Morgunblaðið - 04.02.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.02.2011, Blaðsíða 30
 Sigurður Óli Pálmason, fyrrum leiðtogi hinnar keflvísku Texas Jes- ús, er kominn til landsins með sveit sína Croisztans, en hún gerir út frá Kaupmannahöfn þar sem Sigurður eða Siggi býr. Sveitin er öflug gleðisveit og kallar ekki allt ömmu sína á sviðinu, er þekkt fyrir líflega sviðsframkomu. Hér á landi hefur hún ekki spilað síðan í nóvember 2008 en á tónseðlinum er austur- evrópskt þjóðlagapönk, eða „vodk- arokk“ eins og meðlimir kalla það í kerskni. Það er því vel við hæfi að sveitin leiki á Bakkusi í kvöld. Sveitin var annars stofnuð fyrir heilum fjórtán árum en innanborðs eru fjórir Baunar en aðeins tveir mörlandar. Croisztans spilar á Bakkusi í kvöld Geturðu lýst þér í fimm orðum? Bara frekar léttur á því. Hefur þú borðað hor eftir tvítugt? (spyr síðasti aðalsmaður, Sverre Jakobsson) Já. Erum við ekki öll alltaf að leika? Jú, við breytum um karakter eftir því hver er í kringum okkur en við mættum leika okkur meira. Áttu þér leyndan hæfileika? Já, ég get pantað kók á kínversku og beðið svo um í glasi og svo um klaka í glasið. Nú hefur heyrst að þú sért öfl- ugur á dansgólfinu, hvernig myndir þú lýsa dansstíl þín- um? Svolítið villtur sökum lítillar menntunar og svolítið sjálfs- elskur ef ég gleymi mér alveg. Hvað er best á morgnana? Að vera uppi í sveit. Gætirðu hugsað þér að starfa sem aðstoðarmaður ráðherra? Nei, mér finnst svo leiðinlegt að tala í símann. En ég talaði við nokkra aðstoðarmenn um daginn og þau bóka helst ekki fundi því það kemur alltaf eitt- hvað upp á, þau þurfa að vera í góðu sambandi við ráðherrann, ráðuneytið og fjölmiðla og multitaska allan daginn. Þetta er heljarinnar aksjón. Eru allir leikarar uppfullir af sjálfum sér? Nei, alls ekki. Sena er aldrei betri en það sem gerist á milli leikaranna. Ertu hjátrúarfullur fyrir sýningar? Ég tók mjög meðvitaða ákvörðun um að koma mér ekki upp einhverri ákveðinni hjátrúarrútínu fyrir sýningar og það er eiginlega orðin hjátrú hjá mér að vera ekki hjátrúarfullur. Í hvernig nærbuxum ertu? Litaglöðum. Er eitthvert Evróvisjónlag í uppáhaldi hjá þér? Diggiloo diggiley. Hvað fær þig til að skella upp úr? Hissa fólk. Hvaða leikara í sögunni værirðu helst til í að leika á móti? Shaquille O’Neill. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Kaupmaður, eins og afar mínir og pabbi. Hvernig er best að slappa af? Fara út á land og slökkva á símanum. Með hvaða liði heldurðu í enska boltanum og af hverju? Liverpool af því að pabbi og mamma gáfu mér Liv- erpool-búning þegar ég var tveggja ára. Hvers viltu spyrja næsta aðalsmann? Hefurðu raunverulega yfir einhverju að kvarta? Hjátrú að vera ekki hjátrúarfullur Hilmar Guðjónsson stendur í stífum æfingum fyrir leikritið Nei, ráðherra! sem frumsýnt verður 18. febrúar. Hann tók sér örstutt hlé frá því að vera aðstoðarmaður ráðherra og gerðist aðalsmaður vikunnar í stutta stund. 30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2011 Eyrún Eva Haraldsdóttir eeh2@hi.is Stúdentaleikhúsið, áhugamannaleik- félag Háskóla Íslands, setur upp verkið DNA eftir Dennis Kelley á vorönn. Búið er að velja ellefu manna leikarahóp og æfingar komnar á fullt skrið. Leikstjórn er í höndum Söru Marti Guðmundsdóttur og verður leikritið frumsýnt um miðjan mars í Norðurpólnum á Seltjarnarnesi. Einbeita sér að spennu textans „Verkið fjallar um hóp ungmenna sem gera hræðilegan hlut og eiga í mestu vandræðum að bæta fyrir það sem þau gerðu, einfaldlega vegna þess að þessi hræðilegi hlutur hefur þjappað þeim saman,“ segir Sara Marti, leikstjóri verksins, en hún út- skrifaðist í desember af leikstjórnar- braut frá Central School of Speech and Drama í London. „Dennis Kelley er mjög flott leikritaskáld og verkin hans eru spennandi og vekja sið- ferðilegar spurningar.“ Sara segir þau hafa valið verkið af sérstökum ástæðum. „Undanfarin ár hafa leikarar Stúdentaleikhússins unnið mikið með verk sem þeir hafa skapað frá grunni. Þau langaði því að vinna meira með textann sjálfan. Verk Kelley er hentugt því það er krefjandi og mjög góð áskorun fyrir unga leikara. Við ætlum að reyna að einbeita okkur að því að gera áhorf- andann spenntan.“ Þreytan gleymist Stúdentaleikhúsið gefur upprenn- andi listamönnum tækifæri á að sýna sig og sanna og í upphafi hverrar annar stendur leikfélagið fyrir nám- skeiði sem allir geta sótt. „Námskeiðið endaði á áheyrnar- prufum þar sem fólk las texta og fékk að spreyta sig á persónum verksins. Í kjölfarið var leikarahópurinn valinn.“ Æfingar eru komnar á fullt skrið og æfir leikhópurinn fjóra daga í viku. Hver æfing stendur yfir í fjóra tíma á dag, frá mánudegi til fimmtu- dags. Sara segir æfingarnar vera mjög stífar. „Krakkarnir eru flestir í vinnu og skóla og mæta svo á æfing- ar sem standa langt fram á kvöld. Þetta er rosalega stíft en leikara- hópurinn er svo ótrúlega jákvæður að þreytan gleymist. Þráin er svo mikil.“ Morgunblaðið/Kristinn Stjórinn Sara Marti leikstýrir sýningunni en hún útskrifaðist í desember af leikstjórnarbraut frá Central School of Speech and Drama í London. „Þráin er svo mikil …“  Stúdentaleikhúsið setur upp í vor Gaman Sara segir einlæga ástríðu og gleði fyrir efninu stýra fólki. Grúskað Verk Dennis Kelley er krefjandi og vekur upp áleitnar spurningar. Höfundur er meistaranemi í blaða- og fréttamennsku.  Hin ógurlega sveit Muck ætlar að halda styrktartónleika á Fakt- orý í kvöld til að fjármagna væntanlega breiðskífu sína. Það verða Mammút, Muck, Sudden Weather Change, Swords of Cha- os & Me, The Slumbering Napo- leon sem koma fram. Sveitin hef- ur lengi verið í forvígi öfgarokksins hérlendis og spilar tilraunakenndan bræðing af því tónlistarformi. Plata hennar, Vultures, kom út í mars 2009 á vegum Molestin Records. „Að horfa á hljómsveit leggja í eitt- hvert lag sem einn maður væri, týnd í einhverjum „fílíng“ sem bindur allt saman, er gæsahúðar- myndandi, eins og allir þeir sem hafa sótt vel heppnaða tónleika þekkja,“ sagði Arnar Eggert ein- hverju sinni um bandið. Muckfest 2011 á Faktorý í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.