Morgunblaðið - 04.02.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.02.2011, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2011 ✝ Jón SveinbjörnArnþórsson fæddist í Reykjavík 3. nóvember 1931. Hann andaðist á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 23. janúar 2011. For- eldrar hans voru Arnþór Þorsteinsson, f. 28.2. 1903, d. 31.1. 1972, framkvæmda- stjóri á Akureyri, og Guðbjörg Kristín Sveinbjarnardóttir, f. 8.2. 1910, d. 25.5. 1988, húsfreyja á Akureyri. Systk- ini: Kristinn, f. 7.3. 1939, tækni- fræðingur á Akureyri og Sigríður, f. 7.6. 1945, húsfreyja á Grenivík. Jón kvæntist 28.11. 1952, Jó- hönnu Kristínu Jónasdóttur, f. 22.5. 1932, lífeindafræðingi, d. 16. júní 2007. Þau skildu. Börn þeirra eru Guðbjörg, f. 26.6. 1953, útstill- ingahönnuður í Reykjavík; Elna Katrín, f. 21.10. 1954, mennta- skólakennari í Reykjavík, gift Jóni Hannessyni menntaskólakennara; Arnþór, f. 9.8. 1958, húsasmiður á Akureyri, í sambúð með Nönnu Baldursdóttur, skrifstofumanni; Jónas, f. 9.12. 1959, fram- reiðslumaður í Reykjavík, kvænt- ur Bryndísi Lárusdóttur skrif- stofumanni. Jón kvæntist 28.9. 1963, Elísabetu Eugenie Weiss- happel, f. 20.7. 1940, skrifstofu- manni. Þau skildu. Börn þeirra stjóra, fulltrúa og markaðs- fulltrúa. Jón var framkvæmdastjóri við Iðnsýn- ingar samvinnumanna 1957-73. Hann var sölustjóri hjá Encyclo- paedia Britannica í Finnlandi og Svíþjóð 1965-7. Jón vann mik- ilvægt frumkvöðlastarf við söfnun iðnminja frá árinu 1993 sem bar ávöxt í stofnun Iðnaðarsafnsins á Akureyri 17. júní 1998. Gisela, eiginkona hans vann ötullega að málefninu með honum en Jón var fyrsti safnstjóri Iðnaðarsafnsins. Jón tók virkan þátt í félagsmálum og gegndi margvíslegum trún- aðarstörfum. Hann sat í stjórnum Sölutækni, Sýningarsamtaka at- vinnuveganna, Íslensks markaðar og Kjarvalsstaða, Varðbergs, JC, Tónlistarfélags Akureyrar, Búseta á Akureyri og Leikfélags Ak- ureyrar, SUF og í miðstjórn Framsóknarflokksins. Hann var um skeið varaformaður og for- maður margra þessara samtaka. Jón var varamaður í ráðgjaf- arnefnd Rannsóknastofnunar iðn- aðarins og sat í menningar- málanefnd Akureyrar. Jón keppti á unglingsárum í íþróttum fyrir KA, var formaður félagsins um hríð og sæmdur gullmerki félags- ins. Jón sat í stjórn Rótarýklúbbs Akureyrar, var forseti hans og umdæmisstjóri Rótarýhreyfing- arinnar á Íslandi um tíma. Jón hlaut Paul Harris orðu Rotary International. Árið 2009 var Jón sæmdur riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu fyrir framlag til varðveislu íslenskrar verkkunn- áttu og safnamenningar. Útför Jóns verður gerð frá Ak- ureyrarkirkju í dag, 4. febrúar 2011, og hefst athöfnin kl. 13.30. eru Helga Elísabet, f. 20.7. 1964, þjón- ustufulltrúi í Mos- fellsbæ, gift Vil- hjálmi Heiðdal Walterssyni, búfræð- ingi; Friðrik Weiss- happel, f. 6.12. 1967, veitingamaður í Kaupmannahöfn, kvæntur Tine Weiss- happel Holmboe, arkitekt. Jón kvænt- ist 26.12. 1986, Gi- selu Rabe-Stephan, f. 6.2. 1943, mennta- skólakennara. Gisela er ekkja eft- ir Pétur Bjarnason, verkfræðing og hafnarstjóra á Akureyri. Börn Giselu og Péturs eru Jón Stefán, f. 27.9. 1964, verkfræðingur í Reykjavik, kvæntur Önnu Mar- gréti Hauksdóttur arkitekt; Mark- ús Hermann, f. 19.8. 1968, tölv- unarfræðingur í Reykjavík, kvæntur Berglindi Rós Guð- mundsdóttur tölvunarfræðingi; Anna-Lind, f. 29.11. 