Morgunblaðið - 04.02.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.02.2011, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2011 ✝ Jónas Magnússonfæddist í Hraun- holtum í Hnappadal, Kolbeinsstaðahreppi, 15. desember 1919. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 22. jan- úar 2011. Foreldrar voru Magnús Sumarliði Magnússon, bóndi, f. 1. maí 1890 í Hallkels- staðahlíð í Hnappa- dal, d. 31. ágúst 1979 og Borghildur Jón- asdóttir, húsfreyja, f. 28. ágúst 1888 á Bíldhóli, Skógar- strönd, d. 19. október 1928. Systkini Jónasar eru Sigfríður, f. 14. september 1914, d. 11. desem- ber 1928, Sigríður Kristjana, f. 20. janúar 1918, d. 27. nóvember 1971, Jónína, f. 9. janúar 1919, Anna Vil- borg, f. 10. desember 1920, d. 23. desember 2010, Guðlaug, f. 21. mars 1922, Jósúa, f. 30. ágúst 1923. 1951-53 og hóf síðan störf hjá tré- smíðaverkstæði Reykjavík- urborgar 1973. Árið 1979 hóf hann svo störf á módelverkstæði borg- arinnar og vann þar til hann lét af störfum 1992 fyrir aldurs sakir. Síðustu árin vann hann eingöngu við gerð Íslandslíkansins í tjarn- arsal Ráðhúss Reykjavíkur. Þau Jónas og Sigríður byggðu sér heim- ili að Rauðalæk 32 í Reykjavík árið 1957 ásamt systur Jónasar, Jónínu, og manni hennar og þar bjó Jónas, þar til hann flutti á Hrafnistu árið 2009. Jónas hafði yndi af ferðalög- um og ljósmyndun og þau hjón ferðuðust mjög mikið um Ísland, ekki síst hálendið. Hann söng með Iðnskólakórnum og Snæfell- ingakórnum og stundaði nám í dansi í Dansskóla Hermanns Ragn- ars og Dansskóla Heiðars Ástvalds- sonar. Þá var hann félagi í Dans- klúbbi Heiðars og formaður hans um skeið. Einnig var hann félagi ásamt konu sinni í Dansfélaginu Kátu fólki í 30 ár. Útför Jónasar fer fram frá Laug- arneskirkju í dag, 4. febrúar 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Maki, 30. desember 1954, Sigríður Þor- kelsdóttir, f. 9. júlí 1920 í Litla-Botni, Hvalfjarðarstrand- arhreppi. Foreldrar hennar voru Þorkell Pétursson og Kristín Jónsdóttir. Jónas ólst upp í Hraunholtum við öll almenn sveitastörf. Hann flutti til Reykja- víkur 1941 og starfaði fyrst hjá breska hern- um við flugvall- argerðina í Reykjavík. Þá stundaði hann garðyrkjustörf og smíðar fyr- ir Hall Hallsson tannlækni. Jónas nam trésmíði hjá Halldóri Guð- mundssyni, byggingarmeistara og við Iðnskólann í Reykjavík og lauk iðnskólaprófi 1949. Hann öðlaðist meistararéttindi 1953. Hann stund- aði smíðar eftir nám m.a. við Lax- árvirkjun í Suður-Þingeyjarsýslu Það voru að koma jól í Hnappa- dalnum á lýðveldisárinu 1944. Jónas móðurbróðir minn kom með jólavör- urnar á hestvagni ásamt afa mínum, Magnúsi. Efst á vagnhlassinu voru litlar hjólbörur og mig grunaði að mér væru ætlaðar börurnar. Svo komu jólin og grunur minn reyndist réttur. Svo man ég líka að Jónas frændi og mamma voru að skreyta jólatréð. Í jólavarningnum leyndust marglitar arkir úr kreppappír og allskyns jóla- pokar urðu til í höndunum á þeim systkinum. Mamma fann líka tvinna- kefli og pappírnum var vafið utan um þau og bönd fest á. Jólatréð – líklega upprunalega skófluskaft með örmum fyrir kertin – var orðið að því falleg- asta sem ég man