Morgunblaðið - 04.02.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.02.2011, Blaðsíða 27
DAGBÓK 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÚTILEGUR ERU FRÁBÆRAR VOFF! VOFF! VOFF! VOFF! VOFF! VOFF! VOFF! VOFF! GÓÐIR VARÐHUNDAR ERU ÓMETANLEGIR HVAÐ ER ÞETTA EIGINLEGA!?! MATUR! ÞAÐ ERAUGLJÓST ERT ÞÚ HLYNNTUR LÖGLEIÐINGU KANNABIS? AUÐ- VITAÐ EKKI! AF HVERJU EKKI? KANNABIS- ÆTTBÁLKAR SJÓÐA MANN Í POTTI OG SÓLÞURRKA Á MANNI HÖFUÐIÐ! ÉG FER AÐ HALDA AÐ ÞÚ SÉRT Á EINHVERJU STERKARA AUGLÝSTIRÐU LAUSA STÖÐU AÐSTOÐARFORSTJÓRA HJÁ OKKUR? AF HVERJU?JÁ ÉG GERÐI ÞAÐ TILAÐ SÝNA ÞÉR AÐ ÞÚ ERT AÐ EYÐA ALLTOF MIKLUM TÍMA Í ÞESSA HÁDEGISFUNDI ÞAÐ ER EKKI SNIÐUGT AÐ AUGLÝSA STÖÐU SEM ER EKKI LAUS JÁ, ÉG ÁTTA MIG Á ÞVÍ !?! ÉG HÉLT AÐ ÞÚ VÆRIR BÚINN AÐ LÆRA ÞÍNA LEXÍU! ÉG HEF LÆRT ÞESS VEGNA ER ÉG MEÐ ANNAN ARM TILBÚINN... ...TIL AÐ GRÍPA INN Í! HÖFUÐIÐ Á MÉR ER NÚ ÞEGAR OF LÍTIÐ, ÉG MÁ EKKI VIÐ ÞVÍ AÐ ÞAÐ MINNKI! Þekkir einhver kvæðið? Kannast einhver við þetta kvæði sem byrjar svona: Ó Sigrún, Sigrún hvers vegna ert þú hér? sem hefur fals og fláráð búið mér. Einnig: Hafi ég fals og flá- ráð bruggað þér þá fyrirgef þú hjartans vinur mér. Vinsamlega hringið þá í síma 897- 9826. Gefist aldrei upp Árið 1955 gekk hér lömunarveiki, sem ég fékk og upp úr því fékk ég geðhvarfasýki. Nú er ég loks að fá heils- una. Trúin hefur mikið að segja, gefist aldrei upp og trúið á Guð. Eitt enn, ég elska þættina hans Jónasar, sem eru á dagskrá á föstudags- kvöldum kl. 23, mér finnst þeir skemmti- legir, en þeir eru of seint á dagskránni. Sigrún. Ást er… ... þegar hann skrifar þér ástarbréf Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, bingó kl. 13.30. Árskógar 4 | Smíðastofa kl. 9. Bólstaðarhlíð 43 | Kertanámskeið kl. 9. Helgistund kl. 10, sr. Hans Markús og Þorvaldur Halldórsson. Söngstund kl. 13, leikfimi kl. 13.45. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8, botsía kl. 10.45. Félag eldri borgara, Reykjavík | Fær- eyinga saga, námskeið kl. 13. Dans- leikur sunnudag kl. 20. Sighvatur Sveinsson spilar. Námskeið í framsögn/ leikrænni tjáningu og upplestri, leiðb. Bjarni Ingvarsson, hefst 15. feb. skrán- ing hafin í s. 588-2111. Félag kennara á eftirlaunum | Fræðslu- og skemmtifundur á Grand Hóteli á morgun, laugardag, kl. 13.30. Félagsheimilið Boðinn | Hádeg- ismatur kl. 12, Pálmar spilar á nikkuna kl. 13.30. Félagsheimilið Gjábakki | Handavinna kl. 9, botsía kl. 9.30/13, málm- og silf- ursmíði kl. 9.30/13, jóga kl. 10.50 og félagsvist kl. 20.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn- aður kl. 9, jóga kl. 9.15, ganga kl. 10, bingó kl. 13.30. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 8.15/12.10, málun kl. 10, leðursaumur/félagsvist kl. 13. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur kl. 9, bókband. Prjónakaffi kl. 10, staf- ganga kl. 10.30. Spilasalur frá hád. Kóræfing kl. 15.30. Háteigskirkja - starf eldri borgara | Brids-aðstoð kl. 13. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, leikfimi kl. 11.30, brids kl. 12.30, billjardstofa og pílukast í kjallara opið alla virka daga kl. 9. Dansleikur 11. febr. Þorvald- ur Halldórsson leikur kl. 20.30-24. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30, 9.30 og 10.30. Vinnustofa kl. 9 án leið- beinanda. Námskeið í myndlist kl. 13, bingó kl. 13.30, kaffisala í hléi. Hæðargarður 31 | Við Hringborðið/ dagblöðin/kaffitár kl. 8.50. Gönuhlaup/ thachi kl. 9. Listasmiðja kl. 9; myndlist. Gáfumannakaffi kl. 15. Hæðargarðsbíó kl. 16; Regína. Bókmenntahópur þriðjud. kl. 20. Tónlistarhópur miðvikud. kl. 20. Íþróttafélagið Glóð | Botsía í Gjá- bakka kl. 13. Hringdansar (byrjendur) í Kópavogsskóla kl. 14.40. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Blaða- klúbbur kl. 10.10, leikfimi kl. 11, opið hús, spil vist/brids kl. 13, hárgreiðslu- stofa opin. Norðurbrún 1 | Myndlist og útskurður kl. 9. Vesturgata 7 | Félagsmiðstöð lokar kl. 13 vegna undirbúnings þorrablóts sem er kl. 17 í dag. Vesturgata 7 | Skartgripagerð/ kortagerð kl. 9, enska kl. 11.30. Tölvu- kennsla kl. 13.30. Sungið v/flygilinn kl. 14.30. Dansað í aðalsal. Þórðarsveigur 3 | Bingó kl. 13.30 í salnum Þórðarsveig 3. Davíð Hjálmar Haraldssonkomst yfir mynd af sjálfum sér og varð að orði: Krúnan mikil. Gott er geð. Giska fríður. Mjúkur. Ekki komst þó ára með, útlimir né búkur. Sigrún Haraldsdóttir var fljót að senda kveðju norður: Maður þessi er hrörlegt hró, hrelldur oft af kveisu, sauðslegur en sýnist þó í sæmilegri peysu. En svo leiðrétti hún vísuna: Bjartur, glettinn, beinn og glaður, bæði snjall og hagur. Skáldi líkur, skýrleiksmaður, skallinn ægifagur. Kristbjörg F. Steingrímsdóttir lagði út af vísunum: Vinn ég ei á öldrun bug, ekkert heldur til þess geri, það er eins og illan hug allir speglar til mín beri. Ingólfur Ómar Ármannsson yrk- ir: Þegar hylur foldu fönn og fimbulkuldi ríkir góður skuddi og gleði sönn geðið ávallt mýkir. Jafnframt leiðréttist vísa hans frá því í gær: Þrái tíðum glens og grín, gleði mín ei dvínar, alltaf skapar öl og vín unaðsstundir fínar. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af sjálfsmynd og speglum - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.