Morgunblaðið - 04.02.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.02.2011, Blaðsíða 14
FRÉTTASKÝRING Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Samkvæmt tölum írska seðlabank- ans voru innistæður fyrir um 40 milljarða evra teknar út úr írska bankakerfinu í desember. Um er að ræða gríðarlega aukningu miðað við þróunina mánuðina á undan en sam- kvæmt írska seðlabankanum minnk- uðu innistæður í viðskiptabönkum landsins um 110 milljarða evra í fyrra. Þetta þýðir að innistæður voru teknar út úr írskum bönkum fyrir sem svarar 60% af landsframleiðsl- unni. Samkvæmt umfjöllun írska blaðsins The Independent voru það innistæðueigendur utan Írlands sem tóku stærsta hlutann út í fyrra eða um 90 milljarða evra. Samkvæmt blaðinu er um að ræða innistæður erlendra fyrirtækja með starfsemi á Írlandi auk innistæðna erlendra fjárfestingasjóða og lífeyrissjóða. Írskir innistæðueigendur tóku því út um 19 milljarða evra úr írskum bönkum í fyrra og er fyrst og fremst um að ræða úttektir einstaklinga og einkafyrirtækja. Þessar miklu úttektir skýrast augljóslega af slæmri stöðu írsku bankanna. Segja má að írska banka- kerfið hafi haldið sér á floti undan- anfarin misseri með líflínu sem er strengd frá höfuðstöðvum Evrópska seðlabankans. Þannig var fjórðung- ur allra útistandandi veðlána Evr- ópska seðlabankans veittur til írskra banka í nóvember í vetur. Við árslok minnkuðu þessi veðlán en að sama skapi jukust veðlánaviðskipti írskra banka við írska seðlabankann á sama tíma um 51 milljarð evra. Viðskiptin falla undir sérstaka áætl- un stjórnvalda vegna fjármála- kreppunnar og veðin sem eru tæk til þeirra myndu ekki fullnægja kröf- um í veðlánaviðskiptum við Evr- ópska seðlabankann. Eins og fram kemur í umfjöllun The Independent um málið þá er um að ræða peningaprentun á Ír- landi sem er þó framkvæmd með fullu samþykki Evrópska seðla- bankans. Vilja endursemja um neyðarlán Allar líkur eru á því að flótti inni- stæðueigenda frá írska bankakerf- inu muni halda áfram. Sem kunnugt er fer hluti af 90 milljarða neyðarl- áni Evrópusambandsins og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins til Írlands í end- urfjármögnun bankakerfisins. Hins vegar verður gengið til þingkosn- inga síðar í þessum mánuði og hefur stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Fine Gael, sett endurskoðun og end- urupptöku á forsendum neyðarláns- ins á oddinn í kosningabaráttunni. Komist flokkurinn til valda eftir kosningarnar, eins og útlit er fyrir, gæti það því skapað óvissu um greiðslur af neyðarláninu sem svo myndi grafa frekar undan stöðu bankakerfisins í landinu. Innistæðueigendur flýja írska banka  Úttektir í fyrra námu um 60% af landsframleiðslu Írlands Reuters Erfiðir tímar Írskir skattgreiðendur þurfa sennilega að bera þungar byrðar vegna fjármálakreppunnar sem geisað hefur undanfarin misseri. 14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2011 –– Meira fyrir lesendur . Morgunblaðið gefur út ÍMARK sérblað fimmtudaginn 3.mars og er tileinkað Íslenska markaðsdeginum sem ÍMARK stendur fyrir en hann verður haldinn hátíðlegur 4. mars. PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, fimtudaginn 24. febrúar. Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: ÍMARK íslenski markaðsdagurinn S É R B L A Ð MEÐAL EFNIS: Viðtöl við fyrirlesara ráðstefnunnar Viðtal við formann Ímark Saga og þróun auglýsinga hér á landi Neytendur og auglýsingar Nám í markaðsfræði Góð ráð fyrir markaðsfólk Tilnefningar til verðlauna Hverjir keppa um Lúðurinn Viðtöl við fólkið á bak við tjöldin Ásamt fullt af öðru spennandi efni STUTTAR FRÉTTIR ● Skuldabréfavísitala GAMMA hækk- aði um 0,6% í gær, eftir að hafa lækk- að um 0,8% í 26 milljarða viðskiptum í fyrradag, í kjölfar ákvörðunar Seðla- bankans um að lækka stýrivexti um 0,25%. Velta í gær var einnig mikil, eða 21,3 milljarðar, og hækkaði gengi verðtryggðra bréfa um 0,8% í 12,2 milljarða veltu, en óverðtryggð bréf hækkuðu um 0,1% í 8,8 milljarða króna viðskiptum. Skuldabréf upp á ný ● Laun og launatengd gjöld útgerð- arfyrirtækisins Ramma hækkuðu um 222 milljónir króna á árinu 2010. Þar af runnu 158 milljónir til ríkissjóðs, að því er kemur fram á vef fyrirtækisins, rammi.is. Starfsmenn hafa fengið 15% af þess- um auknu launaútgjöldum og lífeyr- issjóðir 14%. „Er nema vona að fjár- málaráðherra hæli sé af vel heppnaðri skattkerfisbreytingu, þar sem hann hirðir svo til alla launahækkunina?