Morgunblaðið - 04.02.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.02.2011, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2011 Lífeyrir er sá aur sem við fáum greiddan eftir að vinnuskyldu lýkur með því að safna í sjóði 12% af launum alls vinnandi fólks, óskattlögðum til ávöxt- unar áratugi fram í tímann. Einnig fáum við lítilræði ef áföll dynja yfir á lífsleiðinni. Svo bjartsýn er þessi hugmynd, að heimtur okkar úr kerf- inu skulu verðtryggðar með því að ávaxta inngreiðslur á raunvöxtum sem eru hærri en hagvöxtur þjóðar. Sá galli er á annars ágætri hugmynd að einhvers staðar þarf að fjár- magna það sem upp á vantar. Sá munur fæst eingöngu með aukinni skuldsetningu þjóðarbúsins eða skerðingum lífeyrisréttinda. Lífeyr- issjóðirnir standa flestir með nei- kvæðum hætti þannig að ávöxt- unarkrafa þeirra er í raun hærri en lög gera ráð fyrir til að vinna upp skekkjuna. Við þetta bætist svo mik- il óvissa um raunverulegt verðmæti eigna í bland við óuppgerðar gjald- eyrisafleiður og stjarnfræðilegar væntingar á nauðasamningum við hrunverja. Á meðan lífeyrissjóðir lánuðu út- rásarfyrirtækjum út á kampavín og kavíar var sjóðfélögum lánað út á fasteignaveð með 65% hámarks veð- hlutfall og sjálfskuldarábyrgð. Sjóðsfélagar horfa á eigið fé sitt tek- ið eignarnámi af lífeyrissjóðum sem aftur fjárfesta iðgjöld okkar og verð- bætur í sama svartholinu og kom þjóðarbúinu og samfélaginu á hlið- ina. Geta skuldarviðurkenningar, merktar einhverri snilldar „group“ hugmyndinni, staðið undir framtíð- arlífeyri okkar þar sem einu hald- bæru veðin eru pappírinn og blekið sem tölurnar eru skrifaðar á? Það sem raunverulega lagaði eignastöðu lífeyrissjóðanna eftir hrun eru rúm- lega 126 milljarða verðbætur á fast- eignalánum almennings. Þessi gríð- arlega eignatilfærsla á okkar mikilvægasta lífeyri er vegna verð- tryggingar fjárskuldbindinga og óráðsíu sjóðanna í fjárfestingum. Hér þurfum við að staldra aðeins við. Á meðan venjulegu fólki er refsað fyrir að- hald og skynsemi eru skuldasóðar verðlaun- aðir með afskriftum. Með því að frysta og endurfrysta afborganir og afskrifa, hafa ein- staklingar jafnvel notið góðs af innistæðulaus- um skuldsetningum sínum, án endurgjalds, svo árum skiptir. Stjórnvöldum hefur tekist að við- halda innistæðulausri neyslubólu í stað þess að leysa vandann strax. Skilaboð stjórnvalda eru skýr, að nægjusemi, aðhald og skynsemi borgar sig ekki og greidd skuld er tapað fé. Með innistæðutryggingum, án takmarkana, tóku stjórnvöld af- stöðu með þröngum hópi fjármagns- eigenda á kostnað almennings. Virt- ist engu skipta þó stór hluti tryggðra innistæðna hafi skilið eftir sig sömu skuldir og venjulegt fólk á að þræla fyrir næstu áratugina. Við vitum öll hvað þarf að gera en það bara gerist ekkert. Rétt eins og upp- gjörið við fortíðina sem allir bíða eft- ir predika sömu bullandi meðvirku jakkafata-munnræpurnar yfir lýðn- um og biðja um bjartsýni eftir að hafa stýrt öllu í strand. Sömu sér- hagsmunaáherslurnar. Ekki má eiga við kvótakerfið, ann- ars verða engar