Morgunblaðið - 04.02.2011, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2011
✝ Matthías BjarkiGuðmundsson,
byggingatæknifræð-
ingur, fæddist á
Flúðum í Hruna-
mannahreppi 25. apr-
íl 1967. Hann lést á
heimili sínu í Kópa-
vogi 26. janúar 2011.
Foreldrar hans eru
Anna Björk Matthías-
dóttir, f. 29.6. 1944,
frá Múlakoti í
Lundarreykjadal og
Guðmundur G. Magn-
ússon, f. 8.9. 1937,
frá Bryðjuholti í Hrunamanna-
hreppi. Bræður Bjarka eru: Magn-
ús Víðir Guðmundsson, f. 15.9.
1970, eiginkona hans er Kristín
Karólína Ólafsdóttir, eiga þau 3
börn og eru búsett á Flúðum,
Ágúst Hlynur Guðmundsson, f.
21.1. 1973, eiginkona hans er
Kristín Valdemarsdóttir, þau eiga
2 börn og eru búsett í Mosfellsbæ.
Eiginkona Bjarka er Björg
Ragna Erlingsdóttir, endurskoð-
andi, f. 9.11. 1967 í Reykjavík. For-
eldrar hennar eru Erlingur Lúð-
víksson, f. 6.6. 1939, frá Reykjavík
og Jakobína Ingadóttir, f. 1.2.
1942, frá Sauðárkróki. Bræður
Bjargar eru Ingi Einar Erlingsson,
f. 8.5. 1963, og Elvar Örn Erlings-
son, f. 28.6. 1965. Börn Bjarka og
Bjargar eru: Lúðvík Már, f. 2.9.
1996, Máni, f. 19.5. 1999, og Mark-
ús Ingi, f. 25.2. 2001.
Bjarki ólst upp á Flúðum og fór
í Menntaskólann að Laugarvatni
og lauk stúdentsprófi þaðan 1987.
Fór í framhaldi af
því í Íþróttakenn-
araskólann að Laug-
arvatni og útskrif-
aðist þaðan 1989.
Hann útskrifaðist
sem húsasmiður frá
Selfossi 1991 og
byggingatæknifræð-
ingur og húsasmíða-
meistari úr Tækni-
skóla Íslands árið
1995. Hann kenndi
íþróttir við Flúða-
skóla 1990-1991
ásamt því að kenna
við Íþróttakennaraskólann að
Laugarvatni og nema húsasmíði á
Selfossi í kvöldskóla. Hann vann
sem byggingatæknifræðingur hjá
VSÓ frá 1995 og kenndi stunda-
kennslu við tækni- og verk-
fræðideild HR. Sem ungur dreng-
ur varði Bjarki sumrunum í sveit
hjá ömmu sinni og afa í Múlakoti í
Lundarreykjadal. Hann vann síðar
við smíðar hjá föður sínum í
skólafríum. Bjarki var mikill fjöl-
skyldumaður og til fyrirmyndar á
því sviði sem öðrum, hann var
mjög duglegur, samviskusamur og
sannur vinur. Hann var mikill
íþróttamaður og vann til margra
verðlauna á því sviði. Hann var
landsliðsmaður í blaki og kjörinn
blakmaður ársins 1992. Einnig
þjálfaði hann m.a. landslið karla í
blaki. Hann var fulltrúi foreldra í
skólaráði Digranesskóla.
Útför Bjarka fer fram frá
Hjallakirkju í dag, 4. febrúar 2011,
og hefst athöfnin kl. 11.
Elsku Bjarki okkar.
Mér finnst ótrúlegt að hugsa til
þess að það séu tæp 20 ár síðan við
kynntumst. Við kynntumst í
tengslum við blakíþróttina. Samband
okkar þróaðist hægt (að mínu mati
a.m.k.) en sú leið reyndist happa-
drjúg því seinna lærðist mér að einn
af svo mörgum kostum þínum var jú
vandvirkni, í öllu því sem þú tókst þér
fyrir hendur. Val á lífsförunaut var
því skiljanlega ekki undanskilið. Ég
man líka þegar annar bróðir minn
spurði mig hvort ekkert væri að
frétta og ég sagði honum frá þér, þá
voru viðbrögðin á þá leið að pottþétt-
ara eintak væri ekki að finna þarna
úti en hann hafði kynnst þér í ÍKÍ.
Þetta reyndust orð að sönnu. Hlýja
brosið þitt, endalaus ást, umhyggja
og einstakt lundarfar voru kostir sem
ég mat strax mikils í fari þínu. Seinna
bættust svo bara við fleiri kostir. Þú
varst t.d. einstaklega duglegur og
ráðagóður smiður. Þér fannst líka
mjög gaman að smíða. Heimili okkar
ber þess merki að innan sem utan
hve vandvirkur og duglegur þú varst.
