Morgunblaðið - 04.02.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.02.2011, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2011 Krakkarnir eru flestir í vinnu og skóla og mæta svo á æfingar sem standa langt fram á kvöld. 30 » Verk Jóhanns Eyfells myndlistar- manns, Íslandsvarðan, sem var ný- verið komið fyrir við Sæbraut í Reykjavík, var afhjúpað í gær. Einar Örn Benediktsson, formað- ur menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur, afhjúpaði verkið. Í kjölfarið var sýnd í Hafnarhús- inu heimildarmynd um listamann- inn eftir Þór Elís Pálsson og auk þess var fjallað um verk og feril listamannsins. Jóhann Eyfells er fæddur 1923 og þrátt fyrir háan aldur starfar hann enn af kappi að list sinni í Texas, þar sem hann er búsettur. Jóhann var um árabil prófessor í í Flórída en hann flutti til Texas eftir lát eiginkonu sinnar, Kristínar Halldórsdóttur myndlistarkonu. Íslandsvarðan afhjúpuð Morgunblaðið/Golli Listaverkið Frá afhjúpun Íslandsvörðu Jóhanns Eyfells í gær. Nú um helgina verður haldin ráð- stefna í Listasafni Reykjavíkur undir yfirskriftinni Practicing Nat- ure-Based Tourism. Kunnir erlend- ir sem innlendir fyrirlesarar taka þátt í ráðstefnunni, sem er þáttur í verkefninu Án áfangastaðar. Hinn hluti þess er sýning með verkum fjölda listarmanna sem opnuð var í safninu á dögunum. Höfundar verk- efnisins eru Markús Þór Andrésson sýningarstjóri og Gunnþóra Ólafs- dóttir landfræðingur, sem vinna verkið í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur, ReykjavíkurAkadem- íuna og Félag landfræðinga. Markmið verkefnisins er að hvetja íslenskt samfélag til umræðu um málefni Íslands sem áfanga- staður ferðamanna, stuðla að fræðslu um eðli náttúrutengdrar ferðamennsku, einkum er varðar upplifun ferðamanna á vettvangi og hvetja til frekari rannsókna og skýrari stefnumótunar. Ráðstefnan er tilraun til að leiða saman ólíka hópa sem standa að ís- lenskri ferðaþjónustu. Ráðstefna um ferða- þjónustu Haldin í tengslum við myndlistarsýningu Náttúrusýn Verk Þorgerðar Ólafs- dóttur, Þú hefur andlit með útsýni, frá 2011, er á sýningunni. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Svanasöngur Schuberts verður sunginn – og dansaður – á sviði Ís- lensku óperunnar í kvöld þegar Ágúst Ólafsson barítón, Gerrit Schuil píanóleikari og Lára Stefáns- dóttir dansari flytja verkið í svið- setningu bandaríska danshöfundar- ins Kennet Oberly. Að sögn Ágústs er verkið ákaflega krefjandi. „Fyrstu sjö lögin eru við texta Rellstabs og eru sum mjög dramatísk. Þá kemur að Heine- ljóðunum sem eru algjör meistara- verk út af fyrir sig og maður þarf 100% einbeitingu til að koma þeim til skila.“ Lögin eru þó ekki öll af drama- tíska taginu – sum eru fjörlegri á að hlýða en ekki síður áskorun fyrir söngvarann. „Það gerir þetta við- fangsefni svo sérstakt, maður fer all- an skalann og öfgarnar eru meiri frá einu lagi til annars, ólíkt því sem er í öðrum ljóðaflokkum Schuberts, þar sem eitt lag leiðir frekar af öðru.“ Í annað sinn á einu ári Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ágúst og Gerrit flytja Svanasöng Schuberts, því sl. vor fluttu þeir alla þrjá ljóðaflokka hans, Malarastúlk- una, Vetrarferðina og Svanasöng á Listahátíð í Reykjavík. „Þá var ég að koma að þessu verki í fyrsta sinn og hafði reyndar aldrei sungið heilan sönglagabálk eftir Schubert áður.“ Hann segir þeim mun skemmti- legra að koma að flokknum aftur, ekki síst vegna umgjarðarinnar nú. Uppsetningin er samstarfsverkefni dansflokksins Pars Pro Toto og Ís- lensku óperunnar að sögn Ágústs. Eins og gefur að skilja reynir á fleira en söng og samspil í slíkri upp- setningu. „Ég þarf líka að hreyfa mig á sviðinu og leik á móti Láru. Framan af er hún einhvers konar draumsýn eða vera sem ég hugsa um eða sé fyrir mér en þegar kemur að þessum stóru Heine-sönglögum förum við að ná meira saman. Lykill- inn er hins vegar að halda því nána sambandi við Gerrit sem tónlistin krefst því þetta er ekki óperutónlist, það á að mála hana með litlum pensli og nákvæmum dráttum. Það er fyrst og fremst Gerrit að þakka að þetta tekst því við unnum svo mikið saman með Schubert-lögin í fyrravor að hann er farinn skynja mjög vel það sem er að gerast í söngnum hjá mér, jafnvel þótt ég snúi baki í hann og hann heyri varla í mér.