fjárfestingar í yf- irveðsettum og stjarnfræðilega skuldsettum sjávarútvegi. Ekki má eiga við verðtryggingu, ekki má leið- rétta skuldir heimilanna, ekki má skattleggja séreignasparnað o.s.frv. Hvítflibbinn fór eftir lögum og við verðum að vera bjartsýn, það er jú 2% barbabrellu-hagvöxtur. Skilgreina þarf eignahlut almenn- ings í fasteignum sem lífeyri. Með því að skilgreina fasteignir okkar sem lífeyri gefst lífeyrissjóðum kost- ur á að lækka vexti til húsnæðislána með því að tengja áunnin lífeyr- isréttindi eignamyndun í fasteign. Ef lánið rýrnar eykst eignarhlutur (lífeyrir) en áunnin réttindi skerðast á móti og öfugt. Þetta gerir lífeyr- issjóðum skylt að taka tillit til gríð- arlegra hagsmuna sem almennir sjóðsfélagar eiga með eiginfjár- myndun í fasteignum og hefði sjóð- unum verið lagalega skylt að taka af- stöðu með almennum skuldaleiðréttingum hefði þessi skil- greining verið til staðar. Í þessu samhengi þurfa lífeyrissjóðir ekki að berjast gegn afnámi verðtryggingar af sömu hörku og þeir hafa gert. Aðrir kostir eins og að lífeyr- issjóðir bindi frekar skuldbindingar sínar í eigin eignamyndun sjóðfélaga sinna hafa minni þensluáhrif á inn- lenda fjármálamarkaði og sjóð- félagar þurfa síður að eiga allt undir misgáfulegum ákvörðunum misvit- urra forstjóra. Lífeyrir er óaðfar- arhæfur og væri því ómögulegt að hirða þennan mikilvæga eignahlut okkar ef ófyrirsjáanleg áföll dynja yfir. Heimtur sjóðsfélaga, sem hafa greitt í kerfið í 40 ár eða meira, eru sláandi litlar þrátt fyrir Ólafslögin 1979 hafi lífeyrissjóðir í stórauknum mæli fjárfest með verðtryggðum hætti. Nær allt launafólk sem greitt hefur í kerfið í 40 ár eða meira þarf viðbótargreiðslur frá ríkinu í gegn- um Tryggingastofnun til að ná upp í lágmarksviðmið. Ríkið greiðir yfir 41.000 einstaklingum rúmlega 53,5 milljarða á ári í lífeyri eða helmingi meira en lífeyrissjóðirnir greiða út þrátt fyrir 60 ára tilvist. Nokkrir voru stofnaðir upp úr 1950, kerfinu komið á í núverandi mynd árið 1969 og lögbundið 1997. Þessar tölur eru fyrir utan opinbera kerfið. Þeir líf- eyrisþegar sem standa best í dag fóru skuldlausir á lífeyri og höfðu þak yfir höfuðið sem árangur ævi- starfsins í stað innihaldslausra lof- orða. Hvað er lífeyrir? Eftir Ragnar Þór Ingólfsson » Á meðan venjulegu fólki er refsað fyrir aðhald og skynsemi eru skuldasóðar verðlaunað- ir með afskriftum. Skil- greina þarf fasteignir sem lífeyri. Ragnar Þór Ingólfsson Höfundur er sölustjóri og stjórnarmaður í VR. Árið 2000 var breytt um stefnu í fisk- veiðistjórn í Barentshafi og hætt að fara bók- staflega eftir reiknifiski- fræðinni. Meðfylgjandi mynd sýnir hvernig þróun þorskveiða varð í Bar- entshafi frá árinu 2000 þegar reikni- fiskifræðilega ráðgjöfin var 130 þúsund tonn – en veidd 395 þúsund tonn skv. aflabókhaldi – en vitað að veiðin var árlega 100-200 þúsund tonn umfram skráðan land- aðan afla – viðurkennt af norsku fiskistofunni. Árið 2005 tók svo VRINROF haf- rannsóknastofnunin í Murmansk til sinna ráða undir stjórn (alvöru) fiskifræðingsins Dimitri Kolskow. 