Morgunblaðið - 04.02.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.02.2011, Blaðsíða 23
ur að læra það sem fyrir okkur var lagt í þeim efnum og helst að vera skrefi á undan hvor öðrum. Síðan fermdumst við saman ásamt skóla- systkinum okkar og við tóku ung- lingsárin og þá stærri bekkir þar sem jafnaldrar okkar úr nágranna- sveitunum sóttu einnig skóla á Flúð- um. Þegar kom að því að velja fram- haldsskóla fór Bjarki að Laugarvatni í skóla en ég valdi að fara á Selfoss. Smátt og smátt urðu samverustund- irnar færri og færri og fjarlægðirnar á milli okkar lengri. En alltaf vissum við af hvor öðrum og hvað var að ger- ast hjá okkur. Framhaldsnám, vinnustaðir, stofnun fjölskyldu o.s.frv. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka Bjarka fyrir samfylgdina og vinskapinn þessa alltof stuttu ævi sem hann lifði. Fjölskyldu hans sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur og bið góðan Guð að hugga og styrkja þau í sorg sinni. Helgi Sigurður Haraldsson. Segja má að við Bjarki höfum ver- ið vinir frá fæðingu. Mæður okkar lágu sængurleguna saman á Selfossi í lok apríl 1967. Við ólumst báðir upp á Flúðum og var stutt á milli heimila okkar. Um leið og okkur var treyst- andi til að ganga hvor til annars lék- um við okkur saman. Það var ým- islegt brallað eins og að smíða, hjóla og farið í ýmsa leiki með krökkunum í hverfinu. Snemma fengum við áhuga á allskyns íþróttum og keppt- um víða um Árnessýslu. Sund, borð- tennis, frjálsar íþróttir, blak og körfubolti voru allt íþróttir sem áttu hug okkar. Alla okkar skólagöngu í Flúða- skóla vorum við í sama bekk. Bjarki varð snemma afburða námsmaður. Það er mér minnisstætt þegar við vorum í samræmdu enskuprófi og prófdómarinn (séra Sveinbjörn) vissi ekki alveg hvernig hann gæti aðstoð- að mig. Þá sagði hann „Ég ætla að- eins að kíkja hjá honum Matthíasi Bjarka“. Eftir Flúðaskóla lá leið okkar í Menntaskólann að Laugarvatni. Í ML æfðum við blak af kappi og kepptum marga spennandi leiki með HSK. Eftirminnilegasti leikur okkar beggja á ML-árunum var líklegast úrslitaleikurinn á Landsmóti UMFÍ í Keflavík – Njarðvík 1984. Hann stóð í tæpar þrjár klukkustundir og unnum við ævintýralegan sigur. Á Landsmótinu á Húsavík 1987 endur- tókum við svo leikinn. Eftir Mennta- skólann fórum við báðir í Íþrótta- kennaraskólann (ÍKÍ) og vorum þar herbergisfélagar. Bjarki var alltaf skipulagðari en við flest og hugsaði vel um heilsuna. Bjarki dúxaði í ÍKÍ og kom það engum á óvart. Það sem meira var, sama vor tók hann sveins- próf í trésmíði með glæsibrag. Bjarki var mjög laginn í höndunum líkt og faðir hans og gat snemma tekist á við mjög krefjandi verkefni. Bjarki kenndi íþróttir eitt ár á Flúðum. Þann vetur ók hann til Reykjavíkur 4-5 sinnum í viku á blakæfingar hjá Þrótti. Við æfðum með Þrótti í nokk- ur ár saman og gekk vel. Við vorum báðir í landsliðinu í blaki. Þar var Bjarki einn sá traustasti á vellinum. Bjarki bætti við sig námi í