eftir. Líklega hefur verið farið út í hraun og fundinn einir til frekari prýði. Enn eru þessar minningar ljóslifandi hjá þá þriggja ára dreng í sveitinni. Nú er kveðjustundin runnin upp. Tími að þakka fyrir bangsa og bíla og annað sem leyndist í jólapökkunum frá frænda næstu árin. En heimsókn- in í sveitina á mótorhjólinu var þó toppurinn. Og frændi tók að sjálf- sögðu af mér mynd á hjólinu undir húsvegg í Hraunholtum. Það voru einmitt myndirnar hans Jónasar sem gerðu lífið svo skemmti- legt. Einu sinni var myndavélinni stillt upp á stein og við frændi hlupum að næsta steini og stilltum okkur upp. Mér fannst þetta algert tækniundur og vélin tók þessa fínu mynd af okkur. Í tímans rás gerðist Jónas afbragðs ljósmyndari. Hinar smæstu ísnálar urðu að einstökum listaverkum. En kannski urðu allar myndirnar af ætt- ingjum, sveitungum, vinum og kunn- ingjum að mestu verðmætunum. Ég varð pínulitið móðgaður þegar Jónas frændi var allt í einu giftur maður og Sigga varð hans nánasti lífsförunautur. Mér fannst ég alltaf eiga Jónas fyrir mig. Svo fór ég mína leið og maður hélt að lífið væri enda- laust. Nú finn ég að samverustund- irnar voru alltof fáar – ekki síst í sælureitnum í Litla-Botni í Hvalfirði. Þau Jónas og Sigga – alltaf nefnd í einu áttu margt sameiginlegt. Það sýna myndirnar úr öllum ferðalögun- um – hérlendis og erlendis. Um allt land var ferðast, sumar eftir sumar og ekki síst á hálendinu. Oft gengu þau klukkutímum saman um ósnortn- ar slóðir og voru ýmist tvö ein eða í góðra vina hópi. Það kom sér vel að þekkja landið þegar Jónasi var falið það verkefni ásamt vinnufélögum sínum að smíða Íslandslíkanið í Ráðhúsi Reykjavík- ur. Þarna er Ísland allt á 77 fermetr- um – hver fjörður og vík – dalur og fjall og hvergi skeikar meira en 20 metrum. Þá kom sér vel að vera góð- ur í reikningi. Enn betur kom sér þó handlagnin og listfengið. Jónas og systkini hans fengu í vöggugjöf að allt virtist leika í höndunum á þeim. Þessa hæfileika kunni borgarstjórinn Davíð að meta og saman luku þeir þessu merkilega verki sem ferðamenn skoða í krók og kring. Þá var Jónas 72 ára og átti fyrir löngu að vera hættur að vinna. Smiðahendurnar eru nú allar og góðu dagsverki lokið. Maður sem allt- af eignaðist vini og dýrin hændust ósjálfrátt að skilur eftir hafsjó minn- inga. Njóttu minningana, Sigga mín. Reynir Ingibjartsson. Elsku Jónas. Nú þegar þú hefur sagt skilið við jarðarlífið fyllist hugur okkar af notalegum minningum um þig og Siggu frænku. Þú varst ein- stakur maður að mörgu leyti og þeir sem kynntust þér sáu fljótt hversu góðan mann þú hafðir að geyma. Verklega séð varstu óvanalega hæfi- leikaríkur og gast gert við allt og fundið lausnir á öllu mögulegu sem engum hefði dottið í hug nema þér. Hjá þér átti allt sinn stað og það var röð og regla á öllu því sem þú komst nálægt. Þú varst með ólíkindum úr- ræðagóður, skipulagður og handlag- inn, það fór ekki fram hjá neinum sem á heimili ykkar Siggu eða upp í Para- dísarheimt komu. Þú hafðir ákveðnar skoðanir og varst samkvæmur sjálf- um þér í því sem þú sagðir og gerðir. Það var alveg sama hvernig viðraði í kringum þig, fas þitt einkenndist allt- af