1971, dósent í Reykjavík, gift Skúla Helgasyni alþingismanni. Jón ólst upp á Akureyri, lauk stúdentsprófi frá MA 1951 og cand.phil. prófi frá HÍ 1952. Jón var við störf í New York 1953-6 og nam sölu- og auglýsingatækni við NYU. Frá 1956 starfaði Jón lengst af fyrir SÍS. Hann gegndi störfum sölustjóra, fulltrúa for- stjóra, deildarstjóra, verksmiðju- Okkur barnabörnunum hefur alltaf þótt gaman að koma til ömmu Giselu og afa Jóns. Við fundum vel hvað afa þótti vænt um okkur og hvað hann vildi gleðja okkur. Þegar við vorum lítil skellihlógum við þegar hann gerði „Kemur kallinn gangandi“, og við keyrðum öll hring eftir hring á spark- hjólinu. Í hvert skipti talaði afi um hvað það væri gaman hvað hjólið ent- ist vel og hvað það væri vinsælt. Þeg- ar við urðum eldri fengum við að skoða steinana hans afa, hann átti fal- lega steina sem hann hafði gaman af að sýna okkur, og stundum fengum við dýrmætan óskastein í vasann. Hann setti upp leiksvæði fyrir okkur í garðinum, rólu í trénu, sandkassa og kofann Kubb. Á veturna voru snjó- þotur dregnar fram af vísum stað í bílskúrnum, og við gátum fengið skóflur og ýmis verkfæri lánuð í snjó- húsagerð sem stundum varð mjög ævintýraleg. Afi hafði gaman af að heyra sögur af leikjum okkar og æv- intýrum, og sérstaklega var hann glaður að heyra þegar við gátum not- að það sem hann hafði lánað okkur eða útbúið. Þau elstu okkar höfðu gaman af að spjalla við afa, hann sýndi áhugamálum okkar og tóm- stundum mikinn áhuga, spurði um gítarleik og hljómsveitaræfingar, og ekki síst íþróttirnar enda var afi mik- ill íþróttamaður á sínum yngri árum. Afi var líka mjög stoltur af Iðnaðar- safninu sínu og sýndi okkur það með mikilli ánægju, nú síðast í sumar. Það var alltaf gaman að skoða munina og heyra afa segja frá sögu þeirra, hvernig brjóstsykurmolar voru mót- aðir, fötin og skóna sem voru búin til, sjá hvernig mjólkurumbúðir hafa breyst, og margt fleira. Elsku afi Jón, við kveðjum með þakklæti fyrir góðu stundirnar og væntumþykjuna sem þú sýndir okk- ur, við eigum eftir að sakna þín. Pétur, Haukur og Silja Jóns- börn, Sigurður Pétur, Rósa Elísabet og Guðmundur Steinn Markúsarbörn, Darri, Teitur Helgi, Bergur Máni og Pétur Glói Skúlasynir. Með hlýjum hug langar mig að þakka afa mínum, Jóni Arnþórssyni, fyrir samfylgdina. Hugurinn hefur reikað síðan móðir mín hringdi og tjáði mér að Jón afi væri dáinn og margar minningar komu upp í hug- ann. Hér eru nokkrar hugrenningar. Ég átti bara einn afa og hann reyndist mér ákaflega vel, hann bjó á Akureyri og þar dvaldi ég oft bæði með móður minni og einnig líka við bræðurnir einir og eru páskaferðir okkar þangað mér afar minnisstæðar. Það var einstakt að fá að dvelja hjá Jóni afa og Bússa syni hans, en á þessum tíma bjuggu þeir tveir saman feðgarnir og er óhætt að segja að þeir báðir höfðu mikil áhrif á mitt líf og urðu ungum dreng eins og mér mikl- ar fyrirmyndir. Ein ferð varð mér mjög minnisstæð vegna þess að ég lenti í því óhappi að viðbeinsbrjóta mig í Hlíðarfjalli og þurfti því að vera mikið með Bússa sem í lífsgleði sinni og framtakssemi gerði allt til að gleðja mig, sárkvalinn drenginn, með uppátækjum eins og skógarferðum og klettaklifri, en líklegast hefði víd- eóspóla hentað betur svona fyrstu daga eftir viðbeinsbrot og heilahrist- ing. En í þessari ferð minni norður þessa páska var afi minn líka að kynn- ast yndislegri konu, Giselu, sem varð svo lífsförunautur hans og reyndist honum stórkostlega allt fram á hinsta dag. Það er mér líka ofarlega í huga þegar hann treysti mér fyrir því ábyrgðarfulla verkefni að vera starfs- maður á bás skinnadeildar Sam- bandsins á landbúnaðarsýningu í Reiðhöllinni þar sem sýndar voru