bygging- artæknifræði. Hann vann við það síð- ustu ár. Eftir að við stofnuðum fjöl- skyldur minnkaði samgangur okkar mikið en við töluðum reglulega sam- an og fylgdumst með hvor öðrum. Bjarki var heiðarlegur, traustur, staðfastur og ráðagóður vinur. Hans verður sárt saknað. Við Edda vottum Björgu, sonum þeirra og fjölskyldu okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning hans. Örn Kristján Arnarson. Kveðja frá Álfhólsskóla Í vikunni barst okkur fregn um að Matthías Bjarki væri látinn. Við er- um slegin og hugur okkar dvelur hjá drengjunum þremur Lúðvík, Mána og Markúsi Inga sem nú hafa misst einstakan föður. Matthías Bjarki hafði lengi glímt við erfið veikindi en svo oft haft sigur að við vonuðum svo heitt að svo yrði áfram. Matthías Bjarki var mikill fjöl- skyldumaður og einstaklega áhuga- samur um nám og tómstundir drengjanna sinna. Hann var í for- eldra- og síðar skólaráði Digranes- skóla og sat í starfshópi um endur- nýjun húsnæðis skólans. Hann reyndist einstaklega traustur í starfi skólaráðs í undirbúningsvinnu að stofnun Álfhólsskóla og var öryggi nemenda honum alltaf sérstaklega hugleikið. Við kveðjum Matthías Bjarka með söknuði og virðingu. Skólastjórnend- ur og starfsmenn skólans þakka hon- um samfylgdina og senda Björgu, Lúðvík, Mána og Markúsi Inga sínar innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd Álfhólsskóla, Magnea Einarsdóttir skólastjóri. Í dag kveðjum við hann Bjarka, góðan vin og vinnufélaga, sem fallinn er frá langt fyrir aldur fram eftir erf- ið veikindi. Hans verður sárt saknað. Hugur okkar er hjá Björgu, Lúð- vík Má, Mána, Markúsi Inga og fjöl- skyldu þeirra á þessum erfiðu tím- um. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Vinakveðja. F.h. stelpnanna hjá VSÓ Ráðgjöf, Þóra Harðardóttir. Kveðja frá Blakdeild Þróttar Kynni okkar af Bjarka hófust fyrir alvöru þegar hann kom til liðs við blaklið Þróttar haustið 1990. Allir vissum við að hann var mjög góður leikmaður sem hafði staðið sig vel með blakliði HSK. Ekki leið þó á löngu þar til í ljós kom hvílík himna- sending hann var fyrir Þrótt. Ábyggilegri og traustari mann var varla hægt að hugsa sér, jafnt utan vallar sem innan. Bjarki gaf sig alltaf af fullu í alla leiki og barðist um hvern bolta en skipti þó aldrei skapi. Hann náði hæstu hæðum sem leik- maður, lék 24 landsleiki fyrir Ísland, var valinn blakmaður ársins 1992, auk þess varð hann margfaldur Ís- lands- og bikarmeistari með Þrótti. Einnig tók Bjarki að sér formennsku blakdeildar Þróttar og sá alfarið um rekstur hennar um hríð. Fyrir utan þetta þá tók hann að sér þjálfun fyrir Þrótt og um tíma var hann þjálfari karlalandsliðsins. Bjarki var einn af burðarásunum í hinu sigursæla liði Þróttar í lok síðustu aldar. Sem dæmi um samviskusemi Bjarka má nefna að fyrsta veturinn sem hann lék með Þrótti bjó hann á Flúðum og ók mörgum sinnum í viku á æfingar og í leiki til Reykjavíkur og mætti manna best og oftast fyrstur en það þótti honum