af glaðlyndi, góðvild og þakklæti fyrir lífið sjálft. Bros þitt var mjög eftirminnilegt og kom öllum í gott skap. Þú varst bæði einstaklega barn- góður og mikill dýravinur. Börnin sjá því mikið eftir þér og rifja gjarnan upp minningar þar sem þú varst að leika við þau eða bjóða upp á eitthvert góðgæti. Sjálfar minnumst við þess þegar við vorum litlar og komum í heimsókn til ykkar að alltaf var til Sódastream, bæði með appelsín- og kókbragði og þú kenndir okkur að blanda því saman. Við vitum líka hversu heitt þú elskaðir hana Siggu þína, því það sýndir þú iðulega með kærleiksríkri og þakklátri framkomu þinni við hana, t.d. þegar hún var að taka til meðlæti með kaffinu eða hvað sem hún var að sýsla við. Þú varst henni alltaf góður, trúr og hugulsam- ur eiginmaður. Það var svo gaman að fylgjast með því hversu fallegt ykkar hjónaband var og til fyrirmyndar. Þið gáfuð hvort öðru af öllu hjarta allt sem þið áttuð og voruð með rétta for- gangsröðun í lífinu. Sú natni og vand- virkni sem einkenndi öll verk á ykkar heimili hefur líka kennt okkur mjög mikilvæga hluti. Þessi natni felur nefnilega í sér mikla virðingu fyrir þeim hlutum og því sem manni hlotn- ast í lífinu, ásamt því að minna mann á að ekkert er sjálfgefið í þessu lífi. Við höfum tekið okkur ykkur til fyrir- myndar í þessum efnum og Jónas sýndi það sérstaklega með gjörðum sínum að allt má bæta og nýta aftur ef vel er með farið. Við erum mjög þakk- látar fyrir að hafa fengið að kynnast þér og fullvissar um að nú ertu í faðmi guðs og munt áfram passa vel upp á hana Siggu þína. Með kærri kveðju, Kristín, Kristjana og Petra. Lognkyrr og sólbjartur sunnudag- ur í byrjun sumars. Við í Fífí á leið upp í Botn til Jonna og Siggu. Hval- fjörðurinn sléttur og glampandi eins og pússaður spegill á fyrirmyndar- heimili. Ekkert álver, ekkert járn- blendi. Guð hvað þetta er fallegt. Ég samsinni annars hugar, hugurinn kominn í sælureitinn í Botni. Hlýjar móttökur, kossar og faðm- lög. Uss, förum hljóðlega segir Sigga það er þröstur með hreiður á syllunni við innganginn. það eru komin fjögur egg. Auðséð að fuglarnir sem Jonni spjallar við eins og vini allt frá morg- unpissinu til kvölds finna öryggið. Hvernig á annað að vera, hjónin á fullu að rækta og breyta landinu í sælureit fyrir fólk og fugla. Aldrei séð eftir maðki í fuglsnef og litla tjörnin býður upp á drykk og bað. Komið við skulum heilsa upp á Bláskegg. Já, ég skírði blágrenið úr Miðtúni Bláskegg, segir Jonni brosandi, og hann ætlar að spjara sig. Mikið rétt, það virðist ætla að koma sér fyrir á nýja staðnum enda ekkert til sparað í skít og stuðn- ingi til að létta því vistaskiptin. Jonni strýkur þéttri og heitri hendi um bláleitt barrið og hvetur tréð til dáða. Síðan gengið um skóginn og allt fær sömu hlýju strokurnar, jafnt inn- lent birki og reynir sem nýbúarnir ösp greni og fura. Ætlar þú ekki að grisja birkið, spyr ég fullur áhuga á skógrækt. Jú, þess þyrfti nú segir Jonni hugsi og klappar á láréttan birkistofn í brekkunni. Mér finnst ekki alveg hugur fylgja máli. Horfi yf- ir brekkuna og sé flestar birkihrísl- urnar liggja undan brekku. Markaðar af snjóþyngslum í æsku