20 togarar voru tengdir gervi- hnattakerfi þannig að unnt væri að fylgjast með ferðum þeirra „on line“ og þessir 20 togarar voru fengnir til að veiða frjálst í 6 mánuði í Barents- hafi. Togslóðin var öll skráð með aðstoð gervihnattatækni og úr þessum gögnum sem þannig var aflað árið 2005 var unnið í eitt ár og reiknaður út þéttleiki þorsks pr. ferkílómetra í Barentshafi. Þessar rannsóknir rússnesku vís- indamannanna í Murmansk eftir „óhefðbundnum leiðum“ var birt ár- ið 2006 og niðurstaðan varð að þorskstofninn í Barentshafi væri 70% stærri en „reiknifiskifræðin“ gaf til kynna. (Sjá http://skip.vb.is/ frettir/nr/8601.) Aukið veiðiálag langt umfram reiknifiskifræðina virkaði jákvætt fyrir lífríkið og afli á sókn- areiningu – og stofn- stærð – fór vaxandi með árunum, sbr. mynd. Veiðar voru svo enn auknar í Bar- entshafi á síðasta ári um 70 þúsund tonn og aukningin á árinu 2011 er 140 þúsund tonn – hátt í allan þorskafla Íslendinga með gömlu og úreltu „reiknifiski- fræðinni“. Ég hvet til þess að Íslendingar geri sambærilegar rannsóknir (áreiðanleikakönnun um stærð og veiðiþol þorskstofnsins). Við getum auðveldlega gert svip- aðar rannsóknir og Rússar gerðu og bætt við t.d. 10 línubátum sem veiði einnig frjálst í 6 mánuði til að auð- velda og fá áreiðanlegri rannsóknir um þéttleika fiskistofna á grunnslóð. Út frá nýjum rannsóknargögnum gætum við endurmetið stofnstærðir þorsks og fleiri fiskistofna. Síðast en ekki síst getum við end- urmetið kenningar um veiðiþol fiski- stofna út frá nýjum gögnum og vís- indalega líffræðilegum grundvallaratriðum. Fiskveiðistjórn – Nýt- um arðsama reynslu úr Barentshafi Eftir Kristin Pétursson Kristinn Pétursson » Áreiðanleikakönnun um stofnstærð fiski- stofna er afar mikilvæg. Höfundur er fyrrverandi atvinnurekandi. Um 30 ár eru liðin síðan almennt var hætt að nota eigin þyngd bíla sem við- mið við útreikning á eldsneytiseyðslu. Ástæðan er framfarir í hönnun brunavéla og tölvustýrðri bruna- stýringu. Ekkert samband er lengur á milli þyngdar bíls og eyðslu og mætti nefna um það ótal skýr dæmi. Af því leiðir að óger- legt er að nota eigin þyngd bíls sem viðmið útreiknings á losun koldíoxíðs (CO2). Þetta vita allir sem fylgst hafa með almennri tækniþróun – og þar eru ekki undanskildir sérfræð- ingar Umferðarstofu, en samt gera þeir gera sér lítið fyrir og reikna nýjan skatt á bíleigendur, sem greiða skal fyrir losun CO2 (í grömmum fyrir hvern ekinn kíló- metra) með eigin þyngd bíls sem viðmið – hafi þeir ekki upplýs- ingar um skráð koldíoxíðgildi við- komandi bíls. Þótt sérfræðingum Umferðar- stofu sé fullkunnugt um að þessi útreikningur, sem þeir nota á CO2- losun, sé rangur og út í hött, senda þeir innheimtumönnum rík- issjóðs skrár yfir bifreiða- og úr- vinnslugjöld vitandi að bifreiðagjaldið fær ekki staðist í ótal til- vikum. Þegar bíleig- endur hafa fengið greiðsluseðlana í hendur og stór hluti þeirra sér að útreikn- ingur bifreiðagjalds- ins er tóm tjara og kvartar, óskar rík- isskattstjóri eftir gögnum og rökstuðn- ingi útreikningsins frá