ekkert tiltöku- mál. Um leið og við kveðjum góðan liðsmann og félaga viljum við senda öllum aðstandendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Fyrir hönd Þróttara, Leifur og Jason. Það voru fagnaðarfundir þegar við gömlu skólafélagarnir úr útskriftar- árgangi 8́7 frá Menntaskólanum að Laugarvatni hittumst í nóvember sl. Óvenjumargir mættu og mikið var spjallað og hlegið. Þegar ungmenni búa saman á heimavist myndast náin tengsl og eftir því sem árin líða finn- um við hversu mikils virði þau eru. Nú er stórt skarð höggvið í hópinn við fráfall Bjarka. Hann var traustur félagi, heiðarlegur, hófsamur og hóg- vær. Sagði ekki margt en hugsaði þeim mun meira. Alltaf var hægt að leita til hans með hvers kyns vanda- mál, hvort sem um var að ræða nám- ið eða greiða af einhverju tagi. Bjarki var einn af fáum á mennta- skólaárunum sem áttu sinn eigin bíl og var það óspart misnotað af okkur félögunum. Þannig var hann alltaf til í að skutlast með okkur á „pusjón- um“ og taldi það ekki eftir sér frekar en annað. Bjarki var ávallt jákvæður og með allt sitt á hreinu, meðvitaður um heil- brigt líferni og hvikaði hvergi frá því. Hans helstu áhugamál voru íþrótt- irnar; hann var sjálfur mikill íþrótta- maður og var afburða góður í blaki. Bjarki var afbragðs námsmaður – var einfaldlega góður í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Þó flíkaði hann ekki afrekum sínum. Til dæmis viss- um við ekki fyrr en eftir á að hann lauk trésmíðanámi meðfram náminu á Laugarvatni. Það var okkur mikils virði að hitta Bjarka í vetur. Hann sagði okkur stoltur frá strákunum sínum og ræddi um glímuna við þann skæða sjúkdóm sem hafði sett mark sitt á hann. Hann vissi hvert stefndi en virtist samt njóta þessarar kvöld- stundar með okkur gömlu félögun- um. Fyrir þá samveru erum við þakklát í dag. Nú er hugur okkar hjá eiginkonu hans, börnum og fjölskyld- unni allri. Guð blessi minninguna um góðan dreng. Bekkjarfélagar úr ML, Jónína Kristinsdóttir, Eiríkur Svanur Sigfússon, María Guðmundsdóttir, Einar Hilmarsson og Eygló Ingadóttir. Kveðja frá VSÓ Ráðgjöf Matthías Bjarki gekk til liðs við VSÓ árið 1995, þá nýútskrifaður tæknifræðingur. Í hönd fór ríflega fimmtán ára farsælt samstarf og allt frá upphafi var hann einn af okkar tryggustu starfsmönnum. Bjarki bjó yfir góðri faglegri þekk- ingu, heilbrigðri skynsemi, verksviti, léttri lund og miklu jafnaðargeði. Það var ekki fyrirgangurinn í honum Bjarka en það var sama hvaða við- fangsefni honum voru fengin í hend- ur, stórt og smátt leysti hann af stakri prýði. Hann lét verkin tala og það var innistæða fyrir öllu sem hann sagði og gerði. Það er ómetanlegt hverjum vinnustað að hafa innan- borðs félaga eins og hann, bæði í leik og starfi. Einhvern veginn var það svo ósanngjarnt að Bjarki skyldi grein- ast með krabbamein fyrir tæpum fimm árum, þessi reglusami íþrótta- maður, heilbrigð sál í hraustum lík- ama. Síðan hafa skipst á skin og skúrir, baráttan óvægin á köflum