en seiglast við og farnar að teygja sig lóðrétt upp. Þá átta ég mig á þessu næmi Jonna á náttúruna og samsömunina á milli alls er lifir. Trúlega meðfætt ásamt reynslu frá erfiðri æsku þar sem samstaða, tillitssemi og návígið við náttúruna var systkinunum nauð- syn. Áfram haldið upp brekkuna. Þar hefur Jonni plantað stafafuru efst til að fá skjól og draga úr skafrenningi niður í brekkuna. Rölt meðfram girð- ingunni austanverðri þar sem lúpínan er að koma sér fyrir á nöktum meln- um. Fyrirboði grósku framtíðar. Skoðuð snyrtileg kartöflu- og grænmetisbeð ásamt snjöllum vökv- unarbúnaði. Næst er jarðhýsið sem Jonni var nýbúinn að klára. Við dáumst að listilegri hleðslunni og hugvitssamlega smíðuðum hurðum og loftum. Rosalega fellur það vel inní brekkuna, segjum við. Drauma- geymsla fyrir kartöflur, gulrætur og fleira gott. Kaffi, kallar Sigga. Við göngum upp á pallinn meðfram suðurhlið bú- staðarins sem eins og flest hér er smíðað úr afgangs- eða notuðu efni. En það er ekki að sjá, enda Jonni ein- stakur nýtis-notandi og finnur gagn fyrir flest er til fellur og það með listabrag. Greinilega listasmiður og næmur á lausnir við flestum vanda. Þegar inn er komið fyllir vitin kaffi- ilmur og það bíður okkar hlaðborð að hætti hússins. Elsku Jonni! Við ætlum ekki að hafa þessi orð mikið fleiri en þökkum þér og Siggu hjartanlega fyrir að leyfa okkur að njóta sælureitsins ykk- ar sem þið skírðuð með réttu Para- dísarheimt. Þökkum þér kærlega samfylgdina. Hittumst í fyllingu tímans. Sævar og Svandís. Jónas Magnússon ✝ Ármann Krist-jánsson var fædd- ur á Litla-Vatns- skarði í Austur-Húnavatns- sýslu 1. janúar 1927. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Mörk í Reykjavík 24. janúar 2011. Foreldrar Ár- manns voru Kristján Guðbrandsson, f. 24. apríl 1903, d. 29. júní 1943, síðast bóndi á Torfgarði á Lang- holti í Skagafirði og kona hans Sigrún Jónsdóttir, f. 26. júlí 1904, d. 17. júní 1996. Alsystkini Ár- manns: Jón Trausti, f. 1. júní 1928, d. 1993, kona hans var Guðrún Jónsdóttir frá Blönduósi. Ásta Að- alheiður, f. 14. október 1929, gift Hákoni Torfasyni, búsett í Kópa- vogi. Þorsteinn Ingi Húnfjörð, f. 10. desember 1930, búsettur í Gígja Guðmundsdóttir, f. 19. mars 1932, d. 22. mars 1996. Foreldrar hennar voru Jóhanna Ingibjörg Björnsdóttir, f. 1903, d. 1989, ætt- uð frá Kolgröf í Lýtingsstað- arhreppi í Skagafirði og Guð- mundur Andrésson, f. 1895, d. 1992, dýralæknir á Sauðárkróki. Börn þeirra eru; 1) Rögnvaldur Rúnar Dalmann, f. 13. apríl 1957. 2) Kristín Inga, f. 29. september 1962. Börn þeirra; a) Bryndís Árný, f. 25. ágúst 1987, hennar börn; Anika Hrund, f. 31. mars 2007, og Hrefna Kristín, f. 7. jan- úar 2009. b) Jóhann Lúðvík, f. 4. september 1995. 