“ Ástin og þráin rauði þráðurinn Ágúst leggur áherslu á að tónlist- in sé ekki brotin upp vegna sviðsetn- ingarinnar. „Það eru engir leik- þættir á milli ljóða eða eitthvað slíkt – allt frá því að fyrsti tónninn hljóm- ar til þess síðasta er flutningurinn hljóðrænt eins og á hefðbundnum tónleikum. Dans Láru er fyrst og fremst til að draga fram ákveðna þætti í ljóðunum en miðja þeirra er þessi karlmaður sem ýmist harmar ástarmissi eða hugsar til konu sem hann þráir og er víðsfjarri. Það er rauði þráðurinn í öllum lögunum.“ Sjálfur hefur Ágúst ekki unnið með ljóð áður á slíkan leikrænan hátt en segir hins vegar hefð fyrir því að sviðsetja t.d. Vetrarferðina eftir Schubert. „Það sem dró okkur Gerrit að þessu var danshöfund- urinn Kennet, en þetta er búið að gerjast í höfðinu á honum í nokkur ár. Vissulega getur verið vandasamt að breyta einhverju sem virkar mjög vel í sínu hefðbundna formi. En þegar við sáum að hug- myndin var mjög trú textanum og snerist um að dans- inn undirstrikaði ljóðin og lögin, þá fannst okk- ur þetta mjög spennandi verk- efni.“ Málað með litlum pensli og nákvæmum dráttum  Svanasöngur Schuberts sunginn og dansaður í Íslensku óperunni í kvöld Ljósmynd/Gísli Egill Hrafnsson Sviðssetning Flutningur Svanasöngs Schuberts verður með óvenjulegra móti í Íslensku óperunni í kvöld en þar munu Ágúst Ólafsson barítónsöngvari, Gerrit Schuil píanóleikari og Lára Stefánsdóttir stíga á stokk. Svanasöngur eða Schwanen- gesang er meðal síðustu verka Schuberts en ljóðin voru gefin út í einni bók undir þessum titli 1829, örfáum mánuðum eftir andlát tónskáldsins. Höfundar ljóðanna eru þrír; fyrstu sjö eru eftir Ludwig Rellstab, næstu sex eru eftir Heinrich Heine og síðasta ljóðið er eftir Johann Gabriel Seidl, enda deila menn stundum um hvort um einn ljóðaflokk sé að ræða eða fleiri. Svanasöngur Schuberts KOM ÚT EFTIR ANDLÁTIÐ Franz Schubert Ísýningu sinni í Gryfjunni íListasafni ASÍ, fjallar Hildi-gunnar Birgisdóttur eins ogáður um tilgang og tilgangs- leysi ýmissa leikja og kerfa. Innsetn- ingin er litrík, vísar í stærðfræði- jöfnur jafnt sem barnaleiki og spil sem aftur leiða hugann að því hvernig leikjaþjálfun bernskunnar býr mann undir stóra leikinn í lífinu. Allir eru sammála um að leikreglur verði ávallt að vera skýrar en leikjakennismiðir hafa komist að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegar leikreglur séu þær að allir hugsi um sjálfan sig, svíki og svindli eins og hægt er. Þessi leikja- fræði (John Nash) er talin grunnur- inn í nýfrjálshyggjukapítalismanum sem sprakk framan í okkur ekki alls fyrir löngu. Sýningin inniheldur m.a. saman- brotna alþjóðlega minnismiða, marg- víslegar flokkanir forma og fagur- fræðilega uppröðun á misskilningi. Í sýningunni sem hefur yfirbragð vís- inda og sakleysi barnaleikja leynist bæði pólitík, hirðfífl og tíma- sprengjur. Innsetningin er falleg og hugvits- samlega samsett. Í henni leynist bæði aðdráttarafl og óhugnaður leikja- fræðinnar. Stærðfræðilegur grunn- urinn gefur í skyn að leikurinn sé náttúrulegt ferli og það sem er talið náttúrulegt eða eðlisbundið er oftlega samþykkt sem nauðsyn. Sýningin dregur hins vegar skýrt upp hve fá- ránlegar, sviðsettar og geðþótta- bundnar leikreglurnar geta verið. Með því að setja verkið í samhengi við barnaleiki og barnamenningu þá nær Hildigunnur að draga enn sterk- ar fram en ella hversu mikilvægt er að kerfi og leikreglur séu í sífelldri endurskoðun. Í takt við grafalvar- legan undirtón þá er ber sýningin í sér leikgleðina sem einkennir fram- setningu þeirra sem ákvarða óljósar reglur leiksins og hafa forskot þegar kemur að því að túlka þær. Ekki er laust við að sýningu Hildi- gunnar megi lesa með reglur og list- kerfi myndlistarinnar í huga, enda listirnar afsprengi hverrar ríkjandi menningar. Svindlað í leiknum Hildigunnur Birgisdóttir bbbbn Listasafn ASÍ, Gryfja. Blönduð tækni. Sýningin stendur til 6. febrúar. Opið alla daga nema mánudaga frá kl 13-17. Að- gangur ókeypis. ÞÓRA ÞÓRISDÓTTIR MYNDLIST Morgunblaðið/RAX Hildigunnur Sýnir hve fáranlegar leikreglurnar geta verið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.