“ er svo spurt á síðu fyrirtækisins. 71% af auknum launa- gjöldum í ríkissjóð Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Stefnt verður að því að endur- greiðsluferill ríkisskuldabréfa verði sem jafnastur í framtíðinni, og dreg- ið úr endurfjármögnunaráhættu með því að skilgreina efri mörk stærðar stakra skuldabréfaflokka. Jafnframt er stefnt að því að með- allánstími verði í það minnsta 4 ár. Sá tími er nú vel yfir því viðmiði, en var á árunum fyrir hrun töluvert undir. Þetta er á meðal þess sem fram kom í kynningu fjármálaráðu- neytisins á stefnu í lánamálum rík- isins til og með árinu 2014, sem hald- in var sl. miðvikudag. Auk Ingvars H. Ragnarssonar, sérfræðings á fjárreiðu- og eignaskrifstofu fjár- málaráðuneytisins, sátu fulltrúar Seðlabanka Íslands fyrir svörum. Lengi býr að fyrstu gerð Í desember nam hlutfall skulda ríkissjóðs í erlendum myntum 27% af heildarskuldum. Að undanskild- um lánum til eflingar gjaldeyris- forða er sama hlutfall 6%. Mikill meirihluti skulda í íslenskum krón- um er óverðtryggður, og verður áherslan áfram á útgáfu óverð- tryggðra bréfa. Erlend lán verða fyrst og fremst tekin til eflingar gjaldeyrisforða, en einnig til endurfjármögnunar úti- standandi skuldbindinga til endur- greiðslu lána í tengslum við efna- hagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins. Reglubundin alþjóðleg útgáfa sé einnig til þess fallin að tryggja og viðhalda aðgengi ríkisins að erlendu lánsfé. Næstu 15 mánuðina falla er- lendar skuldbindingar að andvirði rúmlega 900 milljónir evra í gjald- daga, en sú upphæð hefur lækkað umtalsvert vegna endurkaupa ríkis- sjóðs í fyrra, fyrir rúmlega 600 millj- ónir evra. Ljóst er, bæði af fyrirspurnum fundarmanna, sem flestir voru markaðsaðilar, og eins á máli ráðu- neytis- og seðlabankamanna að mik- ið veltur á fyrstu alþjóðlegu útgáf- unni. Árangurinn af henni gefur tóninn fyrir það sem koma skal, og þá ekki síður fyrir aðra íslenska að- ila sem gætu hugsað sér að koma í kjölfarið. Mikilvægt sé að tímasetja útgáfuna vel, og eins að taka mið af þróun lánshæfismats og horfa mats- fyrirtækjanna. Fíllinn í herberginu Undanfarna mánuði hafa erlendir aðilar í auknum mæli keypt ríkis- bréf, en þeir keyptu um 70% af seldu magni tveggja ára ríkisbréfa. Vonir standa til þess að erlendir fjárfestar sjái sér hag í því að binda fjármagn sitt, sem legið hefur á óbundnum innlánsreikningum, í ríkisbréfum, en það er eitt af markmiðum lánamála- stefnunnar. Með því móti sé hægt að bræða „snjóhengjuna“ frekar en sprengja, en með því er vísað til þess mikla fjármagns í eigu erlendra að- ila sem fast er hér á landi vegna gjaldeyrishafta. Talsmenn Seðla- bankans og ráðuneytis fóru þó var- lega í umræðu um gjaldeyrishöftin, og orðalagið um snjóhengjuna er ekki þeirra. Einn fundarmanna komst þannig að orði að höftin væru „fíllinn í herberginu“ sem öllu máli skipti en ekki mætti ræða. Öllum er þó ljóst að gríðarlegt útflæði fjár- magns úr landinu, í kjölfar afnáms gjaldeyrishafta, hefði skaðlegar af- leiðingar fyrir íslenskt efnahagslíf. Skýrslu um afnám haftanna er að vænta um næstu mánaðamót. Morgunblaðið/Golli Tímasetning Innreið íslenska ríkisins á alþjóðlega fjármagnsmarkaði hefur ekki verið tímasett. Mikilvægt er að fyrsta útgáfa heppnist vel. Mikilvægt að byrja vel  Stefna í lánamálum ríkissjóðs kynnt í vikunni  Lengja meðaltíma lána og setja þak á stærð stakra flokka  Erlend lán fyrst og fremst tekin til styrkingar forða                                           !"# $% " &'( )* '$* ++,-.. +./-,/ ++/-00 1+-1+/ 12-2,3 +4-.+1 +1+-// +-,230 +.2-0/ +3.-+5 ++3-+3 +./-5+ ++/-/4 1+-14. 12-+2, +4-./, +11 +-,25, +.2-5 +3.-/0 1+,-2+0, ++3-,1 +.4-0/ ++4-2+ 1+-0, 12-+/0 +4-5+/ +11-0, +-,+03 +.+-,, +35-24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.