Við keyptum rúmlega fokhelt hús og
þú græjaðir það bara ásamt því að
sinna þinni vinnu. Það vafðist ekkert
fyrir þér. Þú settir upp veggi, loft,
gólfefni, smíðaðir stiga o.s.frv. Það
var spennandi að sjá framtíðarheim-
ilið taka á sig mynd og mikill spenn-
ingur að flytja í húsið sem við og
gerðum á Þorláksmessu árið 1998.
Þetta voru þó okkar veraldlegu gæði
sem eru ekkert í samanburði við gull-
molana okkar þrjá. Ótrúlega flottir
guttar, að innan sem utan, og þú
varst hreinlega besti pabbi sem hægt
var að hugsa sér. Glaðlyndur, þolin-
móður og ljúfur en jafnframt ákveð-
inn á þinn hátt. Þú varst duglegur að
kenna þeim og þér var umhugað um
að þeim þætti vænt um dýr og sagðir
þeim gjarnan frá þeim tíma sem þú
varst hjá afa þínum og ömmu í Múla-
koti. Þú varst góð fyrirmynd, fyrir-
mynd sem lifir áfram hjá þeim og
mun hjálpa þeim í gegnum lífið. Þú
varst stoltur af drengjunum okkar og
duglegur að hrósa þeim.
Það var áfall þegar þú greindist
með krabbamein fyrir nokkrum ár-
um. Baráttan litaði þó ekki okkar
daglega líf af veikindunum. Þú stund-
aðir allan tímann þína vinnu og lagðir
nú ekki í vana þinn að kvarta. Það
getur að sjálfsögðu verið gott og
slæmt en ég veit að þú varst að hugsa
um mig og strákana í öllum þessum
veikindum og vildir að við hefðum
sem minnstar áhyggjurnar.
Þér fannst gaman að ferðast og
fræðast um borgir og menningu ann-
arra landa. Við höfum farið í nokkur
ferðalögin innanlands og utan og not-
ið lífsins öll fjölskyldan saman og
einnig bara við tvö. Yndislegar minn-
ingar með einstökum manni eigum
við öll og þær munu lifa áfram. Við
trúum því að þú verndir okkur áfram
og verðir með okkur þó við getum
ekki snert þig. Skrítið stundum
hvernig lífið er.
Björg, Lúðvík, Máni
og Markús.
Matthías Bjarki Guðmundsson
okkar besti og eini tengdasonur er
látinn langt um aldur fram aðeins 43
ára. Við sáum hann fyrst sumarið
1994 er dóttir okkar Björg Ragna
kynnti hann fyrir okkur er þau komu
í heimsókn í sumarbústaðinn til okk-
ar í Biskupstungum. Við sáum strax
hvað þetta var ljúfur og fallegur mað-
ur, hávaxinn, grannur og herðabreið-
ur með svo bjart og blítt bros. Þau
hófu búskap og eignuðust 3 yndislega
syni, þá Lúðvík Má, Mána og Markús
Inga og sýndi Bjarki og sannaði
hversu yndislegur og góður faðir
hann var. Hann gerði allt af mikilli
vandvirkni og alltaf var hægt að leita
ráða hjá honum. Í fyrra stóð til að
hressa upp á bústaðinn og stækka
svo öll fjölskyldan gæti notið góðra
stunda þar saman og hann teiknaði
og skipulagði og blés áhuga í okkur
öll hin svo að nú er þetta á góðri leið
og ég veit að hann stendur við bakið á
okkur og gefur okkur styrk til að
halda áfram við það verk og önnur.
Allar góðu minningarnar um hann
og fjölskylduna munum við alltaf eiga
og við þökkum innilega fyrir og mun-
um geyma í hugum okkar.Við biðjum
góðan Guð að styrkja Björgu og
drengina og alla aðra aðstandendur.
Jakobína Ingadóttir
og Erlingur Lúðvíksson.
Gull af manni er það fyrsta sem
kemur upp í hugann þegar við minn-
umst Bjarka. Við hjónin kynntumst
Bjarka fyrst árið 1987 þegar hann
hóf nám við Íþróttakennaraskólann á
Laugarvatni ári á eftir okkur. Við
sem stunduðum nám með Bjarka
sáum fljótlega að þarna var á ferðinni
mikill íþrótta- og námsmaður og góð-
ur drengur. Bjarki stundaði blak af
kappi, var góður blakmaður og lágu
leiðir okkar aftur saman árið 1994
þegar hann kynntist Björgu litlu
systur sem einnig var í blaki.