3) Ingólfur Ómar, f. 17. desember 1966; dóttir hans er Vordís Elfa, f. 20. júní 1989, hennar börn; Steingrímur Heiðar, f. 26. febrúar 2008, og Ísak Máni, f. 2. maí 2010. Ester átti fyrir tvö börn, þau eru; 1) Kolbjörg Mar- grét, f. 2. september 1951, hennar maður er Emil Sæmundsen, 2) Haraldur Ingiþór, f. 5. október 1954, hans kona er Guðbjörg Hjaltadóttir. Útför Ármanns fór fram frá Kotstrandarkirkju 3. febrúar 2011. Reykjavík. Herbert Dalmar, f. 3. október 1932, d. 2010, kvænt- ur Dagnýju Vern- harðsdóttur. Hálf- systkini Ármanns samfeðra: Guðlaug Heiðdal, f. 6. október 1936, hennar maður er Karl Hinriksson ættaður úr Reykja- vík, búsett á Ak- ureyri. Ingimar Vorm, f. 10. júní 1939, d. 18. ágúst 1989, í Reykjavík, hann var kvæntur Svölu Mar- elsdóttur frá Grindavík. Lilja Þur- íður, f. 31. júlí 1943, búsett í Reykjavík. Hálfsystkini Ármanns sammæðra: Ámundi, f. 16. janúar 1935, d. 18. apríl 1977, kvæntur Evu Jónsdóttur. Sigurbjörg, f. 24. mars 1940, hún var gift Rúnari Ársælssyni. Eiginkona Ármanns var Ester Ástkær faðir okkar Ármann Krist- jánsson er nú búinn að fá hvíldina. Hann kvaddi þessa jarðvist að kveldi hins 24. janúars síðastliðins. Ármann ólst upp hjá móður sinni til tveggja ára aldurs. Eftir það var honum komið fyrir hjá vandalausum og var hann á ýmsum stöðum í Húna- vatnssýslu. Fram á unglingsár naut hann góðs atlætis í uppvextinum. Sextán ára gamall fór hann suður og réð sig í fyrsta sinn til sjós. Á þessum árum voru miklir umbrotatímar á Ís- landi og lífsbaráttan var gífurlega hörð og það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir ungan dreng að halda einn síns liðs út í lífið. En þrátt fyrir ungan aldur bar hann sig vel og við bættist harka og ósérhlífni. Hann var skarp- ur til vinnu, áræðinn og fylginn sér. Ármann var maður glaðlyndur að eðlisfari og ræðinn. Hann hafði fast- mótaðar skoðanir og var ávallt mál- svari þeirra er minni máttar voru. Ármann stundaði sjósókn í nokkur ár, fyrst á síðutogurum og svo á smærri fiskibátum. Einnig var hann í siglingum um átta ára skeið og sigldi á milli landa. Árið 1956 kynntist hann konu sinni Ester Gígju Guðmunds- dóttur. Fyrsta búskaparárið bjuggu þau á Akranesi og fluttu síðan þaðan til Hafnafjarðar þar sem þau bjuggu í sex ár. Ármann stundaði ýmsa verkamannavinnu í Hafnarfirði, lengst af við höfnina. Árið 1963 flutt- ust þau hjón norður á Sauðárkrók og bjuggu þar samfleytt í þrjátíu og eitt ár. Ármann stundaði fyrstu fimm ár- in almenna verkamannavinnu og eft- ir það sneri hann sér alfarið að bú- skap. Hann bjó lengst af meðalbúi og tókst að framfleyta fjölskyldu sinni sómasamlega. Ármann var fjármaður góður og fór vel með skepnur. Hestamaður var hann ágætur og átti prýðis hrossastofn frá byrjun búskapar síns og ræktaði af mikilli kostgæfni, og það var yndi að sjá hann þjóta á góð- um vökrum gæðingi um sléttar grundir. Að lokum langar mig að láta fylgja hestavísur sem ég orti um blesóttan hest sem hann átti og var í miklu uppáhaldi hjá honum og þakka hon- um fyrir liðnar samverustundir og óska honum friðar á öðru tilverustigi. Hnarreistur um frónið fer, funar glóð í æðum. Býsna slyngur Blesi er, búinn snilldar gæðum. Gæddur hreysti, harður er, hefur stál í taugum. Afar skarpar brúnir ber, blikar fjör í augum. Flugléttur og fjörugur, fimur sprettinn þrífur. Þýður, glettinn, göfugur, um grundir sléttar svífur. (I.Ó.Á) Ingólfur Ómar Ármannsson. Ármann Kristjánsson Morgunblaðið birtir minningar- greinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á for- síðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.