en alltaf stóð Bjarki sína vakt með sóma, haggaðist aldrei og skilaði sínum verkum sem fyrr. Það er þyngra en tárum taki að sjá á bak góðum félaga á besta aldri en okkar huggun harmi gegn er tær minning um góða dreng. Við hjá VSÓ Ráðgjöf minnumst Matthíasar Bjarka með mikilli virðingu og þakk- læti og sendum Björgu, strákunum og fjölskyldunni allri innilegar sam- úðarkveðjur. Grímur Jónasson. Góður samstarfsmaður og vinur er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Bjarki var góður drengur, hæglátur og heilsteyptur persónuleiki. Hann vann störf sín af vandvirkni og alúð og kom sínum málum í höfn í sátt við þá sem hann starfaði með. Það var honum mikilvægt að geta sinnt starfi sínu á VSÓ þrátt fyrir að veikindin settu strik í reikninginn á síðustu árum. Vinnuveitendur okkar sýndu það í verki að þeim er annt um sitt fólk og studdu Bjarka eins og hægt var. Bjarki tók veikindum sínum af æðruleysi og bar höfuðið hátt fram á síðasta vinnudag. Hann sýndi mikið baráttuþrek og bar ekki veikindi sín á borð fyrir aðra. Bjarki var menntaður tæknifræð- ingur og gerði það að ævistarfi sínu. Hann státaði þó einnig af íþrótta- kennararéttindum og lagði sig fram við að miðla öðrum af þeirri þekkingu sinni af sama áhuga og í störfum sín- um hjá VSÓ. Við sendum Björgu og drengjun- um innilegar samúðarkveðjur. Bjarka er sárt saknað á VSÓ. Kristinn Alexandersson Marteinn Jónsson Ólafur Hermannsson.  Fleiri minningargreinar um Matt- hías Bjarka Guðmundsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2011 Við þökkum af alhug öllum sem minntust mömmu minnar, dóttur okkar, systur, mágkonu og frænku, BERGÞÓRU JÓNSDÓTTUR blaðamanns, f. 24.09.’58, d. 10.01.’11. Við þökkum þeim, sem önnuðust hana í erfiðum veikindum. Við þökkum sérstaklega samferðafólki hennar sem heiðraði hana við útför í minningar- orðum, söng og hljóðfæraleik. Úlfhildur Flosadóttir, Kristín Ólafsdóttir, Jón Hallsson, Sigríður Jónsdóttir, Þórir Bragason, Ólöf Jónsdóttir, Íma Þöll Jónsdóttir, David Zoffer, Þórhildur Halla Jónsdóttir, Jóhann Eggert Matthíasson og fjölskyldur. V i n n i n g a s k r á 40. útdráttur 3. febrúar 2011 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 3.000.000 kr. 6.000.000 (tvöfaldur) 3 2 5 9 6 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 1 8 4 9 2 3 9 2 1 2 5 4 3 0 0 8 2 4 0 4 6 0 5 0 1 3 8 6 1 5 7 7 7 1 8 6 3 2 1 0 9 3 3 6 2 1 2 7 2 3 0 1 0 9 4 1 0 1 2 5 0 1 5 3 6 2 0 7 7 7 2 5 5 5 3 0 9 9 4 0 7 2 1 4 1 2 3 0 1 5 6 4 1 3 3 9 5 0 6 3 8 6 2 3 7 8 7 2 5 6 4 4 8 8 9 6 7 8 2 1 4 1 3 3 0 4 8 2 4 1 6 1 7 5 0 7 8 9 6 2 6 1 0 7 3 1 3 2 8 0 6 1 0 5 8 7 2 1 5 9 6 3 0 6 3 8 4 2 3 4 0 5 1 4 0 3 6 2 8 1 7 7 3 4 3 9 1 1 6 0 1 2 0 7 4 2 1 6 6 2 3 1 2 4 4 4 2 4 0 9 5 1 7 6 0 6 3 4 4 0 7 3 5 3 6 1 4 7 4 1 2 4 8 9 2 1 7 4 8 3 1 2 6 9 4 2 5 3 2 5 2 7 9 8 6 3 5 4 6 7 4 0 1 5 2 7 0 6 1 2 7 3 7 2 1 7 6 1 3 1 4 5 5 4 3 5 1 9 5 2 9 9 1 6 3 9 9 2 7 4 4 2 6 2 8 4 4 1 2 9 7 6 2 1 9 8 8 3 2 3 0 5 4 3 5 2 6 5 3 0 5 8 6 