Öll verk sem Bjarki vann gerði
hann einstaklega vel og þar á meðal
byggingu heimilis fjölskyldunnar að
Blikahjalla 9. Þar var allt gert af hag-
sýni og metnaði og þar leið þeim best.
Líf Bjarka og Bjargar hefur alltaf
snúist mikið um að sinna og hugsa
um drengina sína þrjá hvort sem
huga þurfti að lærdómi, tómstund-
um, starfi fyrir skólann eða íþrótta-
félagið. Það hefur skilað sér í sóma-
piltum sem án efa eiga eftir að heiðra
minningu föður síns, hver á sinn
máta.
Stíll Bjarka var gjarnan að tala
minna og framkvæma meira og las
hann gjarnan leiðarvísinn áður en
lengra var haldið og mældi alltaf
spýtuna tvisvar áður en hann sagaði.
Það var aldrei komið að tómum kof-
unum hjá Bjarka hvort sem talið
beindist að þjóðfélagsumræðunni,
tæknimálum eða bílum sem hann
hafði mikinn áhuga á.
Við geymum í huga okkar góðar
stundir sem við áttum á hinum ýmsu
mannamótum fjölskyldunnar, svo
sem útilegum, ættarmótum, sum-
arbústaðarferðum og sunnudags-
matarboðunum sem ávallt var beðið
eftir með mikilli eftirvæntingu hjá
börnunum.
Bjarki tókst á við veikindi sín af
slíku æðruleysi að fáir gerðu sér
raunverulega grein fyrir því hversu
veikur hann var orðinn. Eitt af síð-
ustu verkum hans var að teikna og
hanna nýjan sumarbústað fjölskyld-
unnar í Úthlíð sem hann gerði af mik-
illi nákvæmni eins og annað sem
hann tók sér fyrir hendur.
Elsku Björg, Lúlli, Máni og Mark-
ús, systkini og foreldrar, minning um
frábæran mann lifir í hjörtum okkar
og verður okkur styrkur við að takast
á við erfiða tíma.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem)
Elvar, Sólveig, Kara og Marín.
Við kveðjum Bjarka frænda minn í
dag. Það er sárt og okkur finnst það
ósanngjarnt að hann skuli hverfa frá
okkur svo fljótt. En því fáum við ekki
breytt.
Ég mun ekki lýsa mannkostum
hans sérstaklega hér. Ég býst við að
allir sem kynntust honum hafi þekkt
drenglyndi hans, vandvirkni og yfir-
vegun.
Ég þakka honum kynnin og sam-
veruna. Fyrir bílferðir á Laugarvatn
á fyrri tíð, samvistir þar og samvinnu
í skólastofum. Einnig fyrir alla að-
stoð og ráðgjöf í seinni tíð, hvort sem
það var varðandi bílgeymslu, glugga-
viðgerðir, pallsmíði eða músavarnir.
Ekki skal heldur gleyma afbragðs-
góðum afmælisboðum á Blikahjalla.
Okkar er nú að halda áfram, fram á
veginn. Við eigum minningarnar og
ef við lendum á hindrun eða í pytti þá
gætum við spurt okkur: Hvernig
hefði Bjarki brugðist við hér? Hvað
hefði hann lagt til? Og við myndum
kannski finna svarið.
Við Magga vottum Björgu, Lúð-
vík, Mána, Markúsi og öðrum að-
standendum og vinum okkar dýpstu
samúð.
Steinar Matthíasson.
Mig langar í fáum orðum að minn-
ast Bjarka frænda míns sem lést 26.
janúar síðastliðinn, langt fyrir aldur
fram, aðeins 43 ára að aldri. Bjarki
var elstur þriggja bræðra í Steinahlíð
á Flúðum. Ég hef alla tíð átt mikil og
góð samskipti við fjölskylduna í
Steinahlíð og hef því fylgst með
Bjarka alveg frá því hann fæddist.
Bjarki var strax hinn efnilegasti pilt-
ur og greinilegt að háttvísi var hon-
um í blóð borin.
Þegar Bjarki var að alast upp voru
Flúðir lítið en vaxandi sveitaþorp og
góður uppeldisstaður fyrir börn og
unglinga. Bjarki lék sér mikið við Ey-
dísi frænku sína sem var árinu eldri
og bjó í næsta húsi en ekki síður við
Örn Kristján sem var hans besti vin-
ur og félagi. Bjarki var á þessum
tíma hógvær, yfirvegaður og traust-
ur drengur. Ég held að þessir eig-
inleikar hafi fylgt honum allt lífið.
Bjarki gekk í grunnskólann á
Flúðum, enda ekki langt að fara. Um
tíma kenndi ég við skólann og var
Bjarki einn af nemendum mínum í
líffræði í 5. bekk. Man ég að þessi
bekkur var einstaklega áhugasamur
um námið. Ákveðið var að fara í sér-
staka rannsóknar- og veiðiferð þar
sem líf í fersku vatni skyldi kannað.
