Morgunblaðið - 11.03.2011, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 11.03.2011, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2011 „Núna er staðan sú að með ákveðna þætti í verndar- áætluninni ríkir mjög mikil óánægja,“ segir Þórarinn. Í áætluninni séu þættir sem byggist á fordómum og mis- skilningi, til að mynda um skaðleg áhrif gangandi veiðimanna í kringum Snæ- fell, og för bifreiða um Von- arskarð, sem hvorugur samræmist áratugareynslu ferðamanna á svæðinu. Þórarinn segir þá sem nýtt hafa sér svæðið um áratugaskeið hafa byggt upp ákveð- ið siðferði hvað umgengni við það varðar. Skúli H. Skúlason, framkvæmdastjóri Úti- vistar, segir öllum athugasemdum frá aðild- arfélögum Samtaka útivistarfélaga hafa verið svarað með sama staðlaða bréfinu. „Kannski var stjórnin einfaldlega búin að gera upp hug sinn áður en að athugasemdaferlinu kom, en þá vaknar spurningin hvaða tilgangi athuga- semdaferlið gegndi,“ segir Skúli. Samráð í samræmi við lög Í greinargerð umhverfisráðherra vegna staðfestingar verndaráætlunarinnar kemur fram að ráðuneytið telji að skilyrðum laga um samráð hafi verið fullnægt og að athugasemd- um hafi verið svarað „á fullnægjandi hátt og með rökum“. Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hafi ekki borið skylda til þess að svara öllum at- hugasemdum eða birta þær. Ákvæði stjórn- sýslulaga, meðal annars um andmælarétt málsaðila, eigi ekki við í þessu máli. Þórarinn og Skúli segja ferlið nú geta haft skaðleg áhrif á sambærileg verkefni í framtíð- inni. „Menn ættu að spyrja sig að því hvernig í ósköpunum stendur á því að nú, þegar komið er að ferðalokum í þessu verkefni, er það sem var tilhlökkunarefni í upphafi orðið að svona miklu bitbeini,“ segir Þórarinn. „Þessi ágrein- ingur er hættulegur af því við eigum vonandi eftir að fara í fjölmörg önnur verkefni til þess að skilgreina akkúrat svona heilög svæði, þjóð- garða. [...] Ef það er svona mikið ósætti kemur upp mjög djúpt vantraust og þá verður enginn friður um þau verkefni sem framundan eru. Það má ekki gerast,“ segir Þórarinn. Skúli segir ferlið hafa leitt til þess að mörg- um finnist lítið til þjóðgarðsins koma og horfi tortryggnum augum á allar hugmyndir um friðlönd. Það sé skaðlegt fyrir alla náttúru- vernd. Vantraust skaðlegt náttúruvernd  Hagsmunaaðilar telja skort hafa á samráð við gerð verndaráætlunar fyrir Vatnajökulsþjóðgarð  Skaðlegt fyrir sambærileg verkefni í framhaldinu, segir formaður Ferðafélagsins Útivistar Þórarinn Eyfjörð BAKSVIÐ Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Nokkurrar óánægju gætir með vinnubrögð í tengslum við gerð Verndaráætlunar Vatnajök- ulsþjóðgarðs, sem stjórn þjóðgarðsins vann og umhverfisráðherra staðfesti undir lok síðasta mánaðar. Nægt samráð þykir ekki hafa verið haft við hagsmunaaðila, einkum þau útivistar- og ferðasamtök sem mest sækja verndarsvæðið heim. Þórarinn Eyfjörð, formaður Ferða- félagsins Útivistar, segir sátt ekki ríkja um samþykkta verndaráætlun. Í upphafi hafi ríkt tilhlökkun meðal hagsmunaaðila, sem almennt voru jákvæðir í garð áætlunargerðarinnar. Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is „Umhverfis- og samgönguráð hef- ur lengi haft það að leiðarljósi að bæta aðgengi gangandi og hjól- andi vegfarenda. Okkur hugnast ekkert sérstaklega vel þegar göt- ur, sem reyndar eru þjóðvegir í þéttbýli, eru skilgreindar sem stofnbrautir. Þetta eru götur sem við viljum líta á sem borg- argötur,“ segir Karl Sigurðsson, formaður Umhverfis- og sam- gönguráðs Reykjavíkurborgar. Fyrr í vikunni samþykkti ráðið tillögu þess efnis að hámarkshraði á hluta Miklubrautar yrði lækk- aður úr 60 km./klst. niður í 50 km./klst. Kaflinn sem um ræðir nær frá Stakkahlíð og að