dýrindisskinnflíkur og ég seldi öll sýnishornin, sem reyndar voru ekki til sölu, og afi minn varð svo ánægður að hann hækkaði laun þrisvar sömu helgina og fyrir 13 ára dreng að fá þetta traust og virðingu frá manni eins og afa var ansi stórt mál, enda eyddi ég næstu 20 árum í verslunar- og sölumennsku. Hann var glæsilegur maður sem sagði skemmtilegar sögur og þekkti bókstaflega alla. Hann var örlítið montinn en það fór honum vel. Hann skildi eftir glæsilegan minnisvarða sem Iðnaðarsafnið á Akureyri er. en hann og kona hans, Gisela, stofnuðu og byggðu það upp frá grunni og komu í öruggt skjól til frambúðar á Akureyri eftir að hafa rekið það sjálf til fjölda ára. Það er með stolti og þakklæti sem ég kveð Jón Arnþórsson, afa minn, og sendi samúðarkveðju til Giselu og barna frá okkur í Eskihlíðinni. Sölvi Snær Magnússon. Nú er komið að kveðjustund, hann Bússi frændi hefur kvatt okkur. Kveðjustundir eru oft sárar en um leið rifja þær upp liðnar stundir sem geyma skemmtilegar minningar. Bússi, eins og hann var alltaf kallaður innan um ættmenni, var ef svo má segja höfuð ættarinnar, sannkallaður ættarhöfðingi. Hann var alltaf hress og kátur með svo glettna brandara sem fengu flesta til að hlæja. Þegar við hittumst fjölskyldan átti hann það til að sitja miðsvæðis þannig að allir heyrðu til hans og svo sagði hann okk- ur frá því sem á daga hans hafði drifið en iðulega enduðu þessar sögur svona „sagan er allavega betri svona“ og svo hlógu allir að. Bússi var alltaf reffilegur maður, með nýjustu tískustraumana á hreinu, mikill smekkmaður á fatnað og aðra muni. Þegar ég var yngri fannst mér æð- islegast í heimi ef ég hitti hann í bæn- um því þá átti hann það til að fara í vasa sína og gefa mér allt klinkið sem hann var með, sem voru nú engir smápeningar fyrir unga stúlku. Þegar ég varð eldri deildum við Bússi sama áhugamáli en það var að halda upp á og safna gömlum munum. Það góða við það var að Bússi var einstaklega gjafmildur og gaf mér nokkra hluti sem mér fundust mjög fallegir, t.d. gamlan grænan hægindastól sem hef- ur fylgt mér allan minn búskap og ég hef alltaf haldið mikið upp á. Einu sinni gaf hann mér líka gamlan gler- lampa sem okkur fannst báðum mjög fallegur svo vildi það til að hann brotnaði hjá mér og ég þorði nú ekki annað en að segja Bússa frá þessu óhappi. Það leið ekki á löngu þangað til hann var búinn að redda öðrum lampa handa mér. En í hvert skipti sem ég hitti hann síðan spurði hann með glettni í röddinni hvort ég væri búin að brjóta eitthvað fleira nýlega. Þessar sögur lýsa Bússa mjög vel, hann var hjartahlýr og góður maður sem lét sér annt um þá sem í kringum hann voru. Með þessum orðum kveð ég kæran frænda sem lét svo margt gott af sér leiða. Hvíl í friði. Þín frænka, Hrafnhildur (Krumma) Kristinsdóttir Elsku Bússi frændi. Þú hefur alltaf verið einn af uppá- haldsfrændum mínum, einnig mjög fyndinn og skemmtilegur. Alltaf þeg- ar við höfum hist í jólaboði í mörg ár hefurðu verið mjög hress og glaður. Ég mun sárt sakna þín. Alltaf þegar ég sit í græna stólnum þínum sem þú gafst mömmu þegar hún var yngri hugsa ég til þín. Hvíldu í friði, Bússi minn. Kær kveðja, Salka Hermannsdóttir Fallegur ungur maður horfir til himins. Augun full af trega og góð- semi, vart má á milli sjá hvort hér er um teikningu eða ljósmynd að ræða. Hvert smáatriði nákvæmlega útfært hver skeggbroddur og hárlokkur á sínum stað, líkt og himnafaðirinn hafði stigið niður til að sitja fyrir hjá frænda. Á bakhliðinni elskuleg áletr- un til móður sem hlýtur að