Börnin smíðuðu sjálf sérstaka háfa til
veiða í handavinnutímum hjá Guð-
mundi föður Bjarka. Þau voru því vel
útbúin þegar lagt var af stað. Það var
kalt í veðri og eina íslausa vatnið í ná-
grenninu var gamla sundlaugin í
Hvammi. Veiðin var frekar dræm;
veiddum þó vatnaflær en þó mest
þörunga. Þetta skoðuðu krakkarnir
af miklum áhuga heima í skólastofu.
Var ég hálft í hvoru að vonast til að
Bjarki myndi leggja fyrir sig líffræði,
svo varð þó ekki. Sennilega hafði
hann meiri áhuga á háfasmíðinni en
því sem veiddist, enda varð hann
bæði smiður og tæknifræðingur þeg-
ar tímar liðu.
Bjarki var hávaxinn og grannur,
bjartur yfirlitum og íþróttamanns-
lega vaxinn. Hann fékk líka fljótt
mikinn áhuga á íþróttum og náði góð-
um árangri bæði í frjálsum íþróttum
og þó einkum í blaki. Var hann um
tíma í landsliði Íslands og var kjörinn
blakmaður ársins 1992.
Bjarki var sérstaklega góður
námsmaður og stóð sig ætíð með
prýði í skóla og vinnu. Hann var
snyrtilegur, vandvirkur og fór vel
með alla hluti. Öll tæki og tól sem
hann átti eða notaði báru þess merki.
Bjarki var einstaklega góður bílstjóri
og hafði gaman af að keyra hratt. Um
þetta vissu reyndar fáir og vafalaust
hefði hann getað orðið góður rallbíl-
stjóri.
Bjarki kvæntist Björgu Erlings-
dóttur og höfðu þau búið sér vistlegt
og hlýlegt heimili í Kópavoginum.
Hann var sérlega góður heimilisfaðir
og lét sér mjög annt um synina sína
þrjá, enda er ég viss um að hann var
þeim góð fyrirmynd. Fyrir tæpum
fimm árum kenndi Bjarki sér fyrst
þess meins sem nú hefur dregið hann
til dauða. Hann gekk í gegnum
margs konar meðferðir og margar
aðgerðir sem hann tókst á við með
jafnaðargeði og æðruleysi. Við hlið
hans stóð Björg sem hvatti hann og
studdi á hverju sem gekk, hæglát og
sterk.
Með Bjarka er genginn góður
drengur. Björgu, sonunum og öllum
ástvinum hans færi ég mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Sigurður H. Magnússon.
Það eru þung spor að stíga, að setj-
ast niður og skrifa nokkrar línur til
minningar um Bjarka. Æskuvin,
fermingarbróður og skólafélaga. Við
vorum ekki stór hópur, sem hóf
skólagöngu í Flúðaskóla, 7 ára göm-
ul, á sínum tíma. Við vorum ekki
nema sjö. Þar hófust kynni okkar
Bjarka og urðum við brátt bestu vinir
og urðum síðan samferða í gegnum
okkar grunnskólagöngu. Það er
margs að minnast, bæði gleðistunda
og annarra stunda. Við höfðum báðir
sama áhuga á stærðfræði og keppt-
um hvor við annan um að vera fyrst-
Matthías Bjarki
Guðmundsson
✝
Sendum hjartans þakkir öllum þeim sem sýndu
okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ást-
kærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
HAFDÍSAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Miðvangi 16,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á St. Jósefsspítala
Hafnarfirði.
Hilmar Ægir Arnórsson,
Kristín Halla Hilmarsdóttir, Fróði Jónsson,
Ásthildur Hilmarsdóttir, Anders Egriell,
Guðmundur Hilmarsson, Sigríður Kristjánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna fráfalls sambýlismanns,
föður, tengdaföður, afa og langafa,
SKÚLA H. NORÐDAHL
arkitekts,
Víðimel 55,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunar-
heimilinu Skjóli.
Björg Valgeirsdóttir,
Guðrún Valgerður Skúladóttir, Logi Jónsson,
Guðbjörg Astrid Skúladóttir,
Ingibjörg Lára Skúladóttir, Jón Þrándur Steinsson,
Valgerður Hrund Skúladóttir,
Elías Skúli Skúlason, Sigrún Faulk,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
vináttu og kærleik í gegnum veikindi og andlát
okkar ástkæra
GEIRS HLÍÐBERGS GUÐMUNDSSONAR,
Löngumýri 2,
Garðabæ.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Margrét Guðmundsdóttir.