Snorrabraut, en ná- kvæm lengd hans ræðst af nálægð húsa við Miklubraut- ina. Frá Kringlumýrarbraut að Stakkahlíð er til að mynda nokkuð langt í hús, en sú vegalengd styttist til móts við Stakkahlíð. Lengd vegarkaflans er tæpur kílómetri. Lækkun hámarkshraðans hefði ekki áhrif á háannatímum, þegar meðalaksturshraði er á bilinu 10 til 20 km./klst. Karl segir vonir standa til þess að með lækkun hraðans megi allt í senn draga úr kostnaði vegna slysa og draga úr hljóð- og loftmengun. „Við erum þegar búin að fara sjö sinnum yf- ir heilsuverndarmörkin á þessu ári, sem eru öll sjö skiptin sem við leyfum okkur á ári,“ segir Karl um svifryksmengunina. Dæmi séu um að börn sem búa svæðinu hafi kastað upp vegna svifryksins. Umferðarslys eru al- geng á vegkaflanum sem um ræð- ir, en á árunum 1996 til 2009 urðu þar 900 óhöpp, í 120 slysanna slösuðust vegfarendur. Slysin eiga sér oftast stað á nótt- unni, þegar aksturshraði er mun meiri en á annatímum. Fyrirhugaðar breytingar eru háðar samþykki Vegagerð- arinnar, þar sem Miklabraut telst þjóðvegur, og lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu. Málið er ekki komið inn á borð til lögreglunnar, og því hefur afstaða ekki verið tekin til þess. Að samþykki fengnu verður hámarkshraðanum breytt strax í kjölfarið, segir Karl. Lækka hámarks- hraða á Miklubraut  Lækkunin fækki slysum og dragi úr loft- og hljóðmengun Til skoðunar er að gera breytingar annars staðar í Reykjavík, einkum í íbúðahverfum, í því skyni að draga úr aksturshraða. Karl Sigurðs- son, formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir ekkert niðurneglt í þeim efnum en leggur áherslu á mikilvægi samráðs milli íbúa og borgarinnar. „Við höfum fengið ábendingar frá hverfum,“ segir Karl. „Okkur [í ráðinu] finnst mjög gott að fá ábendingar frá íbúum og hverfa- ráðum. Það hefur reynst okkur gott veganesti að skynja vilja íbú- anna í hverfunum, því oft er það þannig að þeir sem þekkja nær- umhverfið best eru best til þess fallnir að koma með tillögurnar.“ Nokkur umræða um nágrenni Miklubrautar spannst í kjölfar þess að Vegagerðin setti upp vegrið við hluta hennar. Karl segir þetta hafa flýtt fyrir þeirri tillögugerð sem nú liggur fyrir. Fleiri staðir í skoðun LÆKKUN AKSTURSHRAÐA Morgunblaðið/Sigurgeir S Ferð Meðalhraði á háannatíma er mun lægri en fyrirhugaður hámarkshraði milli Stakkahlíðar og Snorrabrautar. Hafðu samband. Við hjálpum þér að velja rétta kortið. MASTERCARD KREDITKORTA BJÓÐUM ALLAR TEGUNDIR kreditkort.is | Ármúla 28 Rakel Ýr Birgisdóttir, nemandi í 10. bekk í Laugarlækjarskóla, afhenti menntamálaráðherra, Katrínu Jak- obsdóttur, 1.018 undirskriftir í há- deginu í gær, þar sem mótmælt er hverfaskiptingum framhaldsskól- anna. Samkvæmt tilmælum frá mennta- málaráðuneytinu er framhaldsskól- unum gert að taka inn 40% nemenda úr nærliggjandi hverfum áður en öðrum er hleypt inn í skólann haust hvert. Rakel segir regluna mismuna umsækjendum, þeim sem búa í sama hverfi og tiltekinn skóli er dugi slakari námsárangur til að komast inn en nemendum úr öðrum hverf- um. „Við erum á móti því að fólki sé mismunað á þennan hátt,“ segir Rakel, sem finnst að allir ættu að fá að velja hvar þeir stunda nám. Bæði sé námsframboð skólanna mismun- andi, sem og námsfyrirkomulag. „Hverfaskóli allra sem búa í Graf- arvogi er til dæmis fjölbrautaskóli en það kerfi hentar ekki öllum. Sum- um myndi henta betur að vera í bekkjakerfi,“ segir hún. Hún sagðist hafa átt ágætt spjall við ráðherrann en engin loforð hafa fengið um að málið yrði skoðað. holmfridur@mbl.is Vilja að allir sitji við sama borð Morgunblaðið/Golli Mótmæla Ketill Antoníus, Erla Ösp og Rakel Ýr afhentu undirskriftirnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.