfðust þess
að stjórnin upprætti spillingu og stuðlaði að lægra matvælaverði
MótmæliVið völd frá
1999
1987-2011
1969
1999
1981
2000
2005
1994
1970
Land
Alsír
Túnis
Líbía
Egyptaland
Sýrland
Sádi-Arabía
Jemen
Óman
Jórdanía
Án vinnu
9,9%
14%
30%
9,7%
8,3%
10,8%
35%
15%
13,4%
Ríki í Mið-Austurlöndum þar sem leiðtogar eða valdaættir hafa lengi verið við völd
Spá mót-
mælum í
Sýrlandi