Umferðarstofu. Á Mbl.is (30/1/2011) er haft eftir rík- isskattstjóra að þar á bæ verði farið yfir málið og athugað hvort hægt sé að keyra leiðréttingar vél- rænt komi bíleigendur réttum upplýsingum á framfæri við Um- ferðarstofu! Vegna óverjandi vinnubragða sérfræðinga hjá Umferðarstofu eiga bíleigendur, sem beittir hafa verið ranglæti, að byrja á því að borga. Síðan eiga þeir, sem greitt hafa rangt útreiknað gjald, að leggja fyrir sig rannsóknarvinnu í því skyni að finna upplýsingar um CO2-losun (einhvers staðar) og koma þeim á framfæri við Um- ferðarstofu, sem þá myndi leið- rétta mistökin – meti sérfræð- ingar hennar upplýsingarnar traustar! Hvað skyldu margir bíl- eigendur vera í aðstöðu til að afla þeirra upplýsinga? Ég þori að fullyrða að svona klúður hjá hinu opinbera á sér varla hliðstæðu – og er þá miklu til jafnað. Umferðarstofa hefði eins getað reiknað bifreiðagjaldið eftir ímynduðu skónúmeri bíleig- anda enda virðist tilgangurinn sá einn að hafa gjaldið nógu hátt. Flestir, og þar með taldir sér- fræðingar Umferðarstofu, vita að ekkert samband er á milli eigin þyngdar bíls og CO2-losunar í út- blæstri hans. Hins vegar er ákveð- ið samband á milli eldsneyt- iseyðslu og CO2-losunar. Hefðu sérfræðingar Umferðarstofu hins vegar kosið að nota eyðslu sem viðmið, en EC-staðaltölur um hana má nálgast fyrir nánast alla bíla, hefði það kostað þá miklu meiri vinnu. Greinilega hefur ekki verið talin ástæða til að eyða of mikilli vinnu og tíma í að ná 50- 80% hærri gjöldum af bíleig- endum. Hvernig skyldi Hæstirétt- ur bregðast við komi þetta mál til hans kasta? Bifreiðagjald -Eitt klúðrið enn Eftir Leó M. Jónsson »Umferðarstofa hefði eins getað notað ímyndað skónúmer bíl- eiganda sem viðmið. Leó M. Jónsson Höfundur er iðnaðar- og vélatæknifræðingur. Formaður Framsóknarflokksins misskilur áhættuna af nýjum Ice- save-samningi í langri blaðagrein í Morgunblaðinu í gær. Þar segir hann að Landsbankinn telji heild- söluinnlán, þ.e. innstæður sveitar- félaga, stofnana o.fl., ekki til for- gangskrafna. Formaðurinn segir svo: „Ef Landsbankinn tapar yf- irstandandi málaferlum vegna þess bætast yfir 170 milljarðar við kröf- urnar.“ Hér er málum snúið á hvolf. Reyndin er þveröfug; Landsbank- inn hefur einmitt skilgreint heild- söluinnlánin sem forgangskröfur. Og einnig þetta: ef dómstólar dæma heildsöluinnlánin ekki til for- gangskrafna vænkast hagur þrota- búsins um 170 milljarða. Gangi þetta eftir munu eignir gamla Landsbankans endanlega standa undir forgangskröfum og ekkert af þeim falla á ríkissjóð. Nauðsynlegt er að hafa þetta á hreinu. Sigmundur Ernir Rúnarsson Formaður á hvolfi Höfundur er alþingismaður og situr í fjárlaganefnd. Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá les- endum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni eða í bréfum til blaðsins. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna við- burði, svo sem fundi og ráðstefnur. Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ of- arlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.