4 1 9 8 7 4 5 5 7 3 1 6 0 1 3 5 9 8 2 2 6 2 1 3 2 5 2 5 4 3 9 2 8 5 3 5 1 2 6 4 5 1 5 7 4 8 3 0 3 2 1 5 1 3 6 2 1 2 2 7 2 0 3 2 5 8 8 4 4 0 5 5 5 3 9 0 4 6 4 6 4 7 7 5 1 8 5 3 5 0 1 1 3 9 6 6 2 2 7 5 8 3 2 7 2 7 4 4 0 8 7 5 4 0 2 6 6 4 7 4 4 7 6 1 2 3 3 6 2 0 1 4 4 6 0 2 2 9 9 9 3 2 8 6 0 4 4 3 3 0 5 4 8 8 1 6 4 8 8 3 7 6 3 6 2 3 7 6 5 1 4 7 1 9 2 3 0 0 6 3 3 5 7 7 4 4 4 5 0 5 5 0 6 1 6 5 2 7 5 7 7 0 9 5 4 2 7 9 1 6 1 1 4 2 3 2 3 7 3 3 9 8 8 4 4 9 7 3 5 5 2 1 5 6 5 3 0 2 7 7 1 9 2 4 4 6 3 1 6 1 1 9 2 3 3 8 6 3 4 2 9 9 4 5 0 4 3 5 5 7 3 2 6 5 7 5 5 7 8 1 5 3 4 5 9 7 1 6 1 8 8 2 3 5 6 8 3 5 1 7 1 4 5 0 7 5 5 6 4 7 3 6 5 9 0 0 7 8 3 7 9 4 9 9 1 1 6 2 5 6 2 3 8 7 2 3 5 5 7 2 4 5 7 8 8 5 6 8 7 7 6 6 0 1 0 7 8 6 2 4 5 5 1 0 1 6 6 7 1 2 4 0 6 2 3 6 1 5 7 4 6 1 1 7 5 6 8 9 8 6 7 0 9 9 7 8 6 5 9 5 9 8 0 1 6 6 7 7 2 4 3 8 5 3 6 5 7 0 4 6 4 4 1 5 7 3 6 4 6 7 2 0 0 7 9 1 4 9 6 0 0 9 1 6 6 8 4 2 5 8 6 0 3 6 8 3 7 4 6 5 1 5 5 7 6 0 6 6 7 5 8 6 7 9 2 9 3 6 2 0 9 1 6 6 8 5 2 6 1 8 0 3 6 9 5 3 4 7 6 6 5 5 7 7 6 3 6 8 0 1 6 7 9 3 0 9 7 7 6 5 1 7 1 5 5 2 6 3 2 5 3 7 0 8 6 4 7 8 5 9 5 8 4 2 9 6 8 2 6 6 7 9 3 3 2 7 7 8 3 1 7 5 2 2 2 6 8 0 3 3 7 7 0 7 4 8 4 5 6 5 9 0 0 6 6 9 0 9 0 7 9 4 6 6 8 0 5 6 1 8 1 7 7 2 7 2 4 7 3 8 0 2 1 4 8 5 1 8 5 9 5 1 3 6 9 5 0 1 7 9 5 8 1 8 1 7 1 1 8 2 0 1 2 7 7 7 2 3 8 3 5 6 4 8 6 2 5 5 9 6 1 6 6 9 6 0 2 7 9 7 0 2 8 3 1 7 1 8 9 9 0 2 7 8 4 7 3 8 3 9 6 4 9 0 6 6 5 9 9 1 3 6 9 9 5 1 8 4 7 6 1 9 3 5 5 2 8 2 8 6 3 8 8 4 9 4 9 1 0 8 6 0 7 7 1 7 0 7 5 8 8 4 9 4 1 9 3 7 4 2 8 3 5 7 3 9 3 3 3 4 9 2 5 5 6 0 8 0 9 7 1 0 5 7 8 8 1 2 1 9 4 8 9 2 8 4 2 9 3 9 3 4 2 4 9 5 8 0 6 0 8 7 1 7 1 0 9 0 9 0 5 0 2 0 0 4 3 2 8 7 3 2 4 0 3 3 7 4 9 9 4 3 6 1 3 1 0 7 1 3 9 8 9 1 3 3 2 1 2 3 4 2 8 8 4 7 4 0 4 1 2 5 0 1 2 8 6 1 3 6 9 7 1 7 5 7 Næstu útdrættir fara fram 10. feb, 17. feb & 24. feb 2011 Heimasíða á Interneti: www.das.is V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 3 1 5 6 4 6 4 5 3 5 7 1 1 7 5 7 2 3 5 0 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 7715 18503 24406 70009 72113 74007 12876 22359 54940 71543 72852 77784 V i n n i n g u r Kr. 15.000 Kr. 30.000 (tvöfaldur) 1 0 2 7 2 4 1 1 3 9 3 0 2 8 7 1 4 4 2 0 3 4 4 8 0 0 9 5 5 1 0 4 6 6 5 3 5 2 4 9 8 9 3 2 7 1 4 7 3 7 2 9 9 0 0 4 3 1 4 7 4 8 6 8 7 5 7 7 1 6 6 6 9 2 9 2 6 0 8 9 7 6 3 1 6 0 4 3 3 1 6 8 3 4 4 0 8 2 5 0 9 2 1 5 8 1 9 5 6 9 8 5 2 2 8 2 0 1 0 6 0 0 1 6 5 8 5 3 3 1 6 7 4 4 7 5 4 5 2 2 6 7 5 8 3 6 5 6 9 9 9 7 3 0 7 4 1 1 0 0 6 1 6 6 5 5 3 8 0 2 9 4 5 1 9 8 5 2 7 7 9 5 9 7 4 2 7 2 3 6 3 3 1 4 3 1 1 9 4 5 2 0 4 5 3 3 8 2 8 6 4 5 3 0 6 5 3 4 7 2 5 9 8 0 5 7 2 5 4 8 3 1 4 6 1 3 1 7 2 2 0 5 0 6 3 9 6 5 1 4 7 2 5 5 5 4 0 1 7 6 0 3 1 1 7 2 9 2 2 4 0 6 8 1 3 2 9 7 2 0 6 4 9 4 0 7 4 8 4 7 2 6 4 5 4 2 8 4 6 0 5 1 0 7 6 1 0 3 4 7 9 7 1 3 5 1 9 2 2 1 7 5 4 1 5 5 3 4 7 2 8 5 5 4 6 8 9 6 1 5 4 4 7 8 0 4 8 6 9 3 5 1 3 6 0 3 2 3 0 8 9 4 1 9 9 3 4 7 3 8 7 5 5 0 0 4 6 3 2 7 6 7 8 7 9 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.