hafa verið svo óendanlega stolt af þessari gjöf og þessum syni. Þessa gömlu mynd vor- um við systur svo lánsamar að fá að sjá nú fyrir stuttu. Kraftarnir voru þá að mestu þrotnir og hann var fámáll en bað Giselu að sækja myndina líkt og hann vildi segja okkur að nú væri stundin brátt komin. Hann glotti þeg- ar ég sagðist ekki hafa vitað um þessa listrænu hæfileika hans. Myndin er lýsandi fyrir þann mann sem Bússi frændi hafði að geyma. Hann var fagurkeri, heimsborgari, smekkvís og góður sögumaður, bætti reyndar stundum við sögurnar en þær urðu bara betri þannig eins og hann sagði sjálfur. Frændi átti til endalaust hrós fyrir því sem honum þótti vel gert og fallegt. Ef maður fékk hrós frá honum þá gat maður treyst því að maður hafði valið vel. Ég minnist þess að allar gjafir frá honum í gegnum tíðina hafa verið valdar heimsbókmenntir í þyngri kantinum og þá skipti engu hvort maður var fjórtán ára eða fertugur. Það hafði með víðsýni hans að gera og að hugsa alltaf út fyrir rammann, og hugsa lengra. Hin fjölmörgu verkefni sem hann tók sér fyrir hendur og skilaði með sóma bera víðsýni hans glöggt merki. Nú hafa þeir hist aftur, frændi og sá guðdómlegi, örlítið grárri í vöngum báðir tveir og dýpri línurnar sem lífið sverfur en báðir ennþá jafn fallegir. Ég er viss um að frændi tekur til hendinni þarna á himnum og gerir eitthvað elegant eins og honum einum er lagið. Minningin um góðan mann lifir og þakklæti fyrir að hafa átt hann að. Elsku Gisela, ég votta þér og fjöl- skyldunni samúð mína. Þorgerður Kristinsdóttir. Enn einn skólabróðir okkar úr M.A. árgangi 1951 er fallinn frá. Jón Arnþórsson lést 23. jan. sl. á Sjúkra- húsinu á Akureyri. Ég læt hugann reika aftur í tímann þegar við vorum að alast upp á Norð- urbrekkunni á Akureyri. Við vorum í sama skóla, Barnaskóla Akureyrar. Bússi, en svo var Jón kallaður, var fal- legur drengur í mínum augum og hann var nokkuð áberandi í skólalíf- inu. Mér er minnisstætt þegar hann lék konungssoninn í ævintýri sem leikið var á árlegri skemmtun í skól- anum. Árin liðu og við erum komin í M.A. og þar erum við í sama bekk ásamt mörgu góðu fólki. Þar á meðal var æskuvinkona mín Jóhanna Jónas- dóttir sem síðar varð eiginkona hans. Í skólanum var gott að vera. Þar voru frábærir kennarar sem leiddu okkur fram á þroskabrautinni og þeir ásamt Þórarni Björnssyni skólameistara skópu það umhverfi sem einkenndist af vinnusemi og hóflegum aga. Ég man að Bússi kom stundum með gagnlegar athugasemdir sem gáfu til kynna að hann var þá þegar farinn að velta fyrir sér þjóðmálum og stjórn- málum. Bússi var mikill áhugamaður um íþóttir og sjálfur góður íþrótta- maður. Hann stuðlaði að því að ein- kunn í íþróttum skyldi tekin með í að- aleinkunn til stúdentsprófs en svo hafði ekki verið. Hann fylgdi sann- færingu sinni í þessu efni að gera námsgreinum jafnt undir höfði. Segja má að hann hafi verið á und- an sinni samtíð í þeim skilningi. Eftir stúdentspróf fór hann í Háskóla Ís- lands og lauk þaðan cand. phil. prófi 1952. Árin 1954-56 eru þau hjónin í Bandaríkjunum. Bæði við nám og störf. Það þurfti bæði bjartsýni og dugnað til að komast til Ameríku á þessum árum. Þegar heim kom sett- ust þau að í Reykjavík. Þau voru bæði úti á vinnumarkaði og virk í fé- lagsmálum. Bússi starfaði lengst af hjá S.Í.S. og Jóhanna hjá Landakots- spítala. Þau eignuðust 4 börn, Guð- björgu, Elnu Katrínu, Arnþór og Jón- as. Leiðir Bússa og Jóhönnu skildi. Bússi kvænist aftur Elisabet Weis- sappel. Þau eiga 2 börn, Helgu og Friðrik. Þau fluttu norður á Akureyri þar sem þau unnu bæði hjá S.