Morgunblaðið - 04.02.2011, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Kristinn
Í starfsnámi Nicola Pittaway við skrifborðið sitt hjá KOM.
möguleika þess; bloggið, heimasíð-
ur, Facebook og annað en fyrirtæki
hér eru minna í því,“ segir Nicola.
Hún hefur notið þess að vinna á
KOM þrátt fyrir að tala enga ís-
lensku. „Fólkið hefur verið mjög
vinalegt og alltaf útskýrt fyrir mér
hvað er verið að segja eða þýtt fyrir
mig svo ég geti verið með á nót-
unum, það tala allir hér líka svo góða
ensku. Ég get skilið pínulítið núna í
íslenskunni og áttað mig á því hvað
er verið að fjalla um í fjölmiðlum.“
Netið er áhugasvið Nicola og
segist hún hafa mikinn áhuga á að
fylgjast með því hvernig það þróast
og er notað í almannatengslum. Það
þarf því ekki að koma á óvart að hún
heldur úti bloggsíðu þar sem hún
fjallar um námið og áhugamál sitt,
kvikmyndir.
„Ég er mikil kvikmyndaáhuga-
manneskja og blogga mikið um það
áhugamál mitt en ég er með BA-
gráðu í kvikmyndafræðum.
Draumastarfið væri að vinna innan
kvikmyndaiðnaðarins, í almanna-
tengslum hjá framleiðslufyrirtæki.
Ég útskrifast í september og áætl-
unin er að fara strax á eftir í ferða-
lag um Asíu og Ástralíu. Þegar ég
kem heim úr því fer ég að huga að
því að fá mér vinnu við almanna-
tengsl,“ segir Nicola og bætir
við að einn af hverjum
þremur sem útskrifast úr
háskóla í Bretlandi fari í
einhverskonar almanna-
tengsl.
Forsetinn og
handboltinn
Margt hefur
drifið á daga Nicola
hér á landi en hún
fékk meðal ann-
ars að
hitta Ólaf
Ragnar
Grímsson
forseta út
af verkefn-
inu Ár skóga
2011.
„Ég trúði því ekki
að það væri hægt að komast svona
nálægt honum, við keyrðum bara
beint upp að húsinu og svo var ég
kynnt fyrir honum. Það var góð
reynsla og skemmtileg. Enginn ann-
ar í bekknum hefur fengið að hitta
forsetann í því landi þar sem þeir
eru í verknámi,“ segir hún og hlær.
Hún heyrði líka í fyrsta skipti um
íþróttina handbolta hér á landi.
„Ég hafði aldrei heyrt um hand-
bolta áður. Ég horfði á einn hand-
boltaleik á öldurhúsi og það var í
fyrsta skipti sem ég sá slíkan leik, ég
er vön því að horfa á fótbolta. Þetta
var allt í lagi, ég skildi ekki allar
reglurnar en fólkið á staðnum
skemmti sér vel yfir leiknum og það
var góð stemning.“
Nicola, sem er 23 ára, dvaldist á
gesthúsi í miðbænum og nýtti frítím-
ann í að fara út að skemmta sér með
þremur ungum Frökkum sem
bjuggu á sama stað, fara á söfn og í
sund. Hún er einnig mikil áhuga-
manneskja um ljósmyndun og notaði
tækifærið til að mynda í kirkjum og
við sjávarsíðuna.
„Þetta hefur liðið mjög hratt.
Ég hélt að ég yrði einangraðri enda
bjóst ég ekki við að fólk talaði svona
góða ensku og svo hafa allir verið
svo vinalegir, Íslendingar eru vina-
legasta fólk sem ég hef hitt, svo ég
sé hreinskilin. KOM hefur verið
skemmtilegur vinnustaður og þau
hafa aðeins sýnt mér af Íslandi og
farið með mig hingað og þangað,“
segir Nicola sem ætlaði að nýta
síðustu vikuna sína hér á landi til
að ferðast aðeins utan
höfuðborgarsvæðis-
ins.
„Ég er þegar
farin að plana að
koma aftur til Ís-
lands í sumar, ég
bjóst ekki við
neinu þegar ég
kom hingað en
hef virkilega
notið þess. Ég hef
skemmt mér vel og vil
koma aftur og sjá land-
ið yfir sumartímann.“
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Lokkandi Eldgosið í Eyjafjallajökli vakti athygli Nicola á Íslandi.
Forsetinn Nicola
fannst mikið til
þess koma hversu
auðvelt var að hitta
Ólaf Ragnar.
Þunguð Vera Farmiga í
kjól með fallegu hálsmáli.
Ég hef aldrei verið svo vit-laus að trúa á ást viðfyrstu sýn, konsept semer svo gjörsamlega út í
hött að það er efni í heila bók, en
losti við fyrstu sýn er annað mál.
Ja … fyrstu sýn, fyrsta þef, jafnvel
fyrsta tón. Eins og það getur verið
grátbölvanlegt að verða ástfangin þá
er fátt eins skemmtilegt eins og að
verða lostfangin. Og það er alls ekki
svo langt síðan ég upplifði þessa til-
finningu síðast, þegar ég sat eitt
kvöldið og fylgdist með fáránlega
myndarlegum djasstónlistarmanni
kitla hljóðfærið sitt af mikilli list.
Mér var heitt í fjóra daga á eftir.
Tælandi tónlistarmenn voru því
ekki fjarri huga mínum þegar löngu
tímabær umræða um málefni tón-
listarskólanna fór loks að líta dags-
ins ljós en þeir hafa mátt mæta mikl-
um niðurskurði og jafnvel verri er sú
óvissa sem ríkir um tilhögun náms-
ins í kjölfar aðhaldsaðgerðanna.
Þetta er stórt mál og merkilegt og
mikilvægt að ræða. En ein er sú hlið
málsins sem fólki hefur yfirsést í
hita leiksins og rann upp fyrir mér á
dögunum: ef minni rækt verður
lögð við tónlistarnám í land-
inu verður óneitanlega
minna af tónlistarfólki í
landinu og þar af leiðandi
færri gríðarlega sjarm-
erandi og myndarlegir tón-
listarmenn til að
verða lostfangin
af. Þetta gefur
auga leið.
Ef hætt
verður að
borga með
námi 24
ára og eldri
til dæmis, er
hætt við því að
fólki í söngnámi snar-
fækki. Snoppufríðra ten-
óra, stimamjúkra barrí-
tóna og brúnaþungra
bassa verður sárt saknað. Þegar
söngskólunum verður lokað einum
af öðrum leita þeir sem á annað borð
hafa efni á því, út fyrir landsteinana
í nám, og koma ekki heim nema til að
syngja á Donizetti-hátíð í Skálholti.
Á fremsta bekk mun sitja Katinka,
rússneska kærastan sem þeir kynnt-
ust í óperustúdíóinu í Vín. Þar hafði
hún afnot af bókasafninu til að afla
sér upplýsinga fyrir mastersritgerð
um tengsl ruggustóla og Niflunga-
hrings Wagners. Hún borðar bara
grænan mat og er ómótstæðilega
leyndardómsfull. Við íslensku
sveitastelpurnar eigum ekki
séns.
Söngvararnir verða ekki einir;
„senan“ verður ónýt og allir
munu flykkjast til útlanda. Sinfónían
mun heyra sögunni til. Í stað þess að
finna testosterónþrungna tóna
flæða yfir sig í nýju tónlistarhúsi
verður stærsti salur Hörpu bók-
aður af Dale Carnegie spek-
ingum og módelkeppnishöld-
urum.
Ég bið ríki og
Reykjavík að hafa
þetta í huga í
yfirstandandi
spegúler-
ingum.
»Á fremsta bekk mun sitja Katinka,
rússneska kærastan sem
þeir kynntust í óperu-
stúdíóinu í Vín.
HeimurHófíar
Hólmfríður
Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Tíska
Fjólublá
Christina
Applegate á
frumsýningu
í Hollywood
í ágúst.
Flottust Natalie
Portman er kas-
ólétt en mætir
samt í flottasta
kjólnum á hverja
verðlaunahátíðina
á eftir annarri.
Glæsileg Jane
Krakowski á
nýafstaðinni
Golden Globe
hátíð.
Óléttar og æðislegar
Það fer ekki endilega saman að vera ólétt og hallæris-
leg, það þarf ekki að fórna tískuvitinu í níu mánuði þó
ekki sé hægt að nota allt í hinum hefðbundna fataskáp.
Nú er tími árshátíða og þorrablóta og óléttar konur
þurfa ekki að sitja heima vegna ummálsins, glæsilegir
kjólar fara nefnilega fáum jafn vel og þunguðum konum
eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Á lokasprettinum Amy Adams
í bláum síðkjól sem fór vel við
bumbuna.
Reuters
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2011
Þverslaufur hafa verið vinsælar síð-
astliðið ár og þar hefur engin breyt-
ing orðið á. Hún er frábær fylgi-
hlutur fyrir stráka og í staðinn fyrir
að hún sé notuð við hátíðleg tæki-
færi eins og brúðkaup, þá hefur hún
færst yfir í hversdagslegri notkun. Í
upphafi þjónaði þverslaufan þeim
tilgangi að vera sá hlutur sem lok-
aði skyrtum karlmanna að ofan en
þá voru engar tölur hafðar efst á
skyrtum þeirra.
Hægt er að fá slaufur sem búið
er að binda, en hver herramaður
ætti að reyna að binda sína eigin
slaufu enda eru þær fallegastar
þegar þær eru svolítið óreglulegar.
Þá passa þær fullkomlega við kraga
skyrtunnar og heildarútlitið.
Prófaðu mynstraðar og öðruvísi
þverslaufur. Jafnvel slaufur í bjart-
ari litum og grófari efnum. Þú veist
að það verður eftir þér tekið.
Tíska
Heitt Þverslaufur hafa slegið í gegn.
Þverslaufan
enn vinsæl