Í.S. Þriðja eiginkona Bússa er Gisela Rebe-Stepan menntaskólakennari. Hún var ekkja með 3 börn þegar þau komu saman. Hennar börn eru Jón Stefán, Markus Hermann og Anna Lind. Við bekkjarsystkinin höfum notið gestrisni á heimili þeirra þegar við höfum komið saman á Akureyri á stúdentsafmælum okkar. Það voru ógleymanlegar stundir. Bússi kom víða við í félagsmálum, hæst ber ómetanlegt starf hans í þágu ísl. safnamenningar. Hann var frum- kvöðull að stofnun Iðnaðarsafnsins á Akureyri, þar vann hann afrek við að safna og koma í hús öllu sem hann náði í og tilheyrði íslenskri verkkunn- áttu. Fyrir þetta var hann sæmdur Riddarakrossi hinnar íslensku fálka- orðu árið 2008. Við stúdentar frá MA 1951 erum farin að huga að endurfundum á 60 ára stúdentsafmæli 17. júní í sumar. Það er farið að þynnast í hópnum og ljóst að Bússi verður ekki með okkur. Hann er horfinn til æðri heima. Við stúdentar frá 1951 sendum Giselu og öllum börnum þeirra hugheilar sam- úðarkveðjur og biðjum þeim Guðs blessunar. Þórunn Sigurbjörnsdóttir. Jón Arnþórsson var sögumaður og safnari. Þessi ástríða naut sín til fulln- ustu þegar kom að iðnaðarsöguminj- um á Akureyri. Fyrir eljusemi og framsýni Jóns var smáu sem stóru úr iðnaðarsögu Akureyrar safnað og myndar nú glæsilegt safn sem ber stofnanda sínum fagurt vitni. Jón lagði bæði vinnustundir og fjárhag heimilisins undir í þessu hug- sjónarstarfi. Uppskeran var ríkuleg sem við njótum um ókomin ár, ekki aðeins sýninganna heldur einnig upp- lýsinganna sem safnið býr nú yfir. Á meðan Jóns naut enn við var hann óspar að ausa úr þekkingarbrunni sínum og safnsins eins og honum ein- um var lagið. Þess nutum við starfs- menn Minjasafnsins á Akureyri þeg- ar við áttum gott samstarf við Jón hér um árið. Starfsfólk Minjasafnsins á Akur- eyri sendir vinum, ættingjum og konu Jóns, Giselu, innilegar samúðarkveðj- ur F.h. starfsfólks Minjasafnsins á Akureyri, Haraldur Þór Egilsson. Góður maður er genginn. Jón Arn- þórsson skilur eftir sig mikinn og verðmætan arf. Hann skilur eftir sig fjölda afkomenda og stóra fjölskyldu. En arfleifð hans liggur einnig í því merkilega safni, Iðnaðarsafninu á Ak- ureyri. Hann sýndi fádæma elju og braut- ryðjendastarf með því að safna að sér hlutum sem margir hefðu kallað drasl en fyrir honum voru þetta einstök verðmæti sem sögðu sögu, allt frá Gefjunarúlpunum frægu til Lindu- konfekts. Honum tókst það einstaka afrek að búa til aðlaðandi safn sem þúsundir heimsækja á ári hverju. Safn sem segir sögu bæjarins og þess hugvits sem í okkur býr. Sögu fólks sem gekk til starfa sinna og skapaði verðmæti og það samfélag sem við búum að í dag. Jón var framsýnni en við flest og gerði sér grein fyrir mik- ilvægi þess að minna okkur á, úr hvaða jarðvegi við erum sprottin og hvaða möguleika og tækifæri við get- um átt. Ég var í nokkur ár í stjórn Iðn- aðarsafnsins og það er eitt skemmti- legasta verkefni sem ég hef tekist á hendur – fyrst og fremst út af Jóni – fundirnir voru oftar en ekki sögu- stund og ómetanlegir í alla staði. Hvað ungur nemur gamall temur. Ég votta Giselu og fjölskyldunni mína innilegustu samúð. Veröldin verður litlausari eftir fráfall Jóns Arnþórssonar. Blessuð sé minning hans. Sigrún Björk Jakobsdóttir. Borgarfjörður baðaður í sól að sumarlagi og Jón Arnþórsson akandi mitt í þeim töfrum. Dýrðin og fegurð- in urðu til þess að hann stöðvaði bílinn og steig út til þess að njóta dásemd- Jón Sveinbjörn Arnþórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.